Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta mynd hins rómaða ieikstjóra Gus Van Sant. Myndin er byggð á frægri bók eftir Tom Robbins og segir frá hinni vansköpuðu Sissy Hankshaw og leit hennar að sínum sess meða manna. Sissy Hankshaw er afbrigðileg að því leyti að þumalputtar hennar eru óvenju langir. En Sissy lætur þessa vansköpun ekki hrjá sig hið minnsta og á meðan snýr hún vörn í sókn og verður færasti húkkari veraldar og meistari í puttaferðalögum. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, John Hurt, Uma Thurman, Rosanne Arnold og Sean Young. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 16500 STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmynda- getraun. Verðlaun: Boðsmiðará myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verö kr. 39,90 mín. EINN TVEIR ÞRlR Ein stelpa, tveir strákar, þrir möguleikar threesome Sýnd kl. 11. B. i 12 ára. AÐEINS ÞU Sýnd kl. 7 og 9. Miðaverð kr. 550. Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. Fellini heiðraður ÍTALSKA leikstjóranum Federico Fellini, sem lést fyrir tveimur árum, verður vottuð virðing í dag, en á þessum degi hefði hann orðið 75 ára. Heljarmikil farandsýning á verk- um hans verður opnuð í Róm og mun svo verða flutt til Þýskalands, Banda- ríkjanna, Bretlands og Japans. Þá standa yfír þriggja daga hátíðarhöld í Róm, sem hófust á miðvikudag, til minningar um leikstjórann. „Mér fínnst erfítt að kyngja því að það komi engar fieiri myndir frá Fellini," sagði Martin Scorsese í opn- unarræðu hátíðarinnar. „Án hans mikilfenglegu nærveru virðist heim- urinn vera ögn minni og grámósku- legri. Sem betur fer eigum við ennþá myndir hans og það er hans gjöf til okkar.“ Aðalræðumaður var leikarinn Anthony Quinn og hann rifjaði upp heilræði Fellinis í ræðu sinni: „Eg hélt mikið upp á hugarflug Fellinis. Hann sagði til dæmis við mig að ég ætti aldrei að segja sannleikann: Allir þekkja sannleikann. Segðu þeim eitthvað sem þau hafa ekki heyrt áður. Segðu þeim að móðir þín sé prinsessa og faðir þinn risi. Það er miklu áhugaverðara." Leikstjórinn Paul Mazursky sagði í ræðu sinni að bak við heim drauma og nostalgíu, sem kvikmyndir Fellin- is byggðust á, vottaði líka fyrir raun- sæi: „Þegar fólk talar um Fellini er það oft upptekið af trúðum, konum með stór bijóst og ýktum persónum. Að mínu mati dró Fellini líka upp mynd af mannlegu eðli, sem var af- skaplega sorgleg og samt einhverra hluta vegna yndislega fyndin og furðulega vongóð." Japanski leikstjórinn Akiro Kur- osawa sagðist alltaf hafa litið á Fell- ini sem stóra bróður sinn. „Eg hitti hann einu sinni í Róm og hann gaf mér rauðan trefíl sem var nákvæm- lega eins og hans. Síðan leiðbeindi hann mér um borgina og fór með mig á dæmigerðan ítalskan veitinga- stað.“ Vinir Fellinis frá upphafsárum hans sem kvikmyndagerðarmanns minntust hans með söknuði. „Enn þann dag í dag tek ég upp símtólið til að hringja í hann, en svo man ég eftir því að það er ekki hægt,“ sagði leikarinn og leikstjórinn Alberto Sordi, sem var vinur Fellinis í rúma hálfa öld. í gærkvöldi færðust hátíðarhöldin vegna afmælis Fellinis á strætið Via Veneto í Róm, en það var gert ódauð- legt í mynd Fellinis „La Dolce Vita.“ Búðareigendur og hóteleigendur skipulögðu stóra sýningu undir ber- um himni af stækkuðum römmum af fílmunni og afhjúpuðu minnis- skjöld um hinn goðsagnakennda leik- stjóra Fellini. FELLINI fékk Óskarsverðlaun árið 1993 fyrir æviframlag sitt til kvikmynda. Með honum á myndinni eru Marcello Mastro- ianni og Sophia Loren. SAMMM SAMm® FORSYNING I BIOBORGINNI I KVOLD KL. 11.10 m . jiM&i ; ■ LEIKSTJÓRINN Fellini með eiginkonu sinni og leikkon- unni Giuliettu Masina. Hann lést í október 1993 og hún lést í fyrra. KYNBOMBAN Anita Ekberg í frægustu kvikmynd Fellinis, „La Dolce Vita“. GIULIETTA Masina sem fátæki einfeldningurinn, Anthony Quinn sem vöðvatröllið Zampano og Richard Basehart sem trúð- urinn í Óskarsverðlaunamynd Fellinis „La Strada“ frá árinu 1954. Anthony Quinn spurði Fellini eitt sinn af hverju hann fengi ekki að leika í fleiri myndum hans. Fellini svaraði: „Fyr- ir mér verður þú alltaf Zampano."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.