Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Að loknu sjúkra- liðaverkfalli VIÐ ERUM alltaf að bæta við okkur lífsreynslu og lærdómi. Við gerum mistök og síðan er það und- ir okkur komið hvort við lærum af mistökunum, endurtökum þau eða álítum að engin mistök hafi verið um að ræða. Mat okkar á aðstæðum er ólíkt. Það fer eftir lífsviðhorfi, hagsmunum, menntun, aðstæðum, ábyrgð ásamt fleiru sem hefur áhrif á mat okkar. Tveir þættir í undan- gengnu verkfalli sjúkraliða hrintu af stað þessum vangaveltum mín- um, störf undanþágunefndar sjúkr- aliða gagnvart vinnustað mínum sem er hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða og hvernig verkfallsvarslan þar var innt af hendi með tilliti til að dvalar- og hjúkrunarheimili er heimili þeirra er þar búa. íbúar eru þar heimilisfólk. Störf undanþágunefndar Þegar verkfall sjúkraliða hófst vorum við á vinnustað mínum í þeirri aðstöðu að hafa engan undan- þágulista samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986, og sjúkraliðar voru u.þ.b. Vi starfsfólks við aðhlynn- ingu. Við tókum því mið af 20. og 21. gr. sömu laga. Þar segir m.a. að heimilt sé að kalla til starfsmenn sem væru í verkfalli til starfa í þeim tilgangi að afstýra neyðar- ástandi. Tilnefnd væri nefnd tveggja manna, annar frá viðkom- andi stéttarfélagi og hinn af við- semjanda þess. Ákvarðanir um kvaðningu til vinnu skulu teknar með atkvæðum beggja nefndar- manna og skulu þær endanlegar. Áður en verkfall sjúkraliða hófst kom fram á fundi með undanþágu- nefnd sjúkraliða, ásamt fleirum, að nefndin væri ekki til viðræðu um undanþágur til heimilisins nema bréf væri sent til aðstandenda heim- ilisfólks með beiðni um að þeir tækju ættingja sína heim til sín á meðan yfirvofandi verkfall stæði. Bréfin voru send, en efiaust hafa einhver misfarist því fyrirvari var skammur. Verkfallið hófst og undanþágu- nefnd tók til starfa. Þá kom berlega í ljós sá gífurlegi munur á mati aðstæðna þó um væri að ræða starfsstéttir sem unnu hlið við hlið og sömu störf að hluta til þ.e.a.s. sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. Við hjúkrunarfræðingar álítum það skyldu okkar að sinna frumþörfum heimilisfólksins, það fengi að borða og því gefin lyf, það væri þvegið og baðað, tekið framúr, klætt og hreyft. Þetta tókst með dyggri að- stoð starfsfólks og að- standenda sem heldur kusu að koma inn á heimilið og aðstoða sína heldur en að flytja þá að heiman. En mik- ið var unnið og varla sest niður. Undanþágunefnd sjúkraliða virtist leggja allt annað mat á frum- þarfír heimilisfólksins og hennar mat gilti. Fyrstu viku verkfalls fengum við 10 undan- þáguvaktir en að mati hjúkrunarfrfæðinga vantaði 86 vaktir miðað við neyð- aráætlun okkar. Þriðju vikuna voru veittar 11 undanþágur miðað við 101 vakt á neyðaráætlun. Sjöttu vikuna voru veittar sex undanþágu- vaktir miðað við 83 vaktir á neyð- aráætlun. Þannig fækkaði undan- þágum stöðugt og undanþágur voru vart veittar nema á næturvöktum þegar deildir voru án starfsfólks og á kvöld- og helgarvöktum þegar hjúkrunarfræðingurinn stóð einn uppi. í þessum tilfellum var veitt ein undanþága á deild. Svör undan- þágunefndar voru þau m.a. að við værum of duglegar, sýndum sjúkra- liðum ekki nægan stuðning, hjúkrunarforstjóri gæti unnið eða forstjórinn, neyðarástand hefði ekki skapast. Ef til þess kæmi þá gætum við sent inn neyðarbeiðni. Það skipti ekki máli þó mönnun á hjúkrunardeildum væri undir ör- yggismörkum. Undir öryggismörk- um er kvöldvakt skipuð hjúkrunar- fræðingi ásamt einni starfsstúlku sem þarf að sinna 29 heimilismönn- um, gefa þeim kvöldmat, hátta þá og búa undir svefninn eða ein næt- urvakt sem þarf að gæta öryggis svipaðs fjölda. Við aðhlynningu flestra þarf tvo og útilokað er að gæta öryggis og hafa yfirsýn yfír