Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ +' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 33 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BATINN OG UMFRAMEYÐSLAN BATINN í þjóðarbúskapnum hefur sagt til sín með ýmsum hætti. Talið er að útflutningur vöru og þjónustu aukist um 6,6% að magni á líðandi ári — mið- að við 2% í þjóðhagsáætlun. Batinn stafar af meiri fram- leiðslu en búizt var við, betri viðskiptakjörum og minnk- un birgða. Afgangur á viðskiptajöfnuði við umheiminn verður um sex milljarðar króna — í stað þriggja millj- arða í þjóðhagsáætlun. Aukin velta hefur og sagt til sín í vaxandi tekjum ríkissjóðs. Tekjuhlið fjárlaga fyrir komandi ár, sem nýlega voru samþykkt á Alþingi, speglar þennan bata í þjóðarbú- skapnum. Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs árið 1995 eru 112 milljarðar króna, samanborið við 107 milljarða á líðandi ári. Þessi tekjuauki rekur rætur til aukinnar framleiðslu og umsvifa en heildarskattbyrði vex ekki, að sögn fjármálaráðherra. „Hlutfall tekna af landsfram- leiðslu árið 1995 er áætlað 24,9%, samanborið við 25,4% árið 1994. Hlutfall skatttekna lækkar einnig, úr 23,6% 1994 í 23,2% 1995. Þetta er lægsta skatthlutfall sem mælst hefur frá árinu 1987,“ segir í tilkynningu fjár- málaráðuneytisins. Tekjuauki ríkissjóðs, sem efnahagsbatinn skilar, gaf þingi og stjórn einstakt tækifæri til að ná niður hallan- um á ríkisbúskapnum, án þess að hækka skatta. Þetta tækifæri sýnist ekki hafa verið nýtt sem skyldi. Að vísu lækkar halli ríkissjóðs, samkvæmt fjárlögum 1995, um tvo milljarða króna, verður 7,4 milljarðar samanborið við 9,6 milljarða á fjárlögum 1994. Fram hjá hinu verð- ur ekki horft, að Alþingi gat staðið betur á útgjalda- bremsunum. Utgjöld fjárlaga eru fjórum og hálfum milljarði hærri en fjárlagafrumvarpsins, eins og það var lagt fram. Tekjuaukinn fer að of stórum hluta í aukin útgjöld — en að of litlum hluta í að ná niður ríkissjóðs- hallanum, sem verið hefur meginorsök hárra vaxta undanfarin ár. Halli ríkissjóðs á fjögurra ára tímabili, 1992-1995, verður trúlega um 34 milljarðar króna. Skylt er geta þess, samhliða gagnrýni á ónógt úgjaldaaðhald, að miðað hefur til réttrar áttar. í frétta- tilkynningu fjármálaráðuneytisins um fjárlög 1995 seg- ir m.a.: „Samkvæmt fjárlögum lækka útgjöld ríkissjóðs úr 27,3% árið 1994 í 26,5% af landsframleiðslu árið 1995. Frá árinu 1991 hefur útgjaldahlutfallið lækkað um 2%, eða úr 28,4% af landsframleiðslu. Þetta er lægsta útgjaldahlutfall frá árinu 1987.“ Þessi árangur breytir því hins vegar ekki að nýta mátti betur þann tekju- auka, sem batinn gefur, til að ná niður ríkissjóðshallan- um. Fjárlög ársins 1995 eru háð ýmsum óvissuþáttum sem fjárlög fyrri ára. Það er ekki á vísan að róa, sjávarafl- ann, sem þyngst vegur í þjóðarbúskapnum. Við erum og ríkulega háð efnahags- og verðþróun í umheiminum, sem við höfum lítil sem engin áhrif á. Setja verður einn- ig spurningarmerki við ýmsar fjárlagaforsendur á heimaslóðum, eins og launa- og verðlagsþróun, en samn- ingar eru lausir og lyktir á þeim vettvangi ófyrirséðar. Á