Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 39 BRIPS Umsjón: Arnór G. Ragna rsson Dagskrá Bridshátíðar ákveðin SKRÁNING er komin vel af stað í tvímenningi og sveitakeppni 14. Bridshátíðar BSI, BR og Flugleiða sem haldin verður á Hótel L oftleið- um dagana 10.-13. febrúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, tvímenningur með völdum keppendum föstu- dagskvöld og laugardag og opin Monrad sveitakeppni með 10 um- ferðum sunnudag og mánudag. Tvímenningskeppnin hefst kl. 19.00 á föstudagskvöld og kepp- endum er skylt að klæðast jakka- fötum með hálstau og kvenfólk í viðeigandi klæðnaði. Keppt verður um einhver sæti í tvímenningi Bridshátíðar í vetrar- mitchell BSÍ föstudagskvöldið 3. febrúar. Sveitakeppnin hefst kl. 13.00 á sunnudag og er spilað allan sunnu- daginn og sunnudagskvöldið með matarhléi og haldið áfram á mánu- dag kl. 13.00 og lýkur spila- mennsku um kl. 19.00. Keppendur eru beðnir umað vera snyrtilega klæddir í sveitakeppninni. Bridshá- tíð 1995 lýkur síðan með verð- launaafhendingu fyrir báðar keppnirnar kl. 20.00 á mánudags- kvöld. Gestalisti Bridshátíðar er tilbú- inn utan þess að ekki er vitað enn- þá hveijir verða 'með Zia Mahmood í sveit en hann kemur örugglega með lið. Breska yngri spilara sveitin er skipuð Jason og Justin Hackett, Tom Townsend og Jeffrey Aller- ton. Einnig kemur bandarísk sveit skipuð spilurunum Michael Ros- enberg & Debbie Zuckerburg og Fred Stewart & Steve Weinberg. Utan gestalistans kemur par frá Tyrklandi og sveit frá Færeyjum og einnig hafa borist þó nokkrar fyrirspumir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi. Skráð er á skrifstofu Bridssam- bands íslands í sima 587-9360 milli kl 13.00 og 17.00 og er skrán- ingarfrestur til mivikudagsins 1. febrúar nk. íslandsmótið í parasveitakeppni Helgina 28.-29. janúar nk. verður spilað í Þönglabakka 1, þriðja íslandsmótið í parasveita- keppni. Spiluð verður Monrad svei- takeppni með 16 spila leikjum alls 7 umferðir, fjórar á laugardag og þijár á sunnudag. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppnisgjald er 10.000 kr. á sveit og spilað er um gullstig í hveijum leik. Skráning er á skrifstofu Brids- sambands Islands frá kl. 13.00 til kl. 17.00 alla virka daga í síma 587-9360 og skráningarfrestur er til fimmtudagsins 26. jan. nk. Evrópumót í tvímenningi í Róm Dagana 21.-26. mars nk. verð- ur haldið Evrópumót í tvímenning í Róm. Spilað verður á hótel Erg- ife Palace sem er fjögurra stjörnu hótel. Þátttaka er öllum opin með því skilyrði sað Bridssamband við- komandi lands samþykki viðkom- andi pör og öll skráning fer fram gegn um Bridssamböndin. Skrán- ingarfrestur er til 10. febrúar nk. og allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 587-9360. Undankeppni íslandsmóts í sveitakeppni á Austurlandi lokið Forseti Bridssambands Austur- lands, ína Gísladóttir, hefir sent þættinum eftirfarandi pistil af bridslífi Austfirðinga. Helgina 13. og 14. janúar kepptu 12 sveitir Austfirðinga um rétt tii