Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LILJA KARLSDÓTTIR + Lilja Karlsdóttir fæddist í Reykja- vík 6. júní 1947. Hún lést á Landspítalan- um 12. janúar sl. Foreldrar hennar voru Karl Péturs- son, f. 18. mal 1913, d. 20. mai 1989, og Jóhanna Gísladóttir, f. 1. apríl, 1917, d. 30. desember 1988. Systkini hennar eru María Elsa, Hrafn- hildur og Karl Jó- hann. Lilja var gift Sigurði Guðmunds- syni, f. 3. nóvember 1944. Þau eignuðust einn son, Guðmund Gísla, f. 1. mars 1965. Kona hans er Linda Rós Guðmunds- dóttir, f. 16. maí 1965, og eiga þau eina dóttur, Lilju Dögg, f. 17. desember 1991, og dreng, f. 18. janúar 1995. Útför Lilju fer fram frá Askirkju í dag. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lifs uppstretta er fundin. (Stefán Thorarensen) Sú harmafregn barst mér síðla dags hinn 12. janúar sl. að hún vinkona mín væri dáin. Hversu dug- leg sem Lilja var, þá bar sjúkdómur- inn hana ofurliði. Ég kveið alltaf fyrir að hringja í hana, en það var hún sem styrkti mig, því þessi ein- staka kona stóð alla tíð í þeirri trú að nú væri sjúkdómurinn horfinn og hún yrði heilbrigð á ný. „En þeir _sem guðirnir elska deyja ung- ir.“ Ég er sannfærð um það að Lilja hefur verið burtkölluð til að sinna störfum annars staðar. Við ræddum oft um lífíð og tilveruna hvað biði okkar fyrir handan. Báðar. vorum við fullvissar um að það væri ekki bara þetta líf, heldur væri okkur ætiað framhaldslíf á öðrum stöðum þar sem við gætum látið gott af okkur leiða. Eg efast ekki um að Lilju er ætlað að sinna einhvetju ákveðnu verki og ekki í vafa um að hún mun leysa það örugglega mjög vel af hendi eins og hún gerði með alla hluti í okkar tíma og rúmi. Ég bið góðan Guð að styrkja Sigga, Gumma, Lindu, litlu Lilju Dögg og aðra aðstandendur í sorginni. Þín vinkona, Bella. Við systkinin viljum með þessum sálma- versum þakka elsku Lilju okkar fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur í gegnum árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Siggi, Guðmundur, Linda og Linda Dögg, Guð styrki ykkur í sorginni. Kveðja. Lilian og Frank, Lúxemborg. Mig langar til að minnast með örfáum orðum kærs starfsfélaga míns, Lilju Karlsdóttur, sem nú er fallin frá langt um aldur fram. Það var síðastliðið sumar sem Lilja greindist með þann sjúkdóm sem ekki varð við ráðið. En eins og fleiri lifði ég alltaf í voninni um að Lilja kæmist yfir þetta og kæmi aftur til starfa. Árið 1988 kom ég til starfa hjá Hug hf. þar sem Lilja vann. Með okkur Lilju tókst strax hin besta vinátta. Lilja var einstaklega þægi- leg og hæfileikarík manneskja og frábær bókhaldari. Alltaf var hægt að leita til hennar, og af þolinmæði hafði hún nóg. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, að hekla, pijóna, sauma eða garðvinnu, allt var aðdáunarvel gert. Lilja giftist ung eftirlifandi manni sínum Sigurði Guðmunds- syni. Þau eignuðust einn son, Guð- mund, sem býr á Norðfirði ásamt unnustu sinni, Lindu, og dótturinni Lilju Dögg, sem var augasteinn ömmu sinnar. Guðmundur og Linda eiga von á öðru barni sínu um þess- t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR, Austurbraut 2, Kelfavík, áður Seljavegi 7, Reykjavík, andaðist í Keflavíkurspítala miðvíkudaginn 18. janúar. Ásdis Óskarsdóttir, Jóhannes G. Jóhannesson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Lokað