Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 31 KARL Þ. KRISTJÁNSSON + Karl Þorleifur Krisljánsson fæddist á Hjarðar- bóli í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu 29. ágúst 1907. Hann andaðist í Borgarspítalanum 13. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján Þorleifsson bóndi og hrepp- stjóri í Eyr- arhreppi, f. 1876, d. 1959, og Ragn- heiður Benedikts- dóttir, f. 1875, d. 1929. Synir þeirra hjóna, auk Karls, voru Oddur Hjaltalín, f. 1903, d. 1983, Benedikt, f. 1906, d. 1973, og Gunnar Kristinn, f. 1911, d. 1965. Árið 1942 kvæntist Karl Þorleifur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Svövu Lárusdótt- ur, f. 15.8.1911, dóttur Lárusar Stefánssonar bónda á Efri- Vaðli á Barðaströnd og Jónínu Valgerðar Engilbertsdóttur frá Melgraseyri við ísafjarðardjúp. Karl og Svava eign- uðust fjögur börn, son sem dó á sjötta degi eftir fæðingu og þijár dætur. Þær eru: Ragnheiður Kristín, gift Erni Arnasyni, Svala, gift Jóni Þórðar- syni, og Guðrún Hafdís, ógift. Barnabörnin eru sjö talsins og barna- barnabörnin fjögur. Karl og Svava bjuggu lengst af á Hrefnugötu 7 í Reykjavík, en nú síðast í Selja- hlíð. Karl útskrifaðist sem bú- fræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri 1932 og vann um skeið við landbúnaðarstörf uns hann fluttist til Reykjavíkur 1934. Hann réð sig til Reykja- víkurborgar 1943 og var verk- stjóri hjá gatnamálastjóra uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1977. Útför Karls fer fram frá Fossvogskirkju í dag. ÉG VAR kominn í náttfötin mín, lá í rimlarúminu með rósóttu hliðar- borðunum og hlustaði á móður mína segja mér sögu fyrir svefninn, þeg- ar bróðir hennar birtist í dyragætt- inni tók hana í fangið og hvíslaði einhveiju í eyra hennar. Hún brast í grát, gekk að rúminu mínu, tók mig í fangið og sagði mér að nú væri amma komin til Guðs. Síðan á ég í hugskoti mínu stað, þar sem ég geymi myndir af fólki sem ekki getur dáið meðan ég lifi. Þótt það hverfi til Guðs, þá get ég alltaf dregið fram myndirnar mínar og notið sögunnar sem þær geyma mér. Snemma á 8. áratugnum varð á vegi mínum glæsileg kona sem gagntók huga minn og tjaldaði ég til öllu því besta sem ég átti af viti og þroska, til að ná ástum hennar. Hún hreifst með og í kjölfarið hóf- ust_kynni mín af fjölskyldu hennar. Ég minnist enn eftirvæntingar- innar, þegar við ákváðum að nú væri kominn tími til formlegra kynninga og við gengum á fund foreldra hennar á Hrefnugötu 7. Móðir hennar, lágvaxin og fríð sýn- um, stóð skrefi framar bónda sín- um, sem gnæfði yfir hana í forstof- unni, grannur, með hærri mönnum, skarpleitur, fjallmyndarlegur með bros sem smitaði allt andlitið og gaf til kynna að þarna væri ég vel- kominn. En þétt handtakið, djúpur og karlmannlegur rómur raddarinn- ar og allt atlætið sagði mér líka strax að stúlkan sem færði mig til hans, væri ein af perlunum í lífi hans og honum stæði alls ekki á sama hver fengi að geyma hana. Þessi maður, Karl Kristjánsson, sem lést að morgni föstudagsins 13. janúar, hefur síðan með lífssýn og lífshlaupi sínu áunnið sér hæsta sess í hugskoti mínu og oft vakið með mér smæð mína og þroska- leysi, þegar við ræddum tilvist, fjöl- skyldu- og mannlíf okkar hér á jörðu. Stuttu fyrir andlát Karls, stóð ég við banabeð hans og hélt í hlýju höndina, sem