þátttöku í undanúrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni 1995. Keppnin fór fram í Vala- skjálf, Egilsstöðum, og keppnis- stjóri var Þorvaldur Hjarðar. Þess- ar sveitir urðu efstar: 1. Sveit Borgeyjar, Höfn, 214 stig, en fyrir hana spiluðu Ágúst Sigurðsson, Baldur Kristjánsson, Skeggi Ragn- arsson, Kjartan Ingvarsson og Hlynur Garðarsson. í öðru sæti var sveit Slökkvitækjaþjónustunnar, Eskifirði, einnig með 214 stig, en tapaði innbyrðis leik við Borgey 14/16, spilarar Þorbergur Hauks- son, Böðvar Þórisson, Guðmundur. Pálsson, Sveinn Heijólfsson og Þorsteinn Bergsson. í þriðja sæti var sveit Herðis í Fellabæ með 212 stig, spilarar Pálmi Kristmannson, Guttormur Kristmannsson, Ólafur Þ. Jóhannsson, Bernharð Bogason og Siguijón Stefánsson. í fjórða sætinu var sveit Landsbankans á Reyðarfirði með 189 stig, en fyrir hana spiluðu Kristján Kristjánsson, Ásgeir Metúsalemsson, Friðjón Vigfússon, Aðalsteinn Jónsson og Gísli Stefánsson. Fimmta sveitin, sem situr á varamannabekk, var sveit Loðnuvinnslunnar á Fá- skrúðsfirði með 173 stig. Bridssamband íslands hefur ákveðið að kjördæmakeppnin, báð- ar deildir, verði haldin á Austur- iandi en Bridssamband Austur- lands hafði óskað eftir því. Allar líkur eru á að keppnin verði haldin í Valaskjálf og er undirbúningur hafinn og hyggjast Austfirðingar standa vel að þeim málum sem í þeirra verkahring verða. Kjör- dæmakeppnin er mjög fjölmenn, 32 sveitir alls. Hún mun lífga uppá mannlífið hér eystra og verða austfirskum bridsurum lyftistöng. Keppnin fer fram 20. og 21. maí. Bridssamband Austurlands hef- ur falið Pálma Kristmannssyni, Egilsstöðum, að verða einvaldur við samsetningu liðs BSA í kjör- dæmakeppnina. Bridslífið mun næstu vikurnar verða stopult þar sem þorrablót- svertíðin er að byija en hún tekur allt að mánuð í sumum héruðum. Annars er mikið um heimsóknir og keppnir milli félaga á þessum árstíma og nokkrir ætla á Bridshá- tíð. Þá er aðalsveitakeppni víðast að fara í gang hjá félögunum. Umsjónarmaður þáttarins þakk- ar Inu kærkomna sendingu. Reykjavíkurmótinu að ljúka Átta liða úrslit í Reykjavíkur- mótinu fóru fram sl. miðvikudags- kvöld og urðu úrslit þessi: S. Árm. Magnúss. - Tryggingamiðst. 49-91 Roche - Jón Stefánsson 82-98 VÍB - Hjólbarðahöllin 163-81 Landsbréf - Kátir piltar 95-63 Undanúrslitin, 48 spila leikir, verða spiluð á laugardag _og hefst spilamennskan kl. 11. VIB spilar gegn Jóni Stefánssyni og Lands- bréf spila við Tryggingamiðstöð- ina. Úrslitaleikurinn verður svo á sunnudag. Spilaður verður 64 spila leikur. Spilamennskan hefst kl. 11 og er áætlað að keppni ljúki um kl. 20. Bridsdeild Barð- strendingafélagsins NÚ stendur yfir sveitakeppni með þátttöku 16 sveita. Eftir fjórar umferðir er röð efstu sveita eftirfarandi: Óskar Karlsson 86 HalldórB. Jónsson 84 Halldór Þorvaldsson 80 Þórarinn Árnason 73 Friðgerður Friðgeirsdóttir 72 Leifur Kr. Jóhannesson 69 Bridsfélag Hreyfils Eftir tvö kvöld í barómeter- keppni félagsins er staða efstu para þannig: Ragnar