deild þegar allt starfsfólk deildar- innar er upptekið inni á einni stofu. U ndanþágunefnd virtist algjörlega mis- skilja hlutverk sitt sem var að afstýra neyða- rástandi. Þegar sótt var um undanþágur var þegar ljóst hver mönnun yrði á hverri vakt. Þetta tal um neyðarbeiðni var al- gjörlega út í hött. Þeg- ar látið var reyna á neyðarbeiðni var ár- angurinn ein þriggja tíma vakt sem ekki fékkst fyrr en loforð um borgun á fjórum tímum lá fyrir. Tíma- frekt var að skrifa beiðni, koma henni í fax og bíða eftir svari þeg- ar nóg önnur störf biðu. Afstaða og mat undanþágunefnd- ar hafði engin áhrif á framvindu verkfallsins. Afgreiðsla undanþágu- nefndar á undanþágubeiðnum ein- kenndist af óábyrgum ákvörðunum og var einungis til að skaða stétt- ina. Staðreyndin er sú að við lifðum verkfallið af með dyggri aðstoð að- standenda og samheldni og dugnaði starfsfólksins, engin stórslys hlutust af. Allir voru staðráðnir í að láta verkfallið bitna sem minnst á heimil- isfólkinu og það tókst. Umhugsunarefni er að undan- þágunefnd, sem sýndi að hún var engan veginn fær um að sinna verkr efni sínu, skuli hafa slík völd. Eng- inn virtist hafa umboð eða völd til að taka í taumana. Við sem berum ábyrgð á velferð, öryggi og hjúkrun skjólstæðinga okkar vorum algjör- lega varnarlaus gagnvart úrskurði nefndarinnar. Það er ofvaxið mín- um skilningi að stuðningur við verk- fall sjúkraliða sé falinn í því að vanrækja skjólstæðinga sína og leggja þá í óþarfa hættu. Ekki held ég að það hefði verið skemmtilegt fyrir sjúkraliðana að snúa til vinnu og megnið af heimilisfólkinu verið stíft af hreyfingarleysi og jafnvel komið með legusár. Engir sigrar vinnast með svona vinnubrögðum. Verkfallsvarsla Eins og fram kom er vinnustaður minn heimili. Þar hljóta að gilda lög um friðhelgi heimilisins. Þannig að verkfallsvarsla þar hlýtur að vera viðkvæmara mál en á venjulegum vinnustöðum. En skipulag og framkvæmd verkfallsvörslu virtist nkkuð óvenjulegt. Oftast komu fjórir til Það er ofvaxið mínum skilningi, segir Ragn- heiður Stephensen, að stuðningur við verkfall sjúkraliða sé falinn í því að vanrækja skjólstæð- inga sína og leggja þá í óþarfa hættu. fimm verkfallsverðir á hverri vakt þ.e. þrisvar á sólarhring. Af þessum hópi voiu yfirleitt tveir sjúkraliðar frá heimilinu hér. Ég veit ekki til að vani sé að senda fólk á sína eig- in vinnustaði í verkfallsvörslu. í krafti þess að hluti verkfalls- varða þekkti bæði innviði hússins og hluta af heimilisfólkinu þá víluðu sumir þeirra ekki fyrir sér að vaða inn í herbergi heimilisfólksins þar sem verið var að sinna því, jafnvel inn á salerni og inn á bað þar sem heimilisfólk var í baði. Einnig ollu þeir ónæði í borðsal á matmálstíma. Til viðbótar voru þeir með athuga- semdir við starfsfólk hvaða verkum það væri að sinna, í hvaða röð verk- in væru unnin og á hvaða tíma. Ofan á allt saman kvörtuðu þeir hástöfum yfir móttökunum. Alls staðar annars staðar væri tekið á móti þeim með kaffi og konfekti o.s.frv. Við hér á heimilinu létum velferð heimilisfólksins ganga fyrir velferð verkfallsvarða og áttum fullt í fangi með að anna því og lái okkur það nokkur. Gamlir verkfallsjaxlar hafa sagt að þeir gangi langt í verkfalls- vörslu, en þeir fari ekki inn á vinnu- staði nema um sterkan grun um verkfallsbrot sé að ræða. Þeir teldu hausana er færu inn og út á vinnu- staðnum. Þar sem hér á heimilinu eru margir inngangar gæti það reynst erfitt að fylgjast með manna- ferðum að deginum. Nægjanlegt hefði verið að fara um gangana og telja hausana á vaktinni þegar þeir væru búnir að ljúka störfum sínum inni á herbergjum heimilisfólksins. Á næturna er um einn inngang að ræða og þá hefði nægt að telja hausa inn og út. Þessi aðferð er tímafrekari. Hvort það er ástæðan fyrir þessu offorsi