komandi ári ræðst samt sem áður, hvort þjóðin glutr- ar niður efnahagsbatanum og stöðugleikanum, sem er forsenda hans, eða nær að festa batann í sessi til fram- búðar. Það hefur sitt hvað áunnizt síðustu árin. Meiri stöðug- leiki ríkir í efnahagslífinu en verið hefur um áratuga skeið, þrátt fyrir mikinn samdrátt í fiskveiðum. I fyrsta sinn í sögu lýðveldisins verður verðbólga undir 5% fjög- ur ár í röð, 1992-1995. Viðskiptajöfnuður við umheim- inn er jákvæður. Erlend skuldasöfnun hefur verið stöðv- uð. Vextir hafa lækkað umtalsvert. Rekstrargrundvöllur fyrirtækja hefur styrkzt. Hagvöxtur, sem er forsenda bættra lífskjara, eykst smám saman. Og útgjöld ríkis- sjóðs hafa lækkað um 2% frá 1991 sem hlutfall af lands- framleiðslu. En betur átti og mátti nýta efnahagsbatann til að lækka ríkissjóðshallann. Þá þurfa áhrifaöfl í samfé- laginu að festa batann og stöðugleikann í sessi með kjarasátt, sem tekur mið af þeim efnahagsveruleika er við blasir — og harðnandi samkeppni á helztu markaðs- svæðum umheimsins. HEITTRÚARMEINIIM í ALSÍR Átökín í Alsír ógna Frökkum Tugír þúsunda hafa fallið í Alsír frá því að herinn tók þar voldin fyrir þremur árum til að koma í veg fyrir að íslamskir heittrúar- --------------------------------------------- menn yrðu við stjórnvölinn. Ottast Frakkar mjög þau áhrif sem átökin við heittrúarmenn í Alsír kunna að hafa í Frakklandi og hafa stutt alsírsk stjómvöld í baráttunni við þá* ÞEGAR alsírskir heittrúar- menns rændu Airbusþotu franska flugfélagsins Air France gerðist það loks sem frönsk stjómvöld hafa óttast um nokkurt skeið. Hin blóðuga borg- arstyrjöld í Alsír hefur borist til Evr- ópu og þá fyrst og fremst Frakk- lands. Þrjú ár eru liðin frá því að fyrstu fijálsu þingkosningarnar, frá því að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1962, voru haldnar í Alsír. íslamska frelsis- hreyfingin (FIS), sem eru samtök heittrúarmanna, sigraði í fyrri um- ferð kosninganna með nokkrum yfir- burðum, en áður en leiðtogar FIS gátu tekið við völdum tók herinn í taumana. Chadli Benjedid forseti var knúinn til afsagnar og síðari umferð kosninganna aflýst. Samstundis hófu heittrúarmenn vopnaða baráttu sína gegn stjórn- völdum. Ráðist var á lögreglustöðvar og stuðningsmenn stjórnvalda myrt- ir. Ráðist var á konur, er neituðu að ganga um með slæðu fyrir andlitið, og margar þeirra skornar á háls á götum úti. 30 þúsund fallnir? Samkvæmt opinberum tölum hafa að minnsta kosti tuttugu þúsund manns fallið í valinn frá því að hryðjuverkaherferð heittrúarmanna hófst fyrir þremur árum. Margir telja þó að þær tölur séu stórlega van- metnar og að minnsta kosti þrjátíu þúsund hafi látið lífið. Mörg ódæðisverkanna ------------- hafa ekki farið hátt. Spjót heittrúarmanna hafa ekki síst beinst að fréttamönn- um og margir af þekktustu blaðamönnum Alsír hafa verið myrtir. Fréttir af því sem er að gerast í landinu eru því nánast hættar að berast. Þora ekki út fyrir dyr Efnaðir Alsírbúar og þeir sem ekki hafa tekið afstöðu í átökunum eru að heita má fangar á heimilum sín- um. Umsátursástand ríkir nánast á stórum svæðum landsins og aðferðir jafnt stjórnarinnar sem hryðjuverka- hópa heittrúarmanna verða sífellt vægðarlausari. I síðustu viku greindi kona er býr fyrir utan borgina Oran systur sinni, sem býr á Vesturlöndum, frá ástand- inu í landinu: „Við lifum innilokuð í húsum okkar. Við þorum ekki lengur að ganga um garðana eða upp í hæðirnar af ótta við það sem gæti gerst eða einhver kunni að koma á meðan við erum úti.