Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hús rýmt í fyrsta skipti vegna snjóflóðahættu Blönduósi. Morgunblaðið. FIMM manna fjölskylda sem býr við Heiðarbraut 14 á Blönduósi yfirgaf heimili sitt um kvöldmatarleytið í gær vegna snjóflóðahættu sam- kvæmt ákvörðun almannavama- nefndar A-Húnavatnssýslu. Gífurleg snjóhengja myndaðist fyrir ofan byggðina austan Blöndu, þar sem Heiðarbraut liggur. Börn voru að leik þama í allan gærdag °g þegar lögreglan kom á staðinn síðdegis var komin að minnsta kosti fjögurra metra breið sprunga og var svæðinu umsvifalaust lokað. Almannavamanefnd A-Húna- vatnssýslu kannaði aðstæður og að lokinni athugun og var ákveðið, að rýma efsta húsið við Heiðarbraut, sem er númer 14. Kristjáni Þorbjömssyni yfirlög- regluþjóni á Blönduósi sem fyrstur kom að bömunum að leik í brekk- unni leist ekki á blikuna. Þá var fjöldi bama djúpt niðri í spungunni og skriðu þau undir yfirborði snjóvar marga tugi metra, þar sem spmngan var hulin snjó. „Þau stungu upp koll- inum hingað og þangað og minntu helst á mýs þama í hengjunni," seg- ir Kristján. Að sögn Kristjáns er þetta í fyrsta skipti sem yfirgefa þarf hús á Blönduósi vegna snjóflóðahættu, sem sé til um marks um hversu gífurleg- ur snjór hafi fallið. . . Morgunblaðið/Kristinn SIMALINUR voru rauðglóandi í gærkvöldi þegar tekið var við fjárframlögum í söfnunina. Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra Páll Pétursson vann Stefán Guðmundsson Segir niðurstöðuna eins og eftir forskrift frá sér Gjald á inn- fiuttan bjór aflagt l.júlí FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent svarbréf við tilmælum Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) um að sér- stakt gjald á innfluttan bjór verði lagt niður. í bréfi ráðuneytisins, sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kynnti í ríkisstjóminni á mið- vikudag, kemur fram að gjaldið verði aflagt eigi sfðar en 1. júlí næstkomandi. í bréfinu til ESA ítrekar fjár- málaráðuneytið fyrri sjónarmið og skoðanir varðandi ástæður þess að aukagjald hefur verið lagt á inn- fluttan bjór. Áður hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að það sé til að vemda inhlenda framleiðslu. Fellur niður með samþykkt frumvarpa í bréfínu er bent á að frumvörp hafi verið lögð fram á Alþingi um áfengisskatt og afnám einkaréttar ríkisins á innflutningi áfengis. Verði þessi frumvörp samþykkt, falli gjaldið á innflutta bjórinn sjálfkrafa niður. Því miður hafí frumvörpin ekki náð fram að ganga áður en Alþingi tók sér vetrarfrí. PÁLL Pétursson alþingismaður stóð uppi sem sigurvegari í próf- kjöri Framsóknarflokksins á Norð- urlandi vestra sem fram fór um síðustu helgi en atkvæði voru talin í gærkvöldi. Fékk hann 1.513 at- kvæði í fyrsta sætið og skipar það við næstu alþingiskosningar. Stef- án Guðmundsson hlaut 1.173 at- kvæði í fyrsta sæti og 590 at- kvæði í annað sæti, 1.763 samtals í tvö efstu sætin. Elín Líndal hlaut 1.365 atkvæði og varð í þriðja sæti, Magnús B. Jónsson 1.366 í fjórða sæti, Her- dís Sæmundardóttir 1.545 í fímmta sæti, Sverrir Sveinsson 1.343 í sjötta sæti, Gunnar Bragi Sveinsson 1.355 í sjöunda sæti og Valur Gunnarsson 1.380 í áttunda sæti. Þorsteinn Ásgrímsson formaður kjömefndar sagði að þátttaka hefði verið mjög góð í prófkjörinu, alls tóku 2.853 þátt í því. Niður- stöður prófkjörsins eru bindandi fyrir fjögur efstu sætin. Góð útkoma fyrir báða „Niðurstaðan gerir okkur báða, mig og Stefán, að sigurvegurum í prófkjörinu. Stefán hefur fleiri atkvæði í fyrsta og annað sæti en ég í fyrsta sæti. Þetta er góð út- koma fyrir okkur báða. Niðurstað- an er eins og eftir forskrift frá mér. Ég vil þakka mínum stuðn- ingsmönnum afskaplega vel og ég fínn ekki að við aðra. Þetta mikil þátttaka og hlýtur að benda til þess að við fáum góða kosningu í vor,“ sagði Páll Pétursson. Ekki sáttur við framkvæmd „Niðurstaðan kemur mér svo sem ekkert á óvart miðað við þær leikreglur sem voru hafðar frammi. Ég hef alltaf sagt að ég var ekki sáttur við framkvæmd