Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
veitingahús - restaurant
Nýbýlavegi 20, Kópavogi, sími 45022
5 rétta máltíð kr. 1.250
Gerum tilboð fyrir 10 manns eða fleiri
ef maturinn er tekinn heim.
Borðið á staðnum eða takið með heim.
IQVALAN®
Posta
(Ivermeclin) 6,42 g i skammtadælu.
Eyðir helslu þráðorm-
um og lirfum þeirra
með venjulegum ráð-
lögðum skömmlun.
Með hverri pakkningu
lyfsins eru Islenskar
leiðbeiningar um
skömmtun, aðvaranir
og mikilvæaar
varúðarregíur.
Lesið leiðbeiningar vandlega fynrir notkun.
Lyfið er selt án lyfseðils.
Eqvalan, vet.
MSD; 843374
PASTA til inntoku; Q P 02 C F 01 U 0 * .
1 g inniheldur: Ivermectinum INN 18,7 mg.
Eiginleikar: Ívermectín, sem er avermektín, er fjölvirkt sníklalyf, m.a. virkt gegn þráðorm-
um og lirfum fjeirra í meltingarvegi húsdýra. Hámarksblóðþéttni í hrossum næsf u.þ.b. ein-
um sólarhring eftir gjöf lyfsins. Lyfið verkar á þann hátt að hemja boðsendingu í tauga-
vöðvatengi með því að örva losun GABA frá presynaptískum taugaendum og auka bind-
'"ABA við postsynaptíska móttakendur þannig, ao sníklamir lamast og arepast. LyfiS
SaS mestu í óbreyttu formi meS saur.
ingar: ÞráSormar í meltingarvegi hrossa og þráSormalirfur á ýmsum þroskastigum.
Frábendingar: Ekki þekktar.
Aukaverkanir: KláSi og bólgur geta komiS fram skömmu eftir Ivfjagjöf.
Skammtastærðir: 0,2mg ivermectin/kg, þ.e. 1,07 af pasta/lOOkg aefið um munn. Gæta
skal þess, oS hesturinn sé ekki með fóðurleifar uppi í sér og lyfið skallagt aftarlega á tunau.
Hver pakkning lyfsins skal merkt: wEigi má nýta sláturafuroir fyrr en 30 sólarhringum ettir
Palckningan Skammtadæla 6,42g x 1
O MSD agvet
FARMASÍA h.f.
Úr ritdófflj
lUðjóns Friðrikssonar sagníræðings
iwíjí. mmmn ib. no«.
Sannast sagna er hér um gersemi að
ræða, bæði að efni til, myndakosti og j
útliti og munu fáar bækur í ár slá henni I
við að þessu leyti. Utkoma árbókart
Ferðafélagsins 1994 er viðburður, ekki'
aðeins vegna þess hve góður prentgripur
hún er heldur ekki síst vegna þess hve
i óvenju vel hefur til tekist í stil og mynd. j
IHún ætti að eiga heima í bókaskáp allra j
rsem unna góðri bók, landi og sögu.
Blab allra landsmanna!
fttorgimMðMb
- k jarni málsins!
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Börnin lögðu sitt
af mörkum
VEGNA greinar sem birt-
ist í Bréfí til blaðsins 9.
desember sl. um mara-
þondans unglinga í Kola-
portinu vegna söfnunar-
innar „Alnæmi og fjöl-
skyldan - umræða án for-
dóma“ vill ein amman taka
fram að hún fór ásamt afa
í Kolaportið umrædda
nótt. Og hvað sáu þau? Jú,
bömin geislandi af gleði.
Ömmubarnið var í hvíld
ásamt sínum bekk, þar var
bás sem þau gátu hvílt
sig, hallað sér útaf og rab-
bað saman.
Ömmubarnið kom heim
til sín kl. 6.30 f.h. og svaf
til kl. 18, útsofín en ákveð-
in í að hafa það gott fyrir
framan sjónvarpið um
kvöldið. Anægð yfír að
gafa gert gagn á svona
skemmlilegan hátt. Eftir-
köstin voru að vísu harð-
sperrur [ fótum sem hefði
mátt komast hjá ef
íþróttakennarar skólanna
hefðu komið og látið þau
gera teygjuæfíngar.