“ Konan sagði óstaðfestar sögu- sagnir ganga húsa á milli. Sú nýj- asta væri sú að félagar í GIA (Vopn- aðar sveitir íslam) lægju í fyrirsátri Annarhver íbúi atvinnu- laus Árhringir ákvarða uppruna og nákvæman aldur á rekaviði MÚSLIMSKAR konur mótmæla því í Frakklandi að fá ekki að bera hefðbundnar slæður heittrúarmanna í frönskum skólum. er leigubílar og rútur kæmu með unga menn úr suðurhlutanum til að gegna herskyldu eða lögreglustörfum í borgum norðurhlutans. „Við höfum heyrt að tíu eða fleiri hafi verið skotn- ir í einu,“ segir konan. Hættulegustu öfgasamtökin GIA-samtökin, sem stóðu fyrir ráninu á frönsku farþegaþotunni, eru líklega róttækustu og hættulegustu samtök alsírskra heittrúarmanna og jafnframt þau sem mest er í nöp við útlendinga. Alls hafa 70 erlendir rík- isborgarar látið lífið í átökunum í Alsír, þar af 22 Frakkar, frá því að samtökin gáfu útlendingum mánað- arfrest til að yfirgefa landið á síð- asta ári. Ella yrðu þeir drepnir. í nýlegri grein í alsírska blaðinu Essalam var haft eftir ónefndum leið- toga GIA að útlendingar væru „slag- æð“ áætlunar um „nýlendustefnu" er hefði það að markmiði að fylla Alsír af trúleysingjum. „Það að berj- ast gegn þeim og drepa þá er góð leið til að veikja trúleysingjana sem eru við völd í landinu,“ sagði hann við blaðið. I sumum áróðursbæklingum GIA er því haldið fram að samtökin eigi uppruna sinn að rekja til fyrstu íslömsku skæruliðanna í landinu. Sú hreyfing var talin hafa verið upprætt er stofnandi hennar, Mustapha Bouy- ali, var skotinn til bana árið 1986 af öryggissveitum. Stuðningsmen Bouyalis voru handteknir og dæmdir til dauða. Þeir voru hins vegar náðað- -------- ir fyrri hluta árs 1990 vegna þrýstings frá FIS, sem þá var vaxandi afl í alsírskum stjórnmálum. Frumkvöðlar GIA söfn- uðu í kjölfarið saman vopnum og mannafla og reyndu styrk sinn er þeir réðust á herstöð í borg- inni Gueamar í suðausturhluta lands- ins árið 1991, að sögn hins ónafn- greinda heimildamanns Essalam. Þrír hermenn féllu í árásinni. Forystumennirnir myrða sjálfir Sú krafa er gerð til forystumanna GIA að þeir taki sjálfir þátt í ofbeldis- aðgerðum og þeir verða að geta sýnt fram á að þeir hafi persónulega fellt nægilega marga af „andstæðingum Guðs“. Leiðtogi GIA til skamms tíma var hinn 26 ára gamli Cherif Gousmi, en hann lét lífið í skotbardaga við öryggissveitir í grennd við Alsír í september. Þriðji æðsti leiðtogi sam- takanna, Abdessalam Djemaoune, féll einnig í þeim bardaga. ■ Að sögn APS, hinnar opinberu fréttastofu Alsír, var Djemaoune, sérfræðingur GIA í því að skera fólk á háls. Er hann sagður hafa myrt tólf Króata með þeirri aðferð í búðum erlendra verkamanna í desember í fyrra. Gousmi