Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Manni bjargað úr snjóflóði í Reykhólasveit eftir tólf tíma Aldraður bóndi fórst í snjóflóðinu UNNSTEINN Hjálm- ar Ólafsson, 37 ára að aldri, bjargaðist úr snjóflóði sem féll á útihús við bæinn Grund í Reykhólasveit á miðvikudagskvöld um 12 klukkutímum eftir að flóðið féll. Faðir Unnsteins, Ól- afur Sveinsson, fórst í snjóflóðinu. Ólafur var 79 ára, fæddur 8. nóvember 1915 og lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Leitarsveit heimamanna fann feðgana um klukkan 8 í gærmorg- un eftir að hafa leitað við mjög erfiðar aðstæður, í ofsaveðri og byl. Þá var Ólafur látinn en Unn- steinn með meðvitund. „Þeir sem fundu hann sögðu að það hefði verið ólýsan- leg tilfinning þegar hann greip í hendina á þeim,“ sagði Bjarni P. Magnússon sveitar- stjóri í Reykhólasveit sem stjórnaði leitinni. Líkamshiti undir 30 gráðum Unnsteinn var nokkuð marinn og mjög kaldur þegar hann fannst og var lík- amshitinn undir 3Ö gráðum. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgar- spítalann. Samkvæmt upplýsing- um læknis í gærkvöldi heilsaðist honum vel eftir atvikum og líkams- hitinn var orðinn eðlilegur. ■ Sonurinn fannst á lífi/12 Ólafur Sveinsson ÚTIHÚSIN á Grund voru rústir einar og dautt fé og nautgripir lágu eins og hráviði um allt í gær. Ná- grannar ábúenda og aðrir björgun- Leitað í snjóflóðinu Morgunblaðið/Sverrir armenn voru í gær að grafa skeppnurnar upp úr snjónum við mjög erfiðar aðstæður. Veður var þá betra. > Aróðri gegn skattsvikum dreift með framtalinu BÆKLINGI um aðgerðir gegn skattsvikum verður dreift með skattframtölum landsmanna á næstu dögum. Bæklingurinn er gefínn út af fjármálaráðuneytinu. Bæklingurinn ber yfirskriftina Stöndum saman gegn skattsvikum og er ætlað að fræða almenning um aðgerðir gegn skattsvikum og vekja athygli á neikvæðum afleið- ingum skattsvika og svartrar at- vinnustarfsemi. Lögð er áhersla á að almenning- ur sameinist um að hafna nótulaus- um viðskiptum til að draga úr skattsvikum. Slíkt sé þó aðeins hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að draga úr skattsvikum og ' svartri atvinnustarfsemi því einnig þurfi öflugt skatteftirlit, aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi og skýrar reglur um bókhald og árs- reikninga. ♦ ♦ ♦ Minningar- athöfn ' ámorgun MINNINGARATHÖFN um þá sem létust í snjóflóðinu sem féll á Súða- vík á mánudaginn fer fram á ísafirði á morgun, laugardag. í dag verða lík þeirra flutt frá Súðavík til ísafjarðar._ Kistulagning mun - fara fram á ísafirði. Utför hinna látnu verður ekki sameiginleg. Skipt um hjarta í tólf ára stúlku í Gautaborg Kallið kom eftir aðeins sex tíma SKIPT var um hjarta í tólf ára stúlku úr Reykja- vík, Hjördísi Kjart- ansdóttur, á Ostra Sjukhuset í Gauta- borg snemma í gærmorgun. Að- gerðin tók fjórar klukkustundir. Hjördís er enn í gjörgæzlu eftir að- gerðina. Líðan hennar var með eðlilegum hætti er Morgunblaðið hafði síðast spurnir af í gær. Hjördís er dóttir hjónanna Kjartans Ólafssonar og Magneu Guðmundsdóttur. Hjördís á við erfðagalla að stríða, sem veldur því að hjartavöðvinn gefur sig. Gallinn veldur einnig augnsjúk- dómi. Tvö eldri systkini hennar, Sverrir og Erla, létust af völd- um sama arfgenga sjúkdóms. Sautján ára bróðir hennar, Ólaf- ur, er hins vegar heilbrigður. Hjördís kom ásamt foreldrum sínum til Gautaborgar