Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 9
Félagsmálaráðherra víkur sæti er
úrskurðað verður um kæru úr Hafnarfirði
Skipaður verður
seturáðherra
Ríkislögmaður telur Rannveigu Guðmunds- Tortryggni kann að skapast
Fólk er alltaf
að vinna
íGullnámunni:
56 milljónir
Vikuna 12. til 18. janúar voru
samtals 56.156.710 kr. greiddar út
í happdrættisvélum um allt land.
Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og
fjöldinn allur af öörum vinningum.
dóttur félagsmálaráðherra ekki sjálfkrafa
vanhæfa til að fjalla um kæru bæjarstjómar-
manna í Hafnarfírði vegna viðskipta bæjarins
við Hagvirki-Klett. Hún hefur ákveðið að
víkja sæti og seturáðherra verður skipaður.
RANNVEIG Guð-
mundsdóttir félags-
málaráðherra hefur
ákveðið að víkja sæti
er félagsmálaráðuneyt-
ið íjallar um kæru þá,
sem bæjaryfirvöld
Hafnarfirði hafa sent
því vegna viðskipta
meirihluta Alþýðu-
fiokksins í bæjarstjórn
á seinasta kjörtímabili
við verktakafyrirtækið
Hagvirki-Klett. Mun
Rannveig óska eftir því
við Davíð Oddsson for-
sætisráðherra að skip-
aður verði seturáðherra
til að úrskurða um
kærumálið. Ráðherran-
um er í mun að ekki verði talið að
hún hafi hag af ákveðinni úrlausn
málsins vegna þess að hún muni
sennilega skipa sæti á sama fram-
boðslista og Guðmundur Árni Stef-
ánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í
Hafnarfirði.
Ákvörðun Rannveigar er byggð á
áliti ríkislögmanns, sem hún aflaði
sér eftir að kæra Magnúsar Gunn-
arssonar, formanns bæjarráðs Hafn-
arfjarðar, og Magnúsar Jóns Árna-
sonar bæjarstjóra barst í ráðuneytið.
Þar fara þeir fram á að ráðherra
víki sæti er úrskurðað verður um
lögmæti viðskipta Hafnarfjarð-
arbæjar og Hagvirkis-Kletts og setu-
ráðherra (ráðherra ad hoc) skipaður.
í kærunni kemur fram að ráðherra
sé talin vanhæf þar sem hún sé sam-
þingmaður Guðmundar Árna Stef-
ánssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í
Hafnarfirði og fyrrverandi félags-
málaráðherra, á framboðslista Al-
þýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Ríkislögmaður, Jón Tómasson, og
hæstaréttarlögmennirnir Guðrún
Margrét Árnadóttir og Sigrún Guð-
mundsdóttir rita undir álit ríkislög-
manns. Þau komast að þeirri niður-
stöðu að ráðherra sé ekki sjálfkrafa
vanhæf til að ijalla um kæruna úr
Hafnarfirði þótt flokkur hennar hafi
farið með stjórn í bænum á síðasta
kjörtímabili. í álitinu segir:
Ráðherra ekki vanhæfur
vegna flokkstengsla
„Sveitarstjórnarlögin hafa að
geyma nokkur ákvæði þar sem fé-
lagsmálaráðherra er fengið vald til
að úrskurða um málefni sveitarfé-
laga. Nú er það svo, að bæði sveitar-
stjórn og ráðherra eru almennt kos-
in/valin á pólitískum grundvelli. Af
því leiðir óhjákvæmilega, að á hvetj-
um tíma hljóta samflokksmenn við-
komandi ráðherra að
sitja í sveitarstjórnum,
annaðhvort í meirihluta
eða í minnihluta, utn
iand allt. Ef viðurkennt
væri, að ráðherra sé
almennt vanhæfur til
meðferðar mála, þar
sem fiokkssystkini
hans eiga í hlut, myndi
slíkt óhjákvæmilega
valda vanhæfi félags-
málaráðherra til með-
ferðar flestra mála,
sem koma til kasta
hans á grundvelli sveit-
arstjórnarlaga. Slík til-
högun myndi leiða til
þess, að úrskurðir á
grundvelli sveitar-
stjórnarlaga yrðu að verulegu leyti
í höndum ráðherra ad hoc, en ekki
ráðherra sem ber embættislega og
stjórnsýslulega ábyrgð á þessum
málaflokki. Slíkt væri í andstöðu við
grundvallarreglur stjórnskipunar-
og stjórnsýsluréttar.“
Ríkislögmaður kemst jafnframt
að þeirri niðurstöðu að þótt aðili að
kærumáli, kærandi eða kærði, sé
samflokksmaður eða þingmaður
sama kjördæmis og ráðherra, sé það
eitt almennt ekki til þess fallið að
draga óhlutdrægni hans í efa með
réttu. Rannveig Guðmundsdóttir sé
því ekki sjálfkrafa vanhæf sam-
kvæmt stjórnsýslulögum til að fjalla
um kæruna.