hafði verið leiðtogi sam- takanna frá í febrúar en þá var fyrr- um leiðtogi GIA, Mourad Sid Ahmen, sem einnig notaði nafnið Djaafar al- Afghani, skotinn til bana ásamt níu félögum sínum í skotbardaga í út- hverfi Alsír. Segjast stjórnvöld hafa fundið bréf í fórum Gousmis frá Ali Belhadj, næðstæðsta manns FIS, þar sem hann hvetur múslimska skæruliða til að herða baráttuna gegn stjórninni. Enginn veit hins vegar hvort einhver formleg tengsl eru milli FIS og GIA og þá hversu náin þau eru. FIS starf- rækir sínar eigin vopnuðu sveitir - SIA. Stjórnarherinn er helsti andstæð- ingur heittrúarmanna. Hann telur um 150 þúsund menn auk varaliðs er kallað hefur verið út til sérstakra öryggisstarfa. Hefur herinn lengi haft það orð á sér að vera sá best agaði og þjálfaði í Afríku. Er talið að jafnt stjórnin sem heit- trúarmenn hafí tekist að koma flugu- mönnum inn í raðir andstæðinga sinna. íranir á bak viö Andlegan innblástur sækja jafnt FIS, SIA og GIA til klerkastjórnar- innar í íran. Þó svo að hinir alsírsku heittrúarmenn súnni-múslimar en íranar shítar er Ijógt að það eru íran- ir sem unnið hafa að því að leggja drög að klerkastjórn FIS í ------------------ Alsír. Átök verða Skæruliðar heittrúar- sífellt blóð- manna fá birgðir sínar, vopn og jafnvel liðsmenn frá ugri íjölmörgum ríkjum. Sumir þeirra börðust á sínum tíma með Mujaheddin-skæruliðum í Afg- anistan - þeirra á meðal fyrrnefndur Djaafar al-Afghani. Vopn frá Súdan hafa fundist og í minna mæli frá nágrannaríkjunum Túnis og Mar- okkó. Er talið að FIS hafi komið sér upp útibúum í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sjái samtökunum fyrir fjármagni og áróðri auk griðarstaða fyrir leið- toga FIS, er vilja hvíla sig á átökun- um í Alsír. Þá hafa borist vísbendingar um að alsírskir og jafnvel túnískir og súdanskir heittrúarmenn í tengslum við FIS hafi barist með múslimum í Bosníu. Hagsmunir Frakka Það ríki í Evrópu sem stafar mest ógn af þróuninni í Evrópu er Frakk- land. Alsír var hluti Frakklands allt til ársins 1962 og helmingur þeirra tveggja milljón Alsírbúa er búsettir eru erlendis búa í Frakklandi. Hafa margir þeirra gerst heittrúaðir að undanförnu. Efnahagsleg tengsl Frakklands og Alsír eru að sama skapi umtalsverð. Marxistastjórn FLN, sem fór með völd í landinu lengst af eftir að það hlaut sjálf- stæði, mistókst hrapallega við efna- hagsstjórnina. Er nú svo komið að Alsír verður að flytja inn 90% af matvælaþörf sinni og kemur megnið af þeim innflutningi_ frá Frakklandi. Þá eru Frakkar og ítalir mjög háðir olíu og gasi frá Alsír, en það er helsta útflutningsvara landsins. Deilurnar í Alsír nú má rekja til klofnings í röðum þeirra sem börðust gegn nýlenduveldi Frakka á árunum 1954-1962. Rúmlega milljón manna lét lífið í því stríði. Hin marxíska hreyfing FLN hafði betur og það er ekki fyrr en fyrir átta árum, er Alsír var nær gjald- þrota vegna efnahagsmistaka FLN, að FIS fór að vaxa fiskur um hrygg. Jarðvegurinn er kjörinn fyrir öfga- hreyfingar. Um helmingur Alsírbúa er án atvinnu. Tveir þriðju þjóðarinn- ar eru undir 25 ára aldri og flestir ungir