síðastlið- inn sunnudag og sögðu læknar henni að hún gæti þurft að bíða allt upp í ár eftir að heppilegur líffæragjafi fyndist. A miðviku- dag var hún sett á biðlista eftir hjarta og fékk hún þá jafnframt kalltæki, sem átti að gera henni viðvart um leið og kostur væri á nýju lýartíi. Að sögn Kjartans, föð- ur Hjördísar, hafði hún aðeins haft tækið í sex tíma þegar kallið kom og hún var drifin í aðgerð. Að sögn Hróðm- ars Helgasonar, sérfræðings í hjartasjúkdómum barna, sem annazt hefur Hjördísi hér heima, var hún ótrúlega lánsöm að fá hjarta svo fljótt, en meðalbiðtími hjartasjúklinga í Gautaborg hefur verið um fjórir mánuðir. Fjársöfnun Kjartan faðir Hjördísar fékk heilablæðingu fyrir skömmu og er enn að ná sér. Fjárhagur fjöl- skyidunnar er þröngur og þarf hún að halda tvö heimili næstu mánuðina meðan á eftirmeðferð Hjördisar stendur í Gautaborg. Ættingjar og vinir fjölskyldunn- ar hafa því efnt til fjársöfnunar. Fjárhaldsmaður söfnunarinn- ar er Ingveldur Ingólfsdóttir, þjónustustjóri í útibúi Lands- banka íslands í Bankastræti. Bankanúmer útibúsins er 0112 og númer tékkareikningsins, sem opinn er fyrir fjárframlög- um, er 310960. Hjördís Kjartansdóttir. Með mestu snjóflóða- lirinum TRAUSTI Jónsson veðurfræðingur segir ekki búið að meta endanlega allar vísindalegar upplýsingar um fárviðrið, sem geisað hefur á landinu að undanförnu með hörmulegum afleið- ingum. Þó sé ljóst að syrpa snjóflóða sem fallið hafa síðustu daga sé með þeim mestu sem vitað er um , þrátt fyrir að ná- kvæmar talningar á snjóflóðum hafi ekki verið gerðar ýkja lengi. Trausti segir að tíu mínútna vind- hraði á Vestfjörðum í fyrradag og aðfaranótt mánudags hafi mælst 90-100 hnútar en þess má geta að 64 hnútar eru tólf vindstig. Vind- mælingar hafa einungis staðið yfir í nokkra áratugi hérlendis og mesti me'ðalvindhraði sem mælst hefur með nútíma tækjum hérlendis var 110 hnútar á Stórhöfða hinn 3. febrúar 1991. „Það sem er óvenjulegt er vind- áttin aðfaranótt mánudags, sem var að hánorðan eða jafnvel norðvestan á Vestfjörðum. Svona hvöss norð- vestanátt er mjög óvenjuleg. Ég veit ekki dæmi um veður af því tagi á þessum slóðum. Ég er búinn að líta 40 ár aftur í tímann og það er ekkert að fínna á því tímabili þar sem fer saman slíkur vindhraði og þessi vindátt," segir Trausti. Hann nefnir sem dæmi um af- takaveður undanfarin ár fárviðrið I febrúar 1991, sem olli eignatjóni fyrir milljarð, harmleikinn í Nes- kaupstað í desember 1974 og fjög- urra daga illviðrishrinu um miðjan janúar 1975. Trausti segir að margt bendi til þess að snjósöfnun á Vestfjörðum hafí verið mjög hröð í fárviðrinu. „Versta veðrið stóð í 6-8 tíma og það á sér stað jafnmikil snjósöfnun á fjórum tímum og venjulega gerist á sólarhring. Þannig að um margra daga uppsöfnun á snjó er að ræða á skömmum tíma sem þýðir að hann loðir ekki eins vel saman, er lausari í sér og meiri hætta á að hann falli fram.“ Hvassviðri og éljagangnr Þær upplýsingar fengust á Veð- urstofu í gær að ein lægð væri á leið til landsins frá Bretlandi, sem yrði austur af landinu í dag. Muni hún valda norðaustanátt á landinu og 7-8 vindstigum á Norður- og Austurlandi. Fyrir norðan verði éljagangur en rigning eða slydda á Austurlandi. Á Vestfjörðum verður hvassviðri, 7-8 vindstig í dag og mun ganga á með éljum norðantil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.