Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 59

Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 59 FRÉTTIR Pottasleikir Pottasleikir kemur í dag FIMMTI jólasveininn, Pottasleikir, kom til byggða í dag. Börn úr Smáraskóla ætla m.a. að taka á móti honum á Ingólfstorgi í dag kl. 14 ásamt Sigurði Rúnari, hljóm- listarmanni og starfsfólki Þjóð- minjasafns. Nýtt félag* innan hjúkrunargeirans NÝLEGA var haldinn stofnfundur deildarhjúkrunarforstjóra og hjúkr- unarframkvæmdastjóra sjúkrahúsa innan Félags ísienskra hjúkrunar- fræðinga. Stofnfélagar eru 60-70 talsins alls staðar að af landinu. Helstu markmið deildarinnar eru að hafa áhrif á stefnumótum í heil- brigðismálum, að vera stefnumótandi um þróun hjúkrunar á sjúkrastofnun- um, að stuðla að því að sífellt sé unnið að umbótum í hjúkrun þar sem þekking, mannúð og hagkvæmni er höfð að leiðarljósi og að styrkja stöðu stjómenda í hjúkrun. Fyrstu stjórn deildarinnar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga skipa: Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrun- arforstjóri Borgarspítala, formaður, Birna Svavarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri á Hjúkrunarheimilinu Eir, gjaldkeri, Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Akra- ness, ritari. Í varastjórn sitja Aðal- björg Finnbogadóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Landakotsspitala, og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Landspítala. Þjóðhá- tíðarkort gefin út ÚT ERU komin þjóðhátíðarkort. Það var á þjóðhátíðinni á Þingvöllum þann 17. júní sl. sem lokahönd var lögð á hönnun kortanna en það var á þjóðhátíðinni 1974 er hugmynd að kortunum vaknaði. Kortin eru tvenns konar. Annars vegar stór kort með gamalli svart hvítri mynd af Almannagjá og þjóð- hátíðarmerkjum 1974 ásamt forseta- frímerkjunum og póststimplum. Hins vegar minni kort með nýrri litmynd frá Þingvöllum og forsetafrímerkjum ásamt póststimplum. Kortin hafa nú verið prentuð með jóla- og nýárskveðjutexta á íslensku og ensku. Höfundur kortanna er Gunnar Friðjónsson en kortin er hægt að nálgast í flest öllum bóka- verslunum og minjagripaverslunum. Löng helgi á Laugavegi LÖNG helgi á Laugavegi og ná- grenni verður þessa helgi þar sem opið verður laugardaginn 17. des- ember frá kl. 10-22 og sunnudag- inn 18. desember kl. 13-17. Þessa helgi er mikið um uppá- komur og má þar m.a. nefna að föstudaginn 16. desember munu jólasveinar koma í hestakerru og bregða á leik um allan Laugaveg og nágrenni. Laugardaginn 17. desember frá kl. 13-20.30 munu jólasveinarnir gefa börnum mand- arínur. Kl. 16 mun jólakvintett skemmta vegfarendum, kl. 17 leika félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur jólalög, kl. 19.30 og kl. 20 taka Lúðrasveit Verkalýðsins og Blásturssveit Lúðrasveitar Reykjavíkur létta sveiflu um Laugaveg og Bankastræti. Kl. 21 mætir Hreindýrakór Söngskólans í Reykjavíkur og syngur falleg jóla- lög. Sunnudaginn 18. desember verða jólasveinarnir á Laugavegi og Bankastræti milli kl. 14-16 og skemmta vegfarendum með glensi og gamni. Frá kl. 15 syngur Stúlknakór Grensáskirkju ljúf lög. Veitinga- og kaffihús bjóða fólk velkomið í jólaglögg og heitt kakó. Krabbameinsfélagið HÉR sést Maggý Hrönn Hermannsdóttir frá Ólafsvík taka við lykli að Hyundai Elantra bifreið sem var meðal vinninga í sumar- happdrætti Krabbameinsfélagsins 1994. Happdrættið mikilvæg tekjulind t JÓLAHAPPDRÆTTI Krabba- meinsfélagsins eru að þessu sinni 142 vinningar: Tveir bílar, Volvo 440 l,8i að verðmæti 1.450.000 kr. og Toyota Corolla Sedan XLi að verðmæti 1.290.000 kr., auk 140 vinninga sem hver um sig heimilar úttekt fyrir 100.000 kr. í verslun eða ferðaskrifstofu. Að venju verð- ur dregið í happdrættinu á að- gangadag. Kostar fræðslustarfsemi Miðar voru nú sendir konum á aldrinum 23-75 ára en aðrir sem vilja taka þátt í happdrætt- inu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu happrættisins í Skógarhlíð 8, sími 621414. Þeir sem þess óska geta borgað miðana með greiðslukorti. Jafnan er reynt að hafa samband við alla vinn- ingshafana sem fyrst að loknum drætti til að tryggja að þeir verði ekki af vinningnum. Þótt dregið hafi úr miðasölu undanfarin ár er happdrættið enn mikilvæg tekjulind fyrir krabbameinssamtökin í landinu og stendur t.d. að mestu leyti undir fræðslu- og útgáfustarfi samtakanna, þar á meðal tób- aksvarnarstarfi krabbameinsfé- laganna í skólum landsins sem sjaldan hefur verið brýnna en nú. ,NECEssrrv> í jólabúning kr. 2.990 fra kr. 2.690 kr. 6.990 kr. 4.990 Jessee buxur, teinóttar kr. 4.690 Cha*Cha blússur Cha*Cha bolir kr. 990 Frábært úrval af húfum, höttum, grifflum, sokkum o.fl. o.fl. I jólapakkann færðu góða gjöf hjá okkur frá 690 krónum. JNECESSITY> A (SLANDI Borgarkringlunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.