Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 33 MINNINGAR ástvini Öldu í þessari miklu sorg og sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Öldu Magn- úsdóttur. Rannveig og Bjarni. Kveðja frá kórfélögum Í dag kveðjum við góða konu og traustan félaga, Öldu Magnúsdótt- ur. Það er stórt skarðið, sem Alda skilur eftir í hópi okkar söngfélag- anna. Hún hefur starfað með kórn- um frá stofnun hans og átti mikinn þátt í að efla hann og móta. Hún tók hlutverk sitt alvarlega og skil- aði því af vandvirkni og samvisku- semi. Öldu þótti vænt um kórinn sinn, sem sést best á því hve marg- ar ljósmyndir eru til af kórnum við hin ýmsu tækifæri, sem Gunnar eiginmaður hennar tók, og eru þær okkur sem dýrmætar minningar. Veikindum sínum tók hún af æðru- leysi og bjartsýn og ótrauð mætti hún á kóræfingar þó fársjúk væri, meðan kraftar entust. Við þökkum Öldu samleiðina og minningin um góða konu mun lifa. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. I (T. Guðm.) | Gunnari, sonum og öðrum að- standendum vottum við innilegustu samúð. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Seljur. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epikuros) Það var á björtum septemberdegi haustið 1962 að fjörutíu og tvær ungpíur víðsvegar að af landinu stefndu til Húsmæðraskólans að Varmalandi í Borgarfirði. Eflaust bærðust ýmsar tilfinningar í brjóst- um þeirra, tilhlökkun að takast á við námið, kvíðablandin eftirvænt- ing, hvernig myndi þessi hópur samlagast á komandi vetri í því til- tölulega einangraða samfélagi sem heimavistarskóli í sveit var. En sá kvíði reyndist ástæðulaus. Þetta var góður og glaðvær hópur sem fljót- lega sýndi að hann var sjálfum sér nógur bæði í starfí og leik. Eftir brottför frá Varmalandi kom fljótlega í ljós að margar yrðu á höfuðborgarsvæðinu næsta vetur bæði vegna búsetu og vinnu. Því var ákveðið að stofna saumaklúbb til að halda utan um hópinn sem svo vel hafði náð saman í skólanum. I þrjátíu ár höfum við haldið hóp- inn. Mismunandi margar hveiju sinni eftir aðstæðum hverrar og einnar en alltaf fastur kjarni. Kjarni sem alltaf er til staðar og sem skóla- systur okkar af landsbyggðinni geta alltaf gengið að. Það er því erfíð tilhugsun og óendanlega sár að nú hefur fýrsta skarðið verið höggvið í kjarnann, þegar við í dag kveðjum Öldu Magnúsdóttur sem lést hinn 13. þ.m. svo langt um aldur fram. Hún Alda okkar var þessi stað- fasta persóna sem tilheyrði innsta kjamanum. Henni var sérstaklega umhugað að halda hópnum saman og það var eitthvað sérstakt ef hún mætti ekki í saumaklúbb. Alda hafði einstaklega heilsteypta skap- gerð, það sást best á því hvernig hún tókst á við veikindi sín. Hún sýndi slíkan sálarstyrk og æðru- leysi að aðdáun vakti. Hún gaf okkur svo mikið sem við munum aldrei gleyma. Elsku Alda, að leiðarlokum vilj- um við af öllu hjarta þakka þér samverustundirnar gegnum árin. Við emm ríkari að hafa átt þig og vináttu þína. Gunnar, Emil og Þórir, við send- um ykkur og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að minningin um elsku- •ega konu sefi sorg ykkar. Saumaklúbburinn. STEINUNN LILJA BJARNADÓTTIR CUMINE + Steinunn Lilja Bjarnadóttir Cumine, söngkona og leikari, fæddist á Akranesi 15. febr- úar 1923. Hún lést í London á annan dag jóla, tæplega 72 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Bjarni Hallsteins- son, f. 4. 1. 1891 í Litlu-Fellsöxl í Borgarfirði, en kenndur við Skor- holt, drukknaði í Sandgerði 30. 1. 1925, mikill söngmaður og hermikráka, og Geirþrúður Kristjánsdóttir, f. 5. 4.1883, frá Haukabrekku við Ólafsvík. Systur Steinunnar voru tví- burasysturnar Kristbjörg, og Hallbjörg, f. 11. 4. 