Alsírbúa eygja litla von á að geta fengið vinnu í framtíðinni. Ótt- ast menn nú ailsherjar borgarastríð í Alsír er gæti orðið gífurlega mannskætt. Ágreiningur ráðamanna Frakkar hafa stutt núverandi stjórn landsins þó svo að Alain Juppé utanríkisráðherra hafi ítrekað hvatt til viðræðna stjórnarinnar við FIS til -------- að reyna að koma á lýð- ræði í stað styrjaldar. Charles Pasqua innanrík- isráðherra hefur hins veg- ar staðið fyrir herferð gegn heittrúarmönnum í Frakklandi. í nóvember voru 95 meintir félagar í GIA handteknir í París og hald lagt á rnikið af vopnum. Pasqua hefur einnig gagnrýnt önn- ur ríki fyrir að sýna linkind í garð íslamskra öfgamanna. Þó að Edouard Balladur forsætisráðherra hafi beðið Pasqua um að hafa hægar um sig í þessu máli er ljóst að afstaða hans endurspeglar ótta flestra Frakka. Ef upp úr sýður í Alsír má búast við straumi flóttamanna yfir Miðjarðar- hafið og jafnvel að átökin berist í auknum mæli til Frakklands. Frakkar hafa því leynt og ljóst reynt að beijast gegn heittrúarmönn- um og m.a. útvegað alsírska hernum nrikið af vopnum. Stendur nú til að flytja um 30 Ecureuil-þyrlur til Alsír en þær verður hægt að nota í barátt- unni gegn heittrúarmönnum. Ali Belhadj, annar leiðtoga FIS, hefur hótað því að frá og með ára- mótum verði gerðar sjálfsmorðsárás- ir á frönsk fyrirtæki og stofnanir í arabaríkjum. Rekaleiðir í Norður- Atlantshafi * Dr. Olafur Eggertsson hefur í doktorsritgerð í Lundi leitt líkur að því að breytingar hafi orðið á styrk Norður-Atlantshafsstraumsins á þessi öld. í símtali við Elínu Pálmadóttur kom m.a. fram að straumurinn hefði verið styrkari fyrri hluta aldarinnar og hlýr Atlants- hafssjór náð langt norður fyrir Svalbarða á árunum 1920-1950. REKAVIÐUR í Munaðarnesi á Ströndum. Morgunblaðið/Rax O LAFUR Eggertsson varði 25. nóvember sl. doktors- ritgerð við Háskólann í Lundi. Ritgerðin fjallar í stuttu máli um uppruna og leiðir reka- viðs, sem rekur upp að ströndum Kanada, Grænlands, Islands og Sval- barða og er byggð á fjórum sjálfstæð- um greinum sem birst hafa og munu birtast í alþjóðlegum tímaritum. Rannsóknaraðferð sú, sem hann hef- ur notað, er aldursgreining eftir ár- hringjum, sem grundvallast á því að breidd árhringja í trjám er breytileg frá ári til árs og ræður þar mestu veðurfar og frjósemi jarðvegs. Tré af sömu teg- und og frá sama svæði mynda svipað árhringjamynstur_ fyrir sama vaxtar- tímabil, útskýrði Ólafur. Aðferðin bygg- ist á að bera árhringjagildi sýnis, t.d. rekaviðs, saman við árhringjagrunngildi frá skógarsvæðum, sem umlykja t.d. Norður-Ishaf. Þegar grunngildin passa saman er vitað hvaðan viðurinn kemur og hvenær hann féll í ána. Straumabreyting á þessari öld Það vekur athygli í rannsóknum Ólafs Eggertssonar að rekaviður af norður-amerískum uppruna hefur greinst í reka frá Grænlandi, en ekki á íslandi þrátt fyrir að margfalt fleiri sýni voru könnuð þaðan. Þetta leiðir líkum að því að ísinn sem berst suður með Austur-Grænlandsstraumi frá Framsundi og inn í Norður-Atlants- haf, sé að einhverju leyti af ólíkum uppruna, segir hann. Þá leiða rannsóknir á