hann svo oft áður hafði rétt mér. Snertingin fyllti vit mín angan sumarblóma og ég sá fyrir mér grös og blóm sem bylgjuð- ust undan golunni kring um Hjarð- arból, heimahagana hans vestur á Snæfellsnesi. Þangað barst ég með þessari fjölskyldu og hef á einhvern undarlegan hátt skotið þar djúpum rótum, ekki síst vegna þess að Kalli, eins og við nánustu kölluðum hann gjarnan, hafði einstaka hæfi- leika til að leiða mann inn í raun- veruleika fyrri tíma með sögum frá bernskuárum sínum. Minni hans var einstakt og það var eins og hugur- inn færi á flug með golunni, þegar hann sagði fram sögur sem oft voru svo kynngimagnaðar að manni stóð ekki á sama, þegar þessi lista- maður lýsti atburðum sem sagt var að átt hefðu sér stað í sveitinni eða hann hafði upplifað sjálfur. Hann hlýtur að hafa fengið gott atlæti í föðurhúsum, því engan þekki ég sem geymt hefur betur barnssálina í hjarta sér en hann. Hlýju og einlægni eins og geislaði frá Kalla til samferðamanna, hvort sem það voru nákomnir eða ekki, getur enginn skilað áfram nema hann hafi gott veganesti frá bemsku. Þegar ég kom fyrst að Hjarðarbóli skynjaði ég strax hvað það var sem mótað hafði þennan kjarnmikla mann. Tignarleg fjöllin, landslagið, veðráttan og hörð lífs- barátta á svona stað hljóta að setja ævarandi merki á sálu manns. í Karli tvinnaðist þetta allt saman. í bland við óendanlega lífsgleði og löngun til að njóta gleðistunda með fjölskyldu og vinum vakti alltaf aðgát á alvöru lífsins og gætni í umfjöllun um gjörðir samferða- manna. Það er ógleymanlegt okkur sem dvöldum með honum stundarkom að Hjarðarbóli á sumrum, þegar gamlir vinir hans úr sveitinni komu í heimsókn, stundum jafnvel ríð- andi, að sjá roskna menn faðmast og kyssast og bera á borð einlæg- ustu vináttu sem hugsast getur. Karl var trúaður maður og trú- rækinn. Mér fannst alltaf að lífs- stíll hans mótaðist mjög af fölskva- leysi og vissu um að þar væri hann á réttri braut, og hann skeitti engu um skoðanir annarra og efasemdir í þeim efnum. Efldist frekar í trú sinni á Guð og almættið eftir því sem reynsla og þroski óx með ámn- um. Allar hans kveðjur og gjörðir við ýmis tækifæri báru þess glöggt vitni. Dætram sínum og barnaböm- um, vinum og vandamönnum bað hann ávallt Guðs blessunar og handleiðslu, gjarnan með hending- um sem hann batt listilega í ljóð. Eiginkonu sinni þakkaði hann alla sína lífsgæfu og ástarsöguna um fundi þeirra norður á Siglufirði sagði hann af slíkri blíðu og virð- ingu að ekki get ég nokkurri ann- arri við jafnað. Perlurnar voru dæturnar sem fengu að lifa. Samverustundirnar sem ég fékk að taka þátt í, þar sem Kalli sat í húsbóndastóli við enda borðsins og lék á als oddi með glettnar sögur fyrir börn og barnabörn meðan snæddur var íslenskur hátíðarmat- ur, hef ég alltaf notað sem innlegg í reynslubankann, i'von um að geta skilað þessum þætti þjóðararfsins áfram til minna afkomenda á jafn þjóðlegan hátt sem mér fannst hann gera. Nú hefur röddin hans þagn- að, kveðjustundin runnin upp. Eftir MINNINGAR stöndum við með myndirnar okkar hvert fyrir sig. Fargið í brjóstinu er þungt og augun tárvot. Ég veit að hann er sáttur við sitt hlutskipti og ekkert nema birta og Guðs ríki getur blas- að við þeim Karli Kristjánssyni og Einari Skarphéðinssyni, frænda hans frá Hjarðarbóli, er þeir svo