Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995. VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 4 Reglugerð viðskiptaráðherra Engar takmark- anirágjald- eyrisviðskiptum SÍÐASTI áfanginn í afnámi gjald- eyrishafta tók gildi nú um áramótin með með reglugerð sem viðskipta- ráðherra gaf út. Meðal annars fellur úr gildi skilaskylda erlends gjaldeyr- is, sem þýðir að þeir sem eignast erlendan gjaldeyri geta ráðstafað honum að vild. Skammtímahreyfingar fjár- magpis, til dæmis kaup á erlendum skammtímaverðbréfum og innlegg á bankareikninga erlendis, verða gefn- ar fijálsar, en slík viðskipti voru háð fjárhæðartakmörkunum á fyrra ári. Aður höfðu fallið úr gildi takmark- anir á ferðamannagjaldeyri og höml- ur á langtímahreyfingu fjármagns, til dæmis fjárfestingar íslendinga í atvinnurekstri og langtímaverðbréf- um erlendis. Farsæl áfangaskipting í frétt frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu segir að með þessum áfanga sé stigið lokaskrefið í þeirri stefnu sem fylgt hefur verið frá 1990 og var staðfest í nýjum gjald- eyrislögum 1992. Ráðuneytið telur að áfangaskipting í afléttingu gjald- eyrishafta hafi reynst vel: „engin skakkaföll hafa orðið í gjaldeyris- málum og einstakiingar, fyrirtæki og bankar og sparisjóðir hafa náð að laga sig með eðlilegum hætti að sívaxandi frelsi.“ Meða! þeirra ákvæða sem féllu niður nú um áramótin eru allar höml- ur á kaupum innlendra aðila á er- lendum verðbréfum og kaupum er- lendra áðila á íslenskum verðbréfum, svo framarlega að þau kaup gangi ekki gegn ákvæðum laga um fjár- festingar erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Síðustu hömlur á lánveitingum og lántökum eru felldar brott og öll fjár- hæðarmörk falla brott. Þó að gjaldeyrisviðskipti hafi að fullu verið gefin fijáls verður áfram í gildi upplýsingaskylda til Seðla- banka íslands vegna hagskýrslu- gerðar. Fyrirtæki mest seldu fólkS' bílategundirnar í jan.-des. 1994 Fjöldi % Br. frá fyrra ári % 1. Tovota 1.398 25,9 15,4 2. Nissan 803 14,9 -0,4 3. Volkswaqen 572 10,6 139,3 4. Hvundai 480 8,9 13,7 5. Mitsubishi 412 7,6 -50,6 6. Renault 226 4,2 14,7 7. Lada 218 4,0 -17,4 8. Volvo 192 3,6 -1,5 9. Opel 152 2,8 375,0 10. Daihatsu 128 2,4 -35,4 Aðrar teg. 810 15,0 -25,3 Samtals 5.391 100,0 -1,7 5.482 5.391 Inn- flutningur bifreiða í jan.-des. 1993 og 1994 -FÓLKSBÍLAR, nýir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1993 1994 1993 1994 Sala fólksbíla minnkaði um 1,7% TOLUVERÐUR kippur kom í sölu nýrra fólksbíla á síðustu mánuðum ársins 1994 sem vóg upp samdrátt framan árinu. Niðurstaðan varð því sú að samdrátturinn milli ára er einungis um 1,7%. Miklar breytingar urðu á markaðshlut- deild margra fólksbílategunda á árinu 1994. Toyota trónir á toppnum sem fyrr með tæplega 26% hlutdeild samanborið við 22% hlut árið 1993. Þá hefur sala á Volksvagen aukist um 139% og sömuleiðis vekur tæplega fimmfalt meiri sala á Opel athygli á þessum lista. Aftur á móti minnkaði sala á Mitsubishi um helming og samanlagt varð um fjórðungssamdráttur í sölu bíltegunda sem ekki eru á listanum yfir tíu söluhæstu bílana. Þijú ný dótturfélög taka við rekstri Héðins hf. ÞRJÚ sjálfstæð dótturfyrirtæki taka við öllum almennum rekstri Héðins hf. nú um áramótin. Þannig mun Héðinn smiðja hf. í Stórási 6 í Garðabæ taka við vélaviðgerðum og almennri málmsmíði. Héðinn verslun hf. á Seljavegi 2 í Reykja- vík mun annast sölu og innflutning tæknivöru og stjórnbúnaðar til iðn- aðar. Þá mun Garðastál hf. í Stór- ási 4 framleiða þakjám og utan- hússklæðningar úr málmum. Héðinn var upphaflega stofnað sem þjónustufyrirtæki fyrir sjötíu árum og annaðist framan af einkum viðgerðarþjónustu í sjávarútvegi. í tímans rás hefur fyrirtækið aukið við starfsemi sína m.a. með fram- leiðslu á vélum, tækjum og ýmis- konar búnaði fyrir fiskvinnslufyrir- tæki. í framhaldi af því hófst fram- leiðsla á stáigrindarhúsum, þak- jámi, veggklæðningum o.fl. Þá hef- ur fyrirtækið starfrækt verslun sem sérhæfir sig í sjálfstýringum fyrir hitaveitukerfí, kælikerfi og ýmsa iðnaðarframleiðslu. Öll hlutabréf nýju dótturfyrirtækj- anna verða í eigu Héðins hf. sem hér eftir verður starfrækt sem eign- arhaldsfyrirtæki. Héðinn á þar að auki Jámsteypuna hf. og 36% hlut í Héðni - Schindler lyftum á móti sam- nefndum lyftuframleiðanda í Sviss. Eigið fé 300 milljónir kr. „Það hafa verið þijár sjálfstæðar