Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 35
var ánægjulegur endurfundur
þriggja bræðra ásamt mökum,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabamabörnum.
Hólmi stóri var sjálfum sér líkur.
Hávaxinn og hárprúður karlmaður
með beint bak og öruggt fas. Úr
augum skein hlýja og vægt bros
lék um varir hans undir gránandi
yfirvaraskeggi.
Það sem vakti sérstaka gleði
með mér á ættarmótinu, fyrir utan
að sjá aftur allt frændfólk mitt, var
að endurupplifa þá hlýju sem ávallt
ríkti á milli þeirra hjóna, Margrétar
og Hólma. Það var einnig fögur
sjón að sjá bræðurna þijá sitja í
sátt og samlyndi og gleðjast hver
með öðrum nú eins og svo oft áð-
ur, það gerði mig stolta sem móður
að dóttir mín sem ber langömmu-
nafnið sitt, fékk að upplifa gleðina
yfir að vera í stórfjölskyldu, að
vera ein í hópi meðal sinna. Fyrir
mér hefur aðalsmerki þessarar fjöl-
skyldu alltaf verið samheldni og
gagnkvæm virðing: það sannaði sig
á ættarmótinu.
Það eru mörg árin síðan Egill
afi og Sigríður amma byggðu hús-
ið við Eiðsvallagötu 24 ásamt son-
um sínum þremur. Húsið sem síðar
varð fæðingarstaður og heimili
flestra okkar bræðrabarnanna um
lengri eða skemmri tíma. Á þremur
hæðum skiptu sér þtjár fjölskyldur
og deildu sorg og gleði jafnt hvers-
dags sem á hátíðisdögum. Það er
af því sem Hólmi frændi hefur ver-
ið hluti af lífi mínu allt frá fæð-
ingu. Hann var virkur í uppeldi
mínu með því að vera hluti af
reynsluheimi mínum.
í húsinu við Eiðsvallagötu hafði
hver og einn hlutverk. Sem elsti
sonur og bróðir bar Hólmi frændi
eitt stærsta hlutverkið í fjölskyld-
unni. Hlutverk sitt bar hann með
sóma. Karlmannleg reisn og öruggt
fas var honum sennilega í blóð
borið á sama hátt sem hæverskan
og yfírlætisleysið. Það sem mér
þótti vænst um í fari Hólma frænda
míns var hæfni hans til að leiða
hjá sér það sem miður fór hjá okk-
ur krökkunum og geta hans til að
hæla eða hrósa okkur þegar við
gerðum vel.
Það var ekki einungis hlutverk
sitt sem elsti sonur og bróðir sem
Hólmi frændi bar með sóma. Hann
bar einnig nafnið sem við frænd-
systkinin gáfum honum með virð-
ingu. Hólmi stóri var stór bæði í
hugsun og í verki. í hugsun var
Hólmi frændi gjöfull maður, hlýr í
viðmóti, hógvær og yfirlætislaus
um eigin hagi. í verki var hann
hugsuður, verkhygginn og iðjusam-
ur framkvæmdamaður allt fram á
síðasta dag.
Frá því að ég man eftir hafa þau
hjónin, Margrét og Hólmi, verið
eitt. Samband þeirra hjóna var
byggt á gangkvæmri virðingu og
hlýju. Allar götur frá því ég var
barn til þessa dags tóku þau á
móti mér og systur minni með opn-
um faðmi og hlöðnu borði af góð-
gæti úr eldhúsinu hennar Margrét-
ar sem Hólmi frændi elskaði að
bjóða með sér af.
Hólmi frændi hefur nú kvatt
þennan heim, en minning hans lifir
með okkur sem þekktum hann.
Elsku Margrét, Erla, Hugga,
Hólmi og Didda, ég og Sigríður
systir mín vottum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar okkar innilegustu
samúð á þessari sorgarstund.
Fanny frænka.
Fregnin um andlát föðurbróður
okkar Hólmsteins kom ekki svo
mjög á óvart. Eftir veikindi síðustu
ára gat brugðið til veggja vona.