samsetningu og uppruna rekaviðs frá Svalbarða lík- um að því að breytingar hafi orðið á styrk Norður-Atlantshafstraumsins á þessari öld, en grein hans streymir norður með vesturströnd 'Svalbarða. Styrkur þessa straums var meiri á fyrri hluta þessarar aldar en hann er i dag, þannig að hlýr Atlantshafssjór náði langt norður fyrir Svalbarða á árunum 1920-1950. Á Svalbarða kannaði Ólafur rekaviðinn á tveimur stöðum, ísafjorden vestan megin og í Wijdefjorden norðan á eyjunum. Við- urinn á fyrrnefnda staðnum kom að mestu úr Hvítahafinu og hafði megnið af honum strandað þarna á árunum 1950-79. Mun minna -------------— hafði rekið á árunum 1910-1950. í Wijde- fjorden rekur viður frá bæði Síberíu og Hvíta- hafí og á árununr 1910-50 er yfirgnæfandi af viði frá Hvítahafinu, þar sem mest er af Síber- íuviði á árunum 1950-79. Hlýi Atl- antshafsstraumurinn norður með Svalbarða sem flutti Hvítahafsviðinn var þvi sterkari fyrir 1950 en síðan. Þá fór Síberíuviðurinn að verða tiltölu- lega algengari. Þetta endurspeglast líka í veðurfræðiskýrslum sern fylgja og sýna að veðurfar var mildara á þessum eyjum á fyrri helmingi aldar- innar. Reki við ísland Við frá fjarlægum löndum rekur sífellt að ströndum íslands. Útbreiðsl- an er breytileg en segja má að finna megi rekavið meðfram allri strand- lengju landsins, segir Ólafur. Viðurinn á uppruna að rekja til skógasvæða Rússlands og Síberíu og berst hingað til lands með norðlægum straumum. Árnar, sem renna frá skógarsvæðum Rússlands, Síberíu, Kanada og Alaska; bera með sér mikið magn viðar út í myndað meðalárhringjalínurit, sem aldursgreint var með hjálp grunngilda frá Jenisej í Síberíu, en hún er skammt frá einu stærsta skógarhöggssvæði Rússa. I dag er mestur hluti furu og grenis í reka semsagt sagað timbur frá skógarhöggssvæðum Rússlands og Síberíu, sem tapast hefur út í Norður- íshaf við fleytingar, en stór hluti lerk- is í rekanum er upprunninn af náttúru- legum orsökum, við rof úr bökkum fljótanna í Austur-Síberíu. En sem fyrr segir virðist norður- ameríski Ólafur Eggertsson TEIKNING úr dokt- orsritgerð Ólafs Egg- ertssonar sem sýnir breytingar á styrk- leika strauma við Sval- barða á öldinni. A) Fyrirum 1950. B) Eftir um 1950. $tór hluti lerkisins er upprunninn í Austur-Síberíu Norður-íshafið. Fljótin rjúfa bakka sína þannig að viðurinn fellur í fljótin og einnig tapast mikið magn timburs við fleytingar. Fleytingar eiga sér að- eins stað í Rússlandi og Síberíu. Þegar viðurinn nær hafinu frýs hann í hafís og berst með ísnum til fjarlægra stranda. Stór hluti alls hafíss í Norður- ------------ Ishafi berst með haf- straumum inn í Norður- Atlantshaf gegnum Framsund milli Græn- lands og Svalbarða. Samtals voru rann- sökuð 343 sýni af rekavið, sem safnað var á þremur mismunandi stöðum á íslandi: á Ströndum, Langanesi og Reykjanesi. Einnig voru 25 sýni frá Scoresbysundi á Grænlandi könnuð. Sýnin voru viðar- og árhringjaaldurs- greind með það að markmiði að kanna uppruna þeirra. I rekanum frá íslandi voru aldursgreind með hjálp árhringja- gilda samtals 25% af greni og 5% af furu frá Hvítahafssvæðinu