Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 29

Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 29 AÐSENDAR GREINAR Um Barentshafs- veiðar og Sval- barðabardaga Jólaráðstefna SÍNE ) verður haldin í kvöld, V1/ / 1 miðvikudag 28. desember, kl. 20.00 Útsending alla virka daga kl. 12.45 til 23.45. Vr^ I í Stúdentakjallaranum, \ Auglýsingasímar: / félagsheimili stúdenta v/Hringbraut. \ 814472, 35150 og 35740/ r Fax 688408 SINE Mætum öll. ÞEGAR norsk- íslensku víkingarnir fóru loksins af stað í víking, eða til veiða norður í haf, á Sval- barðasvæðið, eftir lang- an þyrnirósarsvefn, mætti þeim vel vopnum búinn floti frændvík- inga sem hafði sýnilega engu gleymt í vopna- burði. Það sýndu að minnsta kosti skotgötin á Hágangi II. á dögun- um. Þeir hafi greinilega fylgst með nýjustu tækni í þeim efnum. Það var ójafn leikur, enda þeir íslensku vopnlausir síðan þeir hentu frá sér sverðinu og atgeimum. Greinilegt var að þeir norsku hafa alla tíð verið í víking þarna norðurfrá og við megum líklega teljast nokkuð hepnir að hafa þó haldið Grímsey. um við ekki heldur að senda þá í hina áttina og það helst sem lengst? Að minnsta kosti þá sem eru í raun úthafsveiði- skip. Þau eiga ekki heima innan lögsögunn- ar um þessar mundir. Verðugt verkefni verði fyrir hafrannsóknar- stofnun að komast að því, hvemig lífríki botns- ins iítur út á togslóð tog- ara, sem mestur ágang- ur er á. Það ætti ekki að vea vandamál að fá það á myndband ásamt öðrum rannsóknum. Eg held að það segi sig þó sjálft, hvernig botnlag, sem alltaf er verið að skafa fram og aftur, lítur út. Það er ekki spurning um hvort, heldur hve slæmt það er og hvaða áhrif það þá hefur. Einnig hversu lengi það er að ná sér aftur. Sigvaldi H. Gunnarsson Andvaraleysi Okkar veiðiskip hafa áður leitað þama norður í haf, þó aðallega fyrr á árum, til veiða sem talið er að hafi hafíst upp úr 1930. Auðvitað átti fyrir löngu að láta reyna á ein- hliða útfærslu Norðmanna frá 1977 á Svalbarða- og Bjamareyjar svæð- inu og mótmæla henni. Þar höfum við sýnt andvaraleysi í gegnum árin, enda nýkomnir þá með 200 sml fisk- veiðilögsögu, eða frá 1975, og skutt- togaraæðið var í algleymingi. Ég held bara að við höfum haldið að við værum sjálfum okkur nógir og þyrft- um ekki lengur að sækja á önnur mið. Nú svo átti kvótakerfið kannski ekki minni þátt í því. Togaramenn voru svo uppteknir af að ávinna sér kvóta í fiskveiðilögsögunni á þessum tíma, að allt annað gleymdist. Nú erum við að súpa seyðið af því öllu. kannski var það þessum hentifána- skipum okkar að þakka að við rumsk- uðum. Togaraflotinn er löngu orðinn alltof stór fyrir okkar heimamið enda þurrausin jafnóðum. Þegar vélarork- an í sumum þessara skipa er orðin fimm sinni meiri en hún var í nýsköp- unartogurunum, og trollopið eins og knattspyrnuvöllur, þá sjá menn hvað þarna er á ferðinni. Nú er mál að linni. En það var að bætast nýr í hópinn ekki fyrir löngu, sá stærsti og kraftmesti til þessa. Nú dugar ekki eitt troll heldur skal draga þau tvö. Ef nýliðun þorsksins væri nú jafnmarkviss og hjá þessum marg- umrædda flota. Uppbygging þorskstofnsins Það voru talin mikil mistök þegar hringnótabátar tóku stórþorskinn í nótina á sínum tíma, eða á árunum 1964-65 að mig minnir, og voru því bannaðar. Nú hefi ég ástæðu til að ætla að svipað sé að enduraka sig, þó með öðru veiðarfæri sé. Það er þessi stóri möskvi, sem nú virðist vera leyfður í þorskanetum, og tekur því stórþorskinn sem ekki náðist í að neinu marki í hina hefðbundnu stærð möskva. Ég held að við ættum að