Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Evropuskæru- liðar sækja að John Major London. Reuter. TILLAGA til þingsályktunar frá Verkamannaflokknum, þar sem breska stjórnin er ávítuð fyrir samning þann sem gerður var í síð- asta mánuði um veiðar í írska hólf- inu, var naumlega felld á breska þinginu á miðvikudagskvöld. Ein- ungis munaði níu atkvæðum þar sem nokkrir þingmenn íhalds- flokksins greiddu atkvæði með til- lögunni. Evrópuandstæðingar innan Ihaldsflokksins hertu hins vegar sóknina gegn John Major forsætis- ráðherra í gær og kröfðust þess að hann tæki til athugunar tillögur þeirra í átta liðum um umbætur á Evrópusambandinu. „Evrópuskæruliðarnir" svoköll- uðu saka stjómina um að hafa misst tengslin við almenningsálitið og segja tillögur sínar vera uppbyggi- legt innlegg inní umræðuna fyrir ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári, þar sem skipulag sambandsins verður tekið til endurskoðunar. „Ef íhaldsmenn breyta ekki stefnu sinni í Evrópumálum verður stjómin ekki endurkjörinn í næstu kosningum," sagði Tony Marlow, einn leiðtoga skæmliðanna. Annar þingmaður, Teddy Taylor, sagði hvorki vera um kröfur né úrslitakosti að ræða. „Lýðræði okk- ar er i mikilli hættu og eitthvað verður að aðhafast vegna þess.“ Evrópuskæruliðarnir voru reknir úr þingflokki íhaldsmanna eftir að hafa greitt atkvæði gegn stjóm Majors er fjárlög ESB vora borin upp til atkvæða á síðasta ári. Major hefur hins vegar reynt að ná sáttum við þá að undanförnu og er þetta nýja útspil þeirra því nokkuð áfall fyrir hann. í yfirlýsingu frá „skæruliðunum" segir m.a. að eitt helsta markmiðið, sem Bretar eigi að reyna að ná fram á ríkjaráðstefnunni, sé að færa ákvarðanatöku aftur heim til hinna einstöku aðildarríkja að verulegu leyti. Jafnvel megi hugsa sér að Evrópusamstarfið eigi að snúast um fríverslun og vináttu einvörðungu. Dregið verði úr valdi Evrópudómstólsins Þeir vilja einnig að dregið verði úr valdsviði Evrópudómstólsins og að ESB hafi engin völd á sviði utan- ríkis- og vamarmála. Evrópuþingið kalla þeir „dýrt spaug“ og leggja til þess að nafni þess verði breytt í Evrópusamkund- una og að þar sitji menn tilnefndir af þjóðþingunum. Marlow sagðist telja að flestir þingmenn íhaldsflokksins væm hlynntir þessum tillögum þó að þeir þyrðu ekki að segja það opinber- lega. Annar þingmaður, John Wilkin- son, mótmæltu því að þeir væru kallaðir „skæruliðar", þar sem að þeir endurspegluðu að hans mati skoðanir meirihluta Breta. Reuter Delors kveður JACQUES Delors hélt í gær síðustu ræðu sína á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Hvatti hann eindregið til þess að þróuninni í átt til sambandsríkis yrði haldið áfram. „Sam- band þjóðríkja“ væri eina leiðin til að skilgreina hver ætti að gera hvað og hver bæri ábyrgð gagnvart hverjum. Havel vill sækja um ESB-aðild á árinu • VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, sagði á blaðamannafundi í Prag á miðvikudag að Tékkar myndu sennilega sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu und- ir lok þessa árs. Havel vísaði til þess að á næsta ári hæfist ríkja- ráðstefna ESB um skipulags- breytingar á stjórn sambandsins. „Svo virðist sem það væri gott að umsókn okkar lægi á borðum samningamanna á ráðstefnunni," sagði Havel. Hann lagði hins veg- ar enn meiri áherzlu á skjóta aðild Tékklands að NATO. „Að- ild væri öryggisakkeri fyrir land okkar,“ sagði Havel. „Slíkt akk- eri myndi hafa í för með sér til- finningu fyrir öryggi, stöðug- leika og friði, sem myndi skapa góð skilyrði fyrir undirbúning okkar að ESB-aðild.