Morgunblaðið - 03.01.1995, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
500 bændum boðin hlutabréf í Afurðasölunni Borgarnesi hf.
Bankaeftirlitið hyggst
rannsaka framkvæmdina
FORSTÖÐUMAÐUR Bankaeftir-
lits Seðlabanka íslands, Þórður
Ólafsson, segir að gerð verði fyrir-
spurn af hálfu embættisins um
sölu hlutabréfa í Afurðasölunni
Borgarnesi hf. Greint var frá því
í Morgunblaðinu síðastliðinn
fimmtudag að 500 bændum sem
skipta við Afurðasöluna hafi verið
sent bréf þar sem þeim er boðið
að kaupa hlut í fyrirtækinu. Einnig
var tekið fram að haldið yrði eftir
tiltekinni krónutölu af upphæð til
hlutafjárkaupa, sem bændur eiga
inni hjá fyrirtækinu vegna haust-
slátrunar, nema gerð yrði við það
athugasemd fyrir áramót.
Afurðasalan Borgarnesi hf. hef-
ur sjálf annast sölu hlutabréfanna
og boðið bændum til kaups bré-
fleiðis án þess að nákvæmar upp-
lýsingar séu gefnar um fjárhags-
og rekstrarstöðu fyrirtækisins.
„Þetta kom til umræðu hjá banka-
eftirlitinu og ef við höfum ástæðu
til þess að ætla að um sé að ræða
auglýsingu um almennt útboð,
markaðsverðbréfa, hluta- eða
skuldabréfa, sem ekki fer fram
samkvæmt reglum um útboð, gríp-
um við til þeirra aðgerða sem okk-
ur ber lögum samkvæmt,“ segir
Þórður Ólafsson.
Yfirteknar skuldir 488
milljónir
Afurðasalan Borgarnesi hf. var
stofnuð fyrir ári og keypti fyrir-
tækið eignir Kaupfélags Borgfirð-
inga í Brákarey á 255,5 milljónir
og auk þess birgðir í kjöti, vinnslu-
vörum og fleiru á 232,5 milljónir.
Yfirteknar skuldir voru 488 millj-
ónir og var hlutafé því 50 milljón-
ir, að því er fram kemur í dreifi-
bréfi sem sent var bændum í Borg-
arfirði 5. desember síðastliðinn.
ívar Ragnarsson framkvæmda-
stjóri Afurðasölunnar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir helgi
að hlutafé fyrirtækisins teldist 65
milljónir um áramótin en markmið-
ið er að auka hlutafé þess upp í
137 milljónir á fjórum árum, eins
og segir í bréfinu þar sem bændum
er boðið hlutafé til kaups í fyrir-
tækinu.
í reglum um almennt útboð sem
vitnað er í og settar voru fyrir
rúmu ári segir til dæmis að séu
verðbréf boðin fleirum en 25 og
heildarsöluverð þeirra fari yfir 5
milljónir verði framkvæmdin að
gerast fyrir milligöngu verðbréfa-
fyrirtælcis í samræmi við reglur
Verðbréfaþings.
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
- kjarni málsins!
Bandalag háskólamanna-BHMR
Hærri dagvinnu-
laun leiða til
fjölgunar starfa
Fasteignamiðlun
Sigurður Óskarsson lögg.fasteigna- og skipasali
Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavik
SÍMI 880150
Seljendur athugið!
Hef kaupanda
að vandaðri 3ja herb. íbúð á póstsvæði
101,107 eða á Seltjarnarnesi. Verðhug-
mynd 6-8,5 millj.
Hef kaupanda
að raðhúsi í Fossvogi, Hvassaleiti eða
Bústaðahverfi.
Hef kaupanda
að sórhæð í Hlíðum eða Teigum.
Hef kaupanda
að 100-150 fm raðhúsi í Garðabæ eða
Hafnarfirði. Verðhugmynd 8-11 millj.
Hef kaupanda
að iðnaðarhúsnæði 50-60 fm á svæði
101, 105 eða 108.
Hringið og við skráum
eignirnar samdægurs
SÍMI 880150
MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla-
manna-BHMR hefur sent Alþingi
og félagsmálaráðherra tillögur um
endurbætur á stöðu og kjörum at-
vinnulausra og um aðgerðir til að
draga úr atvinnuleysi.
