Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Þér veitti nú ekki af að fá stykki sem stingandi er í, Davíð minn... Prófkjör Alþýðuflokks á Reykjanesi um helgina PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins á Reykjanesi fer fram um helgina. Kjörstaðir eru opnir kl. 13 til 18 á morgun og 10 til 20 á sunnudag. Prófkjörið er opið. Sjö frambjóðendur gefa kost á sér. Guðmundur Ámi Stefánsson þingmaður og Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra sækjast eftir fyrsta sætinu. Hrafn- kell Óskarsson læknir og Petrína Baldursdóttir þingmaður viija í 2.-3. sæti. Elín Harðardóttir mat- reiðslumeistari, Garðar Smári Gunnarsson verkstjóri og Gizur Gottskálksson læknir stefna að kjöri í 3.-4. sæti. Kjósa á í fjögur efstu sæti listans með því að r.úmera nöfn frambjóð- enda. Rétt til þátttöku hafa allir stuðningsmenn Alþýðuflokksins í kjördæminu sem kosningarétt munu hafa í alþingiskosningunum í apríl. Einnig ungir jafnaðarmenn, 16 ára og eldri. Kjörstaðir eru í Mosfellsbæ, á Seltjamarnesi, í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Vogum, Grindavík, Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Fyrstu tölur um kvöldið Til þess að kosning teljist bind- andi, þarf frambjóðandi að hljóta að minnsta kosti 2.257 atkvæði í sæti sitt og framar, en það er 25% af fylgi Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi í síðustu alþingiskosn- ingum. Samkvæmt upplýsingum Sigþórs Jóhannssonar kjörstjórnarmanns hefst talning klukkan 16 á morgun og áætlað er að birta fyrstu tölur á tíunda tímanum um kvöldið. Búist er við að talning standi fram á nótt. Alþýðuflokkurinn hélt síðast prófkjör í Reykjaneskjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 1987 og voru þátttakendur þá um 3.500. Búist er við meiri þátttöku nú. Kjördæmis- þing reyk- vískra sjálf- stæðismanna FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík heldur kjördæma- þing laugardaginn 21. janúar nk. Þingið er haldið á Hótel Sögu, Átt- hagasal, og hefst ki. 13.15. Þingið hefst á umræðum um al- þjóðlega samkeppnisstöðu og vaxtamöguleikum ísl. þjóðarinnar. Framsögumenn verða Sigurður H. Stefánsson, hagfræðingur, og Þor- kell Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Þessi hluti þingsins er opinn öllum reykvískum sjálf- stæðismönnum. Kl. 15.30 verður aðalfundur full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Auk venjulegra aðal- fundastarfa verður lögð fram til afgreiðslu tillaga kjömefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Rvík. Ræðu flytur Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra. ÞRÖSTUR Þórhallsson er í toppbaráttu á Skákþingi Reykjavíkur. Fjórir efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur FIMMTA umferð á Skákþingi Reykjavíkur var tefld miðviku- daginn 18. janúar. Helstu úrslit úr 5. umferð urðu: Þröstur Þórhallsson - Magnús Pálmi Örnólfsson 1 -0, Bragi Þor- finnsson - Halldór Pálsson 1-0, Júlíus Friðjónsson - Jón Viktor Gunnarsson 1-0, Arnar Þor- steinsson - Magnús Örn Úlfars- son 1-0, Jón Garðar Viðarsson - Hrannar Baldursson 1-0. Staða efstu manna eftir 5 um- ferðir af 11:1.-4. ÞrÖstur Þór- hallsson 4 'A, 1.-4. Bragi Þor- finnsson 4 'h, 1.-4. Júlíus Frið- jónsson 4 'A, 1.-4. Arnar Þor- steinsson 4 'A. Næsta umferð verður tefld í dag föstudaginn 20. janúar. Formaður Almannavarnaráðs Starf Almanna- varna staðist Hafsteinn Hafsteinsson Jk LMANNAVARNAR- /% ÁÐ hefur setið fundi JL JL daglega aila þessa viku vegna atburðanna á Vestfjörðum. Almannavarn- aráð er skipað forstjóra Landhelgisgæslunnar, land- lækni, lögreglustjóranum í Reykjavík, póst- og síma- málastjóra og vegamála- stjóra. Almannavarnaráð heldur fundi einu sinni í mánuði en oftar ef þörf kref- ur. Formaður Álmanna- varnaráðs er Hafsteinn Haf- steinsson forstjóri Land- helgisgæslunnar. Hvernig hefur ykkar starf verið síðustu daga? „Það hafa verið miklir fundir í stjórnstöð Almanna- varna ríkisins í kjallara lög- reglustöðvarinnar þar sem við höfum ráðið ráðum okk- ar. Framkvæmdin er svo aftur meira eða minna hjá almanna- varnanefnd fyrir vestan, starfs- mönnum Almannavarna ríkisins og hjálparliðum. Við förum eftir vissu skipulagi. Það kemur til kasta Almannavarnaráðs að koma með stefnumörkun og vera með yfirstjórn á