Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 40

Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Opið bréf til menntamálaráðherra Ég fór ekki í meistara- skóla, segir Margrét MEÐ þessu bréfi vil ég vekja hæstvirtan menntamálaráðherra til aðgerðar á betri meistaraskóla fyrir iðnaðarmenn heldur en þann, sem starfar í dag. Ég er útlærður matreiðslumað- ur og útskrifaðist sem slíkur vorið 1989. Um áramótin 1988 og 1989 var sett reglugerð þess efnis, að allir iðnaðarmenn skuli ganga í meistaraskóla, að undangenginni 2 ára vinnu með sveinsréttindi, til að öðlast meistararéttindi eða lög- gildingu. Ég hef allvel sætt mig við það, að fara í meistaraskóla, sérstaklega vegna lítils undirbún- ings úr Hótel- og veitingaskóla íslands með tilliti til reksturs fyrir- tækja. - Stuttu eftir að ég útskrif- ast úr Hótel- og veitingaskóla ís- lands kemst ég að raun um það, að nokkrum úr sama útskriftarár- gangi hafi verið veitt meistararétt- indi. Þetta varð til þess, að ég sótti um réttindin, en fékk neitun. Þetta fannst mér súrt í brotið. Hvílíkt óréttlæti gagnvart okkur hinum, sem ekki fá réttindin öðru- vísi en að ganga í gegnum meista- raskólann. Því spyr ég (þessa spurningu hafið þið fengið áður hjá menntamálaráðuneytinu): „Því í ósköpunum endurkölluðuð þið ekki meistarabréf þessara aðila til Sendu jólapakkana og jólapóstinn með DHL Jólapóstw' Við erum ódýrarí en Pósturínn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfaþjónustu DHL en með hefðbundnum flugþósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. MIKIL VÆCAR DACSETNiNCAR Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: ► 16. des. Til Norðurlandanna. ► 15. des. Til Evrópu. ► 12. des. Til USA, Kanada og annarra landa. Jólapakkar Við gefum þér 2 auka vil Það er engin ástæða til að láta jólaþakkana og jólamatinn velkjast um I þósti í nokkrar vií DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Síðasti skiladagur er 19. des EINFALT ÞÆCILECT ODYRT Jólatilboð ódýrara en þig grunarl WORLDWIDE EXPRESS ®J DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9 108 Reykjavík Sími 568 9822 DHL - fljótarí en jólasveinninn baka, þegar upp komst hvers kyns var?“ Ég veit með vissu, að það hafið þið gert áður. I dag er ég í meist- aranámi í Iðnskólanum í Reykjavík. Iðnskólinn er góður að mínum dómi og hefur upp á að bjóða marga góða kennara. Ég vil að hér komi skýrt fram, að út í kennara skólans er ekkert að sakast. Þeir kenna bara það, er svokölluð meistara- nefnd úr þínu ráðu- neyti leggur fyrir þá. Það vakti furðu mína sl. haust, er ég hóf nám í skólanum, hvaða námsfög mér var gert skylt að sækja. Nú spyr ég þig, hr. menntamálaráðherra: „Hvað hef ég að gera við eðlis- fræði?“ Ekki veit ég til þess, að ég þurfi að mata þessar formúlur, sem ég læri, yfir pottunum. Og „til hvers er ég að læra íslensku, að læra bókmenntir og draga í orðflokka. Því er ég að læra jöfn- ur, fleigboga og hina sívinsælu algebru, sem þið hafið svo mikið dálæti á?