sumra verkfalls- varða veit ég ekki. Verkfallsvarsla sem framkvæmd var hér í verkfalli sjúkraliða er von- andi einsdæmi. í nafni verkfalls- vörslu er ekki hægt að kasta fyrir róða bæði umgengis- og siðferðis- venjum. Þó einstaklingar búi á hjúkrunarheimili eiga þeir sína frið- helgi og inn fyrir þá friðhelgi höfum við enga heimild til að stíga, ekki einu sinni í nafni verkfallsvörslu. Vangaveltur Að fenginni reynslu af verkfalli sjúkraliða má draga margvislegan lærdóm. En til að svo megi verða er nauðsynlegt að ræða hlutina, annað hvort á ritvelli eða manna á milli. Þessi viðkvæma reynsla má ekki lenda ofan í lokaðri skúffu sem opnuð verður við næsta verkfall og sömu mistök endurtekin. Vonandi kemur það ekki til því verkföll eru alltaf neyðarlausn og dýrkeypt. Þau bitna oft á þeim er síst skyldi, eins og í þessu tilfelli á öldruðum og öryrkjum bæði í heimahúsum og á hjúkrunarheimilum. Tilgangur minn með þessu grein- arkomi er að fram komi sá þáttur verkfallsins sem að okkur starfandi starfsfólki snéri og fæstum er kunn- ugt um. Nú þegar öldumar lægir og dregur úr hávaðanum sem var í kringum þetta verkfall er auðveld- ara að hugsa hlutlaust og raunhæft. Enginn verður minni maður af að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. Höfundur er hjúkrunarframkvæmdastjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ragnheiður Stephensen Hagsmunir Akur- eyringa og landsbyggðarinnar GUNNAR Ragnars, forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, skrifaði grein sem birtist í Degi 13. jan. sl. og í Morgunblaðinu degi síðar. Grein þessi ber yfirskriftina „... ekki hags- munir ÚA“. Grein þessi er um margt athyglis- verð, hún lýsir viðhorfum Gunnars Ragnars til þess málefnis að íslensk- ar sjávarafurðir hf. flytjist til Akur- eyrar með sínar höfuðstöðvar fái þeir Útgerðarfélag Akureyringa hf. í viðskipti til sín. Það sem fyrst vekur athygli við lestur greinar Gunnars er að hann minnist ekki einu orði á atvinnumál Akureyringa. Hann minnist ekki einu orði á það sem flutningur IS til Akur- eyrar felur í sér: Tækifæri til þess að gera Akureyri að miðstöð við- skipta með sjávarafurðir, tækifæri til að fjölga hér störfum, tækifæri til þess að auka hér umsvif á mjög mörgum sviðum, tækifæri til þess að byggja upp á Akureyri viðskipt- amiðstöð til mótvægis við Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Nei! Gunnar segir málið eingöngu snúast um hagsmuni ÚA og um hvort Akur- eyrarbær eigi að selja hlutabréf sín. Að sjálfsögðu koma hagsmunir ÚA inn í þessa umræðu og einnig hlut- bréfaeign bæjarins í ÖA, en málið er miklu stærra en það. í mínum huga snýst málið um það hvort við Akureyringar berum gæfu til þess að nýta okkur þetta tækifæri til að stórauka hér atvinnu og byggja upp til framtíðar. 1 Gunnar segir í grein sinni að mik- il vanþekking hafi einkennt umræð- una um sölumál ÚA. Ekki veit ég hvort hann á við mig eða þá starfs- menn KEA og íslenskra sjávarafurða sem hafa skoðað þessi mál og tjáð sig um þau, enda læt ég mér það í léttu rúmi liggja. Gunnar heldur því fram í grein sinni að þeir aðilar sem vilja að ÚA færi viðskipti sín yfir til IS séu að horfa til hagsmuna ÍS en ekki hags- muna ÚA. Skoðum þessa fullyrðingu hans nánar. Kaupfélag Eyfirðinga hefur unnið að því að fá höfuðstöðv- ar ÍS hingað til Akure.vrar til þess að efla hér atvinnulíf. í bréfi til Akureyrarbæjar hefur KEA gert grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls og jafnframt óskað eftir viðræð- um við bæinn um að fá að kaupa hlut bæjarins í ÚA. Er Gunnar að halda því fram að það sem vaki fyr- ir KEÁ með þessu sé að gæta hags- muna ÍS á kostnað ÚA? KEA er hlut- hafi í ÍS en KEA er einnig hluthafi í ÚA, reyndar annar stærsti hluthaf- inn þar og sá lang- stærsti á eftir Akur- eyrarbæ. Þeir