í Norður- Rússlandi og 54% af furunni gat rekaviðurinn ekki hafa strauma til að fleyta honum til ísiands Rannsóknir í árhringjafræði Ólafur Eggertsson er nú við ísald- arjarðfræðideild Lundarháskóla og starfar við rannsóknir á sviði árhrin- gjafræði. Hann komst á bragðið þeg- ar hann var að ljúka --------------- BS-prófi í jarðfræði við Háskóla Islands árið 1988 og prófessor Þor- leifur Einarsson kynnti hann fyrir dr. Thomas Bartholin, sem sýnt hafði fram á að mögulegt væri að nota árhringi til að aldursgreina rekavið, en hann er sérfræðingur í þessari aðferð sem mikið er notuð við fornleifarannsókn- ir. Einnig má nota þessa aðferð við að kortleggja breytingar á veðurfari og hafstraumum, auk þess sem jarð- fræðingar njóta góðs af aukinni þekk- ingu á rekaviði, þar sem þannig má aldurssetja setið sem með honum berst, segir í fréttatilkynningu há- skólans í Lundi um doktorvörn Ólafs Eggertssonar. Varð dr. Bartholin leiðbeinandi Ólafs meðan á doktorsnáminu stóð ásamt Christjan Hjort, en doktorsnám- ið hóf Ólafur þá þegar við ísaldaijarð- fræðideildina í Lundi. Á árinu 1989 var Ólafur starfandi rannsóknarmaður við deildina og hlaut síðan námsstyrk frá Háskólanum og í framhaldi „dokt- orsstöðu" þar til sl. vors. Doktorsrit- gerðin nefnist „Origin of the Arctie driftwood adendrochronological study“. Andmælandi var dr. Weston Blake frá Kanada og í prófnefnd voru próf. Björn Berg- lund jarðfræðingur frá Lundi, dr. Niels Bonde fornleifafræðingur frá Kaupmannahöfn og Leif Anderson dósent og haf- fræðingur frá Gauta- borg. Því má skjóta hér inn í að í frétt frá Háskólan- um í Lundi segir að rann- sóknir Ólafs Eggertsson- ar séu enn ein staðfesting á kenningu norska veður- fræðingsins Henriks Mohns eftir sjóslysið á Wrangel út af austur- strönd Síberíu 1879, þeg- ar ameríska skipið Jean- nette festist í -ísnum og tók að reka með honum þar til ísinn braut skipið í sundur 21 mánuði síðar. Þremur árum síðar fund- ust hlutir úr Jeannette á suðausturströnd Græn- lands. Af þessu dró Hen- rik Mohn þá ályktun að í Norður-Ishafinu væri vindrekinn pólstraumur. Friðþjóf Nansen dró líka af Jeannettu-slysinu, þegar 1893-96* Ameríska rekavið- inn vantar strauma til íslands lærdóm hann í Fram-leiðangrinum lét skipið fijósa fast við Nýju síberísku eyjarnar og reka með ísnum í vestur. Því bætt við að þessi pólstraumur fari í sveig norður um höf og ein grein lians þrengi sér svo milli Svalbarða og Grænlands og fari meðfram Græn- ----------- landsströndu fram hjá Islandi. Um þriðjungur af magninu fari um Framsundið og yfirleitt taki það rekaviðinn þijú ár að reka til íslands frá Síberíu. Sá rekaviður sem ekki strandi einhvers staðar geti kannski farið í hringi í Norðuríshafinu í 15 ár. Dr. Ólafur Eggertsson er Reykvík- ingur, sonur Eggerts Þórhallssonar múrarameistara í Reykjavík og konu hans Ástu Ágústsdóttur. Hann er nú búsettur í Svíþjóð ásamt konu sinni 'Heiði Vernharðsdóttur, sem er magist- er i uppeldis- og sálarfræði frá háskól- anum í Lundi, og börnum þeirra, Arn- óri 7 ára og Ágústi 3ja ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.