1915. Krist- björg er látin, en hún bjó í Englandi og var gift enskum manni, Cyril Hatton. Hallbjörg, sem er söngkona og leikari, er gift Fisher Nielsen lyfjafræð- ingi og skemmtikrafti. Þær systur áttu hálfbróður, sam- mæðra, Kristján Má Þorsteins- son. Hann er látinn. Steinunn varð snemma þekkt ÞAÐ VAR á miðri jólahátíðinni að það barst sú fregn til mín að hún amma í London væri dáin. Kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti, því ég var nýbúin að dvelja hjá henni síðastliðið haust. En allir deyja einhvern tíma, bara misjafn- lega fljótt. Það gustaði af henni ömmu hvar sem hún var, þessari kraftmiklu konu. Hún var jafn hlý eins og sól- in og jafn traust eins og kletturinn í sjónum. Ég átti ekki margar sam- verustundir með henni vegna bú- setu hennar í Englandi. Komst ég þó til hennar í vikudvöl íyrir tveim- ur árum og svo aftur núna í haust. Þessar heimsóknir voru ógleyman- legar og dýrmætar fyrir mig. Hún amma var ekki feimin að sýna þeim samúð sína sem henni þótti vænt um, var alltaf að faðma mig og svo Dagga sinn á eftir sem hún elskaði svo heitt. Þau voru svo sæt saman, svona pínulítil og orðin roskin. Hún fékk þá ósk uppfyllta að deyja á undan Dagga því hún sagði alltaf að hún gæti ekki lifað án hans. Amma sagði ætíð skoðun sína án þess að tala undir rós, kom beint að efninu og talsmátinn var ekki alltaf fágaður. Hún þoldi ekki snobb og annan flottræfilhátt hjá fólki og þessa upphefð kóngafólksins á Eng- landi. Hún vildi að fólk kæmi sér áfram á eigin verðleikum og dugn- aði og sýndi hvað .í því byggi og væri stolt af því. Sagði hún við mig eitt sinn: „Aslaug, ég æli þegar ég sé drottninguna." Amma talaði oft um að þessari og hinir væru smá klikkaðir, en það var ekki illa meint hjá henni. Að hennar áliti var alltaf hægt að finna eitthvað gott við alla þrátt fyrir að þeir væru smá klikk- aðir. Ospör var hún að segja mér hve henni þótti vænt um mig og strákana sína, en hún hafði mjög miklar áhyggur af því hvað við eyddum miklum peningum í ein- hvern óþarfa eins og Islendingum er einum lagið í London. Margir íslendingar dvöldu hjá henni um skemmri eða lengri tíma því hún leigði út herbergi í íbúðinni sinni um þónokkurt skeið, og hélt þetta fólk sambandi við hana alla tíð eftir dvölina hjá henni. Hafði hún yndi af að vera með þessu fólki og hjálpa því oft í ýmiss konar vandamálum og erfiðleikum sem gátu komið upp. Sáluhjálp Steinku kom sér oft vel þá. Henni þótti afar vænt um þetta fólk sem var í flest- um tilfellum svo ungt að hún gat verið móðir þess og var það á sinn hátt því hún lét ekkert afskipta- laust sem var innan hennar veggja fyrir söng og leik, kom fram ásamt Hallbjörgu systur sinni og lék í ýms- um revíum og leik- ritum. Hún stund- aði nám við Royal Academy of Dra- matic Arts í London árin 1946-50 og útskrifaðist þaðan með mjög góðum vitnisburði. Að námi loknu fluttist hún til Islands og giftist Alfreð Krist- inssyni. Þau skildu. Synir þeirra eru Bjarni Geir, f. 30. 5. 1951, kvæntur Herdísi Björnsdóttur, og eiga þau eitt barn auk þess sem Bjarni átti eitt barn fyrir, og Kristinn Halldór, f. 4. 3. 1958. Hann á fimm börn. Steinunn fluttist á ný til London árið 1967, þar sem hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Douglas Cumine, og bjuggu þau í Kensington. Minningarathöfn um Stein- unni verður í Dómkirkjunni í dag, en útför hennar fór fram frá Golden Greens Chappel í London 7. janúar. eins og mæðrum sæmir. Amma var ákaflega stolt af því að vera leikkona og greinilega hafði hún haft yndi af því að leika sér á árum áður og var hún ein af fýrstu leikkonum Þjóðleikhússins þegar það var opnað. En hún var einnig góð söngkona og var allvel þekkt fyrir það hér á landi en henni þótti ekki neitt