Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Síðasta sýn- ingarhelgi á Erró- gjöfinni VERK eftir Erró er að finna víðsvegar í þekktum listastöfn- um, jafnframt þvi sem greinar um hann birtast reglulega í bókum og tímaritum. Laugardaginn 5. nóvember sl. var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Errós undir yfírskriftinni: Gjöfin. Haustið 1989 færði Erró Reykjavíkurborg að gjöf safn eigin listaverka, við þessa lista- verkagjöf hefur hann síðan stöðugt verið að bæta og eru verkin nú alls um 2.700 talsins. Á þessari sýningu er stór hluti gjafarinnar sýndur í fyrsta skipti á íslandi og gefst þar tækifæri til að virða fyrir sér feril þessa listamanns. I kynningu segir: „Alls hafa nú rúmlega 20.000 manns séð sýninguna Erró-gjöfin. Þar af urp 5.000 skólaböm, félög, vinnuhópar og hópar eldri borg- ara sem hafa pantað leiðsögn um sýninguna." Gjafavöru- og bókaverslun Kjarvalsstaða og kaffistofa verða opin alla daga fram til 23. desember frá kl. 10-18. Gospel- tónleikar KFUM og K GOSPELKÓRINN og Gospel- kvartettinn halda tónleika í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg^ í dag, föstudag, kl. 20.30. Á efnisskránni verða margir gospel-slagarar í bland við nýrri tónlist að ógleymdum jólalögunum. Gospelkórinn er nú á þriðja starfsári og meðlimum hans fer stöðugt ijölgandi og eru nú um 60 talsins. Gospelkvartettinn er nokkurs konar afsprengi kórs- ins en hann skipa Inger Jó- hanna Daníelsdóttir, Rannvá Olsen, Sigurður Ingimarsson og Ester Daníelsdóttir sem er kór- stjóri. Aðgangseyrir á tónleikana er 300 krónur og allir eru vel- komhir á meðan húsrúm leyfir. Útgáfusýn- ingin Góð bók framlengd ÚTGÁFUSÝNING Bókasam- bands íslands stendur nú yfir í Geysishúsinu. Þar geta gestir flett nýjum íslenskum bókum og séð fágæta gripi sem tengj- ast prentun, bókbandi og bóka- útgáfu. Sýningin hefur fengið góðar undirtektir og verið vel sótt bæði af ungum og öldnum og af þeirri ástæðu hefur verið ákveðið að framlengja hana til jóla, segir í kynningu. Utgáfusýningin er opin hvern rúmhelgan dag frá kl. 10-17 og er aðgangur ókeypis. Sýningunni Handverk framlengt SÝNING sú sem Handverk - reynsluverkefni hefur staðið fyrir í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni verður framlengd til sunnudagsins 18. desember. Safnið er opið frá kl. 12-18. Á sýningunni eru sýndar 82 tillögur sem bárust í samkeppni um hönnun á minjagripum og minni nytjahlutum, þar á meðal 19 verðlaunaðar tillögur. Eftir áramótin verða kannað- ir möguleikar á að senda sýn- inguna að hluta út á land. Léttklass- ískur hljómdiskur HÖFUNDUR, ritstjóri og ritnefnd Iðnsögunnar: Svanur Jóhannesson, Sæmundur Árnason, Þórarinn Gunnarsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Jón Böðvarsson og Sverrir Kristjánsson. Saga bókagerðar komin út HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafélag hefur gefið út bókina „Prent eftir mennt,“ sögu bókagerðar frá upp- hafi tii síðari hluta 20. aldar. Höf- undur bókarinnar er Ingi Rúnar Eðvarðsson og er hún í ritröðinni „Safn til Iðnsögu íslendinga". Rit- sjóri er Jón Böðvarsson. í frétt frá útefanda segir: Prent- listin olli þáttaskilum í menningar- sögunni. Hún er grunnur mennta, en hún á einnig drjúgan þátt í vexti fjölmiðlunar og viðskipta. Prent eft- ir mennt fjallar um sögu prentlistar á íslandi frá Hólaprentsmiðju um 1530 til síðari hluta 20. aldar. Getið er um upphafsmann prentlistarinn- ar, Jóhann Gutenberg, og rakin er saga fjögurra iðngreina: setningar, prentunar, prentmyndagerðar og bókbands. Auk þess er fjallað stutt- lega um dagblaðaprentun, prentum umbúða, silkiprentun og fleira. Bókin Prent eftir mennt er merk í ritröðinni: Safn til Iðnsögu Islendinga heimild um upphaf iðngreina í prentiðnaði, vöxt þeirra og þroska- feril. Gerð er grein fyrir breyttum starfsaðferðum frá einföldum verk- færum til fullkomnustu tölvutækni nútímans. Höfundur rekur verkefni prentfyrirtækja, fjallar um sívax- andi afköst og rekur sögu nokkurra fyrirtækja, svo sem Kassagerðar Reykjavíkur, Morgunblaðsins, Plastprents, Prentsmiðjunnar Odda og Ríkisprentsmiðjunnar Guten- bergs. Gerð er grein fyrir menntunar- málum og fjallað um þátt bókagerð- armanna i bókmenntum og listum, því að fjölmargir þeirra hafa skipað sér á bekk með fremstu listamönn- um þjóðarinnar, meðal annars Bald- vin Halldórsson, Eiríkur Smith, Guðmundur Frímann, Haukur Morthens og Jón Trausti. Þá er skýrt frá launakjörum og vinnutíma bókagerðarmanna og getið um Hið íslenska prentarafélag, Bókbindara- félagið, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins og fleiri