Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAiJit) FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 2? SNJÓFLÓÐIN í SÚÐAVÍK Brak á víð og dreif að skipið ræki upp í fjöru, en vél þess er biluð. Báturinn Eyborg náði hins vegar að koma skipinu út úr höfninni. Haffari tók skipið síðan í tog í gær og fór með það til ísa- fjarðar. í Súðavík eru nú um 40 björg- unarliðar og heimamenn. Þeir hafa fram að þessu einbeitt sér að því að koma rafmagni á bæinn. í fyrri- nótt voru björgunarliðar uppteknir við að koma í veg fyrir að Kofrann ræki upp i fjöru. Súðvíkingar eru að byija að skipuleggja framtíðina. Skrifstofa Súðavíkurhrepps hefur fengið að- setur í stjórnsýsluhúsinu á Isafirði. Súðvíkingar ætla að hittast í dag á ísafirði og ræða saman. Líkur benda til að í dag verði tekin ákvörðun um að grunnskóli Súðavíkur hefji starfsemi í gamla Kvennaskólanum á ísafirði. Lögð er áhersla á að skólastarfið verði sem næst því sem það var meðan skólinn var í Súðavík. Kennarar skólans munu kenna börnum á ísafirði. BRAK úr húsum, hús- gögn, fatnaður og aðrir persónulegir hlutir fólksins standa uppúr snjónum þar sem áður var íbúðarhverfi. A efri myndinni sem tekin er ofan úr Túngötu sést yfir snjófióðið sem lagði hverfið í rúst og stöðv- aðist við fjölbýlishúsið. í óveðrinu undanfarna daga hefur skafið yfir mikið af verksummerkj- um eftir björgunarmenn- ina sem grófu snjóflóðið í sundur í leit sinni. Snjó- flóðið rann í gegn um sum húsin þannig að gaflarnir sem standa þvert á fjallshiíðina standa stakir eftir. Ein- býlishúsið sem sést á myndinni hér til hliðar er eitt af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.