Sérstök áhersla er lögð á að at-
vinnuleysi sé bæði afleiðing hag-
sveiflna og hagstjórnar og að hækk-
un almennra taxtalauna fyrir dag-
vinnu gegni lykilhlutverki og leiði
nánast sjálfkrafa til endurmats á
bótaíjárhæðum til atvinnulausra.
Hærri dagvinnulaun dragi úr til-
hneigingu vinnuveitenda til að
kaupa yfirvinnu og leiði þannig til
fjölgunar starfa.
Bandalagið leggur einnig áhersiu
á að aukið tillit verði tekið til fjár-
festinga einstaklinga í fagþekk-
ingu, þannig að hún glatist ekki í
tímabundnu atvinnuleysi heldur
verði fremur efld til að takast á við
atvinnutækifæri síðar þegar rofar
til.
Réttur til bóta verði rýmkaður
Miðstjórnin leggur m.a. til að
réttur til atvinnuleysisbóta verði
rýmkaður, réttur atvinnulausra til
að hafna vinnu í óskyldri faggrein
verði aukinn, skerðingarákvæði
vegna fyrri launatekna verði rýmk-
uð eða felld niður og biðtími eftir
bótarétti verði afnuminn.
Einnig er lagt til að Alþingi beiti
skattalögum á virkan hátt til að
skapa fleiri atvinnutækifæri. „Skil-
virkasta leiðin í þessum efnum er að
beita fjármagns- og launasköttum.
Til viðbótar má hugsa sér verulega
aukinn persónuafslátt ásamt stig-
hækkandi tekjuskatti i sama skyni,“
segir í tillögum bandalagsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞORSTEINN Yngvi Bjarnason, formaður Leoklúbbsins Perlu,
og Björk Guðmundsdóttir söngkona halda á viðurkenningar-
skildi Lions-hreyfingarinnar á milli sin.
Björk sæmd
æðstu
viðurkenn-
ingu Lions-
klúbbsins
Perlu
LIONSKLÚBBURINN Perlan,
sem skipaður er ungu fólki í
Lionshreyfingunni, heiðraði
söngkonuna Björk Guðmunds-
dóttur nýlega sem Melvin Jones
félaga. Um æðstu viðurkenn-
ingu Lions-hreyfingarinnar er
að ræða.
Arna María Geirsdóttir,
blaðafulltrúi klúbbsins, segir
að valið byggist á frábærri
frammistöðu Bjarkar og hún
sé glæsilegur fulltrúi íslands á
erlendum vettvangi. „Að gera
einhvern að Melvin Jones fé-
laga er æðsta viðurkenning Li-
ons-hreyfingarinnar. Þeir sem
hljóta þann heiður hafa látið
gott af sér leiða fyrir samfélag-
ið. Aðeins fjórir aðilar utan
Lionshreyfingarinnar hafa
hlotið þennan heiður, þar á
meðal forseti íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir,“ segir
Arna.
Forseti ASÍ
um GATT
Landbúnað-
urinn fái
sinn aðlög-
unartíma
BENEDIKT Davíðsson, forseti
Alþýðusambands íslands, segir
að launþegahreyfíngin leggi
áherzlu á að við lagasetningu um
innflutning landbúnaðarvara í
framhaldi af fullgildingu GATT-
samkomulagsins fái landbúnað-
urinn sinn aðlögunartíma. Hins
vegar beri að nýta þann tíma til
að takast á við samkeppni.
Benedikt segir að vissulega
gæti kjarabót verið í því fólgin
að tollar yrðu fljótlega lækkaðir
á innfiuttum landbúnaðarvör-
um. „Við viljum líta á málið í
heild. Það eru vissar hættur
fólgnar í því að mjög snögg
breyting leiði til kerfisbreyting-
ar hér innanlands, sem drægi
úr kaupgetunni og allt færi í
rúst í fyrirtækjum í landinu.
Hann segir skynsamlegast að
fara eftir hinum almennu regl-
um GATT-samkomulagsins um
aðlögunartíma, sem væru settar
vegna þess að í mörgum öðrum
löndum væri talin þörf á löngum
aðlögunartíma.