óvænt takast á hendur ferðina miklu nánast samtímis. Eiginkonu og fjölskyldu Einars sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Gamlan mann skal. ekki syrgja heldur sakna og minnast, sagði Karl við andlát eins vinar síns. Þessi orð skulum við fjölskylda hans hafa í huga nú, þegar við kveðjum heiðursmanninn Karl Kristjánsson og bið ég góðan Guð að styrkja Svövu, eiginkonu hans, og fjölskylduna alla. Minningamar um ástríkan og góðan mann geym- um við, meðan okkur endist líf. Jón Þórðarson. Elsku afi er dáinn. Það er sárt að þurfa að kveðja þann sem manni þykir vænt um. En allar dýrmætu minningarnar um góðar stundir sem við höfum átt saman munu hlýja mér um hjarta- ræturnar, við þann söknuð sem kemur þegar afí hefur nú loksins fengið hvíld eftir erfið veikindi. Afi var með myndarlegri mönnum sem ég hef séð, hávaxinn og alltaf teinréttur og spengilegur, og ekki spillti fyrir útlitinu þetta þykka hár sem orðið var snjóhvítt. Hann var algjört hörkutól til vinnu og þurfti alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Þær voru ófáar ferðimar með afa og ömmu vestur að Hjarðarbóli á Snæfellsnesi, sem reyndar eru æskustöðvar afa, og sagði hann allt- af að þar væri himnaríki á jörðu. Varla var ég farin að ganga þegar búið var að drösla mér upp á Kúlu, Klakk og erfiðasta fjallið, Eyrar- hyrnu. Það þurfti líka að fara í Oddann og niður í Ós. Allar þessar gönguferðir með afa upp um fjöll og firnindi voru á við lestur á stórum alfræðibókum. Afi þekkti hveija þúfu og hvem stein. Hjarðarbóls- lækurinn var það heilagasta af öllu og eftir að afi hætti að geta komið með okkur vestur settum við vatn úr læknum á flöskur og færðum honum þegar við komum í bæinn. Þetta vatn sagði hann vera allra meina bót. Áður en afi og amma fluttu í Seljahlíð bjuggu þau á Hrefnugöt- unni. Eftir að starfsþrekið fór að minnka og hann var látinn hætta að vinna sökum aldurs sneri hann sér að útivist. Það var mikið áfall fyrir afa að þurfa að hætta vinna. Hans uppáhalds útivistarstaðir hér í bænum vora Kjarvalstúnið og Öskjuhlíðin. Það erfiðasta fyrir hann í öllum þessum veikindum var að komast ekki út. Elsku amma, þinn missir er mik- ill. Þú missir ekki bara elskulegan eiginmann heldur líka traustan og góðan vin. Ég kveð þig að sinni, elsku afi, og veit að ég fæ góðar móttökur þegar við hittumst aftur. Blessuð sé minning þín. Hvert sem stefnir leið um láð lífs í öfugstreymi, ætíð Drottins ást og náð annist þig og geymi. (Ó. Jónasdóttir) Þín dótturdóttir, Erla. Það er föstudagur og það 13. janúar, úti er dimmt yfir, en það átti eftir að dimma meira yfir inni líka, síminn hringdi það var móðir okkar: „Pálmar minn, hann Kalli er dáinn.“ Það þyrmdi yfír mig. Hann Kalli frændi dáinn? Gat það verið? Einhvern veginn hafði fests í huga mínum frá barnæsku mynd af honum þessum stóra, stælta og hrausta manni sem alltaf var á göngu og var þá ekkert verið að neinu rölti, það var gengið stórum rösklegum skrefum og lifði hann eftir því heilsusamlegu lífí. En ég áttaði mig fljótt það hafði dregið svo mikið af honum sl. ár, en ég ekki viljað trúa því í hvað stefndi. Kalli frændi, eins og við bræðurn- ir kölluðum hann alltaf, var næst- yngstur þeirra bræðra og okkur bræðrum frá Granaskjóli 18 í Reykjavík er ofarlega í huga hvað okkur þótti alltaf gaman ef að