fjármunir KEA sem bundnir eru í hlutabréfum í ÚA eru margfalt hærri en þeir fjármunir sem KEÁ á bundna í hlutabréfum í ÍS. Mér þykir það und- arlegt að ætla okkur þá lélegu hagfræði að fóma meiri hagsmunum fyrir minni. KEA hefur óskað eftir því að fá að kaupa hlut bæjarins í ÚA og lýst því yfír að ef af því yrði hefði KEA engin áform uppi um að selja þau hlutabréf aftur og jafnframt að KEA hygðist vera meirihlutaeigandi í ÚA. Hér er um mjög stórar upphæðir að ræða. Heldur einhver virkilega að ósk KEA um að fá að kaupa hlut bæjarins í ÚA og þar með festa hund- ruð milljóna króna til viðbótar í hlutfjáreign í ÚA sé til þess að vernda hagsmuni ÍS eða einhverra annarra utanaðkomandi? Það er auðvitað stefna KEA að efla og styrkja rekst- ur ÚA pg hafa arð af hlutafjáreign sinni í ÚA. Kaupfélag Eyfírðinga er ekki í neinu stríði við UA, ekki í stríði við starfsmenn ÚA, ekki heldur í stríði við aðra hluthafa ÚA. Þvert á móti, KEA er og hefur verið aðili að ÚA um langt skeið og hefur sýnt það í störfum sínum að það vill hag ÚA sem mestan og bestan. Gunnar heldur því einnig fram í grein sinni að það að flytja sölu á afurðum ÚA frá SH stefni ÚA í óvissu og þjóni ekki hagsmunum ÚA. Ég hef hins vegar haldið því fram, m.a. í blaðviðtali í Degi, að það sé ekki hættu- legt fyrir ÚA að flytja viðskipti sín yfir til IS. Gunnar veit það jafn vel og ég að bæði ÍS og SH hafa náð góðum árangri við að selja sjávarafurðir. Bæði þessi fyrirtæki hafa selt miklu meira magn af hefðbundnum bolfisk- tegundum (sérstaklega þorski) en þau gera í dag, þannig að bæði eru vel í stakk búin til þess að bæta við sig slíkum fiski í sölu. Ef saga þeirra beggja, ÍS og SH, er skoðuð sést að árangur þeirra hvað varðar verð á afurðum er mjög svipaður fyrir sambærilegar afurðir. Stundum er annað fyrirtækið betra en hitt á ákveðnum sviðum eða mörkuðum og svo öfugt. Þessi fyrirtæki eru í sam- keppni, þau horfa á árangurinn hvort hjá öðru og ef annað nær forskoti einhvers staðar, þá reynir hitt auðvit- að að draga það uppi og fara fram úr. Þannig hefur þetta gengið til á undanfömum áratugum. Ef staða þeirra er skoðuð í dag þá er það mitt álit að ÍS sé komið lengra hvað varðar fullvinnslu, þar sem varan er fullunnin í frystihúsum hér á landi. Ég er þeirrar skoðunar að það styrki viðkomandi frystihús að vera framleiðandi að ákveðnum sérvörum, þar sem hinn erlendi kaup- andi er í raun að gera samning við ákveðið frystihús, fyrir milligöngu sölusamtaka, að það sé betri staða til lengri tíma heldur en að vera fram- Ég er eindregið þeirrar skoðunar að staða ÚA muni styrkjast við það, segir Magnús Gauti Gautason, að ÍS flytjist hingað til Akureyrar. leiðandi að massavöru sem seld er eingöngu undir nafni sölusamtaka, þar sem kaupandinn hefur ekki hug- mynd um frá hvaða frystihúsi varan er komin. Einnig er ég eindregið þeirrar skoðunar að staða ÚA muni styrkj- ast við það að ÍS flytjist hingað til Akureyrar. Sambýli IS, ÚA , Háskól- ans og Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins hér á Akureyri mun skapa góðar forsendur til vöruþróunar og öflugrar markaðssóknar, sem ÚA yrði þáttakandi í og nyti góðs af. Varðandi eignarhlut ÚA í SH vil ég benda á að ÚA getur átt hann áfram, þó að afurðir ÚA verði seldar í gegnum IS. Ef ÚA hins vegar veldi að fá hann greiddan út gæti ÚA notað þá fjármuni til annarra hluta, t.d. keypt hlutabréf í ÍS. Ég fullyrði að ef ÚA kemur í viðskipti við ÍS verður ÚA gert kleift að kaupa þar hlut og komast þar til áhrifa. Að lokum vil ég skora á Akur- eyringa að nýta þetta tækifæri sem okkur gefst nú til stórkostlegrar at- vinnuuppbyggingar hér, en láta ekki úrtölumennina ráða ferðinni. Höfundur er kaupfélagsstjóri KEA. Magnús Gauti Gautason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.