Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 41 AÐSENDAR GREINAR „Sannleiksvitni“ g-eg-n Greenpeace Krossför Magnúsar Guömundssonar á hendur umhverfisverndarsinnum HINN 11. desember sl. var sýnd í Ríkissjónvarpinu myndin í skjóli regnbogans, sem er nýjasta afurð Magnúsar Guðmundssonar, kvik- myndagerðarmanns. Undanfarin ár hefur hann einkum haft lífs- viðurværi sitt af því að rægja og rakka umhverfisverndarsinna. Sér í lagi Greenpeace-samtökin. Niður- stöður þessarar nýju myndar þurfa því ekki að koma á óvart. Christoph Lútgert, sem vinnur hjá þýsku sjónvarpsstöðinni NDR og rannsakaði þessa nýju mynd Magnúsar á hennar vegum, sagði * í viðtali við Súddeutsche Zeitung 19 júlí sl. sumar að myndin „lýsi viðhorfum samtaka yst á hægri væng bandarískra stjórnmála". Það kom því ekki á óvart að banda- ríska hægri-öfgamanninum, Ron Arnold, er teflt fram sem einu helsta „sannleiksvitni" Magnúsar gegn Greenpeace í myndinni því á krossför sinni gegn Greenpeace hefur hann einkum notið stuðnings og samúðar bandarískra hægri- öfgasamtaka. Meiri furðu gegnir þó að í þess- ari mynd hleypur Paul Watson, forsprakki Sea Shepherd, undir bagga með kvikmyndagerðar- manninum í viðleitni hans að sverta Greenpeace. Ekki er getið um tengsl Watsons við Sea Shep- herd né fortíð hans. Hann er ein- ungis kynntur sem fyrrum starfs- maður Greenpeace. Einnig er látið ósagt að Watson var rekin úr Gre- enpeace fyrir þær sakir að hann vildi beita ofbeldisaðgerðum. En allt er hey í harðindum og því ekki að furða að Magnús gangi í búðir Watsons til að safna liði gegn Gre- enpeace. Þau vitni Magnúsar sem ekki styðja þráhyggju hans hafa orðið fyrir þeirri óþægilegu reynslu að jákvæð svör þeirra hafa verið spyrt saman við spurningar sem þau hafa í raun svarað neitandi. Dæmi um þetta eru ásakanir um að Greenpeace hafi mútað ríkjum í Karíbahafi til að styðja bann við hvalveiðum með atkvæði sínu. Þessu til sönnunar er sýnt viðtal við Francisco nokkurn Palacio. Palacio þessi hefur hins vegar í bréfi til samstarfsaðila Magnúsar, dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, bent á að hann hafi tekið skýrt fram við Magnús Guðmundsson að ásakanir um mútur séu gjör- samlega tilhæfulausar. Francisco Palacio segir Magnús Guðmunds- son hafa rangfært svör og snúið út úr svörum sínum með herfileg- um hætti. I þessu sambandi er vert að minnast þess að í fyrstu mynd Magnúsar, Lífsbjörg í norðurhöf- um, var viðtal við Arne Schiotz, sem þá var formaður Alþjóðanátt- úruverndarsjóðsins (WWF) í Dan- mörku. Það var klippt sundur til að passa tilgangi Magnúsar. Nið- urstaða Arne Shiotz um starfsað- ferðir Magnúsar var: „óheiðarleg btaðamennska“. Enn er hann við sama heygarðshornið. Fyrr á þessu á þessu ári greindu brasilísk dagblöð frá því að samtök í kjarnorkuiðnaði hafi skipulagt og stutt heimsókn kvik- myndagerðarmanns- ins þar í landi. Áður hefur Magnús veitt kjarnorkuiðnaðinum í Kanada, Japan og Suður-Kóreu þjónustu sína. Svo virðist sem þessir framleiðendur geislavirks úrgangs séu nú svo rökþrota að þau leiti ásjár Magnúsar Guðmunds- sonar og styrki kross- för hans gegn um- hverfisverndarsinn- um. í maí 1992 var kveðinn upp dómur yfir Magnúsi í Borgardómi Óslóar vegna meið- yrða í garð Greenpeace er fram komu í mynd hans Lífsbjörg í norð- urhöfum. Helstu niðurstöður dómsins voru að ásakanir Magnús- ar um að Greenpeace hafi staðið að hryðjuverkum, að Greenpeace hafi falsað myndefni og að