Véladeild og raftæknideild verða lokaðar í dag, föstudaginn 20. janúar, kl. 13-16, vegna jarðarfarar LIUU KARLSDÓTTUR. Fálkinn, Suðurlandsbraut 8,128 Reykjavík. Lokað Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar ÖLDU MAGNÚSDÓTTUR. Fotoval, Skipholti 50b. MINNINGAR ar mundir. Það eru ekki nema tæp fimm ár síðan Lilja og Siggi fluttu í húsið sitt í Efstasundi, æskuheim- ili Lilju. Þar hafa þau unnið hörðum höndum við að breyta og lagfæra, og sáu fram á að á næstu árum gætu þau notið þessa erfiðis síns. Lilju er sárt saknað af vinnufé- lögum sínum, en mestur er söknuð- urinn hjá fólkinu hennar. Um leið og ég kveð kæran starfsfélaga og vin sendum við hjónin Sigurði, fjöl- skyldu hans og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Kristjánsdóttir. Kveðja frá samstarfsmönnum Það hefur vafalítið verið sérkenni- legt samfélag sem blasti við Lilju þegar hún hóf störf hjá Hug hf. á fyrri hluta ársins 1987. Fyrirtækið var þá nýorðið eins árs, drifið áfram af nokkrum áhugasömum einstakl- ingum sem fannst tíma sínum betur varið í annað en bókhald og önnur skrifstofustörf. Lilja var ráðin til að sjá um öll fjármál fyrirtækisins. Starfíð var afar lauslega skilgreint og því • féíl það í hennar hlut að móta það og koma skipulagi á þessi mál í fyrirtækinu á næstu misserum og árum. Að ráða starfsmann er vanda- samasta verk hvers stjórnanda. Þetta á einkum við í litlu fyrirtæki sem er í mótun og sambýli einstak- linganna mjög náið. Lilja var elst okkar og raunar eini kvenmaðurinn framan af. Mér var ljóst frá fyrsta degi að Lilja bar með sér inn í fyrir- tækið þekkingu og reynslu úr at- vinnulífinu sem reyndist ómetanleg á þessum fyrstu árum. Hún gekk að hvetju verki af æðruleysi og fór ekki frá því fyrr en hún hafði feng- ið fullan botn í það. Hún var mjög fljót að tileinka sér nýja hluti og var síleitandi leiða til að vinna verk- efni á hagkvæmari hátt. Lilja varð smám saman „móðirin" í þessu sam- félagi og til hennar leitað með ótal vandamál sem sum hver tengdust fyrirtækinu óbeint. Lilja kom til starfa í fyrirtækinu á uppgangstímum. Þensla var í þjóð- félaginu og þetta unga fyrirtæki fór ekki varhluta af því. En veður skip- ast skjótt í lofti. Strax á árinu 1988 fór að halla undan fæti í rekstrinum og grípa þurfti til aðgerða til að forða stóráföllum. Enn komu eigin- leikar Lilju í ljós. Hún var bæði reiðubúin að leggja á sig mikla vinnu og taka sjálf beinan þátt í að leggja fyrirtækinu lið á þessum erfiðlei- katímum. Alltaf gekk hún til verk- anna af sama æðruleysinu og ég þykist raunar vita að þessi eiginleiki hennar er sá sem gerði henni lífið bærilegra í glímunni við erfiðan sjúkdóm á síðasta hálfa árinu. Lilja var góður félagi og vinur og naut þess að vera í góðum hópi. Seint mun okkur líða úr minni vel heppnuð ferð starfsmanna og maka til Édinborgar fyrir nokkrum árum. Lilja og Siggi léku þar á als oddi og nutu þess að vera saman í fal- legri borg í glöðum hópi. Við sjáum nú á bak einstökum samstarfsmanni og vini. í okkar hóp hefur verið höggvið skarð sem verð- ur vandfyllt. Minning hennar mun lifa á meðal okkar. Við vottum Sigurði eiginmanni Lilju, syni þeirra, barnabami og öðrum aðstandendum innilega sam- úð okkar. Guð gefi þeim styrk í sorginni. Gunnar Ingimundarson. Kveðja frá kvennakór SFR Það