Þarna var eitthvað gert
sem unglingarnir vildu
sjálfir taka þátt í _og nutu
þess augljóslega.Eg efast
ekki um að söfnunin komi
að góðum notum og verði
til góðs.
Hvað var þá að?
Hundaskítur í
Þingholtum
LESANDI hringdi og sagð-
ist búa við horn Bragagötu
og Bergstaðastrætis. I ná-
grenninu býr hundaeigandi
sem viðrar hundinn sinn
yfírleitt á kvöldin. Það
bregst varla að hundurinn
geri stykki sín á umrætt
hom og af þessu er óskap-
legur sóðaskapur. Les-
andinn hefur hringt til
hverfisstöðvar borgarinnar
við Njarðargötu og þeir
hafa komið og hreinsað
upp óhroðann, en að sjálf-
sögðu er það eigandi
hundsins sem ætti að
hreinsa upp eftir dýrið. Um
þetta horn fer fjöldi fólks
á degi hveijum, mæður
með barnavagna og lítil
börn.
Ef eigandi hundsins les
þessar línur er hann beðinn
að taka málið til vinsam-
legrar athugunar.
Yantar mannlega
þáttinn
ERU ÞAÐ samantekin ráð
hjá öllum útvarpsstöðvun-
um að bola út öllum
skemmtilegum og mann-
legum þátt úr kvölddag-
skránni. Nefni ég sem
dæmi þátt Jónu Rúnu
Kvaran sem var alveg ein-
stakur þáttur.
Sigurbjörg
Hjól fannst
MJÖG gott unglingareið-
hjól fannst á göngustíg í
holtinu fyrir neðan bensín-
stöðina í Breiðholti, á milli
neðra og efra Breiðholts,
sl. miðvikudagsmorgun.
Hjólið er núna á lögreglu-
stöðinni í Breiðholti.
Hringur
tapaðist
HRINGUR með steini tap-
aðist í október sl. Góðum
fundarlaunum er heitið því
hringurinn hefur mikið til-
finningalegt gildi. Upplýs-
ingar í síma 11806.
Armband
tapaðist
TAPAST hefur gullarm-
band með múrsteins-
mynstri 5. þ.m. á leiðinni
frá Borgarspítalanum og
út á planið þar fyrir utan
eða fyrir utan Þórufell 20.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 72657.
Sesar er týndur
ÞEIR sem geta gefíð upplýsingar um köttinn Sesar
eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 653562 eða
672909 (Kattholt). Sesar er eymamerktur með bláa
leðuról (með tunnumerki) Hann sást síðast við Lækj-
arhvamm í Hafnarfírði í nóvemberlok. íbúar þar í
grenndinni era beðnir að athuga hvort hann gæti hafa
lokast einhvers staðar inni.
COSPER
Pennavinir
Ungan Þjóðveija langar að
eignast pennavini á Islandi.
Áhugamál hans eru erlend
tungumál og þjóðlönd. Vin-
samlegast skrifið til:
Lothar Schmirnoff
Lindenstr. 5
72519 Veringenstadt
Þýskaland
Tuttugu og þriggja ára göm-
ul stúlka frá Þýskalandi er
að leita að pennavinum á
íslandi. Vinsamlegast skrifið
til:
Katja Adler
H-Lotter-str. 4
09573 Augustburg
Þýskalandi
LEIÐRÉTT
Nöfn foreldra
vantaði
í FRÉTT sem birtist á bls.
6 í blaðinu í gær um að
Þórir Dan Björnsson hefði
verið valinn í hóp bestu
lækna í Bandaríkjunum
féllu nöfn foreldra hans nið-
ur. Þórir er ættaður úr
Vestur-Húnavatnssýslu,
sonur hjónanna Björns heit-
ins Daníelssonar, fyrrver-
andi skólastjóra Barnaskól-
ans á Sauðárkróki, og Mar-
grétar Ólafsdóttur, sem
búsett er í Reykjavík. Beð-
ist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Víkverji skrifar...
