Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Viðhorf Súðvíkinga til iippbyggingar þorpsins Uppbygging á Eyrardal skilyrði fyrir búsetu ísafirði. Morgunblaðið. SIGRÍÐUR Krönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í Súðavík, segir að enginn þeirra Súðvíkinga sem vilja snúa aftur eftir snjóflóðin geti hugsað sér að byggt verði upp að nýju á því svæði sem varð snjóflóð- inu að bráð. Hluti fólksins vilji alls ekki snúa aftur en aðrir vilji fara heim með því skilyrði að upp- byggingin verði á svokölluðu Eyr- ardalssvæði, en þar sé talið full- víst að snjóflóðahætta geti ekki skapast. Sigríður sagði að sveitarfélagið hefði eignast land á svokölluðu Eyrardalssvæði, allt frá Eyrar- landsá og út fyrir Langeyri fyrir nokkrum árum og á því svæði væri m.a. kirkja og skóli bæjarins. Sigríður sagði að á þeim tíma sem byggð hefði risið á því svæði sem varð snjóflóðinu að bráð, og sveitarfélagið átti, hefði verið lög- býli á Eyrardal og því hefði ekki komið til álita að byggja þar fyrr en sveitarfélagið eignaðist landið fyrir nokkru. Ljóst væri að svæðið dygði sem landrými undir mun stærra byggðarlag en verið hefði á Súðavík. Það væri komið á aðal- skipulag en eftir væri að gera þar deiliskipulag. Sveitarstjóri með skrifstofu í stj órnsýsluhúsinu Sigríður sagðist að svo stöddu ekki geta sagt um hve stór hluti Súðvíkinga væri reiðubúinn að flytja til staðarins að nýju og hve margir þeir væru sem flytja vildu burt frá staðnum án tillits til þess hvar byggt yrði upp að nýju. Sigríður Hrönn hefur fengið aðstöðu fyrir skrifstofu Súðavíkur- hrepps í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Þar ræddi hún við Súðvík- inga í gær, hveija fjölskyldu fyrir sig, og kvaðst ætla að veita þeim þær upplýsingar sem hún hefði og kanna viðhorf þeirra og fram- tíðaráform og síðan vinna úr þeim upplýsingum. Forgangsmál væri að leysa þann mikla vanda sem menn stæðu frammi fyrir varðandi FRÉTTIR 400 30q hu7 SÚÐAVÍK R Ð U R húsnæðismál Súðvíkinga. íbúar Súðavíkur dvöldust enn allir í gær á ísafirði, margir á hóteli bæjarins en aðrir á heimilum ættingja og vina. Fólkið er alls- laust en Sigríður Hrönn sagði að þegar hefðu allir fengið ákveðna peningaupphæð til að geta keypt sér föt og aðrar nauðsynjar. Þá hafa Súðvíkingum borist ýmsar gjafir frá aðilum á ísafirði og Sig- ríður Hrönn hafði haft spurnir en ekki staðfestar upplýsingar um að fatnaður og e.t.v. annar varningur hefði verið væntanlegur með fyrstu vélum Flugleiða til ísafjarð- ar í gær og fleiri gjafir myndu væntanlega berast fljótlega víðs vegar af landinu. Miðstöð þessa hjálparstarfs er á 4. hæð Stjórnsýsluhússins þar sem Rauði kross íslands er með skrifstofu undir stjórn Hólmfríðar Gísladóttur. Morgunblaðið/RAX SIGRIÐUR Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri. Myndin var tekin þegar snjóflóð féll á þorpið í desember sl. Samband íslenskra sveitarfélaga Súðavíkur- hreppi heit- ið aðstoð STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga sendi hreppsnefnd Súðavíkur og öllum íbúum sveitar- félagsins innilegar samúðarkveðj- ur í gær, vegna hinna átakanlegu atburða sem orðið hafa þar. Samvinna allra „Samband íslenskra sveitarfé- laga mun nú þegar hefja undirbún- ing að samvinnu allra sveitarfé- laga í landinu um aðstoð þeirra við Súðavíkurhrepp í þeim miklum erfiðleikum sem hann stendur nú frammi fyrir,“ segir í bréfi sam- bandsins. „Umfang og skipulag aðstoðarinnar verður undirbúið í nánu ' samráði við hreppsnefnd Súðavíkurhrepps, og bjóðast und- irritaðir til að koma vestur til fund- ar við hreppsnefndina til frekari umfjöllunar um málið, eftir nánari ákvörðun hreppsnefndarmanna.“ ----♦ ♦ ♦---- Hjálparstöð fyr- ir Súðvíkinga í Reykjavík HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar opnaði í gær móttökustöð í safnað- arheimili Dómkirkjunnar, Lækjar- götu 14a, fyrir aðstandendur Súð- víkinga og Súðvíkinga í Reykjavík. Þar gefst þeim tækifæri til að hitt- ast og ræða við prest eða aðra þá, sem til hjálpar kunna að verða. Hjálparstöðin verður fyrst um sinn opin frá kl. 13 til kl. 18 alla daga vikunnar. Börnum frá Súðavík kennt á Isafirði Ahersla á að vinna úr sorginni HAFIN verður kennsla fyrir börn á leikskóla- og grunn- skólaaldri frá Súðavík í hús- mæðraskólanum á Isafirði á mánudag. Bergljót V. Jónsdótt- ir, skólastjóri grunnskólans á Súðavík, sagði að áhersla yrði lögð á að vinna úr sorginni. Hún sagði að framhald skóla- starfsins yrði að ráðast af að- stæðum. Bergljót sagði að foreldrar og nemendur myndu hittast á sal grunnskólans á ísafirði kl. 14 á sunnudag. Samverustund- in hæfist með helgistund. Á eftir yrðu áætlanir um skóla- hald kynntar. Hún sagði að skólinn hefði fengið tvær rúm- góðar skólastofur og íbúð á annarri hæð húsmæðraskólans á Isafirði til afnota. Aðstaða hefði fengist til sundkennslu, íþróttakennslu og annarra greina. Með því móti yrði hægt að halda uppi eðlilegu skóla- haldi. Hins vegar yrði í fyrstu Iögð áhersla á að vinna úr sorg- inni, m.a. í gegnum íþróttir, tónlist og samræður. Bóklegar greinar kæmu smám saman inn í kennsluna. Notið aðstoðar fag-fólks Bergljót sagði að 49 börn hefðu verið í grunnskólanum á Súðavík og hún hefði heyrt að 11 hefðu verið í leikskólanum. Nú hefði verið höggvið skarð í hópinn og hún væri ekki alveg viss um hversu mörg börn myndu sækja námið í húsmæð- raskólanum en þau yrðu að minnsta kosti 30 á leikskóla- , Morgunblaoið/Ingibjor BÖRN frá Súðavík leika sér í Stúdíói Dan á Isafirði síðdegis í gær. Þau hafa fengið ýmsar gjafir m.a. íþróttaföt. Byijað er að kenna þeim í húsmæðraskólanum. og grunnskólaaldri. Bergljót sagði að starfsfólk skólans myndi fyrst um sinn ly'óta aðstoðar Ingþórs Bjarna- sonar, skólasálfræðings, tveggja sálfræðinga til viðbótar og prests. Súðvíkingar koma saman í sjúkrahúsinu á ísafirði íkvöld kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.