Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Athuga- semd við frétta- flutmng MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Árna Grétari Finnssyni, stjómarfor- manni íslenskra aðalverktaka: Eftir að sættir náðust milli bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Hafn- arfirði í byijun vikunnar hefur ein- staka fjölmiðlafólk klifað á því að Jóhann Gunnar Bergþórsson bæjarfulltrúi hafi verið keyptur til sátta. Hér er um tilbúning þessa fjölmiðlafólks að ræða sem ber ekki vott um vönduð vinnubrögð. ^ Jóhann Gunnar hlaut þá umbun eina að leggja sitt af mörkum ásamt öðrum bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins til að sameina sjálfstæðisfólk í Hafnarfirði að nýju. Tel ég þá umbun æma. Ég hafði ætlað að leiða þennan fréttaflutning hjá mér, taldi að hann myndi fjara út eins venjan er með marídaust dægurhjal í stöku fjölmiðlum. í DV og hádegis- fréttum Bylgjunnar 19. janúar var hins vegar Islenskum aðalverktök- um blandað í málið. DV segir að Jóhann verði „líklega ráðinn for- stjóri íslenskra aðalverktaka með vorinu“ og Bylgjan að „útspil Árna Grétars hafi verið forstjórastaða til handa Jóhanni". Tilhæfulaust Þar sem ég er stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka tel ég nauð- synlegt að mótmæla þessum fréttaflutningi DV og Bylgjunnar sem tilhæfulausum. Það hefur aldrei komið til tals að Jóhann G. Bergþórsson verði forstjóri ís- lenskra aðalverktaka. Fyrir um það bil einu ári tók stjóm fyrirtækisins þá ákvörðun að ekki yrði ráðinn nýr forstjóri í stað Gunnars. Þ. Gunnarssonar þegar hann léti af störfum sökum aldurs heldur myndi meðforstjóri hans, Stefán Friðfínnsson, einn gegna stöðu for- stjóra fyrirtækisins. Enginn hefur svo mikið sem orðað breytingu á þessari ákvörðun stjórnarinnar. Fréttir einstakra fjölmiðla um ann- að eru því hugarfóstur þeirra sem að þeim standa. Færeyjar Safnað fyrir Súð- víkinga GENGIZT verður fyrir pen- ingasöfnun í Færeyjum til ' styrktar þeim, sem eiga um sárt að binda vejgna snjóflóð- anna í Súðavík. Islenzki kons- úllinn í Þórshöfn, Poul Mohr, skipuleggur söfnunina og munu Færeyingar geta lagt framlög inn á reikninga í öllum færeyskum peningastofnun- um. Færeyska kirkjan tekur þátt í skipulagningu söfnunarinnar og mun fé verða safnað í öllum kirkjum á eyjunum næsta sunnudag ellegar annan sunnudag. Hans Jacob Joen- sen, biskup Færeyja, segir í samtali við Utvarp Feroya að færeyska kirkjan taki fúslega þátt í að safna fé, nú er grann- og bræðraþjóð Færeyinga, ís- lendingar, hafí orðið fyrir slíkri ógæfu. FRÉTTIR Þriggja daga hættuástandi aflýst á Patreksfirði í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFANÍ A Sigurðardóttir,16 ára gamall íbúi að Sigtúni 5, mokar sig inn á heimili sitt í eftir að hættuástandi var aflétt á hádegi í gær. Lífið kemst í samt lag HÆTTUÁSTANDI á Patreks- fírði vegna snjóflóðahættu var aflétt á hádegi í gær, en það hafði þá staðið frá því á mánu- dagsmorgun. Hallur Þorsteins- son og Arni Sæberg fylgdust með því þegar fólk sem þurfti að yfírgefa hús sín snéri heim. UM ÞRJÚ hundruð manns þurftu að yfírgefa heimili sín vegna hættu á snjóflóðum. Hélt fólk- ið til hjá vinum og vandamönnum þessa þrjá sólarhringa og var víða þröng á þingi. Engin óhöpp urðu meðan hættuástandið varði, en björg- unarsveitin Blakkur þurfti að sinna hátt í þrjú hundruð útköllum á tímabilinu. Að sögn Aðal- steins Júlíussonar formanns björgunarsveitarinn- ar var þá fyrst og fremst um aðstoð af ýmsu tagi að ræða og flutning á