fara okkur hægt í þeim efnum. Mér finnst það skjóta skökku við á sama tíma og mikil umræða er í gangi um að byggja upp þorskstofn- inn. Þetta eru mjólkurkýrnar, ef svo má að orði komast, í viðhaldi stofns- ins og halda sig sumsstaðar á það slæmum hraunbotni, að hann hefur fengið frið fyrir togskipum. Þá væri líka tímabært að loka meira hólfum eða svæðum þar sem hrygningar- stöðvar þorsksins eru og það lengi að gagn sé að. Við fáum enga upp- skeru ef við étum útsæðið. Togara- menn hafa nú helst viljað komast upp í landsteina með sína plóga og ryksugur. Meginhluta þessa árs hef- ur verið meiri fiskgengd á grunnslóð en mörg undangengin ár, en þeim mun minna á togaramiðunum. Eig- Bylur hæst í tómri tunnu, segir Sigvaldi H. Gunnarsson um Norðmenn. Slíkur hefur belgingurinn verið í þeim í Barents- hafsdeilunni. Óbilgirni Sagt er að bylji hæst í tómri tunnu. Ég held það megi segja um þá norsku, svo hefur belgingurinn verið í þeim í þessari Barentshafsdeilu. Við höfum verið kallaðir sjóræningar og veiðiþjófar, jafnvel þó okkar skip væru á óumdeildu alþjóða hafsvæði. Með einhliða útfærslu þeirra frá ’77 og töku Björgúlfs og Óttars Birt- ings, að ógleymdum togvíraklipping- um á Svalbarðasvæðinu, þá er nú dálítill sjóræningjabragur á því öllu. Framganga þeirra við töku togar- anna var heldur fálmkennd og hreint hlægileg, enda byggð á veikum grunni. Það var óskiljanleg undanl- átssemi við Norðmenn, þegar stjórn- völd hér löttu okkar sjómenn til veiða og meira að segja í Smugunni, þegar okkar skip byrjuðu þar veiðar ’93. Auðvitað eigum við að nýta okkur Smuguveiðarnar af krafti, ekki síst af því hve Norðmenn eru óbilgjarnir í okkar garð. Þeir eru búnir að gleyma síldveiðum upp í landsteina hér í áratugi. Sá er þetta ritar man að hafa lent í kappstími við þá um varðandi síldartorfur á Grímseyjar- sundi sumarið ’53. Þá má ekki gleyma hvalveiðum þeirra hér um og eftir síðustu aldamót. Því skyldum við ekki fá kvóta? Það er ekki auðvelt að spá hver framvinda verður í þessari deilu, til þess er hún of flókin. Ekki virðist hilla undir lausn er þetta er ritað og grun hefi ég um, að það taki sinn tíma, þó bráðabirgðalausn kunni að finnast. Við erum fiskveiðiþjóð og afkoma okkar byggist enn á fisveið- um. Á meðan ástand okkar heimam- iða er eins og raun ber vitni, þá er okkur nauðsynlegt að geta leitað annað með þessi stærri skip okkar. Ekki komast allir á úthafskarfann né rækjuna. Það væri óviðunandi ranglæti ef við íslendingar værum útilokaðir frá veiðunum í Barents- hafi eins og Norðmenn vilja, á með- an öðrum þjóðum er hleypt þar inn. Við skulum bara vona að við náum ríflegum veiðivkóta í Barentshafí að lokum. Höfundur er fyrrverandi sjómndur. Ný námskeið hejjast 4. jan. Innritun er hafin. Bjóðum faglega kennslu í klassískum ballett. Kennt er í litlum hópum. Tökum nemendur jfá 8 ára aldrí. Bjóðum einnig einkatíma og framhaldsþjálfun, eftir samkomulagi. Frekarí upplýsingar gjarnan veittar ísíma alla daga milli kl. 13 og 16. KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN er einkarekinn ballettskóli, sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins. Hann fái að þroska og þróa hæfileika sína frá upphafi, undir faglegri leiðsögn. Áhersla er því lögð á einstaklingsbundna kennslu í minni hópum. Skólastjóri og aðalkennari er Guðbjörg Skúladóttir listdansari F.t.L.D. (Fél. íslenskra listdansara). KLASSISKI LISTDANSSKÓLINN Álfabakka 14a Símar 879030 og 879040 Metnaður - Þjálfun Hvatning - Vellíðan - Árangur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.