„Einstaklegir hagsmunir"
Hins vegar er í áliti ríkislögmanns
vikið að hinni matskenndu hæfís-
reglu, sem fram kemur í lögunum,
en þar segir að starfsmaður eða
nefndarmaður sé vanhæfur til með-
ferðar máls „ef að öðru leyti eru
fyrir hendi þær aðstæður sem eru
fallnar til þess að draga óhlutdrægni
hans í efa með réttu.“
Ríkislögmaður segir að til þess
að starfsmaður teljist vanhæfur
samkvæmt þessu, verði hann að
hafa einstaklega hagsmuni af úr-
lausn málsins. Þá verði eðli og vægi
hagsmuna að vera þess háttar að
almennt verði talin hætta á að ómál-
efnaleg sjónarmið geti haft áhrif á
ákvörðun. Ríkislögmaður telur -að
það sé fyrst og fremst starfsmaður-
inn sjálfur, sem metur það hvort um
vanhæfi sé að ræða. „Við slíkt mat
getur starfsmaðurinn/nefndarmað-
urinn einnig þurft að taka mið af
ytri aðstæðum og víkja sæti, ef þær
eru til þess fallnar að draga úr tiltrú
á því, að hann geti litið óhlutdrægt
á málið,“ segir í álitinu.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Þórey J. Sigurjónsdóttír
barnalæknir
Hef flutt læknastofu mína úr Hamraborg 11,
Kópavogi í Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík.
Sími: 631015. Tímapantanir daglega kl. 9-16.30.
V J
Um þetta segir í fréttatilkynn-
ingu, sem send var frá félagsmála-
ráðuneytinu í gær: „Þeir hagsmunir
sem koma þá til skoðunar við mat
á hæfi félagsmálaráðherra, eru að í
hönd fara alþingiskosningar og veru-
legar líkur eru á að félagsmálaráð-
herra, Rannveig Guðmundsdóttir, og
Guðmundur Arni Stefánsson, fv.
bæjarstjóri í Hafnarfirði, munu bæði
eiga sæti á framboðslista Alþýðu-
flokksins í Reykjaneskjördæmi. Sú
staða er þess eðlis að tortryggni
kann að skapast um að Rannveig
Guðmundsdóttir eigi einstaklega
hagsmuni af úrlausn umræddrar
kæru þar sem niðurstaða kærumáls-
ins gæti hugsanlega haft áhrif á
framtíð ráðherrans sem stjórnmála-
manns.
Félagsmálaráðuneytið hefur afar
mikilvægu hlutverki að gegna sem
ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Því
verður það að vera hafið yfir vanga-
veltur um hlutdrægni, yfirhylmingu
eða ómálaefnaleg sjónarmið. Rann-
veig Guðmundsdóttir félagsmálaráð-
herra hefur á grundvelli ofan-
greindra efnisatriða tekið þá ákvörð-
un, að rétt sé að hún óski eftir því
við forsætisráðherra að skipaður
verði seturáðherra til að úrskurða í
því kærumáli sem um ræðir.“
Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staöur: Upphæö kr.:
13. jan. Háspenna, Laugavegi........ 280.046
14. jan. Kringlukráin.................. 62.732
14. jan. Mamma Rósa, Kópavogi....... 72.475
14. jan. Háspenna, Laugavegi........ 57.424
14. jan. Tveirvinir................... 106.261
17. jan. Háspenna, Laugavegi........ 248.166
18. jan. Háspenna, Laugavegi........ 55.298
18.jan. Háspenna, Hafnarstræti..... 151.232
Staöa Gullpottsins 19. janúar, kl. 13:00
var 3.841.027 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
HEFST I DAG!!
Jakkaföt - stakir jakkar - stakar buxur
Dömudragtir - flauelsbuxur - skyrtur
Blússur, peysur, kuldaúlpur, gallabuxur, ódýra hornið o.m.fl.
Opið til kl. 13 í dag og frá kl. IO-14 á morgun.
Verið
NÝBÝLAVEGUR
:A velko^
Jöfur
Toyota
DALBREKKA
\
v e r s I u n
Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin)
Kópavogi, sími 45800.
GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU
YDDA F53.86/SÍA