Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 23
LISTIR
Efnilegt
tónlistarlíf
Amhildur Valgarðsdóttir píanóleikarí mun
í kvöld halda sína fyrstu einleikstónleika
hér á landi í Norræna húsinu.
ARNHILDUR Valgarðsdóttir er í þræði liður í náminu sem gengur á
námi við Royal Scottish Aca- þessu stigi að miklu leyti út á að
demy of Music and Drama í Glasgow. þjálfa nemendur í tónleikahaldi. Á
Hún lauk þaðan BA-prófi í tónlistar- efnisskránni eru Prelúdía og fúga í
fræðum og píanóleik árið 1993 og Cís-dúr, úr bók II eftir J.S. Bach,
mun í vor útskrifast með post-gradu- Partíta í e-moll nr. 6 einnig eftir J.S.
ate gráðu í píanóleik. Tónleikamir í Bach og fyrsti kafli ófullgerðu
Norræna húsinu í kvöld eru öðrum „Reliqué“-sónötunnar eftir F. Schu-
bert. Tónleikarnir heij-
ast klukkan 20.30.
Arnhildur lauk átt-
unda stigi í píanóieik frá
Tónlistarskólanum á
Akureyri árið 1988 en
hélt til Skotiands tveim-
ur árum síðar fyrir at-
beina Philips Jenkins.
Jenkins þessi bjó um
nokkurra ára skeið hér
á landi og er íslending-
um að góðu kunnur fyr-
ir píanóleik. Arnhildur
hefur notið tilsagnar
hans og Vanessu Lat-
arché ytra en kennari
hennar nú er Colin
Stone. Hliðargrein
hennar f náminu í Skot-
landi er söngur en Amhildur segir
að það nám hafi komið í góðar þarf-
ir þar sem píanóleikarar komi mikið
fram sem undirleikarar.
Arnhildur flyst bú-
ferlum heim til íslands
að loknu námi í vor og
hefur í hyggju að vinna
fyrir sér með píanóleik
í framtíðinni. Hún segir
að starfsvettvangur
píanóleikara sé fjöl-
breyttur og nefnir sem
dæmi kennslu, undirleik
og tónleikahald, auk
þess sem leikhús og
veitingahús þurfi alltaf
á píanóleikurum að
halda. „Mér líst mjög
vel á að koma heim
enda er tónlistarlífið á
íslandi mjög efnilegt.
Ég vann mikið í leikhús-
um og við að spila
„dinnermúsík" áður en ég fór út og
þótt það hafi einungis verið auka-
vinna hafði ég alltaf nóg að gera.
Eg er því bjartsýn."
Arnhildur
Valgarðsdóttir
Arnhildur á auðvelt með að finna
hjartsláttinn í tónlistarlífi Breta í
gegnum skólann en það stendur, að
hennar sögn, í miklum blóma um
þessar mundir. Hún segir að fyrir-
lestrar þekktra tónskálda séu tíðir í
Royal Scottish Academy of Music
and Drama auk þess sem heims-
þekktir píanóleikarar hafi þar oft
viðkomu. Arnhildur segir að tengsl
íslands og Skotlands á tónlistarsvið-
inu séu í lágmarki en .þó séu teikn
á lofti um að breytingar séu í vænd-
um. Nefnir hún í því sambandi skosk-
íslenska tónlistarhátíð sem haldin var
í Reykjavík og Glasgow fyrir tveimur
árum. Hvað ísienska tónlist áhrærir
segir píanóleikarinn að þekking
Skota sé afar takmörkuð; Hafliða
Hallgrímssyni tónskáldi í Edinborg
hafi að vísu tekist að skapa sér nafn
ytra auk þess sem velgengni Bjarkar
Guðmundsdóttur teygi anga sína til
Skotlands.
Hátíðar-
hljómar
við áramót
Á GAMLÁRSDAG, 31. desem-
ber, kl. 17 verður í fyrsta skipti
efnt til tónleika í Hallgríms-
kirkju undir yfirskriftinni Há-
tíðarhljómar við áramót. Þar
verða leikin orgelverk og tón-
verk fyrir tvo trompeta og
orgel eftir Bach, Vivaldi, Alb-
inoni o.fl. Flytjendur eru
trompetleikararnir Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Orn
Pálsson ásamt organista Hall-
grímskirkju, Herði Áskelssyni.
Á efnisskránni eru m.a.
Toccata og fúga í d-moll eftir
J.S. Bach, Adagio eftir Albin-
oni og konsert fyrir tvo tromp:
eta og orgel eftir Vivaldi. í
Hallgrímskirkju verður sung-
inn aftansöngur að hefð-
bundnum hætti kl. 18 að lokn-
um tónleikunum. Séra Karl
Sigurbjörnsson prédikar og
Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur.
Aðgangur að tónleikunum
kostar 800 krónur, 500 krónur
fyrir ellilífeyrisþega og skóla-
fólk, en er ókeypis fyrir félaga
í Listvinafélaginu.
Morgunblaðið/Silli
GUNNARvið verksitt.
Málverkasýn-
ing á Húsavík
LISTMÁLARINN Gunnar J.
Straumland hafði sýna fyrstu
einkasýningu á fæðingarstað
sínum, Húsavík, nú rétt fyrir
jólin og sýndi þar 25 olíumál-
verk á striga.
Gunnar hóf listnám sitt á
Akureyri 1981-83 og síðan í
Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1984-1987 og fjögur
síðastliðin ár hefur hann verið
við nám í Hollandi.
Hann hefur áður haft einka-
sýningar í Reykjavík og í Hol-
landi og tekið þátt í samsýn-
ingum í London, Reykjavík og
Hollandi.
Sýninguna tileinkar hann
föður sínum, Jóhannesi
Straumland rithöfundi, sem
lést á síðasta ári. Gunnar held-
ur til Hollands til frekara náms
eftir áramótin.
|J|eð því aö kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík
styrkiröu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyöarstund.
Mikið úrval - lægra verð
Reynsla - þekking - þjónust
Risaflugeldasýning Hjálparsveitanna í Reykjavík,
Kópavogi og Garðabæ, við Perluna Z9.des. kl.19.30!
Nóatún
vestur í bæ
(JLhúsiö)
Mörkin 6
(Ferðafélagshúsið)
Skátabúðin
(Snorrabraut)
Skjöldungaheimilið
(Við Sólheima)
Bílabúð Benna
Globus (Vagnhöfða)
(Lágmúla) m \
Mjódd
(Við Kjöt og fisk)
28.-30. DES.
Kl. 10-22
31. DES.
Kl. 10-16
%
LANDSBJÖRG
Landssamband björgunarsveita