fólki en einnig þurfti að veija báta I höfninni. Atvinnulífið í bænum lá að mestu leyti niðri þessa þrjá sólarhringa en lítillega var þó unnið í frystihúsinu á meðan á biðinni stóð, stytti fólk sér stundir við spilamennsku, lestur og fleira. Gert heldur mikið úr þessu Lífið var að komast í samt lag á Patreksfírði upp úr hádegi í gær, en þá var fólk að halda til síns heima á ný og og þurftu að margir að moka sig inn húsin. KOLFINNA Guðmundsdóttir og Ólafur Steingrímsson snúa heim eftir langa útivist. Hjónin Ólafur Steingrímsson, útgerðarmaður, og Kolfínna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, búa á Urðargötu 22 og voru þau meðal þeirra sem voru að koma heim til sín eftir hádegi í gær. Þau búa við snjóflóðahættusvæði undir fjall- inu Rellur. Þau sögðu helst ekki hafa viljað yfir- gefa heimili sitt þar sem þeim hafí ekki þótt mikil ástæða til þess. „Mér fínnst hafa verið gert heldur meira úr þessu heldur en efni stóðu til,“ sagði Ólafur. Þau hjónin sögðu þó sjálfsagt að fara eftir þeim fyrirmælum sem gefin voru. Verst þótti þeim hins vegar að geta ekki ver- ið saman biðtímann, en Kolfinna bjó meðal ann- ars hjá starfssystur sinni og á sjúkrahúsinu. „Hér hefur ekki komið flóð úr fjallinu síðan 1957 aðeins einhveijar smá spýur,“ sagði Ólafur. „Þetta eru engir snjóar hérna,“ segir Kolfínna „Sjálf er ég ættuð úr Önundarfírði og ég bara hálf hlæ að þessu.“ Ólafur sagði að hættuástandið hefði litlu breytt hjá honum sjálfum að öðru leyti og hefði hann mætt til vinnu sinnar eins og hveija aðra daga. „Mér fínnst menn hafa verið heldur of varkárir og í lagi hefði verið að hleypa af megninu af fólkinu heim strax á þriðjudaginn.“ Tíminn ekkert lengi að líða Stefanía Sigurðardóttir 16 ára var að moka sig inn í heimili sitt að Sigtúni 5 og í sömu mund bar föður hennar Sigurð Viggósson, fram- kvæmdastjóra Odda, að garði, en hann hafði verið í Reykjavík allan tímann sem hættuástand- ið varði. Stefania og tvö systkini hennar höfðu búið hjá afa sínum og ömmu á Björgum sólar- hringana þijá en móðir þeirra er stödd á ísafírði. „Það var heldur óþægilegt að vera innilokaður þennan tíma en við bara spiluðum, lásum og horfðum á myndbönd, tíminn var ekkert lengi að líða,“ sagði Stefanía. Sigurður faðir hennar sagðist hafa verið í sambandi vestur alla dagana og hann verið alveg sallarólegur. „Ég hafði frétt- ir beint af staðnum, en ég gerði mér grein fyrir að veður var erfítt og erfitt að átta sig á aðstæð- um, ég hafði í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur og maður tekur fréttum i fjölmiðlum alltaf með fyrirvara, þetta var kannski blásið heldur meira út en ástæða var til,“ sagði hann. Sjúkrabíll valt o g rann tugi metra SJÚKRABÍLL frá Patreksfirði valt í gær í Raknadalshlíð, en hann var á leið út á flugvöll, þar sem koma þurfti blóðsendingu fyr- ir flugvél sem var að fara til Reykjavíkur. Ökumaðurinn, Ólafur Baldurs- son, slapp ómeiddur, en snarbratt er í hlíðinni og hátt fall niður í fjöru. Slysið varð um klukkan hálf tvö í gærdag. Sjúkrabfllinn valt á hlið- ina í hálkunni og rann um fjörutíu metra. Ottaðist mest bíUðin færi fram af Nýbúið var að ryðja veginn og komu ruðningamir sjávarmegin við veginn í veg fyrir að bíllinn rynni út af veginum. Ólafur sagði að hann hefði óttast mest að bíll- inn færi fram af, en tugir metra eru niður í fjöru á þessum stað og snarbrátt. SJÚKRABÍLLINN er óökufær eftir óhappið, en annar sjúkrabíll er til taks á Patreksfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.