merkilegt við það og tal- aði sjaldnast um það. Hún var ákaf- lega glæsileg ung kona, dökkhærð með sérstaka andlitsdrætti og sterkt bros. Það var alveg hægt að sjá hversu myndarleg hún hafði verið ung að árum þó ellin hefði færst yfír og hún orðin nær sjötíu og tveggja ára þegar hún kvaddi þennan heim. Megi minning ömmu minnar, Steinunnar Lilju Bjarna- dóttur Cumine, lifa bæði hér á ís- landi og í Englandi. Hvíli hún í friði. Guð blessi Dagga í sorg sinni og söknuði um trygga og góða konu. Samúðarkveðjur sendi ég pabba, Bjarna, Katý og fjölskyldum þeirra. Aslaug Rut Kristinsdóttir, Reykholti. Þeir sem mikið elska, verða aldr- ei gamlir, þeir deyja kannski úr elli en þeir deyja samt ungir. Þessi orð A.W. Pinero koma mér í hug þegar mér verður hugsað til vinkonu minnar Steinunnar Bjarnadóttur, Steinku Bjarna eða bara Steinu, sem er látin eftir skamma sjúkra- húslegu. Steina var landþekkt hér fyrr á árum sem leikkona og skemmti- kraftur og er hennar síðast að minn- ast sem Stínu stuð í ógleymanlegu lagi með Stuðmönnum. Ég var aldrei svo heppin að sjá Steinu leika á sviði, en margar voru stundirnar þar sem hún lék fyrir mig og Dagga eiginmann sinn í eldhúsinu á Stanwick Road, þar sem hún flutti sögur af skemmtilegum uppákomum á ferli sínum sem leik- kona hér á landi. Steina var nefni- lega bóhem, þótti gaman að segja frá, skemmta sér og öðrum og varla var haldin samkoma meðal Islend- inga í London að Steina væri ekki mætt, hrókur alls fagnaðar. Á stundum þótti hún kannski stela senunni einum of, en Steina var áberandi persónuleiki. Steina var „Mamma í London“ gagnvart mér og öðrum þeim náms- mönnum sem hún tók upp á sína arma, kom fram við okkur eins og börnin sín, átti það til að húð- skamma okkur ef henni þótti við eiga og hrósa og styðja við bakið á okkur ef svo bar undir. Mig átti Steina með húð og hári frá þeirri stundu er ég kom fyrst inn á heim- ili þeirra Dagga, þá að stíga mín fystu spor í leiklistarnámi og var svo heppin að fá að búa hjá þeim. Síðan stóðu dyr þeirra alltaf opnar fyrir mér og ekki var það tekið í mál að ég gisti annars staðar, ef ég var í London, jafnvel þó að hús- fýllir væri hjá þeim en gestakomur voru tíðar hjá þeim hjónum. Það sem ástríða okkar Steinu beggja var leikhúsið, sátum við oft heilu næturnar á kjaftatörn og ræddum um leiklistina og ekki var það verkefni sem ég gerði í skóla sem opið var áhorfendum að Steina og Daggi létu ekki sjá sig. Steina er nú að stíga sín fyrstu spor á nýju leiksviði, því er við tek- ur handan móðunnar miklu og ef- ast ég ekki um að þar verður henni vel tekið. Við sem eftir sitjum héma megin eigum eftir áð sakna hennar. Daggi, Diddi, Bjarni og fjöl- skylda, ég votta ykkur samúð mína. Minningarnar af Steinu geymi ég í hjarta mér. Guðjón Sigvaldason. Mig langar að skrifa nokkur orð um Steinunni Lilju Bjarnadóttur Cumine, þessa einstöku manneskju sem hún var. Það var fyrir nokkr- um árum að ég fór til Lundúna ásamt syni hennar Kristni Alfreð og gistum við hjá henni. Oft hafði ég heyrt talað um þessa sérstöku konu sem aðstoðaði og studdi fjöl- marga námsmenn og listamenn á ferðum þeirra í London, heimili þeirra hjóna var opið Islendingum alla tíð. Ég man þegar ég kom þangað í fyrsta skipti, þá var tekið á móti manni eins og höfðingi væri á ferð. Hún hlakkaði alltaf mikið til þegar Diddi og Bjarni kæmu í heimsókn til hennar, alltaf sérstakir réttir á borðum sem hún vissi að þeim þóttu góðir. Kjötsúpa að hætti mömmu í London, sem Bjami gat borðað alla dagana sem hann dvaldi hjá henni, og vottaði fyrir töluverðu stolti hjá gömlu konunni að matreiðslumeistarinn tók kjötsúpunni hennar framar öðrum veitingum í Englandinu. Nú síðastliðin ár hef ég búið