Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kennarafélögin segja engan árangur af samningafundum Fulltrúaráð ræða verk- fallsaðgerðir í dag Akveðið hvernig kröfugerðum félaganna verður fylgt eftir FULLTRÚARÁÐ Kennarasam- bands íslands (KÍ) og Hins ís- lenska kennarafélags (HÍK) hafa verið boðuð til fundar í dag til að ræða stöðu samningamálanna og taka ákvarðanir um hvernig kröf- um kennarafélaganna verður fylgt eftir. Verður væntanlega ákveðið á þessum fundum hvort efnt verð- ur til atkvæðagreiðslu meðal kenn- ara um boðun verkfalls, skv. upp- lýsingum Elnu K. Jónsdóttur, for- manns HÍK, og Eiríks Jónssonar, formanns KÍ. Kennarafélögin standa saman í samningaviðræðunum og lögðu félögin fram kröfugerð sína 25. nóvember. Að mati forystumanna kennarafélaganna hefur ekkert miðað í viðræðunum og staða mála um áramótin sú að launalið- um kröfugerðarinnar hafi verið hafnað og engu verið svarað varð- andi þá liði kröfugerðarinnar er lúta að vinnutíma kennara. Fjórir fundir með samninganefndum Fundir samninganefnda kenn- arafélaganna með samninga- nefnd ríkisins eru orðnir fjórir og auk þess hafa verið haldnir tveir fundir með samninganefnd- inni og fulltrúum menntamála- ráðuneytis og aðrir tveir fundir með menntamálaráðherra. Ekki hefur verið boðað til nýs samn- ingafundar. „Við munum leggja fyrir full- trúaráðin niðurstöðu þessarar samningalotu, sem frá okkar bæj- ardyrum séð hefði átt að geta skilað þó nokkru,“ segir Elna. Húri segist aðspurð telja að fulltrúaráð- in muni taka afstöðu til þess í dag hvort efnt verður til atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls. „Að vísu þurfa fulltrúaráðin að fá ráð- rúm og frelsi til að ákveða það sjálf en það sýnist ekki vera nóg að vera með mótaðar kröfur og góðan samningsvilja frá hendi kennarafélaganna til þess að fá viðsemjandann til einhverra verka,“ segir Elna. Eiríkur var þeirrar skoðunar að engin breyting yrði á gangi mála nema teknar yrðu ákvarðanir um aðgerðir til að fylgja kröfunum eftir því samninganefndir kennara hefðu fram að þessu ekki fengið neitt upp á borðið frá viðsemjend- um sínum. Hann benti jafnframt á að þótt ákveðið yrði í dag að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall væri það þungt í vöf- um því allur undirbúningurinn tæki fimm til sex vikur. Nýju ári fagnað án teljandi óhappa LANDSMENN fögnuðu nýju ári án teljandi óhappa. Erilsamt var þó hjá lögreglu víðast hvar. Komur á slysadeild Borgarspít- ala voru ekki fleiri en um venju- lega helgi en þó bar meira á brunaáverkum en alla jafna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík stirðn- aði samkomulag sums staðar þegar líða tók á nýársnótt með þeim afleiðingum að til handa- lögmála kom. Á fimmta tug manna gisti fangageymslur lög- reglunnar í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Á höfuðborgarsvæðinu var veður eins og best verður á kos- ið til að skjóta upp flugeldum og var ljósadýrðin á miðnætti mikil eins og meðfylgjandi mynd ber með sér en hún var tekin af Vatnsendahæð yfir borgina. Lögregl- an leitar tveggja barna LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að beiðni Félagsmálastofnunar leitað systkina, eins árs og sex vikna gamalla, síðan á Þorláks- messu. Móðir barnanna, sem er 17 ára gömul, hefur verið í felum með þau síðan á Þorláksmessu. Þá hafði faðirinn yngra barnið á brott með sér af barnaspítala Hringsins