SKRIFARI átti erindi í Háskóla
íslands á dögunum og lenti í
erfiðleikum með að finna bílastæði -
eins og reyndar margir sem þangað
leggja leið sína. Hann greip því til
þess ráðs að leggja á stæði merktu
Norræna húsinu. Vissi að sjálfsögðu
að það gat ekki verið vel liðið, en lét
sig samt hafa það. Þegar skrifari
hafði lokið verkefni sínu í skólanum
beið hans glaðningur undir rúðu-
þurrkunni. A kveðju frá húsvörðum
Norræna hússins sagði meðal ann-
ars:
„Kæri bíieigandi. Um leið og við
óskum þér tii hamingju með valið á
þessum bíl lýsum við jafnframt von-
brigðum okkar á vali þínu á bíla-
stæði. Eins og þú sérð er þetta greini-
lega merkt bílastæði Norræna Húss-
ins, aðeins fyrir gesti og starfsfólk.
Það gerist nokkuð oft að fólk frá
Háskólanum geymir bíla sína á okk-
ar stæði, stundum allan daginn.
Þetta gerir það að verkum að aðsókn
að kaffistofu, bókasafni og sýningar-
sölum hússins minnkar. Við höfum
stundum orðið að grípa til þess ráðs
að láta fjarlægja bíla af stæðinu en
það viljum við helst ekki gera. Við
vonum að þú sjáir þér fært að að-
stoða okkur í þessari baráttu. Kær
kveðja. Húsverðir Norræna hússins."
Þarna er öllu komið til skila á
kurteislegan og vinsamlegan hátt.
Margir gætu lært af þessum vinnu-
brögðum og Víkveiji dagsins er stað-
ráðinn í að leggja ekki á bílastæði
Norræna hússins eigi hann ekki bein-
Iínis erindi á þann ágæta stað.
XXX
VERÐ á flugfari til Kaliforníu
getur verið misjafnt frá degi
til dags. Maður nokkur hafði hugsað
sér að heimsækja ættingja eftir ára-
mótin, sem búsettir eru í San Diego
í Kaliforníu. Hann hringdi til sölu-
skrifstofu Fiugleiða á Keflavík-
urflugvelli og spurði um verð á farm-
iðum. Það var 26. nóvember síðastlið-
inn óg sölumaðurinn sagði að ferðin
til San Diego fram og til baka mundi
kosta kr. 71.200.
Hinn 3. desember fór maðurinn
svo í eigin persónu upp á áðurnefnda
söluskrifstofu til að láta bóka sig,
og fékk þá nýtt verð uppgefið sem
að þessu sinni var kr. 72.800. Þegar
hann svo fór á söluskrifstofuna 10.
desember til að borga inn á farseðil-
inn var verðið komið upp í kr. 82.060.
Að vonum undi maðurinn þessu illa
og kvartaði, en fékk þá skýringu að
fyrri sölumenn hefðu ekki vitað bet-
ur. Ef til vill verið nýbyijaðir. Maður-
inn, sem vildi síður standa í þrasi
við fólk, keypti svo farseðilinn á kr.
82.060, þótt honum þætti það miður.
Dóttur hans hins vegar líkaði ekki
þessi hringlandaháttur, fannst þjón-
ustan léleg og hringdi á skrifstofu
Samvinnuferða-Landsýnar og spurði
hvað ferðin til San Diego myndi kosta
hjá þeim. Þar kostaði hún kr. 65.765.
Þetta var uppgefið verð en það var
tekið fram að ekki væri víst að sæti
væru laus alla flugleiðina.
Þá hringdi hún á söluskrifstofu
Flugleiða og spurði hver skýringin
gæti verið á þessum mikla mun á
verði. Þá var henni sagt að verðið á
innanlandsflugi í Bandaríkjunum
væri misjafnt. Það færi eftir því á
hvaða tíma væri flogið og hvort
sæti væru laus. Hefði maðurinn sem
sagt farið viku seinna en hann áætl-
aði hefði hann líklega fengið farmið-
ann á kr. 71.200.
Af þessu má sjá að vissara er að
athuga sinn gang í tíma ætli menn
að fljúga milli staða í Bandaríkjun-
um. Einnig hlýtur að vera hægt að
gera þær kröfur til sölumanna Flug-
leiða að þeir gefi rieytendum ná-
kvæmari upplýsingar um verð á
farmiðum.