Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 13 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BENEDIKT Vilhjálmsson „bíóstjóri“ á Egilsstöðum. Bíó á Egils- stöðum á ný Egilsstöðum - Kvikmyndasýn- ingar hafa ekki verið með reglubundnu sniði á Egilsstöð- um undanfarin ár, en nú hefur orðið breyting á. Þeir feðgar, Benedikt Vilhjálmsson og Hall- dór Benediktsson, hafa tekið tæki og aðstöðu á leigu sem Hótel Valaskjálf hafði yfir að ráða til að sýna bíó. Reglulegar kvikmyndasýningar voru á Egilsstöðum um árabil en hafa ekki verið undanfarin ár. ,Ætl- un okkar er að bjóða upp á kvikmyndasýningar einu sinni í viku, að minnsta kosti, jafn- vel tvisvar ef aðsókn leyfir,“ segir Benedikt. Stefnt er á að sýna nýjustu myndirnar, um leið og sýningum þeirra lýkur í Reykjavík. Fyrsta útkall ársins í Þórsmörk Hellu - Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út í fyrsta sinn á nýbyijuðu ári um kl. 18 á nýárs- dag. Beðið var um aðstoð við að flytja konu um fertugt á vegum Útivistar úr Þórsmörk en talið var að hún hefði fengið bijósklos í bak. Tíu manns fóru af stað um ki. 20 á þrem bílum með snjóbíl og tvo snjósleða. Hópurinn hélt sem leið liggur inn að Jökullóni, en payloader hafði rutt veginn fyrir Útivistarrútuna sl. föstu- dag, en rútan mun allaf hafa verið 15 klst. á leiðinni inn í Þórsmörk. Við Lónið fór læknir ásamt björgunarmönnum með vélsleðunum inn í Bása til að hlynna að konunni á meðan beð- ið var eftir snjóbílnum. Var hún síðan flutt með honum fram fyr- ir Lón og þaðan með bifreið Flugbjörgunarsveitarinnar á Hvolsvöll, en þangað var komið kl. hálfþrjú um nóttina. Konan var síðan flutt með sjúkrabíl á Borgarspítalann. Fékk slæmt þursabit Að sögn Viðars Astvaldssonar hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu var talið nauðsynlegt að sækja konuna strax og beiðni barst þar sem hún var mjög kval- in. Hafi jafnvel verið rætt um að senda eftir henni þyrlu, en horfíð frá því sökum slæms veðurútlits. Samkvæmt upplýsingum læknis á gæsludeild Borgarspít- ala reyndist konan hafa fengið slæmt þursabit og mun hún nú vera á góðum batavegi. Vegamót- um lokað tímabundið Borg, Eyja- og Miklaholtshreppi - VEITINGASALA á Vegamótum hefur þjónað ferðamönnum, sem átt hafa leið um Snæfellsnes allt frá árinu 1933. Mörgum hefur þótt gott að geta stoppað þar og ekki síst í vondum veðrum og not- ið þar góðrar fyrirgreiðslu starfs- fólksins. Þá hefur verslunarrekst- ur verið þar nokkur um langan tíma, fyrst sem útibú frá Kaupfé- lagi Stykkishólms og síðar K.B.B. í Borgarnesi. Eigendaskipti urðu þar fyrir 2 árum. Nú verður lokað frá áramótum og tii 1. mars. Hægt er þó að fá þar bensín á bíla, þar sem sjálfsali var settur þar upp á síðstliðnu hausti. Gamla árið kvatt Egilsstöðum - Egilsstaðabúar fjölmenntu við brennu á gaml- árskvöld sem Björgunarsveitin Gró og Hjálparsveit skáta stóðu fyrir. Þetta er fastur siður á hátíð þessari og buðu sveitirnar upp á flugeldasýningu og mik- inn bálköst. Að auki hittust Fellamenn við sína brennu í Fellabæ og einhverjar minni brennur voru víðar um Hérað. Róleg áramót Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum fór hátíðin vel fram, engin óhöpp urðu og dansleikir voru án mikillar ölvunar. Að sögn Jóns Þórarinssonar lög- reglumanns voru þetta ein ró- legustu áramót sem hann man eftir hér í starfi. Morgunblaðið/Pétur SEYÐFIRÐINGAR troðfylltu kirkjuna þegar hátíðardagskráin var flutt. Hátíðarhöld vegna aldarafmælis Seyðis- fjarðarkaupstaðar Seyðisfirði - Seyðisfjarðarkaup- staður átti 100 ára afmæli á nýárs- dag. Hátíðarhöldin byijuðu rólega föstudaginn 30. desember, þegar kveikt var á raflýstu ártali í Bjólf- inum. Ártalið 1994 var síðan látið lýsa þar til um áramótin er ártalið breyttist í 1995 og bættist við „100 ára“ til heiðurs afmælisbarninu. Á gamlárskvöld var að venju glæsileg áramótabrenna og strax eftir miðnætti hófst stórdansleikur í félagsheimilinu Herðubreið þar sem hljómsveitin „Austurland að Glettingi" lék. Óvenju margt fólk á öllum aldri var á ballinu og dun- aði dansinn fram á sjöunda tímann. Hátíðardagskrá útvarpað Eftir mátulega góða hvíld héldu menn til kirkju þar sem hátíðar- dagskrá var flutt og síðan hátíðar- messa. Þar flutti Þoi-valdur Jó- hannsson, bæjarstjóri, ávarp í til- efni dagsins og séra Kristján Ro- bertsson messaði. Kirkjukór Seyð- isfjarðarkirkju söng ásamt Barna- kór Seyðisfjarðar. Þeir sem ekki vildu eða gátu komið til kirkju áttu kost á því að fylgjast með dagskránni, því Út- varp Seyðisfjarðar var með beina útsendingu. Að lokinni messu var haldið áfram með útvarpsdagskrá í tali og tónum. Þar mátti heyra úrval efnis allt frá sjötta áratugnum og fram að deginum í dag. Hátíðar- höldum afmælisdagsins lauk síðan með glæsilegri flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Isólfs að kvöldi nýársdags. KRAKKAR KRINGLUNNI 8-12 - SÍMI 681719
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.