Björnsson - Daniel Halldórsson 786 Sigurður Steingrímsson - Óskar Sigurðsson 777 Brynjar Valdimarsson - RúnarGunnarsson 720 Guðjón Jónsson - Guðlaugur Sæmundsson 683 Sigfús Bjarnason - Birgir Sigurðsson 674 FRÉTTIR Fengu styrki úr Vísinda- sjóði Borgarspítalans Sjóðurinn hefur styrkt 100 einstakl- inga frá upphafi ÚTHLUTUN styrkja úr Vísinda- sjóði Borgarspítalans hefur farið fram og var úthlutað styrkjum sem voru samtals að upphæð 2.500.000 kr. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki nú: Ásbjörn Jónsson, læknir, 100 þús. kr. til doktorsverkefnis v/Há- skólann í Lundi: „Stafræn myndgr. . stoðkerfissj úkdóma. “ Brynjólfur Mogensen, forst.læknir, kr. 300 þús. til verk- efnanna: „Faraldsfr. sjúkl. sem hlutu mjaðmabrot frá 1965 til og með 1993“ og „dánarmein fjöl- áverkasjúkl. fýrsta sólarhringinn“. Eiríkur Jónsson, læknir, kr. 100 þús. „Krabbamein í blöðruháls- kirtli árin 1983 og 1993: Hefur sjúkdómsmynstrið breyst?“ Guðmundur Geirsson, læknir, kr. 75 þús. „Framskyggn ath. á þvagfæravandamálum og núver- andi þvagfæraeftirliti mænuskað- aðra sjúkl. sem útskrifast hafa hjá Grensásd. Borgarspítalans.“ Gunnar H. Gunnlaugsson, yfir- læknir, kr. 300 þús. „Til að rann- saka ósæðargúla, tíðni þeirra og afdrif sjúkl. á tímab. 1971-1994.“ Hannes Pétursson, forst.læknir, kr. 150 þús. „Kólesterólgildi og dánarorsakir.“ Isleifur Ólafsson, yfirlæknir, kr. 400 þús. „Algengi stökkbr. í storkuþætti V meðal ísl. sjúkl. með bláæðasega," til efnis- og tækja- kaupa. Jóhann Ragnarsson, læknir, kr. 300 þús. „Framhaldsst. vegna rannsóknar á áhrifum lakkríss á blóðþrýsting.“ Kalla Malmquist, yfirsjúkraþj. kr. 100 þús. „Könnun á hálsáverk- um hjá þeim sem slösuðust 1992.“ Kristinn Sigvaldason, læknir, kr. FRÁ úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Borgarspítalans. 150 þús. „Áhrif vöðvaslakandi lyfja á vöðvast. eftir svæfingar." Már Kristjánsson, læknir, kr. 200 þús. „Faraldsfr. spítalasýk- inga af völdum Clostridium diffic- ile.“ Magnús Páll Albertsson, yfir- læknir, kr. 50 þús. „Til könnunar á handarslysum á árunum 1985- 1992 með tilliti til eðlis áverka, tíðni, orsaka og afleiðinga.“ Steinn Jónsson, læknir, kr. 150 þús. „Rannsókn á kíniskum sér- kennum sjúkl. með sýkingar af völdum penicillin ónæmra pne- umococca." Viktor Sighvatsson, læknir, kr. 50 þús. „Rannsókn á tölvusneið- myndum með ólíkum aðf. til grein- ingar á meinvörpum í heila.“ Örn Thorstensen, læknir, kr. 75 þús. „Til að vinna að doktorsverk- efni við Karolinska sjúkrah. í Stokkhólmi." Vísindasjóður Borgarsjúkra- hússins var stofnaður 1963, til minningar um þá Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Fyrsta úthlutun fór fram 1974 á aldarafmæli Þórðar Sveinssonar eða fyrir nákvæmlega 20 árum. Á þessum tíma hafa alls 100 einstákl- ingar fengið úthlutað úr sjóðnum. Tekur við apótekinu Húsavík. Morgunblaðið. NÝLEGA urðu apótekara- fSjtmíe- ’ I lyfjafræðingur frá Upp- skipti á Húsavík og tók salaháskóla 1981 og réðst þá við Húsavíkur Apóteki ■U þá