hagsmunafélög í prentiðnaði. Frásögnin byggir á margvísleg- um skjölum og munnlegum heimild- um auk prentaðra rita. Höfundur kryddar bókina með ljóðum og skemmtilegum frásögnum, segir ennfremur. Um 300 Ijósmyndir prýða bókina og eru margar þeirra fágætar. í bókarauka er að fmna fróðlegan kafla eftir Þorstein Þorsteinsson, er nefnist Þættir úr letursögu. Bókin er 550 blaðsíður og kostar kr. 4.500. ÚT ER kominn nýr hljómdiskur með léttklassískri tónlist. Það eru flautuleikararnir Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, sem flytja verk eftir Haydn, Beethoven, Kuhlau, Doppl- er og Dvorák og þar að auki tvö rússnesk sígaunalög. Upptökum, sem fóru fram í Fella- og Hóla- kirkju í júní sl. stjórnaði Bjarni Rúnar Bjarnason. Hér er á ferð tónlistarfólk sem hefur verið mjög afkastamikið í tónlistarlífi borgarinnar undanfarin ár. Það eiga að baki margra ára menntun hér heima og erlendis og hefur víða komið fram bæði sem einleikarar og með hljómsveitum. Guðrún og Martial hófu að leika saman, er þau kynntust í París 1981 og Anna Guðný og Guðrún byijuðu að leika saman þegar á skólaárum hér. Martial hefur verið einleikari í heimalandi sínu frá ung- um aldri. Diskurinn er gefinn út í samvinnu við Ríkisútvarpið og með styrk frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Skífan annast dreifingu hljóm- disksins sem nefnist Romance. MARTIAL Nardeau, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Guðrún Birgisdóttir. Gott uppfy llingarefni BOKMENNTIR II a n d b ó k DAGARÍSLANDS Atburðir úr sögu og samtíð alla daga ársins. Jónas Ragnarsson tók saman. Vaka-Helgafell 1994.270 bls. Verð 1.980. kr. í „DÖGUM íslands" er ýmsum atburðum úr sögu þjóðarinnar og því sem kallast frétt- næmt raðað niður eftir dögum. Hér um að ræða á þriðja þúsund viðburði úr lífi þjóðar- innar en mestur hlut- inn er frá 19. og 20. öld. Inn á milli eru auðvitað viðburðir úr blöðum síðustu ára og minni háttar fréttir, sem eiga vel við í svona riti. Það sem velst í svona rit er alltaf til- viljunum háð þó að reynt sé að stíla upp á sögulega merkilega atburði. Upp- setningin hefur takmarkað sagn- fræðilegt gildi þrátt fyrir að um sé ræða mikilvæga viðburði úr íslands- sögunni. Svona form býður upp á það að'blanda saman, annars vegar merkum sögulegum atburðum og hins vegar ómerkari viðburðum, sem þó eru fréttnæmir, en blöð og tímarit eru náttúrulega uppspretta Jónas Ragnarsson þessa rits. En þó að formið hafi mjög sérhæft og takmarkað upp- flettigildi, þá opnar nafna- og atrið- isorðaskráin fjölbreyttari mögu- leika á notkun og er það vel. En val atriðisorða orkar þó allaf tví- mælis þó að reynt sé að nálgast flébtar hliðar í þessari bók. Mér sýnist að þessi uppsetning bjóði fyrst og fremst upp á það að vera skemmtilestur enda segir mér svo hugur um að þetta verði hálfgert uppfyll- ingarefni enda hafa slíkir dálkar verið við lýði í blöðum. Þess vegna verður þetta kærkomið efni fyrir þessa dálka og ég efa ekki að þetta sé fengur fyrir ljósvakamiðlana sem nú sífellt eru á höttunum eftir uppfyll- ingarefni enda menn þar oft á þrotum með efni. Þá er ekki verra að rifla upp minnis- stæða atburði úr lífi og starfi þessarar þjóð- ar enda gæti það kveikt í glæðum fróðleiksfýsnarinnar hjá sumum hverjum og knúið menn til áfram- haldandi lesningar. Allur frágangur og prentun er vel og snyrtilega unnin og jafnframt því sem hin snotra forsíðumynd eftir Nikulás Sigfússon prýðir bók- ina vel. Einar E. Laxness. PETER Verduyn Lunel og Elísabet Waage. Flautu og hörpu- tónleikar í Askirkju PETER Verduyn Lunel flautuleik- ari frá Hollandi og Elísavet Waage hörpuleikari halda á sunnudaginn tónleika í Áskirkju. Tónleikarnir heíjast klukkan fimm og á efnis- skránni eru m.a. verk af nýútkom- inni geislaplötu þeirra. Peter Verduyn Lunel er sóló- flautuleikari hollensku ballett- hljómsveitarinnar en hefur einnig leikið einleik og kammertónlist í flestum löndum Evrópu og í Norð- ur-Ameríku. Elísabet Waage stundaði framhaldsnám í hörpu- leik í Hollandi. Hún hefur mest lagt stund á kammertónlist en leikur jafnframt einleik og í hljóm- sveitum og hefur komið fram í ýmsum löndum Evrópu. Elísabet og Peter hafa leikið saman um margra ára skeið og er þetta í þriðja sinn sem þau halda tónleika hér á landi. Á meðal verka á efnisskránni eru Intermezzo úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson, ein- leikssvíta fyrir hörpu eftir B. Britt- en og Arpeggione-sónata Franx Schuberts. Það síðastnefnda hefur verið leikið á ýmis hljóðfæri, en ekki áður heyrst á flautu og hörpu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.