Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D
16. TBL. 83. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Snjóflóð úr Traðargili í gær • Fiskur undir skemmdum • Hluti Súðvíkinga
vill snúa aftur með því skilyrði að byggt verði upp á Eyrardalssvæðinu
STÓRT svæði í miðhluta Súðavíkur er rústir einar eftir snjóflóðið sem rann að fjölbýlishúsinu. Brak úr húsunum er dreift yfir svæðið.
Morgunblaðið/RAX
Rússar taka rústir forseta-
bústaðarins 1 Grosní
Tsjetsjenar
verjast enn
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
FJÖRUTIU dögum eftir að rússneski herinn réðst inn í sjálfsstjórn-
arlýðveldið Tsjetsjníju við rætur Kákasusfjalla tókst liðsmönnum
hans loks í gær að ná á sitt vald níu hæða byggingu forsetaembætt-
isins í höfuðstaðnum, Grosní. Húsið er að miklu leyti í rúst, aðeins
útveggir standa enn uppi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti segir að
hemaðinum í héraðinu sé „í reynd“ lokið.
22 hús eru
gjörónýt eða
stórskemmd
EYÐILEGGINGIN eftir snjóflóðin í Súðavík er gífurleg. Af um 70
húsum í bænum eru að minnsta kosti 22 gjörónýt eða stórskemmd.
Síðasta húsið skemmdist í snjóflóði sem féll úr Traðargili á hádegi í
Einn af liðsforingjum Tsjetsjena
fullyrti að því færi fjarri að Tsjetsj-
enar hefðu gefist upp. Suðurhluti
borgarinnar mun enn vera að miklu
leyti í höndum þeirra.
Forseti Tsjúvassa-lýðveldisins,
eins af sjálfsstjórnarhéruðum
Rússlands, sagðist í gær myndu
hundsa kröfu Jeltsíns um að dreg-
in yrði til baka tilskipun þar sem
hermönnum frá lýðveldinu er leyft
að neita að gegna herþjónustu í
innbyrðis átökum á rússneskri jörð.
Jeltsín rekur ráðherra
Jeltsín hefur svipt þijá hershöfð-
ingja embætti aðstoðarvarnar-
málaráðherra, þ. á m. Borís
Gromov, en þeir hafa allir verið
mjög gagnrýnir á hernaðinn í
Tsjetsjníju. Virðist Jeltsín vilja með
þessu og ýmsum öðrum ráðstöfun-
Rcuter
Fulltrúi mann-
réttinda
SERGEJ Kovaljov með dreifi-
miða rússneska hersins.
um sýna fram á að það sé hann
sem standi við stjórnvölinn.
Sergej Kovaljov, formaður
mannréttindanefndar rússneska
þingsins, hefur dvalist í Grosní og
mótmælt harðlega hernaði Rússa.
Hann sýndi fréttamönnum í
Moskvu í gær dreifimiða sem hann
segir innrásarherinn hafa notað til
að hræða þorpsbúa í Tsjetsjníju.
Þeim er hótað sprengjuárásum ef
þeir hætti ekki að aðstoða upp-
reisnarmenn.
gær en það hús var í byggingu.
Ekki hefur reynst unnt að koma
rafmagni á frystivélar í hraðfrysti-
húsinu F'rosta og liggur fiskur þar
undir skemmdum. Rafmagn fór af
Súðavík þegar seinna snjóflóðið féll
á bæinn á mánudagskvöld en heima-
menn komu rafmagni á hraðfrysti-
húsið með tengingu við rækjuskipið
Kofra og í gær tókst að koma raf-
magni á til bráðabirgða með því að
leggja kapal yfir sjóinn að dísilraf-
stöð í útjaðri bæjarins.
Sumir vilja byggja upp á
Eyrardalssvæðinu
Súðvíkingar eru að byrja að skipu-
leggja framtíðina. Skrifstofa hrepps-
ins hefur fengið aðsetur í stjórn-
sýsluhúsinu á Isafírði. í gær talaði
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveitar-
stjóri, við Súðvíkinga, hverja fjöl-
skyldu fyrir sig, til að veita þeim
upplýsingar og kanna viðhorf þeirra
og áform. Súðvíkingar ætla að hitt-
ast í dag á Isafirði og ræða saman.
Sigríður Hrönn segir að enginn
þeirra Súðvíkinga, sem vilji snúa
aftur eftir snjóflóðin, geti hugsað
sér að byggt verði upp að nýju á
því svæði sem varð snjóflóðinu að
bráð. Hluti fólksins vilji alls ekki
snúa aftur en aðrir vilji fara heim
með því skilyrði að uppbyggingin
verði á svokölluðu Eyrardalssvæði.
■ Snjóflóð og óveður/2/4/7/8/
10/11/12/13/15/26/27/29,
leiðari og baksíða.