rekstrareiningar innan fyrirtækis- ins í nokkur ár en núna teljum við að þær hafi burði ti! að standa á eigin fótum,“ sagði Sverrir Sveins- son, stjórnarformaður Héðins, í samtali við Morgunblaðið. „Þær geta þjónað sínum viðskiptamanna- hópi betur sem sjálfstæð fyrirtæki en sem einingar í einu stóm fyrir- tæki. Reynsla okkar hefur verið góð af rekstri hinna dótturfélaganna. Við teljum að með þessum hætti verði reksturinn miklu markvissari og öll ákvarðanataka einfaldari vegna þess að um er að ræða mjög ólíka viðskiptamannahópa." Sverrir sagði að reksturinn hefði verið þungur á undanfömum áram, einkum vegna þess að þurft hafí að afskrifa veralegar fjárhæðir vegna tapaðra krafna. Engu að síður væri fjárhagsstaðan traust. Eiginfjár- staðan væri alls um .300 milljónir og reikna mætti með því að veltufj- árhlutfall nýju dótturfélaganna yrði kringum 1,5. Ársvelta allra fyrir- tækja Héðins er um 800 milljónir. STUTriSTRÆTO íAMirriR Dansróð Islands Tryggir rétta leiðsögn KENNSLA HEFST 8. janúar 1995 Skírteini afhent ■ Bolholti 6: laugardaginn 7. janúar kl. 12-19 Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar Gleðilegt dansdr 1995 Dans er holl og góð hre/fing fyrir alla fjölskylduna E mmmm JÓNS PÉTURS og KÖRU B0LH0LTI6 REYKJAVIK INNRITUNI 36645 og 685045 ALLA PAGA kl. 12 - 19 frá 3. janúar DANSSPOR I RETTA Samkvæmisdansar: sígildir og suður-amerískir Gömludansarnir - Tjútt Barnadansar - Stjörnumerki DÍ Allir hópar velkomnir: Börn (yngst 4 ára), unglingar, fullorðnir. Byrjendur, framhald.hóptímar, einkatímar. Seljum hina frábæru Supadance dansskó " Sala fólks- bíla minnk- aði um 1,7% TÖLUVERÐUR kippur kom í sölu nýrra fólksbíla á síðustu mánuðum ársins 1994 sem vóg upp samdrátt framan árinu. Nið- urstaðan varð því sú að samdrátt- urinn milli ára er einungis um 1,7%. Miklar breytingar urðu á markaðshlutdeild margra fólks- bílategunda á árinu 1994. Toyota trónir á toppnum sem fyrr með tæplega 26°/o hlutdeild samanbor- ið við 22% hlut árið 1993. Þa hefur sala á Volksvagen aukist um 139% og sömuleiðis vekur tæplega fimmfalt meiri sala á Opel athygli á þessum lista. Aftur á móti minnkaði sala á Mitsubishi um helming og samanlagt varð um fjórðungssamdráttur í sölu bíltegunda sem ekki eru á Iistan- um yfir tíu söluhæstu bílana. ------» ♦ ♦----- Flugleiðir Litlar áhyggjur af Fokker FRAMKVÆMDASTJÓRI flug- rekstrarsviðs Flugleiða segist ekki hafa áhyggjur af fjárhagserfiðleik- um Fokker-flugvélaverksmiðjanna í Hollandi en ínnanlandsvélar Flug- leiða eru þaðan. Hann hefur trú á því að bakhjarl Fokker, Deutsche Aerospace, sem er deild í Daimler Benz, geri ráðstafanir til að bjarga fyrirtækinu. ■ Fokker-verksmiðjurnar þurfa viðbótarfjármagn upp á nokkur hundruð milljóna gyllina til þess að halda velli. Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða, býst ekki við að Fokker-verksmiðjurnar verði gjaldþrota. Hann bendir á að Da- imler Benz eigi 51% hlutafjár í fyrirtækinu og ætli að nota það til að byggja sig upp á flugsviðinu í Evrópu. Hann segir að Fokker hafi vissu- lega átt erfitt ár, en vegna sam- dráttarins í fluginu hafi lítið verið selt af vélum. Eiga ekki Fokkervélarnar Þá bendir Leifur á að innan- landsflugflotinn sé í eigu þýsks fyrirtækis og Flugleiðir hafi tekið vélarnar á leigu. Það kæmi því ekki beint við félagið þó allt færi á versta veg hjá Fokker. Ef erfið- leikarnir héldu áfram mætti hins vegar búast við því að verksmiðj- urnar gætu ekki veitt jafn góða þjónustu og áður. ------» ♦ ♦----- Thyssen í fjarskiptin Bonn. Reuter. THYSSEN AG, hið kunna stál- og verkfræðifyrirtæki í Þýzkalandi, hyggur á fjárfestingar upp á millj- arða marka í fjarskiptum og ætlar að sækja um opinbert leyfi til þess að halda uppi símaþjónustu. Að sögn fyrirtækisins mun leyfið heimila rekstur síma- og upplýs- ingakerfis þegar höft á fjarskipta- markaðnum í Þýzkalandi verða af- numin 1998. „Fjarskipti verða markaður árið 2000,“ sagði fyrir- tækið í tilkynningu. „Salan kann að verða meiri en í bílaiðnaði." Thyssen hyggst sameina umsvif sín á þessu sviði í eitt fyrirtæki, Thyssen Telecom AG. Fjárfesting- arnar munu nema fjórum milljörð- um marka til ársins 2000 og gert er ráð fyrir að árlegur hagnaður af fjarskiptastarfseminni fari upp í 10 milljarða marka. i i t - i i i c fi i p i t i « j I I i c 1 I I I I ( [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.