“ Ég veit það vel, að þessar náms- greinar skaða mig ekki og alltaf er gott að læra meira. En málið er það, að ég fór ekki í meistara- skóla til að læra hröð- un, núning, tregðu- lögmálið eða jöfnur, sem er undirstaða fyrir smiði í burðar- þoli. Þaðan af síður bókmenntir eða að draga í orðflokka, sem ég er búin að læra. „Af hveiju var tölvunámið tekið út og eðlisfræði sett inn í staðinn?" Það sem ég hef áhuga á að læra í meistaraskó- lanum fyrir mat- reiðslumenn, er það, sem viðkemur mínu fagi og rekstur fyrirtækja. Svo er um alla þá nemendur, sem sækja þennan skóla. Þegar mér var sagt, að fagfögin væru ekki tilbúin fyrir matreiðslumenn, varð ég virkilega vonsvikin yfir þessu öllu saman. Hversu lengi á að draga okkur á asnaeyrunum? Um næstu áramót, ’94-’95, eru sex ár liðin frá því reglugerðin var sett á laggirnar og enn er skólinn ekki tilbúin að útskrifa fullnema meistara. „Því í öllum bænum er ekki reynt að hafa námið þannig, að það nýtist manni? A faglega Ossurardóttir, til að læra hröðun, núning, tregðulög- málið og jöfnur. sviðinu á ég við.“ Ég veit mörg dæmi þess, að fólk hafi byijað í skólanum, borgað sín skólagjöld, sem eru ekki ódýr, komist síðan að raun um það, að námið, að hluta til, er gjörsamlega út í hött, og hætt þess vegna. í október sl. fengum við heim- sókn í lögfræðitíma okkar tvo starfsmenn úr ráðuneyti yðar. Annar þeirra var Óskar Guð- mundsson. Er hann var spurður af einum nemandanum, hvað hægt væri að gera til þess að fá skólan- um breytt, var svar hans: „Fara í fjölmiðlana." Ég varð undrandi, að opinber starfsmaður léti slíkt frá sér fara. Mér sýnist, að hinir svokölluðu sérfræðingar í meistaranefnd hafí ekki reiknað dæmið til enda við setningu reglugerðar fyrir meist- araskólann. Þó hafa þeir haft sex ár til þess. - Ég legg til, að nem- endum úr hverri grein verði boðið að vera með í uppbyggingunni, á meðan á námi þeirra stendur. Það eru fáir matreiðslumenn í meista- raskólanum í dag. Astæður eru margar. M.a. að við vinnum flest vaktavinnu, þannig að mæting í skólann getur aldrei verið meiri en 50%. Því þurfum við að leggja á okkur töluvert sjálfsnám. „Væri ekki hægt að hagræða náminu betur?“ Eins og áður segir erum við fá í skólanum í dag. Aðeins tveir matreiðslumenn, sem er mjög óeðlileg tala. Ég er ekki með ná- kvæmar tölur yfir hversu margir útskrifast árlega frá Hótel- og veitingaskóla Islands, en þeir munu vera nálægt eitt hundrað. Ég vona einlæglega, kæri menntamálaráðherra, að þér gerið eitthvað tafarlaust í málefnum skólans. Ekki setja málið í ein- hveija nefnd, eins og gjarnan er gert, sem tekur ár og daga að taka ákvarðanir. Við nemendur skólans viljum sjá eitthvað gerast fijótlega. Höfundur er matreiðslumaður og nemandi í meistaranámi við Iðnskólann í Reykjavík. 3ja sæta sófi + 2 stólar í leðri stgr. 198.834,- 3ja sæta sófi stgr. 91.884,- 2ja sæta sófi stgr. 75.330,- Stóll stgr. 53.475,- Hár stóll stgr. 61.845,- Síðumúla 20, símar 688799. Margrét Ossurardóttir Ókeypis myndataka vegna Debetkorta og Vaxtalmukorta íKringlunni föstudaginn 16. des. kl. 13-18 miðvikudaginn 21.des. kl. 13-18 fimmtudaginn 22. des. kl. 13-18 Við minnum viðskiptavini okkar á að öll bankakort falla úr gildi um næstu áramót BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki i ( i i ( ( < ( í < ( ( < ( ( < ( ( ( ( ( ( < i < i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.