Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 21: Jólagleði í Alafoss- kvosinni UM helgina 17. og 18. desember mun menningarmálanefnd Mos- fellsbæjar ásamt listamönnum í Mosfellsbæ efna til jólagleði í Ála- fosskvosinni. Vinnustofur lista- manna verða opnar báða dagana, og uppákomur í hveiju skoti, s.s. tónlist, upplestur, leiðbeiningar, í bonsai-rækt og fleira. Jólasveinn til skrafs og ráða- gerða. Jólagleðin mun standa yfir báða dagana frá 13-17. Eftirtaldir aðilar sýna verk sín: Haukur Dór, Tolli, Helga Jó- hannesdóttir, Þóra Sigþórsdóttir, Eydís Lúðvíksdóttir, Magnús Kjartansson, Óli Már Guðmunds- son, Ingibjörg Friðbjörnsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Inga Elín, Ólöf Oddgerisdóttir, Edda Jónsdóttir, Einar Þorsteinn Ásgeirsson. -----» ♦ ♦---- „Fæðing frels- arans í Hall- grímskirkju44 ORGELTÓNLEIKAR verða haldn- ir í Hallgrímskirkju á vegum Tón- skóla Þjóðkirkjunnar laugardag- inn 17. desember kl. 17. Orgel- nemendur Harðar Áskelssonar flytja verkið „Fæðing frelsarans" (La Nativité du Seigneur) eftir franska tónskáldið Olivier Messia- en (1908-1992). Verkið skiptist í níu þætti og flytjendur eru: Bjarni Þ. Jónatans- son, Douglas A. Brotchie, Guð- mundur Sigurðssin, Gunnar Gunn- arsson, Halldór Óskarsson, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Hrönn Helgadóttir og Jóhann Bjarnason. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. -----»—»-»---- Sýningu Söru að ljúka SÝNINGU Söru Jóhönnu Vil- bergsdóttur á olíu- og pastelmynd- um í Gallerí Fold, Laugavegi 118 lýkur sunnudaginn 18. desember. Sýninguna nefnir Sara ílát meðal annars. Opið er í Gallerí Fold daglega kl. 10-18 nema laugarfdaginn 17. desember þá er opið frá kl. 10-22 og sunnudaginn 18. desember frá kl. 14-18. ------»-■♦.♦-..— Síðasta sýn- ingarhelgi Kristínar ÍKONASÝNINGU Kristínar Gunnlaugsdóttur í Hallgríms- kirkju lýkur nk. sunnudag, 18. desember. Á sýningunni eru 34 íkonar, unnir á sl. þremur árum. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er sýning á íkonum hér á landi eftir íslensk- an listamann. Sýningin er opið frá kl. 14-18. ------»■■♦■■♦--- Jólalög í Listhúsinu DRENGJAKÓR Laugarneskirkju syngur jólalög í Listhúsinu í Laug- ardal, laugardaginn 17. desember kl. 14. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. LISTIR SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskólans hefur nú sent frá sér bókina Náttúrusýn, safn greina um siðfræði og náttúru. Efni bókarinnar er að mestu byggt á þeim ríflega tuttugu erindum sem flutt voru á samnefndri ráðstefnu Siðfræðistofnunar í september 1993. Helstu efnisflokkar hennar eru fimm: náttúra og trú, náttúra og siðfræði, náttúra og samfélag, náttúra og listir og náttúra og vísindi. Ritstjórarnir Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason afhentu frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, fyrsta eintak bókarinnar í gær en frú Vigdís flutti á sínum tíma lokaorð Nátt- úrusýnar-ráðstefnunnar og eru þau meðal efnis í bókinni. Listaverkagj öf Sæmundar Valdimar ssonar LISTAMAÐURINN Sæmundur Valdimarsson færði Reykjavíkur- borg að gjöf listaverkið „Sigríður“ 24. nóvember síðastliðinn. For- maður menningarmálanefndar, Guðrún Jónsdóttir, tók formlega á móti gjöfinni. Verkið verður til sýnis í vesturandyri Ráðhússins næstu 2-3 mánuði en að því loknu verður því fundinn veglegur staður í einhverri af stofnunum borgar- innar. Sæmundur fæddist árið 1918 að Krossi á Barðarströnd og var búsetur þar til fullorðinsáranna. Með sveitastörfunum stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Árið 1948 fluttist hann til Reykja- víkur og vann vaktavinnu í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi, en síð- ustu sex árin hefur hann eingöngu sinnt listsköpun sinni. Um árið 1970 fór hann að setja saman myndir úr steinum og reka- viði, sem fyrst voru sýndar á al- þýðusýningu í Gallerí Súm árið 1974. Um það leyti hóf hann að vinna stærri höggmyndir úr reka- viði: Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæmundur árið 1983, en síðan hefur hann haldið fjölda einkasýn- inga hér heima og erlendis. Áuk þess hefur hann tekið þátt í nokkr- um samsýningum. „Verk hans hafa vakið athygli bæði innlendra og erlendra listunnenda, og um þau hefur verið skrifað í blöðum og virtum tímaritum,“ segir í kynningu. ora ... að sjálfsögðu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.