ein- hver af þeim bræðrum og fjölskyld- um þeirra komu í heimsókn og eða við fórum í heimsókn til þeirra. Það var gott samband á milli fjölskyldn- anna og kom það m.a. best í ljós er faðir okkar lést langt um aldur fram 21. mars 1965, aðeins 53 ára gamall. Þá voru bræðurnir komnir ásamt konum sínum á heimili okkar strax. Þau veittu móður okkar alla þá hjálp og stuðning sem hægt var og okkur bræðrunum fjóram ekki síður. Þetta sama ár, 1965, útveg- aði Kalli frændi mér starf hjá Reykjavíkurborg við umferðar- og gatnamerkingadeild þar sem hann var verkstjóri í áratugi eða eins lengi og lög leyfðu að hann mætti starfa, því ekki varð hann að hætta vegna þess að heilsan leyfði ekki meir, svo hraustur var hann á sál og líkama í mörg ár þar á eftir. Á þessum árum var það ekki svo auðvelt að fá vinnu og þóttist mað- ur nú heldur maður með mönnum, strákgemlingurinn 15 ára gamall að komast í slíka vinnu, að sumar- Iagi fyrst, en allt árið að gagnfræða- prófi loknu 1967. Það er svo margt sem kemur upp í hugann frá þessum áram, því þótt þetta hafi verið erfið vinna að þá var hún einnig mjög skemmtileg. Og eins og hann sagði svo oft: „Nú vendum við okkar kvæði í kross, komið, allir mínir menn, að þá ventum við okkar kvæði heldur betur í kross árið 1968, og vorum við þá báðir bræðurnir komnir í vinnu undir stjórn Kalla og þetta árið var hægribreytingin í umferð- inni og þá var nú Kalli í essinu sínu það voru teknar upp nýjar aðferðir við gatnamerkinguna, danskurinn var mættur með nýjasta massann sem notaður er enn þann dag í dag. Og þá var nú unnið myrkranna á milli og veitti ekki af til að ná að gera allt klárt fyrir hægridaginn sjálfan. Nutum við bræður tveir þess þá eins og á áram áður að eiga Kalla að, þvi hjá honum lærðum við að vinna og komast til manns og þökkum við fyrir það í dag að hafa fengið að vera þeirrar gæfu aðnjót- andi. Það er af svo miklu meira að taka frá þessum árum og margar góðar minningar um þennan ljúfa og trausta frænda að hægt væri að skrifa margar blaðsíður þar um, en orðin sem hún eldri dóttir mín sagði er ég tilkynnti henni að hann Kalli frændi hennar væri dáinn segja það sem segja þarf: „Hann var alltaf svo góður og afalegur!" Ég get ekki kvatt hann frænda minn án þess að þakka honum fyrir þann styrk og þá væntumþykju sem hann sýndi mér vorið 1986 er mað- urinn með ljáinn knúði enn einu sinni dyra hjá mér hinn 5. apríl er ég ásamt konu minni og tæplega ársgamalli dóttur okkar lentum í hörmulegu flugslysi, þar sem þær létu lífíð en ég á einhvern undra- verðan hátt komst lífs af. Eftir langa legu á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans var ég fluttur á sjúkradeild og þá um leið og heimsóknir voru leyfð- ar var Kalli kominn til að skila kveðjum fjölskyldu sinnar og að sitja hjá mér og spjalla. Dag eftir dag taldi hann ekki eftir sér að koma til mín upp á spítala og ræða um lífið og tilveruna hér í þessum heimi og einnig um þá sem búnir vora að kveðja þennan heim. Oft hafði ég heyrt það og lesið að enginn skilji það nema sá er reynt hefur hvað það er að missa barnið sitt og komst ég best að því i þess- um samræðum okkar hvað mikill sannleikur var í því vegna þess að hann skildi svo vel hvernig mér leið, hann hafði jú reynsluna. Enda þótt vitanlega geti enginn sett sig ná- kvæmlega í spor