“ • ESKO Aho, forsætisráðherra Finnlands, sem er á leið i opin- bera heimsókn til Moskvu, mun gera Tsjernomyrdin forsætisráð- herra og ef til vill Jeltsín forseta grein fyrir sjónarmiðum Evrópu- sambandsins varðandi borgar- stríðið í Tsjetsjníu. Aho mun þó ekki hafa skriflega yfirlýsingu í farteskinu. • FRAKKAR, sem eru nú í for- sæti ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, hafa gefið út yfirlýs- ingu fyrir hönd sambandins um ástandið í Tsjetsjníu. Þar er hvatt til þess að bardögum verði hætt þegar í stað til þess að hægt verði að veita íbúum héraðsins þjálp og hefja samningaviðræður um lausn deilunnar. Evrópusam- bandið hvetur til friðsamlegrar lausnar, sem virðir friðhelgi landamæra Rússlands. ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir BJÖRGUNARBÁTURINN úr Ohio Star hífður á land í Vestmannaeyjum. Fundu björgunarbát af skipinu Ohio Star á reki SIGHVATUR Bjarnason VE sigldi á dögunum fram á björgunarbát sem tók út af bandaríska olíuskip- inu Ohio Star og dró hann til hafn- ar í Vestmannaeyjum. Bátsins varð vart um 3 sjómílur austur af Stórhöfða en hann hafði rekið langan veg; losnaði er skipið fékk á sig brot fjarri landhelgi íslands fyrir jól. Guðmundur Sveinbjörns- son skipstjóri á Sighvati segir að báturinn sé hálfgert rekald og því sé lítil eign í"honum. „Hann er illa farinn enda er engu líkara en keyrt hafi verið á hann.“ Guðmundur segir að sýslu- maðurinn í Vestmánnaeyjum sé, í Bátinn tók út af skipinu nokkru fyrir jól félagi við Siglingamálastofnun, að kanna hvort tryggingafélag bandaríska skipsins hafi hug á að endurheimta gripinn. „Það er spurning hvort þeir vilja borga okkur fyrir björgunina eða gefa okkur hann.“ Báturinn er sem stendur á bryggjunni í Vest- mannaeyjum. Kostaði níu milljónir Björgunarbáturinn - sem rúmar fimmtíu manns - er smíðaður hjá Hyundai-verksmiðjunum í Suður- Kóreu fyrir tveimur árum og kost- aði um níu milljónir króna. Að sögn Guðmundar er hann hin prýðileg- asta fleyta og vel tækjum búinn; nægir þar að nefna díselvél, talstöð og áttavita. Allt er þetta þó ónýtt eftir volkið en gat var á bátnum. Vel gekk að draga bátinn til hafnar og segir Guðmundur að tveir skipverjar á Sighvati hafi far- ið um borð og dvalið þar í góðu yfirlæti á leiðinni. Kolportið leggur sitt af mörkum í landssöfnunni vegna Súðavíkur og býður þeim félagasamtökum sem vilja notfæra sér markaðstorgið til fjáröflunar vegna þessa málstaðar ókeypis sölupláss aðra helgi, 28.-29. janúar. Við viljuin t.d. nefna kökubasara og sölu á kompudóti sein ákjósanlegar fjáröflunarleiðir, en inargt fleira keinur til greina. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Kolaportsins sem fyrst til að tryggja pláss. Sýningunni "Börnin og framtíðin" sem landsamtökin Heimili og skóli standa fyrir, hefur vegna atburðanna í Súðavík verið frestað í tvær vikur og verður haldin helgina 11.-12. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.