Morgunblaðið - 20.01.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 21
LISTIR
Sýnishorn
af lettnesk-
um skáld-
skap í
Norræna
húsinu
HRAFN Harðarson bókasafns-
fræðingur mun kynna sýnishom
af lettneskum skáldskap sunnu-
daginn 22. janúar kl. 16 í Nor-
ræna húsinu.
Sagt verður frá lettneskum
dænum og lesin nokkur sýnis-
hom, en dænur eru lettneskar
þjóðvísur, sem lýsa mannlífinu
frá vöggu til grafar.
Þá verða lesnar þýðingar á
ljóðum lettneskra skálda og sagt
frá þeim, m.a. Vizma Belsevica,
Knuts Skujenics, Alexander
Caks og fleirum. Einnig ljóð
eftir Líflendinginn Valts Ern-
streis, sem yrkir á líflensku. En
Líflendingar em 300 manna
smáþjóð í Lettlandi.
Norræni kórinn mun syngja
nokkur lettnesk þjóðlög.
Að lokum verður sýnd heim-
ildamyndin „Lífiska veislan".
Myndin er 15 mín. að lengd og
er með enskum texta.
Allir eru velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
Gallerí
Sævars Karls
Lágmyndir
o g málverk
KRISTINN
Már Pálmason
opnar sína
fyrstu einka-
sýningu i Gall-
eríi Sævars
Karls í dag,
föstudag, kl.
16.
Kristinn
Már er fæddur
1967 í Kefla-
vík. Hann út-
skrifaðist frá málunardeild
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á liðnu vori.
Hann tók þátt í samsýning-
unni „Karlímyndin" í Gerðu-
bergi, í febrúar 1994. Verkin á
sýningunni eru lágmyndir/mál-
verk gerð úr steypu, blönduðu
rými, litum, draumum o.fl.
Verkin eru unnin á síðari helm-
ingi liðins árs.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma til 2. febrúar.
Mjallhvít og
dvergarnir sjö
LEIKFÉLAG Mosfellssveitar
sýnir fjölskylduleikritið Mjall-
hvíti og dvergana sjö í nýrri leik-
gerð Guðrúnar Þ. Stephensen,
laugardaginn 21. og sunnudag-
inn 22. janúar kl. 15 í Bæjarleik-
húsinu í Mosfellsbæ.
Leikstjóri er Guðrún Þ. Steph-
ensen, Jens Hansson samdi tón-
listina, Jón Sævar Baldvinsson
gerði leikmynd, Auður Ragnars-
dóttir og Svafa Harðardóttir
hönnuðu búninga og Alfreð
Sturla Böðvarsson lýsti sýning-
una.
Með hlutverk Mjallhvítar fer
Dagbjört Eiríksson, Gunnhildur
Sigurðardóttir fer með hlutverk
drottningarinnar, en alls taka
24 ieikarar þátt í sýningunni.
Samhiiða hefur verið gefin
út hljóðsnælda með lögum og
textum úr sýningunni.
EITT verka Einars
Garibalda.
Síðasta sýn-
ingarhelgi á
„Flekum“
NÚ UM helgina lýkur mál-
verkasýningu Einars Garibalda
Eiríkssonar, „Flekar“, í Lista-
safni Kópavogs - Gerðarsafni.
A sýningunni eru átta stórir
„flekar“ auk fjölda smámynda
sem unnin voru á síðastliðnu
ári. Yfirskrift sýningarinnar vís-
ar bæði til stærðar verkanna,
auk ákveðinnar tegundar björg-
unar- og farartækja.
Titlar verkanna mynda síðan
ákveðna heild er lýsa ágætlega
inntaki sýningarinnar; þeir eru
Bygging, Nokkrar súlur,
Spegilmynd, Sáðmaðurinn,
Nekt gengur niður stiga,
Kross+orð, Kjarni málsins, þú
ert hér.
Safnið og kaffistofan eru
opin frá kl. 12-18 alla daga
nema mánudaga og aðgangur
er ókeypis.
Opið hús
í Lista-
skólanum
HELGINA 20.-21. janúar frá
kl. 14-18 verður opið hús í
Listaskólanum við Hamarinn,
Strandgötu 50, nýstofnuðum
myndlistarskóla í Hafnarfirði.
Sýning verður á verkum nem-
enda og kennara. Einnig gefst
fólki kostur á að skoða salar-
kynni skólans og fá nánari upp-
lýsingar hjá kennurum skólans
um námskeið þau sem í boði eru.
Innritun í skólann stendur
yfír til 25. janúar frá kl. 16-19.
Sýningu
Davíðs að
ljúka á Sóloni
UÓSMYNDASÝNINGU Dav-
íðs Þorsteinssonar í Galleríi Sól-
oni íslandus lýkur næstkomandi
þriðjudag, 24. janúar. Á sýning-
unni eru mannlífsmyndir teknar
á götum Reykjavíkurborgar.
„Lad isbjorn-
ene danse“
í Norræna
húsinu
DANSKA kvikmyndin „Lad
isbjornene danse“ verður sýnd
í Norræna húsinu sunnudaginn
22. janúar kl. 14.
í kynningu segir: „Hvað ger-
ir maður þegar maður er 12 ára
og mamma heldur upp á ára-
mótin með nýja kærastanum á
meðan pabbi, sem maður vill
mikið frekar vera með, er úti í
kuldanum. Eða þegar kennarinn
rekur mann út úr tíma fyrir
ekki neitt? Þá tekur maður til
sinna ráða. Þetta er kvikmynd
sem sér lífið á broslegan hátt
og leyfir okkur að líta á lífíð
bjartari augum. „Lad isbjarnene
danse“ er frá árinu 1989 og er
byggð á sögu eftir Ulf Stark.
Myndin er 90 mín. að lengd.
Allir eru velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
NOATUN
Gerið bóndanum
glaðan dag með
ÞORRAMAT!
Pr.kg.
., Sviö
°hreinsuð
199.
Gulrófur
29;
Ljúffengur Þorramatur
Pizzur 600gr.
279.-
^gils
Pilsner 1/2 Itr.
57.-
ICEFOOÐ
ÍSLENSK
MATVÆLI
Lundabaggar
• Hrútspungar
• Bringukollar
• Magáll
• Vestfirskur
gæðahákarl
• Nýtt slátur
Blóðmör
Lifrapylsa
• Marineruð síld
• Kryddsíld
• Reykt síld
• Graflax
• Reyktur lax
• Taðreyktur
silungur
• Harðfiskur
í úrvali
• Rófustappa
• Kartöflusalat
• Flatkökur
• Rúgbrauð
• Ný sviðasulta
• Súr sviðasulta
• Súr sundmagi
• Pressað og súrsað
heilafiski
• Soðíð hangikjöt
• Sviðakjammar
• Smjör
• Kartöflumús
• Hverabrauð
Gómsætur þorrabakki
fyrir 2 Tilbúinn á boröið.
Þorrasíldin vinsæla
bætt með Grand Mariner
eða ísl. brennivíni.
bakkinn
Kynnum
þorramat og hákarl
335.
pr.krukka
Karrýsíld
Hvítlaukssíld
Sinnepssíld
AÐEINS
M pr.krukka
1492«"-'
Konfektsíld
Portvínssíld
AÐEINS
1 A pr.krukka
149«orai
Lambaframpartar
niðursagaöir
Lamba Folalda
saltkjöt saltkjöt
397:" 348
399
pr.kg.
pr.kg.
Frá Húsavík
frábæra
hangikjötiö
NOATUN
NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456,
HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2062,
ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511,
KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.
/