prófkjörsins," sagði Stefán Guð- mundsson. Hann kvaðst þurfa að hugsa sitt ráð varðandi framhaldið en átti frekar von á því að taka annað sæti á framboðslistanum. „Samhugnr í verki“ hafin 38 millj- ónirstrax SÖFNUNIN „Samhugur í verki" hófst í gær með ávarpi forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, en markmið söfnunarinnar er að milda áhrif atburðanna í Súðavík á líf og afkomu heimamanna. Hægt er að koma framlagi til skila með því að hringja í græna númerið 800-5050, eða með því að leggja beint inn á söfnunarreikning nr. 800 í Sparisjóði Súðavíkur. Safnast höfðu hátt í 38 milljónir í gærkvöldi. Að söfnuninni standa allir helstu fjölmiðlar landsins, auk Pósts og síma, ásamt Hjálparstofnun kirkj- unnar og Rauða krossi íslandg. Söfn- unin fer þannig fram, að símamið- stöð er opin í dag og næstu daga. Þar sjá rúmlega eitt hundrað sjálf- boðaliðar um að svara í símann og taka niður upplýsingar um framlög, sem hægt er að færa á greiðslu- kortareikning, eða greiða með heimsendum gíróseðli, sé þess óskað. Símamiðstöðin er opin frá kl. 9-22 í dag, föstudag, frá kl. 10-22 á morgun, laugardag, og á sunnu- daginn er miðstöðin einnig opin frá kl. 10-22. Símanúmerið er sem fyrr sagði 800-5050. Ekki er hægt að koma því við í söfnuninni að taka á móti öðru en peningum. Þá verður hvorki gengið í hús né hringt eftir framlögum á vegum söfnunarinnar. Söfnunarféð rennur óskipt til fjöl- skylduaðstoðar við Súðvíkinga. ■ Ávarp forseta íslands/9 ------»-♦ ♦—---- Sígilt FM sendir út allan sólar- hringinn ÚTVARPSSTÖÐIN Sígilt FM sendir nú út dagskrá allan sólarhringinn. Stöðin flytur sígilda tónlist af ymsu tagi, verk eftir klassíska meist- ara, óperur, söngleiki, djass og dæg- urlög frá fyrri áratugum. Dagskráin er fjármögnuð með auglýsingum. nSIgtttFM sendir út á tíðninni FM 94,3. Stöðin er deild í fjölmiðlafyrir- tækmu Myndbæ hf. Framkvæmda- stjon er Jóhann Briem en dagskrár- Stjóri rásarinnar er Guðmundur S. Knstjánsson. Múlafoss kom til ísafjarðar í gær eftir langa og erfiða siglingu Þótti gott að fá 12 vindstig ísafirði. Morgunblaðið MULAFOSS kom til hafnar á ísafirði undir kvöld í gærkvöldi eftir að hafa verið tæplega þrjá sólarhringa á siglingu i fárviðri milli Skagastrandar og ísafjarðar, með á fimmta tug manna um borð en ferðin tekur 10-12 tíma við veiyulegar að- stæður. Lengst af hélt skipið sjó á opnu hafi nokkrar sjómílur austur af Horni. „Það var for- áttuveður og okkur fannst það vera farið að lægja þegar Týr tilkynnti okkur í gærmorgun að það væru bara 12 vindstig hjá þeim,“ sagði Svanur Guð- bjartsson, stýrimaður á Múla- fossi, í samtali við Morgunblað- ið á ísafirði í gærkvöldi. „Þá vorum við farnir að hafa góða stjóm á hlutunum.“ Skipið lagði af stað frá Skagaströnd á mánudagskvöld með 32 björgunarmenn, þjúkr- unarfólk og lækni til aðstoðar á snjóflóðasvæðinu í Súðavík en hreppti fljótt versta veður og miðaði ekkert. Svanur sagði að aldrei hefði verið nein hætta um borð og skipið hefði farið vel með alla þá sem um borð vom. Hins vegar hefði veltingur verið mikill eins og við væri að búast vegna þess hve skipið er hátt en tvær hæðir af gámum vom á þjlfari þess. Ólafur F. Marínósson bryti á Múlafossi sagði að þótt mikið annríki hefði verið um borð vegna farþegafjöldans hefði allt gengið ótrúlega vel miðað við hinar erfiðu aðstæður. Ólafur sagði að fjölmargir björgunarmannanna hefðu Svanur Guðbjartsson verið vanir sjómenn og taldi hann að jafnvel hefði borið minna á sjóveiki en búast hefði mátt við miðað við veður og þrengsli um borð. Farþegarnir vom í fæði um borð enda þraut vistir þeirra fyótt og sagði Ólafur að far- þegarnir hefðu létt mikið undir með sér með matseld og þrifn- Ólafur F. Marínósson að. „Þetta voru fyrirmyndar- farþegar,“ sagði Ólafur F. Marínósson. Hann sagði að vel hefði gengið á vistir skipsins og mjólk hefði þrotið en skip- verjar hefðu þó enn nógan mat til siglingar til Reykjavíkur en þangað er áætlað að skipið komi í nótt. i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.