Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 23 LISTIR Efnilegt tónlistarlíf Amhildur Valgarðsdóttir píanóleikarí mun í kvöld halda sína fyrstu einleikstónleika hér á landi í Norræna húsinu. ARNHILDUR Valgarðsdóttir er í þræði liður í náminu sem gengur á námi við Royal Scottish Aca- þessu stigi að miklu leyti út á að demy of Music and Drama í Glasgow. þjálfa nemendur í tónleikahaldi. Á Hún lauk þaðan BA-prófi í tónlistar- efnisskránni eru Prelúdía og fúga í fræðum og píanóleik árið 1993 og Cís-dúr, úr bók II eftir J.S. Bach, mun í vor útskrifast með post-gradu- Partíta í e-moll nr. 6 einnig eftir J.S. ate gráðu í píanóleik. Tónleikamir í Bach og fyrsti kafli ófullgerðu Norræna húsinu í kvöld eru öðrum „Reliqué“-sónötunnar eftir F. Schu- bert. Tónleikarnir heij- ast klukkan 20.30. Arnhildur lauk átt- unda stigi í píanóieik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 1988 en hélt til Skotiands tveim- ur árum síðar fyrir at- beina Philips Jenkins. Jenkins þessi bjó um nokkurra ára skeið hér á landi og er íslending- um að góðu kunnur fyr- ir píanóleik. Arnhildur hefur notið tilsagnar hans og Vanessu Lat- arché ytra en kennari hennar nú er Colin Stone. Hliðargrein hennar f náminu í Skot- landi er söngur en Amhildur segir að það nám hafi komið í góðar þarf- ir þar sem píanóleikarar komi mikið fram sem undirleikarar. Arnhildur flyst bú- ferlum heim til íslands að loknu námi í vor og hefur í hyggju að vinna fyrir sér með píanóleik í framtíðinni. Hún segir að starfsvettvangur píanóleikara sé fjöl- breyttur og nefnir sem dæmi kennslu, undirleik og tónleikahald, auk þess sem leikhús og veitingahús þurfi alltaf á píanóleikurum að halda. „Mér líst mjög vel á að koma heim enda er tónlistarlífið á íslandi mjög efnilegt. Ég vann mikið í leikhús- um og við að spila „dinnermúsík" áður en ég fór út og þótt það hafi einungis verið auka- vinna hafði ég alltaf nóg að gera. Eg er því bjartsýn." Arnhildur Valgarðsdóttir Arnhildur á auðvelt með að finna hjartsláttinn í tónlistarlífi Breta í gegnum skólann en það stendur, að hennar sögn, í miklum blóma um þessar mundir. Hún segir að fyrir- lestrar þekktra tónskálda séu tíðir í Royal Scottish Academy of Music and Drama auk þess sem heims- þekktir píanóleikarar hafi þar oft viðkomu. Arnhildur segir að tengsl íslands og Skotlands á tónlistarsvið- inu séu í lágmarki en .þó séu teikn á lofti um að breytingar séu í vænd- um. Nefnir hún í því sambandi skosk- íslenska tónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík og Glasgow fyrir tveimur árum. Hvað ísienska tónlist áhrærir segir píanóleikarinn að þekking Skota sé afar takmörkuð; Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi í Edinborg hafi að vísu tekist að skapa sér nafn ytra auk þess sem velgengni Bjarkar Guðmundsdóttur teygi anga sína til Skotlands. Hátíðar- hljómar við áramót Á GAMLÁRSDAG, 31. desem- ber, kl. 17 verður í fyrsta skipti efnt til tónleika í Hallgríms- kirkju undir yfirskriftinni Há- tíðarhljómar við áramót. Þar verða leikin orgelverk og tón- verk fyrir tvo trompeta og orgel eftir Bach, Vivaldi, Alb- inoni o.fl. Flytjendur eru trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Orn Pálsson ásamt organista Hall- grímskirkju, Herði Áskelssyni. Á efnisskránni eru m.a. Toccata og fúga í d-moll eftir J.S. Bach, Adagio eftir Albin- oni og konsert fyrir tvo tromp: eta og orgel eftir Vivaldi. í Hallgrímskirkju verður sung- inn aftansöngur að hefð- bundnum hætti kl. 18 að lokn- um tónleikunum. Séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Aðgangur að tónleikunum kostar 800 krónur, 500 krónur fyrir ellilífeyrisþega og skóla- fólk, en er ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu. Morgunblaðið/Silli GUNNARvið verksitt. Málverkasýn- ing á Húsavík LISTMÁLARINN Gunnar J. Straumland hafði sýna fyrstu einkasýningu á fæðingarstað sínum, Húsavík, nú rétt fyrir jólin og sýndi þar 25 olíumál- verk á striga. Gunnar hóf listnám sitt á Akureyri 1981-83 og síðan í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1984-1987 og fjögur síðastliðin ár hefur hann verið við nám í Hollandi. Hann hefur áður haft einka- sýningar í Reykjavík og í Hol- landi og tekið þátt í samsýn- ingum í London, Reykjavík og Hollandi. Sýninguna tileinkar hann föður sínum, Jóhannesi Straumland rithöfundi, sem lést á síðasta ári. Gunnar held- ur til Hollands til frekara náms eftir áramótin. |J|eð því aö kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkiröu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyöarstund. Mikið úrval - lægra verð Reynsla - þekking - þjónust Risaflugeldasýning Hjálparsveitanna í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ, við Perluna Z9.des. kl.19.30! Nóatún vestur í bæ (JLhúsiö) Mörkin 6 (Ferðafélagshúsið) Skátabúðin (Snorrabraut) Skjöldungaheimilið (Við Sólheima) Bílabúð Benna Globus (Vagnhöfða) (Lágmúla) m \ Mjódd (Við Kjöt og fisk) 28.-30. DES. Kl. 10-22 31. DES. Kl. 10-16 % LANDSBJÖRG Landssamband björgunarsveita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.