strax sem lyfjafræðing- Guðni Kristinsson, lyfja- ur v’^ Kópavogs Apótek fræðingur. En Vigfús og varð þar yfirlyQafræð- Guðmundsson, sem hefur Bf *•1 'nKur ánð 1985 þar til rekið Húsavíkur Apótek í Ju hann flyst nú til Húsavík- 10 ár, hefur nú tekið við — fH ur. rekstri Borgar Apóteks í | TB Guðni er kvæntur Dag- Reykjavík. |____j björtu Þyrí Þorvarðardótt- Guðni, sem er rúmlega Guðni ur> hjúkrunarfræðingi. fertugur, útskrifaðist sem Kristinsson Þau eiga 4 börn. Frönsk brauð og kökur NÝTT fyrirtæki, La Baguette, sem sérhæfir sig í frönsku brauði og kökum, hefur starfsemi sína í dag. La Baguette mun selja vörur frá fyrirtækinu Les Grands Moulins de Paris, stærsta fyrirtæki Frakklands á þessu sviði, en það flytur nú þeg- ar út til 27 ríkja. Fyrirtækið er með framleiðslustöðvar um allt Frakk- land og notar einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. í frétt frá La Baguette segir að fyrirtækið sé ánægt með að geta boðið íslendingum þessar einstæðu frönsku vörur. Þær séu seldar frosnar og einungis þurfi að stinga þeim nokkrar mínútur inn í ofn áður en þær séu tilbúnar til neyslu. Vörurnar eru ætlaðar jafnt til smásölu sem veitingasölu. Kynning verður haldin á vörum La Baguette í húsakynnum fyrir- tækisins við Lækjargötu 34c í Hafn- arfirði í dag klukkan 17-20 og á morgun, laugardag, milli klukkan 10 og 17. ----------------- ■ ÞORRABLÓTI sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík, sem halda átti laugardaginn 21. janúar nk., hefur verið frestað um óákveðinn tíma. I.O.O.F. 1 = 1761208’/! = Sp. I.O.O.F. 12 = 1761208'/! = 9.0 Lífefli - Gestalt Námskeið í stjórn og losun til- finninga. Tekist á við ótta og kvíða. Sjö miðvikudagskvöld. Frá Gudspeki- félaginu Ingótfsstraetl 22 Áskrtftarsími Ganglera er 989-62070 Föstudagur 20. janúar 1995: SótfratdiþjónuBta, Gunnars Gunnarss., sími 641803. í kvöld kl. 21.00 heldur Birgir Bjarnason erindi í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til kl. 17 með fræðslu og umræðum í umsjá Kristínar Kristinsdóttur. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bóka- þjónusta félagsins opin með mikið úrval andlegra bók- mennta. Starf félagsins er ókeypis og öllum opiö. Afmælishátíð Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldin í nýjum húsakynnum félagsins í Aðalstræti 4, 3. hæð, laugardag- inn 21. janúar nk. og hefst hún kl. 16.00. Verið öil hjartanlega velkomin. Ath. breyttan stað og tfma. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Vegna slyssins f Súðavfk verður fyrirhugaðri dagskrá á laugar- dagskvöld frestað um óákveð- inn tíma. Pýramídinn - andleg miðstöð Heilunarathöfn Fleilunarathöfn verður haldin í Pýramídanum, Dugguvogi 2, Reykjavík, laugardaginn 21. janú- ar ki. 14-16. Sr. Sigurður HaukurGuðjónsson opanar heilunarathöfnina. Allir þeir, sem um sárt eiga að þinda af einhverjum orsökum, eru velkomnir, öllum að kostnað- arlausu. Pýramídinn og Lífsskólinn, Dugguvogi 2, sími 588-1415.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.