þar sem það var til læknismeðferð- ar vegna vannæringar að kröfu ungbarnaeftirlits. Barnaverndarnefnd hafði svipt foreldrana forræði barnanna tíma- bundið, frá 13. desember til 17. janúar, og tilkynnt þeim að börnunum yrði komið í skamm- tímavistun. Að sögn Jónasar Hallssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var fað- ir barnanna yfirheyrður sl. föstu- dag og viðurkenndi hann brot sitt en neitaði að vísa til barnanna. Brottnám barns úr umsjón barna- vemdarnefndar varðar við barna- verndarlög. Jónas sagði að sér væri ekki kunnugt um að foreldrarnir hefðu kært úrskurð barnaverndarnefnd- ar til barnavemdarráðs en það væri næsta skref sættu þau sig ekki við úrskurðinn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Niðurstöður Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóiann PCB-mengun í fálkum og mönnum RANNSÓKN sem gerð var á mengun af völdum klórkolefnis- sambanda í fálkum á íslandi hefur leitt í ljós mengun af völdum efna- sambandsins PCB. Einnig hefur efnasambandið greinst í umtals- verðum mæli í mönnum hér á landi en hvorki í ijúpum, sem teljast meginfæða fálka, né mjólk eða mjólkurafurðum, að sögn Þorkels Jóhannessonar, forstöðumanns Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í rítgerð og auk þess kynntar formlega á vísindaráð- stefnu í læknadeild Háskólans 5. janúar en höfundar ritgerðarinnar eru Ævar Petersen hjá Náttúru- fræðistofnun íslands, Kristín Ólafsdóttir, Svava Þórðardóttir og Þorkell Jóhannesson hjá Rann- sóknastofu í lyfjafræði. 59 fálkar skoðaðir Ástæður PCB-mengunarinnar eru ekki kunnar þótt margar kenn- ingar séu uppi að sögn Þorkels. Menn velta því meðal annars fyrir sér hvort efnasambandið sé að finna í sjávarfangi hér við iand. Þorkell segir að teknir hafi verið til skoðunar 59 fálkar á árunum 1979-1994. Flestir voru íslenskir en einnig voru nokkrir kanadískir fálkar, sem fundust hérlendis dauðir eða deyjandi, athugaðir. Leitað var að ýmsum klórkolefnis- samböndum, svo sem DDT og efnasamböndum sem myndast út frá því, lindan og skyldum efnum sem notuð eru til að baða sauðfé. Auk þess hexaklórbenseni, sem notað er sem sveppalyf á plöntur en er einnig að finna í lofthjúpnum um víða veröld, og tíu mismunandi PCB-efnum sem dreifst hafa vítt og breitt um heiminn að sögn Þorkels. Lítið af öðrum klórkolefnissamböndum Sem fyrr segir er PCB-mengun umtalsverð en lítið af hinum efn- unum að Þorkels sögn. „Rjúpur eru aðalfæða fálkans, milli 70 og 80% af fæðunni. Við höfum rann- sakað nokkrar án árangurs þannig að við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta er niðurkomið. Til samanburðar höfum við rannsakað mjólk og mjólkurafurðir hér á landi og þar er mjög lítið af fyrr- greindum efnum. Einnig höfum við rannsakað bijóstamjólk kvenna og heila- og fituvef manna en þar finnum við umtalsvert magn af PCB-efnum,“ segir Þor- kell. Éta hugsanlega menguð hræ „Við þurfum að fá nánari skýr- ingar á þessu en ein kenningin er sú að fálkar leggi sér til munns eitthvað annað, til dæmis sjávar- fang, í ríkara mæli en talið hefur verið. Hugsanlegt er að um eitt- hvað annað sé að ræða, til dæmis hræ sem eru svona þrælmenguð en þetta eru bara tiigátur,“ segir hann loks. MEÐ blaðinu í dag fylgir 8 síðna auglýsingablað frá SÍBS, „Lífið á erindi við þig“. Ufanál ámni nui vel xamiþií bacaUui ltjii Uccttunríxlnda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.