Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR Ég hef misst marga góða vini Morgunblaðið/RAX LILJA Ósk Þórisdóttir Lilja Ösk Þórisdóttir slapp úr snjó- flóðinu við illan leik ísafirði. Morgunblaðið. „ÉG ER búin að missa marga góða vini. Það er mjög erfitt að vinna úr þess- ari sorg. Það tekur sjálfsagt langan tíma. Kannski jafnar maður sig aldrei. Ég mun aldrei sætta mig við þennan missi. Hann er of stór,“ sagði Lilja Ósk Þórisdóttir, en hún og fjölskylda hennar komust af sjálfsdáðum út úr húsinu að Nesvegi 3 eftir að snjóflóð féll á það. Fjórar manneskjur voru í húsinu þegar snjóflóðið féll á það. Þar voru ásamt Lilju tvö börn hennar og móðir hennar. „Ég fann þegar snjóflóðið féll á húsið. Ég hélt fyrst að þakið hefði sprung- ið upp því að hvinurinn var það mikill. Síðan heyrði ég sprengingu niðri, en þá sprakk hurð í herbergi dóttur minnar út en hurðin opnast inn. Herbergið hálffylltist af snjó og dóttir mín lenti í snjó. Hún gat þó staðið upp í rúminu. Það fór einnig snjór inn í herbergi sonar míns, en ég gat hjálpað þeim út og upp á efri hæðina. Þar klæddum við okkur. Fljótlega kom fólk úr nálægum húsum til okkur. Það kom t.d. til mín maður sem var með djúpan skurð á hné. Ég batt um sárið og færði hann í föt, en hann vildi síð- an komast út til að_ leita að fólkinu sínu,“ sagði Lilja Ósk. Kraftaverk að við skyldum lifa Lilja sagði óskiljan- legt að húsið hennar skyldi ekki hafa farið verr í fióðinu. Hún sagði að sér virtist sem flóðið hefði klofn- að á húsinu og farið niður með því beggja vegna. Hún sagðist ekki gera sér grein fyrir hvað húsið hefði orðið fyrir miklum skemmdum. „Ég lít á það sem nánast kraftaverk að enginn úr minni fjölskyldu skyldi farast í snjó- flóðinu." Jónatan Ingi Ás- geirsson, eiginmaður Lilju, var að koma úr róðri þegar snjóflóðið féll. Hún gerði strax ráðstafanir til að koma skilaboðum til hans um að allt væri í lagi með fjölskylduna. Lilja sagði að fjölskyldan hefði enga ákvörðun tekið um framtíð- ina. Hún sagðist alla tíð hafa sofið róleg í Súðavík. „Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Súðavík en þar hef ég búið síðan 1970. Þar er gott fólk og ég vil helst ekki vera neins staðar annars staðar.“ Ávarp forseta íslands við upphaf „Samhugar í verki“ Samhygð okkar einlæg o g sterk ÁVARPSORÐ for- seta Islands í tengslum við söfn- unina „Samhugur í verki“ sem forseti íslands flutti í gær- kvöldi á báðum sjónvarpsstöðvum svo og öllum út- varpsstöðvum: Góðir íslending- ar. Á þungbærum stundum þjöppum við okkur saman heilsteypt þjóð við andstreymi í landi, þar sem náttúruöfl- in hafa birst okkur grimm og óvægin. Harmar hafa sótt okk- ur heim og við finnum það glöggt sem endranær, þegar að okkur er höggvið, hve ná- komin við erum hvert öðru. Átakanlegur missir og harmur eins verður missir og harmur þjóðarinnar allrar. Hvarvetna á Islandi dvelur hugur manna þessar stundir hjá þeim sem orðið hafa fyrir miklum raun- um. Samhygð okkar er einlæg og sterk og öll vild- um við eiga ráð til að létta þeim þungar sorgar- byrðar. Við stöndum máttvana and- spænis því sem orðið er og ekkert fær breytt. En tíminn nemur ekki staðar, heldur er sá einn kostur okk- ar að halda áfram og leita allra leiða til að milda áföllin og vernda þá sem fyrir reiðarslagi hafa orðið. Okkur gefst nú öllum færi á að rétta þeim hjálparhönd og votta þeim samkennd okkar í landssöfnun sem ber einkunnarorðin „Sam- hugur í verki“. Stuðningur okk- ar og einhugur getur á þann veg veitt þeim, sem að hefur verið vegið, stýrk til að ganga til móts við komandi tíð. Með djúpa hryggð í hjarta bið ég Guð að blessa og styrkja þá sem hafa þolað sáran missi ástvina og íslendinga alla. Vigdís Finnbogadóttir HÖRKUUTSALA 40-70% AFSLÁTTUR a fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.