01Q7H LARUSÞ'VALDIMARSSON, framkvæmdastjori
L I I wvL I v / V KRISTJAN KRISTJÁNSSON. loggiltur fasteignasali
Nýjar eignir á söluskrá - einkasala:
Ný endurbyggt - útsýni - gott verð
Hljóðritanir með verkum Jóns Leifs
Beðið eftir meiri
Miðsvæðis við Digranesveg Kóp. mjög gott einb. alls 139,5 fm með
5 herb. íb. á hæð og í kj. Ræktuð lóð 988 fm, há tré. Mikið útsýni.
Suðurendi - sérþvottahús - bílskúr
Sólrík 4ra herb. mjög góð íb. á 2. hæð við Hraunbæ. Mikið útsýni.
Ágæt sameign. Laus 1. febrúar.
Skammt frá Menntask. við Hamrahlíð
4ra herb. neðri hæð 108 fm. Sérinng., sérhiti. Góður bílsk. um 30 fm.
Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. á 1. hæð í Hafnarfirði.
Skammt frá Háskólanum
Endurbyggt lítið einb. með 3ja herb. íb. á hæð og í risi. Laust 1. júlí nk.
40 ára húsnl. um kr. 2 miilj. Teikn. á skrifst.
Á söluskrá óskast:
Góð 2ja-3ja herb. íb. við Dalbraut fyrir aldraða.
2ja herb. íb. á 1. hæð í Laugarneshverfi.
Einbýlish. eða raðh. á einni hæð í borginni eða nágrenni.
3ja-5 herb. íbúðir einkum í vesturborginni, ígamla bænum og í Hlíðum.
Margskonar eignaskipti. Gott verð fyrir rétta eign.
• • •
Auglýsum að jafnaði
á 10. eða 11. síðu Mbl. á
þriðjudögum, miðvikudögum
og oftast á laugardögum.
ALMENNA
FASTEIGMASAtAW
LAUGAVEGt 18 SÍMAR 21150-21370
upplýsingum um málið
OLAFUR G. Einarsson mennta-
málaráðherra segist ekki geta
svarað því hvort hann muni beita
sér fyrir því að íslenska ríkið styrki
kaup á fullkomnum leysibúnaði til
að jiægt verði að hlusta á gamlar
hljóðritanir með verkum eftir Jón
Leifs fyrr en borist hafi ítarlegri
upplýsingar um málið frá þýska
Þjóðfræðisafninu. Hann telur hins
vegar fullvíst að íslensk yfirvöld
haldi uppi minningu tónskáldsins
eins og vert sé.
80 til 100 milljóna króna
kostnaður
Hljóðritanirnar eru frá þriðja ára-
tugnum og voru hluti af því her-
fangi sem herafli Sovétríkjanna
hafði á brott með sér frá Berlín í
lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
Þær fundust við sameiningu þýsku
ríkjanna og eru nú geymdar í þýska
Þjóðfræðisafninu.
Ekki þykir varlegt að hlusta á
upptökumar án fullkomins leysibún-
aðar og er hann talinn kosta á bilinu
80 til 100 milljónir. Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra sagði að
frétt Morgunblaðsins á föstudag
væm einu upplýsingamar sem hann
hefði fengið um hljóðritanimar og
hann gæti ekki svarað því hvort til
greina kæmi að styrkja tækjakaupin
íyrr en honum hefðu borist ítarlegri
upplýsingar um málið.
„Eg bíð eftir að heyra meira en
aðeins frá Morgunblaðinu hvað hér
er á ferðinni. Hingað hefur ekki
borist erindi. Ég sé að starfsmaður
Þjóðfræðisafnsins segist hafa sett
sig í samband við íslendinga. En
ég veit ekkert hverjir þeir eru. Ég
efast ekki um að hér er um hið
merkasta mál að ræða. En upp-
hæðin er býsna há og meðan ég
veit ekki hvernig menn hugsa sér
að íjármagna svona mál treysti ég
mér ekki til að segja af eða á um
hvort ríkið komi þarna inni í,“ sagði
Ólafur. Hann tók fram að hann
mæti mikils að Þjóðverjar skyldu
halda uppi minningu tónskáldsins
með þeim hætti sem þeir hefði
gert og íslensk stjórnvöld myndu
eflaust halda uppi minning hans
eins og vert væri.
Líklegt er talið að hljóðritanirn-
ar hafi að geyma lög við ljóð
margra þekktustu skálda landsins.