málunum." Hafa verið miklar vökur hjá Almannavarnaráði vegna nátt- úruhamfaranna í Súðavík? „Nei, það hafa ekki verið mikl- ar vökur en það hefur verið fylgst vel með öllu og margir fundir haldnir. Þetta er í fyrsta sinn frá því ég tók sæti í nefndinni sem hættuástand hefur skapast og þetta hefur komið mér fyrir sjón- ir sem afar viðamikið og áríðandi starf sem Almannavarnir ríkisins reka. Það er mjög mikilsvert að það sé rekið með góðu skipulagi. Almannavarnir ríkisins eru þann- ig samsettar að það er haft í huga að þeir sem sitja í stjórn Almanna- varnaráðs séu aðilar sem eru lykil- menn, hver á sínu sviði. Það er afar mikilsvert því þeir geta beitt áhrifum sínum á þann hátt sem nauðsynlegt er.“ Hvernig finnst þér hafa tekist til með allt björgunarstarf vegna snjóflóðanna fyrir vestan? „Ég held að þetta hafi tekist vel, en það er kannski annarra að dæma um það. Fljótt á litið sýnist mér ekki hafi verið unnt að vinna að þessu á annan hátt. Það var vel unnið að þessum störf- um og allir þeir sjálfboðaliðar sem hafa komið við sögu eru ómetan- legir. Starf Almannavarna ríkis- ins í Reykjavík hefur staðist." Hvernig metur þú hættuna á snjóflóðasvæðunum núna? „Það er búið að rýma hús mjög víða á hættusvæðum. Snjóflóð hafa verið að falla, t.d. á Flateyri og fleiri stöðum en það hefur verið búið að rýma hús og vamar- garðar einnig haldið. Slíkar vamir em líka undir heimamönnum komnar. Það má alltaf betur gera og við megum aldrei slaka á. Við þurfum að læra af reynslunni, til- einka okkur nýja tækni og upplýs- ingar. Það verður unnið mjög rækilega að því og farið yfír öll þessi mál að þessu afstöðnu og áríðandi að til þess verði vel vand- að. Starfinu er langt frá því að vera lokið. Vestanmenn eru enn í viðbragðsstöðu og við höldum áfram að halda daglega fundi. Við höfum verið með fundi a.m.k. tvisvar sinnum á dag.“ Hvernig er upplýsingaflæði til Almannavarnaráðs háttað? „Það kemur beint frá almanna- varnanefndum. Við áttum mjög gott og mikið samstarf við for- mann almannavarnanefndarinnar ► Hafsteinn Hafsteinsson er hæstaréttarlögmaður og for- maður Almannavarnaráðs rík- isins. Hafsteinn vann hjá Fiski- félagi tslands 1959-1960. Hann starfaði sem fram- kvæmdasljóri hjá síldarsöltun- arstöðinni Pólstjörnunni hf. á Siglufirði jafnhliða laganámi. Hann var fulltrúi hjá bæjar- fógetanum í Keflavík og skip- aður lögreglustjóri í Bolungar- vík 1966 og gegndi því til 1969. Jafnframt var hann ráðinn sveitarstjóri Hólshrepps 1966 og gegndi hann báðum störf- um til 1968. Hafsteinn rak lög- mannsstofu frá 1969 þar til hann tók við starfi sem for- stjóri Landhelgisgæslunnar. Hann var lögfræðingur Land- helgisgæslunnar frá 1969 og var jafnframt blaðafulltrúi hennar frá 1. september 1972. Hann var framkvæmdastjóri Sambands íslenskra trygg- ingafélaga og Alþjóðlegra bif- reiðartrygginga á íslandi frá 1973 til 1985 og framkvæmda- stjóri Björgunarfélagsins hf. frá 1983 til 1985. Hann var skipaður forstjóri Landhelgis- gæslunnar 30. júní 1993 ogtók við því starfi 1. september sama ár. fyrir vestan, Ólaf Helga Kjartans- son. Eðli málsins samkvæmt höf- um við greiðan aðgang að þeim og þeir að okkur. Þeir hafa vissar skyldur gagnvart Almannavarna- ráði en þetta er fyrst og fremst samstarf. Ég held að fjölmiðlar hafi verið þokkalega tillitssamir og reynt að rækja sitt starf eftir bestu getu. Ég skil að þeir þurfa að gera það og á vissan hátt hafa þeir létt undir með al- mannavarnanefndum og Almannavamaráði með því að koma á framfæri upplýsingum frá þeim. Ef það er heiðarleiki og gagnkvæmur skiln- ingur þarna á milli tel ég fjöl- miðla þjóna mjög vel sínu hlut- verki. Það kemur að vísu stundum fyrir að menn em heldur fljótir á sér að tilkynna vissa hluti en það er ósköp erfitt að fara alveg rétta línu í þeim efnum.“ Kemur til greina að leita til grannþjóðanna eftir þeirra reynslu í snjðflóðavörnum? „Það er alveg ljóst að það verð- ur leitað hvert sem er ef það er talið geta gert gagn. Á þessu stigi höfum við engar sérstakar fyrir- myndir hvað það varðar en öll þessi mál verða könnuð mjög gaumgæfilega að þessu afstöðnu, farið yfir atburðarásina og kann- að hvað mætti betur gera.“ Fjölmiðlar þokkalega tillitssamir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.