samtök- Árni Finnsson in hafi stundað syik og pretti í starfi sínu voru dæmdar dauðar og ómerkar. Ennfrem- ur var Magnúsi gert að greiða 30 þúsund norskar krónur í skaðabætur til Green- peace í Noregi. Hann áfrýjaði dómnum, en því var hafnað. í aðfaraorðum dómsins segir meðal annars: „Um þessar mundir verða Gre- enpeace að teljast hafa mikil áhrif í umhverf- ismálum og því verða samtökin að sætta sig við að þau séu litin gagnrýnisaugum. Þó svo að það gefi tilefni til að fallast á að ræða megi allfijálslega um sam- tökin ganga ummælin í mynd Magnúsar, sem falla undir 247. grein hegningarlaganna, svo langt að við því verður að bregðast. Með ummælunum er vegið að Green- Kominn er tími til að ræða mengun sjávar af meiri alvöru en áður, að * mati Arna Finnssonar. m.a. mengun af völdum þrávirkra og geisla- virkra efna. peace með óréttmætum hætti. Að áliti dómsins er engin nauðsyn fyr- ir stefnda að taka svo sterkt til orða til að láta í Ijósi álit sitt á samtökunum. Ef slíkt orðbragð væri heimilað hefði það í för með sér að þjóðfélagsumræðan yrði lít- ilsverðari og grófari og er það engum í hag. Ekki er því unnt að firra stefnda ábyrgð varðandi þær ásakanir sem hann hefur borið fram.“ Þetta er hinn siðferðilegi dómur yfir þeirri rógtækni sem Magnús Guðmundsson beitti í Lífsbjörg í norðurhöfum. Málefnalegt framlag hans til umhverfismála er ekkert og til lítils fyrir Greenpeace að svara því sem frá honum kemur í smáatriðum. Nægir að benda á að nýjasta mynd hans er í anda hinna fyrri. „Sannleiksvitnin" gegn Gre- enpeaee eru annaðhvort óáreiðan- leg eða framburður þeirra rang- færður. Það samrýmist ekki hlutleysis- skyldu sjónvarpsins að sýna mynd- ir þar sem ráðist er á umhverfis- verndarsamtök á fölskum forsend- um án þess að eitthvað komi á móti því til jafnvægis. Ekki svo að skilja að ég telji að nú beri sjón- varpinu að sýna nokkrar halelúja- myndir um Greenpeace til að bæta upp allt skítkastið í myndum Magnúsar Guðmundssonar, sem sjónvarpið hefur sýnt. Það hlýtur hins vegar að vera skylda sjón- varpsins að vera vettvangur um- ræðu um verndun lífríkis sjávar á breiðum gi'undvelli og ekki bara þeirrar umræðu er lýtur að vernd- un eða veiði á hvölum og byggist á heift þeirra sem hatast við um- h verfi s verndarsamtök. Er ekki kominn tími til að ræða af meiri þunga og alvöru mengun sjávar af völdum þrávirkra og geislavirkra efna? Ber ekki nauð- syn til að ræða hvernig íslendingar standa sig í eyðingu á og stöðvun á notkun ósoneyðandi efna? Þarf ekki umræða um stjórnun fiskveiða einnig að byggjast á umhverfis- verndarsjónarmiðum? Er ekki kominn tími til að ræða með mál- efnalegum hætti það sem sameinar starf umhverfisverndarsamtaka og hagsmuni íslendinga? Ljóst má vera að takist okkur ekki að stöðva hnignun lífríkisins af völdum mengunar og annarra skaðlegra áhrifa verða hvalir hvorki veiddir né verndaðir þegar fram líða stundir. í því ljósi eru deilur um hvalveiðar smámunir. Höfundur er starfsmaður Greenpeace í Gautaborg. ATAKI FITUBRENNSLU 7 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakíló. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Einfaldar og árangurs- ríkar æfingar. HRESS Athugið!!! Námskeiðið hefst 9.janúar. Skráning og nánari upplýsingar í síma 65 22 12 LIKAMSRÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUNI 4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN /SÍMI 65 22 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.