hjá þeim hjónum í þó nokkur skipti og var alltaf tilhlökkun að hitta Steinunni og Dagga og verður því ferð okkar til London í næsta mánuði öðruvísi en áður þegar Steinunni vantar. Ég minnist þorrablóts íslend- ingafélagsins í fyrra þar sem Stein- unn fór á kostum með gömlum félögum í Stuðmönnum, en þar sló hún í gegn að venju, frísk, ótrúlega kraftmikil og létt á sér. Það gustaði oft hressilega í kringum Steinunni en hún var kona sem sagði sína meiningu og var ekki að skafa utan af því, þeg- ar hún ræddi um menn og mál- efni. Þótti mörgum oft nóg um, en svona manneskja var hún og ég mun alltaf meta þennan þátt í fari hennar. Allt frá því að ég kom fyrst inn á heimili þeirra sæmdarhjóna í Stanwick var mér vel tekið og eign- aðist ég í þeim góða vini. í minn- ingunni kemur margt upp i hug- ann, fjörugar samræður í eldhús- inu í Stanwick og ógleymanleg leikhúsferð með Steinunni sem endaði á veitingahúsi þar sem kom- ið var fram við hana sem drottn- ingu, enda stórglæsileg til fara og höfðingleg á velli. í lokin vil ég þakka henni fyrir þau forréttindi að fá að kynnast henni og umgangast þessi ár og Dagga sem ég á vonandi eftir að heyra fleiri fróðleiksmola frá um lífíð og tilveruna, enda með af- brigðum fróður og skemmtilegur maður. Elsku Daggi, Bjami og Diddi minn, Guð blessi ykkur og fjöl- skyldur ykkar og megi góður Guð geyma minningu okkar um stór- kostlega persónu sem Steinunn hafði að geyma. Blessuð sé minn- ing hennar. Ólafur H. Ólafsson og fjölskylda. MARGRET JOHANNSDÓTTIR + Margrét var fædd á Hólabrekku Mýr- um, Austur-Skafta- fellssýslu 5. janúar 1945. Iiún andaðist á heimili sínu hinn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ásta Bjarnadóttir, sem býr á Skagaströnd, og Þórhallur Henriksson, d. 7. feb. 1964 (stjúp- faðir). Margrét var elst sinna systkina. Þau eru Bjarni, sem býr á Kiljuholti Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu; Súsanna, í sam- búð með Rúnari Jósefssyni á Skagaströnd og eiga þau þrjár dætur; Sigríður Friðrika, gift Eini Ingólfssyni í Vestmannaeyj- um og eiga þau fimm böm; og Ásta Þórhalla, býr á Skaga- strönd og á einn son. Fjögurra ára gömul fluttist Margrét með móður sinni til Hafnar í Horna- firði. Eftirlifandi eiginmaður Margrétar er Sigfús Benedikts- son frá Egilsstöðum, f. 20. nóvember 1942, sonur hjónanna Benedikts Sigfús- sonar og Helgu Bjarnadóttur. Börn þeirra Mar- grétar og Sigfús- ar eru: 1) Bene- dikt Helgi, giftur Ólöfu Kristjönu Gunnarsdóttur, Tjörn Mýrum, og eiga þau fjögur börn. 2) Guðbjörg Jónína, gift Jóni Gunnsteinssyni á Hornafirði og eiga þau tvö börn. 3) Ásta Margrét, gift Oddi Sveinssyni á Hornafirði og eiga þau tvo drengi. Áður hafði Mar- grét eignast son, Ásþór, giftur Elínu Helgadóttur og eiga þau fjögur börn. Heimili þeirra Margrétar og Sigfúsar var lengst af Norðurbraut 4 á Höfn í Hornafirði. Útför Margrétar fór fram frá Hafnarkirkju í gær. Þannig hafa vetrar völd váleg heimtað öll sín gjöld. Hljótt er gengið, harmur sár hjörtun nístir, falla tár. Mig langar með þessum litlu orðum, minnast minnar ástkæru systur, Margrétar. Undarleg er leiðin okkar frá vöggu til grafar. Minningarnar hrannast upp í hug- ann. Gleðistundirnar okkar saman, þeim gleymi ég aldrei. Mikið var hún sterk í sínum veikindum þegar við hittumst í sumar, alltaf stutt í hláturinn. En þessi óhugnanlegi sjúkdómur bar hana að lokum of- urliði. Elsku Margrét mín, þú ert gengin götuna heim til annarra heimkynna. Megi algóður Guð veita Fúsa mági mínum, Ása, Benna, Guggu, Astu, móður minni og öðrum aðstandendum huggun og styrk í þeirra mikla harmi. Ég skil þetta eftir í nafni Jesú Krists. Sigríður Friðrika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.