var góður fengur fyrir okkur kórkonur þegar Lilja og systir henn- ar Hrafnhildur hófu að syngja með okkur á síðasta ári. Þær voru mjög samhentar, músíkalskar, tónvissar og fljótar að læra texta. Lilja var ekki aðeins við sönginn kennd, heldur lék hún einnig á harmonikku. Hún kom alltaf með okkur þegar við vorum að syngja á mannamótum og undir það síðasta lét hún sig ekki vanta þó sárþjáð væri orðin. Við þökkum henni góð kynni og sendum samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hennar. Aðalheiður og Margrét. + Alda Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 25. febr- úar 1943. Hún lést á heimilis sínu að- faranótt 20. janúar síðastliðins. For- eldrar hennar voru Magnús Guðmunds- son bóndi og Kristín Jónsdóttir frá Ira- felli í Kjós. Systkini Öldu eru Lilja, f. 7. ágúst 1930, Svava, f. 9. september 1931, og Bergur, f. 25. janúar 1935. Alda lauk landsprófi í Reykja- vík og stundaði eftir það nám við Húsmæðraskólann á Var- malandi. Hinn 5. desember 1964 giftist Alda Gunnari Borg, f. 10. september 1942. Synir þeirra eru Emil Borg, f. 22. nóvember 1965, og Þórir Borg, f. 29. desember 1968. Sambýlis- kona Þóris er Agnes Hauks- dóttir. Dóttir þeirra er Sara Indriðadóttir. Útför Öldu fer fram frá Sel- jakirkju í dag. Mín kæra vinkona. Mér er efst í huga nú að þakka fyrir mig. Þakka fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Það er svo margs að minnast þó ekki séu liðin mörg ár frá því að við kynntumst, þá höfum við snúist í heilmiklu saman. í kvenfélaginu, bæði í stjóm og utan, þar sem þú varst mjög ötul og vannst af mik- illi samviskusemi og af ánægju þau verk sem þú tókst að þér og ófáar eru ljósmyndirnar sem til eru hjá félaginu þar sem þú gættir þess á tímabili að mynda hinar ýmsu uppá- komur þar. Þar lagði maðurinn þinn sitt af mörkum einnig. Einnig í kór kvenfélagsins, sem stofnaður var fyrir fáum árum og þú varst þar fyrsti ritarinn. í þessu samstarfi þróaðist vinátt- an milli okkar og ég er þakklátust fyrir hana og afar stolt yfir því að hafa átt þig að vini, því þú varst einstök manneskja. Oft fórum við út að ganga sam- an. Þú varst mikill náttúruunnandi og við emm búnar að ganga Breið- holtið margsinnis þvers og kmss, Elliðaárdalinn og Vatnsendahæðina og einu sinni fómm við í sveitina þar sem þú varst alin upp. Við sett- umst gjaman niður á steina eða í grasið og röbbuðum saman um lífið og tilvemna, fjölskyldumar okkar og væntingar bamanna. Þér varð tíðrætt um litlu ömmustelpuna þína og barst hag hennar mjög fyrir bijósti. Það era þessi samtöl okkar sem mér em svo minnisstæð því það var sem þú værir skör hærra staðsett í hugsanagangi og öllu tali og þó fylgdi einatt þessi góðlát- lega kímni sem var svo einkennandi fyrir þig og stutt var í hláturinn. Mér fannst, eftir hvern okkar fund ég verða ögn betri manneskja, mér leið vel, var rórri í skapi og leit allt veraldarvafstrið svolítið mildari og jákvæðari augum. Þann- ig vom áhrifin frá þér, þannig get ég best lýst þér. Það var mannbæt- andi að umgangast þig. Og hetjuleg baráttan við þennan andstyggilega sjúkdóm sem heltók þig á örstuttum tíma, hún skerpti aðeins karakter- línurnar, þú breyttist ekki hætis hót í veikindunum, alltaf sama rósemin, alltaf sama bjartsýnin og glettnu tilsvörin allt til enda. En nú held ég að þér þyki nóg komið af