Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 50

Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ DESEMBERTILBOÐ ídesember býður hárgreiðslustofan Evita, Starmýri 2, sími 31900, viðskiptavinum sínum 25% AFSLÁTT gegnframvísunþessarar auglýsingar. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Gjalddögum fjölgar úr 4 í 12 Leið til að jafna greiðslubyrðina Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt neðangreindar breytingar á gjalddögum húsnæðislána og húsbréfalána frá Húsnæðisstofnun ríkisins: ■ Gjalddagar á nýjum fasteignaveðbréfum húsbréfadeildar verða 15. dag hvers mánaðar frá og með 1. janúar 1995. ■ Frá og með gjalddaganum 1. febrúar 1995 verður greiðendum lána, sem útborguð hafa verið úr Byggingarsjóði ríkisins frá og með 1. september 1986, gefinn kostur á mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi eftir breytingu verður 1. mars 1995. ■ Hið sama gildir um verðtryggð lán, sem útborguð hafa verið úr Byggingarsjóði verkamanna frá og með 1. júlí 1980. ■ Frá og með gjalddaganum 15. mars 1995 verður öllum _____MINIMIIMGAR_ ELÍN S. TRA USTADÓTTIR + Elín Sigríður Traustadóttir fæddist í Sandgerði 28. janúar 1938. Hún lést í Land- spítalanum 11. des- ember síðastiðinn. Foreldrar hennar voru Trausti Jóns- son, f. 27. júní 1907, d. 17. maí 1994, og Dagbjörg Jónsdótt- ir, f. 14. desember 1906, d. 9. nóvem- ber 1949. Systkini Elínar eru Asgeir, hálfbróðir, Alda, Kristinn, Guðrún, Hafsteinn, Sigríður, Dagbjörg, Benóný og Móeiður. Hinn 14. desember 1956 giftist Elín Herði S. Jóns- syni, f. 2. október 1933, d. 24. apríl 1991. Börn þeirra eru: 1) Jón Trausti, f. 1956, kvæntur Fjólu Kristjánsdóttur, eiga þau þijú börn. 2) Jóhanna, f. 1957, gift Birgi Þór Jósafatssyni, eiga þau þijú börn. 3) Dagbjartur, f. 1959, sambýliskona hans er Anna Bergsdóttir, eiga þau eina dóttur og hann á einn son fyrir. 4) Guðlaugur, f. 1961, kvæntur Hafdísi Erlu Boga- dóttur, eiga þau tvo syni. 5) Erlingur, f. 1963, á tvær dætur með Elsu E. Sigurfinnsdóttur. 6) Björk, f. 1967, trúlofuð Ren- os Demetriou. Útför Elinar fer fram frá Víðistaðakirlqu í dag. MAMMA mín, ekki kærðir þú þig um „lofskrif" að þér látinni, sagðir að þeir sem hefðu þekkt þig vissu best hvem mann þú hefðir að geyma og þyrfti ekki að tíunda það neitt frekar. Þörfina að þakka þér, mamma mín, enn einu sinni alla umhyggjuna og ástúðina í gegnum árin, fékk ég þó ekki staðist og langar mig sérstaklega að þakka þér allt það dýrmæta sem þú gafst börnunum mínum. Heiðarleiki þinn, réttsýnin, einlægnin og þá ekki síst þitt daglega viðmót, svo hreint og beint, er nokkuð sem mun reynast þeim gott og ómetanlegt veganesti á lífsleiðinni, Ellu ömmu munu þau ekki gleyma, ekki frekar en honum Herði afa sem þau em fullviss um að hafi komið og leitt þig inn í ei- lífðina, hver og hvar sem hún nú er. Vonandi hefur þú nú mamma mín, sannreynt drauminn þinn ljúfa. Þú ert okkar að eilífu. Far þú í friði. Þín, Jóhanna. Mig langar að minnast elsku tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Hún Ella var einstök kona, hún hafði svo mikið að gefa og var okk- ur svo góð. Alltaf hugsaði hún fyrst og fremst um börnin og barnabömin. Það er svo sárt til þess að hugsa að við fáum ekki lengur að njóta um- hyggju hennar. Betri tengda- mömmu gat ég ekki fengið. í henni átti ég svo góðan og traustan vin. Ég mun alltaf sakna hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Fjóla Kristjánsdóttir. Hreinskilni, einlægni og raunsæi er það sem fyrst kemur upp í hug- ann er ég rifja upp kynni mín af elskulegri tengdamóður minni sem nú er öll. Því miður urðu árin hennar hér með okkur allt of fá, en það sem hún gaf mér þau 12 ár sem ég þekkti hana er ómetanlegt og mun aldrei gleymast. Sú hlýja sem alltaf fylgdi henni var ólýsanleg og þrátt fyrir veikindi hennar gleymdi hún aldrei að hugsa um aðra. í raun á ég erfítt með að fínna rétt orð til að lýsa tilfinningum mínum til hennar, hér fór yndisleg kona sem skammaði, kenndi og elskaði mann og átti svo mikið að gefa. Minning hennar mun alltaf lifa hjá mér og fjölskyldu minni. Þakklætið er mikið fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar gæfu að kynnast elsku Ellu. Guð blessi minningu hennar. Hafdís Erla Bogadóttir. Elsku fjölskyldur og aðrir ætt- ingjar. Mig langar að minnast elskulegrar mágkonu minnar, Ellu, eins og hún var ávallt kölluð. Það var sl. sunnudag að síminn hjá mér hringdi og mér var tjáð að Ella hefði látist þá um morguninn á Landspítalanum. Slíkar fréttir koma manni ævinlega að óvörum, þótt maður vissi að hveiju stefndi hjá henni því mikið var hún búin að líða og þjást og því mætti segja að hún væri hvíldinni fegin. Ella var mjög traust og góð kona, sem hafði sterkan persónu- leika og sagði ætíð sína meiningu, hvort sem það líkaði betur eða verr. Oft leitaði ég til Ellu minnar og alltaf var jafn gott að heim- sækja þau hjónin. Aldrei var hald- ið kaffiboð eða aðrar uppákomur hjá mér eða mínum öðruvísi, en Herði og Ellu væri boðið. Ávallt spurðu börnin mín, hvort búið væri að bjóða Ellu og Hödda frænda, því þau voru ómissandi, þó að segja megi að samveru- greiðendum afborgana af fasteignaveðbréfum í eigu Byggingarsjóðs ríkisins, húsbréfadeildar, gefinn kostur á mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi eftir breytingu verður 15. apríl 1995. Greiðendur eru um þessar mundir að fá tilkynningu um fjölgun gjalddaga ásamt eyðublaði þar sem þeir geta farið fram á fjölgun gjalddaga úr 4 á ári í 12. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA ...............................I|| Kötturinn hefur 9 líf Alsport líka Allar sögur af andláti okkar eru stórlega ýktar. Erum í fullu fjöri í Vegmúla 2. ALSPORT Ve g m úIa 2 sími 5688075

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.