Þegar hann veiktist alvarlega í
upphafí nýs árs og varð að gang-
ast undir erfiða aðgerð þá vissu
þeir sem til þekktu að tvísýnt var
um árangur og svo fór að þetta
mikla hraustmenni sem á árum
áður vílaði ekkert fyrir sér varð
að lúta í lægra haldi fyrir almætt-
inu og er farinn í þá ferð, sem fyr-
ir öllum liggur fyrr eða siðar. Við
vitum að atorkumaðurinn Hólmi
hefði illa sætt sig við það að vera
rúmliggjandi á stofnun eða heima
og þurft að vera upp á aðra kom-
inn. Það hefði ekki átt við hans
skaphöfn, þess vegna er auðveldara
að sætta sig við að hann fékk að
fara ferðina óhjákvæmilegu með
þeirri reisn, sem alla tíð einkenndi
hann. Vissan um að samhent og
hjálpfús börn hans myndu sjá um
móður sína, eiginkonu hans og lífs-
förunaut, hefur örugglega létt hon-
um róðurinn síðustu dægur í þessu
lífí. Enda eru afkomendurnir blíð-
lynt, ósérhlífið og hugulsamt fólk,
rétt eins og allra foreldra dreymir
um.
Hólmsteinn var svo gæfusamúr,
ungur maður að hitta á skipsfjöl á
leið til Ameríku unga konu, Mar-
gréti Sveinbjörnsdóttur, sem alla
tíð síðan hefur staðið sem klettur
við hlið hans. Þau sem voru að
ferðast til fyrirheitna landsins á
ólíkum forsendum, annað til að
fræðast um niðursuðu á vegum
KEA og hitt til að setjast að til
frambúðar í Ameríku. Örlögin
gripu óvænt inn í vegna þess að
Margréti var meinað um landvistar-
leyfi fyrir vestan. Þar misstu
Bandaríkjamenn af góðum borgara
og Akureyringum græddist að
sama skapi mikil kosta manneskja,
þar sem hún fer. Þessi sjóferð færði
þau saman og síðan hafa þau siglt
um lífsins ólgusjó án þess að steyta
á skeri né lenda í stærri brotsjóum
enda samhent í sókninni og tilbúin
að leita vars eða snúa í örugga
höfn áður en í óefni var komið.
Fyrst í stað bjuggu ungu hjónin
á Eiðsvallagötu 24 hjá foreldrum
Hólmsteins en byggðu síðan glæsi-
legt hús við Bjarmastíg á Akureri
þar sem þau ólu upp börnin fjögur,
Erlu, Hugrúnu, Hólmstein og Mar-
gréti. Óhætt er að fullyrða að
Bjarnastígur 5 var eitt glæsilegasta
einbýlishús sem reist var á Akur-
eyri á þessum tíma hafta og skorts
á nauðsynlegu byggingarefni.
Þetta kom þó ekki í veg fyrir að í
hveiju barnaherbergi var komið
fyrir inni í skáp vaski og spegli svo
ekki þyrfti að slást um bununa
fyrir svefninn, þegar þrífa þurfti
andlit og hendur samtímis hjá öll-
um hópnum. Enda var þrifnaður í
fyrirrúmi hjá hjónum og góðir siðir
ástríkra uppalenda. Þetta hús var
vandað að allri gerð og þar bjó
vandað fólk. Þar var gott að koma
og leika við börnin, þiggja veitingar
húsmóðurinnar og finna hlýjan
andann er þar ríkti innan veggja.
Hólmi var þó sjaldnast heima enda
umsvif hans mikil við stofnun fyrir-
tækisins sem hann byggði upp
nánst með berum höndum og af
eigin hyggjuviti. Hugljúft er þó að
minnast hinna fjölmörgu fjöl-
skylduboða þar sem ánægjan skein
úr hveijum hans skarpa andlits-
drættí er hann leit yfír barnahópinn
eða bauð upp á góðgæti sem sjald-
an sást annars.
