Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 15 FRÉTTIR Veðrið setti strik í reikninginn á BSÍ Aætlanir á lengri leiðum úr skorðum „AÆTLANIR á lengri leiðum hafa allar farið úr skorðum undanfarna daga, en eru að komast í samt lag smám saman,“ sagði Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri BSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði að eins og við væri að búast hefðu ferðir rútubíla frá Reykjavík á Vesturland og Norðurland fallið niður. „Ferðir til Akureyrar lögðust af, að ég nefni ekki Hólmavík, þar sem fannfergi var gríðarlegt," sagði Gunnar. „Við sendum Akureyrarrútuna af stað á miðvikudagsmorgun, en hún sneri við í Kollafirði. Bílar frá okkur kom- ust til Akureyrar í dag [fimmtudag] og við vonum að leiðin til Hólmavík- ur opnist fyrir helgina.“ Gunnar sagði að allar ferðir um Snæfellsnes hefðu lagst af á mið- vikudag. Bílar hefðu hins vegar farið þangað í gær og ferð þeirra gengið sæmilega. „Ferðir í Dalina, í Króksfjarðarnes og Búðardal, féllu niður á þriðjudag og miðvikudag. Nú á fimmtudagsmorgun fór bíll af stað, en fer ekki lengra en í Búðardal, þar sem ófært er að Króksfjarðarnesi." Óveður hamlaði einnig styttri ferðum og nefndi Gunnar sem dæmi, að ferðir í Borgarnes hefðu fallið niður og aðeins náðst að fara eina ferð af fimm þangað. „Hins vegar hefur allt verið með eðlilegum hætti á Suðurnesjum og austur fyr- ir fjall, utan hvað síðasta ferð á Selfoss á miðvikudagskvöld féll nið- ur vegna ofsaveðurs." Vegir að opnast á nýjan leik FÆRT VAR að nýju frá Reykjavík norður í land í gær, um Snæfells- nes og Dali og um flestar heiðar á Austfjörðum. Á Suðurlandi voru vegir einnig opnir, samkvæmt upp- lýsingum Vegagerðar ríkisins. Þótt fært væri norður í land eft- ir hádegi voru vegir aðeins einbreið- ir, enda átti eftir að ljúka mokstri. Fært var um Snæfellsnesið og heið-- ar þar og um heydal vestur í Dali. Brattabrekka var hins vegar ófær. Þá var vegurinn um Svínadal og fyrir Gilsfjörð ófær. Fært var til Siglufjarðar, Möðru- dals- og Mývatnsöræfi voru einnig fær og Vopnafjarðarheiði. Heiðar á Austfjörðum voru færar, nema Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystri. Fært var með ströndinni á Aust- fjörðum og allt til Reykjavíkur og þokkaleg færð í sveitum Árness og Rangárvalla. Mokstur hafinn á Vestfjörðum Færð í gær var víðast hvar eins og búast má við á þessum árstíma, en Vestfirðir skáru sig enn úr. Þar var hafinn mokstur norður Strand- ir, til Hólmavíkur og mokað á sunn- anverðum Vestfjörðum. Fært var frá Bijánslæk til Patreksfjarðar og Bíldudals og milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar og út á flugvöll á Patreksfírði. Gemlufallsheiði var fær og unnið var að því að moka vegi út frá ísafirði; til Súganda- fjarðar, Bolungarvíkur og Súðavík- ur. Þá var einnig unnið að mokstri á Hálfdán og Kleifarheiði. Aðrir vegir voru ófærir og Vegagerðin í biðstöðu með mokstur þar. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 Opið laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 MMC Lancer GLX ’89, brúnsans., sjálfsk., ek. 74 þ.. km. Gott eintak. V. 675 þús. VW Golf CL 1,4 '94, rauður, 5 g., ek. 22 þ km., tveir dekkjagangar. V. 990 þús. Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 53 þ. km. Toppeintak. V. 1.750 þús. Sk. ód. Toyota Tercel 4x4 station '88, grænn (tví- litur), 5 g., ek. 107 þ. km., dráttarkúla. Toppeintak. V. 620 þús. MMC Lancer GLXi hlaðbakur ’92, sjálfsk., ek. aöeins 35 þ. km., V. 1.100 þús. Cherokee Limited '90, steingrár, leður- klæddur m/öllu, sjálfsk., ek. 59 þ. km. V. 2,3 millj. Sk. ód. Toyota Corolla XCi '94, 5 g., ek. 11 þ. km. Sem nýr. V. 1.050 þús. Nissan Pulsar Sedan SLX 1,5 '88, hvitur, 5 g., ek. 37 þ. km. V. 480 þús. Sk. ód. BMW 316 '92, 4ra dyra, 5 g., ek. 37 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.850 þús. Subaru 1800 Coupé 4x4 ’86, 5 g., ek. 119 þ. km. Gott ástand. V. 450 þús. Ford Explorer XL V-6 ’91, grænsans., 5 g., ek. 65 þ. mílur. Vandaður jeppi. V. 2.290 þús. Toyota Corolla XLi Sp.s '94, 5 g., ek. 12 þ. km. V. 1.210 þús. Honda Accord 2,0 EXi 88, 5 g., ek. 96 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. V. 740 þús. Sk. ód. Morgunblaðið/Ingibjörg FÉLAGAR úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu voru farþegar með fyrstu flugvél Flugleiða sem kom til ísafjarðar eftir langa bið. Flogið var til nokkurra staða á Vestfjörðum í gær. V.W Golf 1,8 GTi '88, rauður, 5 g„ ek. 79 þ. km., álfelgur, sóllúga o.fl. Toppein- tak. V. 780 Sjaldgæfur bíll: Audi 1,8 Coupé ’91, grás- ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geilslaspilaro.fi. V. 1.480 þús. Sk. ód. Flogið til Vestfjarða eftir fimm daga hlé FLUGLEIÐIR sendu fjórar vél- ar til ísafjarðar í gær og ís- landsflug fór tvær ferðir þang- að, en þá var fært til nokkurra staða á Vestfjörðum að nýju eftir að flug þangað hafði legið niðri síðan á laugardag, eða í fimm daga. Mikill fjöldi fólks beið flugs á Isafirði, þ.á m. björgunarsveitarmenn frá Reykjavík. Flugleiðir fóru til Patreks- fjarðar á hádegi í gær, en hins vegar varð að aflýsa flugi til Þingeyrar, þar sem ekki tókst að ryðja flugbrautina þar. ís- landsflug varð að aflýsa flugi til Flateyrar af sömu ástæðu. Þar er biðlisti farþega, en óvíst hvort flogið verður í dag, þar sem langan tíma tekur að ryðja brautina. Þá aflýsti íslandsflug ferðum til Hólmavíkur og Gjög- urs, en á Hólmavík var fann- fergi slíkt að þriggja metra skaflar voru á götum. íslands- flug fór hins vegar til Vest- mannaeyja, Bíldudals, Akur- eyrar, Stykkishólms og Siglu- fjarðar. Hálka á Austfjörðum Á Austfjörðum var vandinn annar en fannfergi og rok, því þar hafði hlýnað og ísing lagst á flugbrautir. Ekki tókst Flug- leiðum að fljúga til Hafnar í Hornafirði vegna þessa, því þrátt fyrir að brautin væri sand- borin rann sandurinn af jafnóð- um. Brautarskilyrði hindruðu einnig flug til Sauðárkróks. í gærmorgun fóru Flugleiðir einnig til Eyja, en ekki tókst að fara fleiri en eina ferð þang- að í gær. OLEANNA k eftlr David Mamet Þýbing: Hallgrímur H. Helgason Lýsing: Asmundur Karlsson ' Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson áfe.' Þórhallur Sigur&sson Elva Ósk Ólafsdóttir og Jóhann Sigurðarson Frumsýning 20. janúar UPPSELT 2. sýning 22. januar 3. sýning 25. janúar 4. sýning 28. janúar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 11200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.