annarra, gaf Kalli mér þarna aftur ómetanlegan styrk og reyndist mér mikil stoð og stytta á þessu erfiða tímabili í lífi mínu. Elsku frændi, þú komst víða í gegnum árin inn í líf okkar bræðr- anna og því munum við aldrei gleyma og með eftirfarandi sálma- versum kveðjum þig að sinni með söknuði þar til við hittumst á ný í ríki Guðs er þú ert nú kominn til þar sem við trúum að ekki þekkist þjáningar sé þrautir: • Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Elsku Svava, þinn missir er mik- ill, þið sem vorað svo samrýnd að alltaf töluðum við um Kalla og Svövu og í æsku stelpurnar á Hrefnugötunni, elsku Ragnheiður, Svala og Hafdís, tengdasynir og barnabörn, fyrir hönd fjölskyldu okkar færum við ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa ykkur og gefa styrk í ykkar miklu sorg. Pálmar Smári Gunnarsson, Kristján Ragnar Gunnarsson. Þegar fundum okkar Karls Krist- jánssonar bar fyrst saman fyrir tæpum aldarfjórðungi var ég á hött- unum eftir sumarvinnu, en Karl var verkstjóri hjá umferðarmerkingum Reykjavíkurborgar. Það er mér minnisstætt frá þessum fyrsta fundi okkar hvað mér fannst ég verða lágvaxinn við hliðina á þessum stóra og vörpulega manni, og það hvað handtakið var þétt og hlýtt. Þessum fyrsta fundi okkar Karls lauk þann- ig að ég fékk vinnuna og starfaði undir verkstjórn hans öll mennta- skólaárin. Á þessu tímabili tókst með okkur góð vinátta sem entist til loka án þess að þar bæri á skugga. Karl var farsæll í starfí, vinsæll af samstarfsmönnum og naut trausts og virðingar jafnt undir- sem yfirmanna. Hann var orðvar og hlýr, en fastur fyrir ef með þurfti. Hann kom mér ávallt fyrir sjónir sem gæfumaður, enda góðum mannkost- um búinn. Nægir þar að nefna frá- sagnargáfu hans og hagmælsku sem hans nánustu fengu að njóta í ríkum mæli við ýmis tækifæri. Mestrar hamingju tel ég Karl hafa notið á heimavelli, hjá Svövu sem var lífsföranautur hans og aðal gæfusmiður, dætram sínum og öðr- um ástvinum. Heimili þeirra hjóna á Hrefnugötunni var látlaust og smekklegt, og þangað var alltaf gott að koma. Oft vora tilefni heim- sókna fjölskylduboð, þar sem glaðst var yfír afmælum eða öðrum merkisviðburðum, en þau Karl og Svava lögðu mikla rækt við að sam- gleðjast börnum sínum hvenær sem tilefni gafst. Ég minnist þess ekki að hafa nokkum tíma séð heimtröð- ina að vetrarlagi öðru vísi en ný- mokaða og blettinn nýsleginn að sumarlagi, enda þau hjón bæði annáluð snyrtimenni. Á fyrstu búskaparáram Jóns bróður míns og Svölu Karlsdóttur, mágkonu minnar, þegar fjölskyld- urnar vora að kynnast og allir vora enn sæmilega frískir, varð þeim vel til vina Karli og Þórði föður mínum. Þeir vora nánast jafnaldrar, báðir úr sveit, aldir upp við lítil efni og mikla vinnu, það sem í dag yrði sennilega kallað vinnuþrælkun en þótti sjálfsagt á þeim tíma. Þeir voru kreppukarlar sem höfðu séð tímana tvenna og voru sammála um að við yngri mennirnir hefðum fátt séð og lítið reynt. Við heilsubrest og síðar eftir fráfall föður míns sýndu þau Karl og Svava móður minni hlýju og ræktarsemi meðan hún lifði sem ljúft er að þakka við þetta tækifæri. Um leið og ég og fjölskylda mín sendum Svövu og öðram ástvinum samúðarkveðjur kveð ég Karl með þakklæti, hlýhug og virðingu. Blessuð sé minning hans. Árni Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.