Hið mikla starf sem hann vann
í sínu bæjarfélagi, verður seint
þakkað og aldrei metið að verðleik-
um. Hólmsteinn stofnaði á kreppu-
tímum fyrirtæki, Möl og sand, sem
hefur í gegnum árin borið dugnaði
hans og festu áþreifanleg merki,
orðið eitt öflugasta byggingafyrir-
tæki utan Reykjavíkur. Úrlausnir
hans á tæknivanda, þegar tól og
tæki nútímans vökvatjakkar, raf-
drif og tölvuvogir voru ekki einu
sinni draumur, báru hugviti hans.
gott vitni, þungavinnuvélar og
steyputæki margs konar er léttu
störfin hannaði hann og lét smíða.
Möl og sandur á Akureyri mun
njóta þess um ókomin ár að grunn-
urinn var vel byggður og uppistöð-
urnar traustar, stjórnað af skyn-
semi og öryggi, þar sem ekki var
tjaldað til einnar nætur heldur
reynt að sjá fyrir um framtíðina
og ákvarðanatökur ekki unnar í
flaustri. Þessi arfur er enn til stað-
ar í fyrirtækinu og mun skapa
mörgum bæjarbúanum störf um
ókomin ár.
Það var líklega ekki beinlínis
með blákaldan hag fyrirtækisins
fyrir bijósti sem hann réð til sin í
sumarvinnu unga bróðursyni sína
hvern af öðrum, heldur góð-
mennskan og frændræknin sem var
svo rík í honum. Þar hófu frænd-
urnir „unglingavinnuna", sín fyrstu
launuðu störf og á Einingartaxta,
þó efast mætti um réttmæti þess
að svo vel væri greitt fyrir. En
frændi sætti sig ekki við neitt droll
á mönnum. Það sem hann treysti
okkur til að gera urðum við að inna
af hendi samviskusamlega enda
ekki látnir í verk sem ofbuðu nein-
um okkar líkamlega, stælti frekar
og þroskaði. Hann kenndi okkur
að bera virðingu fyrir yfirboðara í
starfí og gerði okkur kleift að aura
fyrir veturinn. Hann var einnig
óragur að ráða til sín í vinnu menn
sem á einhvern hátt höfðu farið
út af sporinu í lífinu. Vildi gefa
þeim færi á að rétta sig við, ná
tökum á sjálfúm sér og leyfði þeim
að finna að þeir væru velkomnir
þrátt fyrir sín hliðarspor. Hann
sýndist oft htjúfur hið ytra en
hjartagæskan leyndi sér ekki hið
innra. Hann var ljúfmenni sem
barst ekki á í lífínu né gortaði af
eigin ágæti, lét verkin tala og vann
sitt starf hreinskiptinn og sam-
viskusamur alla tíð.
Umhyggja Hólma frænda fyrir
bræðrum sínum var einstök og
missir Jóhanns og Jóns föður okkar
er mikill. Þeir nutu hjálpar eldri
bróður sem ætíð var reiðubúinn að
leggja yngri bræðrum lið hvenær
sem þörf var á. Hafi hann þökk
fyrir umhyggjuna.
Við viljum votta Margréti, börn-
um, tengdabörnum og öllum að-
standendum okkar innilegustu
samúð. Megi guðs blessun umlykja
ykkur öll.
Gísli, Egill og fjölskyldur.
Elsku afi, allt í einu tekur þú
ekki lengur á móti okkur þegar við
komum í kaffi í Víðilundinn. Hver
á nú að baka allar kökurnar henn-
ar ömmu? Þú varst búinn að koma
þér svo vel fyrir innan heimilisins
með einkaleyfi á að fylgjast með
ofninum og geta svo sagt við okkur
að þú hafir „bakað allar kökurn-
ar“. Þú varst nú ekki maður margra
orða, en okkur fannst við alltaf
vita hvar við höfðum þig, því með
látbragði þínu og yfirlætislausum
áhuga sýndir þú okkur umhyggju
þína.