hrósyrðum svo ég hef þetta ekki lengra þó ég gæti haldið áfram á sömu nótum lengi enn. Elsku Alda, þakka þér fyrir sam- fylgdina, ég sakna þín sárt en mér er ekki vorkunn svo rík er ég og lánsöm að hafa átt vináttu þína. Ég mun halda sambandinu við fólk- ið þitt og fylgjast með litlu Söru. Vertu sæl að sinni. Elsku Gunnar, Emil, Þórir, Agn- es, Sara og aðrir að- standendur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. ísabella Með örfáum orðum vil ég minnast góðs félaga, Öldu Magnús- dóttur, sem látin er langt um aldur fram. Kynni okkar Öldu hó- fust í Kvenfélagi Selja- sóknar 1989, er hún var í fjáröflunamefnd í stjórnartíð minni. Þar áttum við gott sam- starf. Alda var ein af þeim konum er ávallt var hægt að stóla á og treysta fullkomlega fyrir því er hún tók að sér. Hún gekk til allra starfa með jákvæðu hugarfari. Við stóðum saman ásamt fleiri konum að stofn- un kvennakórs er hlaut nafnið „Syngjandi seljur". Þar kom einnig í ljós hversu traustur félagi hún var. Alda var jákvæð og heilsteypt kona. Koma upp í huga minn orð hennar er við töluðumst við.í síma skömmu fyrir andlát hennar hversu jákvæð hún var er ég spurði um heilsu hennar. „Ég þarf ekki að kvarta, ég get bæði borðað og sof- ið.“ Ég kveð að sinni, kæra Alda. Megi góður guð vaka yfir þínum nánustu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. (V. Briem.) Guðríður Guðbjartsdóttir. Það er komið að leiðarlokum. Baráttan við illvígan sjúkdóm hef- ur tapast og mann setur hljóðan og spyr sig á stundu sem þessari hver stjórni því að góð kona á besta aldri og í fullu fjöri er svo skyndilega burt kölluð frá sínum nánustu ástvinum. Eitthvað hlýtur þar að liggja að baki, e.t.v. eru henni ætluð önnur og verðugri verkefni, þangað sem för hennar er nú heitið. í dag kveðjum við kæra vin- konu, Öldu Magnúsdóttur, sem við hjónin kynntumst fyrir um fimmt- án ámm, er við fluttum í Hálsasel- ið. Eftir því sem árin liðu myndað- ist góður kunningsskapur og vin- átta milli fjölskyldna okkar. Á þessum árum var ýmislegt skemmtilegt gert, ótal minningar koma upp í hugann. Að frumkvæði Öldu og Gunnars var t.d. orðin hefð fyrir því að fara í Jónsmessu- göngu ár hvert, þá var grillið tekið með og þess notið að vera úti í náttúmnni fram eftir nóttu. Alda var einmitt einstakt nátt- úrabam og hafði yndi af allri úti- veru. Hún skokkaði reglulega sér til gamans og heilsubótar, oft marga kílómetra á dag og setti sér það mark, eitt sinn ekki alls fyrir löngu, að hlaupa hálft Reykjavík- urmaraþon um fimmtugt. Aida hafði mikinn áhuga á garð- rækt og mátti glöggt sjá það á garðinum þeirra, en þar átti hún margar ánægjustundir við að fagra hann og endurbæta. Hún var mjög fróð um tegundir og heiti plantna og oft var skipst á upplýsingum og fróðleik varðandi garða okkar. Við fráfall Öldu er höggvið stórt skarð, sem erfitt verður að fylla, því vandaðri og elskulegri konu höfum við vart, kynnst. Við viljum þakka góðri vinkonu fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnum árum, vinkonu sem við eigum eftir að sakna mikið. En mestur er missirinn og söknuður- inn hjá Gunnari, Emil og Þóri svo pg Söm litlu, sem kom inní líf Öldu sem nýr sólargeisli fyrir skemmstu. Við biðjum góðan Guð að styrkja Gunnar, Emil og Þóri svo og aðra ALDA MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.