Morgunblaðið - 03.01.1995, Síða 65

Morgunblaðið - 03.01.1995, Síða 65
þegar foreldrar koma, n við unglingana sínai ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 65 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR I mitmingunni er æskan æðislegnr tími !R |ÚNAR Júlíusson er einn af elstu og reyndustu poppurum á landinu. Hann var á árum áður bæði þekkt- ur sem fótboltakappi og tónlistar- maður, og eins og svo margir aðrir þurfti hann að velja á milli. Hann segir okk- ur frá því | hvernig það var 4 að vera unglingur í Keflavík. ® Ef við erum að tala um tímann | frá fermingu og fram að bílprófi þá er auðvelt fyrir mig að segja hvað ég var að gera, ég var í fót- bolta og í tónlist, það voru aðal- áhugamálin mín. Það má segja að íþróttirnar hafi komið fyrst, það er að segja fótboltinn, en svo var ég í þessu jöfnum höndum. Ég náði þeim árangri í fótboltanum að verða Islandsmeistari nokkrum sinnum, nieðal annars sem unglingur. Ég held að ég fari rétt með það þegar ég segi að fjórði flokkur ÍBK hafi verið fyrstu íslandsmeistararnir sem Keflvíkingar eignuðust í knatt- spyrnu. Við vorum saman í liðinu ég og Gunni Þórðar og vorum á toppnum þar saman. Þegar ég var um tvítugt þurfti ég að velja á milli þess að vera í fótboltanum eða í Hljómum og svo var ég að byggja y líka og ég gat hreinlega ekki verið STJÖRNU! R G s m-\ms ÍCAR í öllu. Ég varð að fóma einhveiju og það var boltinn sem fór, ég lagði skóna semsagt á hilluna mjög ung- ur, á þeim aldri þegar allir eru að byija. Ef ég hefði fengið einhver atvinnumannatilboð er aldrei að vita hvað hefði gerst, en ég fékk engin svo ég þurfti ekki að pæla í því. Ég var líka ágætur í skóla, í A- bekk allan tímann hjá Guðlaugu á Framnesi, svo ég hefði getað geng- ið menntaveginn líka hefði ég kosið það. Fyrsta uppákoman í músíkinni var þegar ég var 14-15 ára. Ég kom fram sem söngvari og söng Prest- ley lag, „That’s all rigth mama“. Mamma var nefnilega alltaf á móti því að ég færi í músík- ina, hún vildi að ég gengi menntaveginn. Hún var allan tímann á móti því og var alltaf Hugsar ekki um annað en körfubolta Nafn: Rannveig Krist- ín Randversdóttir. Heima: Njarðvík. Aldur: 14 ára. Skóli: Grunnskóli Njarðvíkur. Finnst þér að skól- inn geti verið betri en hann er? Ég veit það ekki, mér finnst hann góður eins og hann er, matarað- staðan í skólanum héma hefur skánað mikið, núna getum við keypt okkur samlokur og kleinuhringi í skól- anum. Hveiju vilt þú breyta í þjóðfélaginu? Atvinnuleysinu, losa okkur við það, sumir eru að missa allt sitt út af því. Er til unglingavandamál? Já, eitthvað. Drykkja, reykingar °g svoleiðis flokkast sjálfsagt undir unglingavandamál. Er til foreldravandamá Já, frar eins og þeir séu börn Hvernig er fyr- irmyndarungli ngur? Er hann ekki bara eins og foreldram- ’r vilja að hann sé, kemur heim á réttum tíma, reykir ekki drekkur ekki, læra heima og eru til fyrirmyndar. - Hvernig eru fyrirmyndarfor- eldrar? Hvað á ég að segja ... þeir sem eru ekki of góðir og ekki heldur of strangir og lilusta á börnin sín og taka mark á þeim. Það eru fyrirmyndarforeldrar og góðir vinir manns. Hvað vilt þú ráðleggja þeim sem umgangast unglinga? Hlusta á unglingana það getur komið margt gáfulegt upp úr þeim, unglingar eru ekki öðruvísi en annað fólk. Ekki dæma þá eftir útlitinu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Spila körfubolta. er það leiðin- sem þú gerir? heima. Hvað ætlar þú að verða þú verður stór? ekki búin að plana neitt, mig langar bara að halda áfram að spila körfu- bolta, það er það eina sem ég hugsa um. Það er númer eitt, tvö og þijú hjá mér. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Einhver fræg körfuboltastjarna eða poppstjarna. Hver er munurinn á hnífapör- um og stígvélum? Maður getur gengið í stígvélunum en ekki hnífapörunum. að tala um að það væri ekki of seint að fara að læra. Hún talaði um það allt til dauðadags að fyrst ég gæti lært þá ætti ég að gera það, en ég sé ekki eftir þvi að hafa valið tónlistina. Ég man bara eftir æskunni í ein- hveijum ljóma, maður hafi alltaf nóg að gera og hafði gaman af öllu og leiddist aldrei. Þetta var auðvitað löngu fyrir sjón- varp, þannig að maður þurfti að búa sér til ein- hveija viðveru, hafa eitt- hvað fyrir stafni sjálfur en ekki vera mataður. Kana- sjón- varp var komið, en það var ekki til sjónvarpstæki á mínu heimili, það voru ein- staka tónlistarþættir sem mig langaði að horfa á og ég fór til frænda rníns til að sjá þá. Það var æðislegt að vera ungl- ingur í Keflavík, maður byijaði strax að vinna tólf, þrettán ára til að fá peninga, mamma sá svo um að leggja fyrir, eins og sagt er. Bróðir mömmu átti Keflavík hf. frystihúsið og ég fékk vinnu hjá honum á sumrin og í jólafríinu, svo lék maður sér og var að byija að vera músíkant og æfði fótbolta, svo það var miklu meira en nóg að gera. Við vorum alltaf miklir vinir, ég, Gunni Þórðar og Karl Hermanns- son, vinskapurinn hófst í fótboltan- um og svo færðist áhuginn út í tónlistina. Við fórum eitthvað að fikta við músíkina og Gunnar fór í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og var í henni í eitt, tvö ár en svo ákvað hann að söðla um og stofna hljómsveit með jafnöldrum. Ég fór í bæinn og keypti mér bassa og þrem vikum síðar vorum við byijað- ir að spila. Þar með var ég kominn í bassaleikarahlutverkið og það var ekki aftur snúið. Hljómar urðu strax mjög vinsæl hljómsveit og mikið að gera, það má eiginlega segja að við höfum farið beint á toppinn. Ef unglingar ætla að drekka áfengi eiga þeir að gera það vel og hóflega, það er svo ljótt að sjá illa drukkið fólk, sama á hvaða aldri það er. Helst ekki að reykja og hafa húmorinn í lagi. Elska föður sinn og móður og þá verður lífið dásamlegt. mwtfki 7-vikna fyrir karimenn sem vilja komast í topp form ■ Tækjaþjálfun og tröppuþrek 3-5x í viku ■ Fitumælingar og viktun ■ Vinningar í hverri viku 3 heppnir og samviskusamir fá 3ja mán. kort í lokin. ■ Framhaldshópur Láttu skrá þig á þetta frábæra og árangursríka námskeið. Burt með aukakílóin fyrir fullt og allt! AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 c.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.