Við bræðurnir fórum snemma
að vinna á sumrum í því fyrirtæki
sem þú byggðir upp með þínum
eigin höndum, Möl og sandi hf.
Alltaf hafðir þú áhuga á því sem
við vorum að gera þar og án þess
að segja nokkuð þá urðum við fyr-
ir sterkum áhrifum frá þér. Vinnu-
þrek þitt, harka og óþol gagnvart
Íeti og vandræðagangi smitaði út
frá sér. Svona gott fordæmi er
veigamikið nesti fyrir unga menn
er þeir byija í sínu fyrsta starfi og
læra þar það verklag sem þeir
munu búa að alla ævi.
Þú varst aldrei maður fjöl-
mennisins en öll höfum við systkin-
in setið með þér í rólegu homi þar
sem þú varst óþreytandi við að
vekja áhuga okkar á einhveiju
gagnlegu. Þessir eiginleikar þínir
héldu áfram eftir að litlu langafa-
börnin komu til sögunnar.
Þetta gerðist allt svo hratt. Það
er ekki lengra síðan en í nóvember
þegar Sunna fer til Austuríkis að
vinna og allt lék í lyndi. Er hún
kom út frá því að kveðja þig og
ömmu leit hún yfir til ykkar þar
sem þú stóðst svo sællegur á stétt-
inni og sagði í eins manns hljóði:
„Ég held að við eigum fallegasta
afa í heimi!“ Við getum þakkað
guði fyrir að þú þurftir ekki að
ganga í gegnum þær þjáningar sem
þú hefðir talið verstar, en það hefði
verið að liggja langa sjúkralegu.
Þú barðist eins og hetja allt þar til
yfir lauk, aðferð sem þú hafðir svo
oft áður beitt í gegnum þitt harða
líf og yfirleitt haft betur. Guð blessi
þig og styrki elsku ömmu okkar í
sorginni.
Minning þín lifir.
Hólmar, Sunna og Eiríkur.
Fleiri minningargreiimr um
Hólmstein Egilsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
+
Ástkaer eiginkona min, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ANNA HJALTADÓTTIR,
Hamragerði 27,
Akureyri,
sem lést þann 13. janúar sl., verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Sverrir Valdimarsson,
Inga Þóra Sverrisdóttir, Gauti Friðbjörnsson,
Elien Sverrisdóttir, Antonio Mendes
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT TÓMASDÓTTIR,
Sólvallagötu 32,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju á morgun, laugardaginn
21. janúar, kl. 14.00.
Sigurður Þorsteinsson,
Valgerður Sigurðardóttir, Árni Júlfusson,
Jónas Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Þórleif Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarathöfn
STEINUNNAR LIUU BJARNADÓTTUR
CUMINE,
sem lést þann 27. desember og var
jarðsungin í Lundúnum 7. janúar, verð-
ur í Dómkirkjunni í dag, föstudaginn
20. janúar, kl. 15.00.
Douglas Cumine,
Bjarni G. Alfreðsson,
Kristinn H. Alfreðsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SMÁRI GUÐMUNDSSON
frá Hólum,
Rein, Ölfusi,
sem lést í Landspítalanum 13. janúar, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.30.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00.
Guðrún ída Stanleysdóttir,
Perla Hlif Smáradóttir, Guðjón R. Guðjónsson,
Sigrún Lilja Smáradóttir, Jón K. Guðmundsson,
Guðrún Birna Smáradóttir, Ragnar G. Ragnarsson,
Heiðar Stanley Smárason, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir,
Kristrún Ollý Smáradóttir, Hörður F. Bjarnason,
Guðmundur Birgir Smárason, Margrét H. Hallmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
GUÐMANNS HANNESSONAR,
Hlíðargerði 25,
Reykjavík.
Aðstandendur.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
JÓHANNESARGUNNARS
GÍSLASONAR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Hjálmar Þór Jóhannesson,
Erna Margrét Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Hjálmarsson
og barnabörn.