Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rafmagnslaust í Húnavatnssýslu Bilun og selta söku- dólgar Morgunblaðid. Blöndósi SNJÓBÍLAR áttu í vandræðum með að að komast áfram í Húnavatns- sýslu í gær vegna lausamjallar og brattra skafla. Á svæðinu geisaði glórulaus stórhríð í fyrradag og var rafmagnslaust frá Hrútatungu að Borðeyri í Vestur-Húnavatnssýslu, og einnig var rafmagnslaust í hluta Hvammstanga og á Vatnsnesi. í Skagafirði var rafmagnslaust í Lýtingsstaðahreppi, Hegranesi og við mynni Hjaltadals. Einnig í Blönduhlíð og á Reykjaströnd. Að sögn Hauks Asgeirsson umdæmis- stjóra eru ástæður rafmagnsleysins selta, brotnir einangrarar og bilun í millispennistöð á Skaga. Ottast um söluskála Haukur sagði að ekki yrði hafist handa við að kanna aðstæður fyrr en veður gengi niður, Vart sást á milli húsa og menn fóru aðeins á snjóbílum lengri vegalengdir. Gaflinn á Blönduskálanum við Blönduósbrú gekk inn um 10 sm og óttuðust menn að húsið spryngi vegna ágangs vinds og ísingar. Settu menn bita í sperrur og í miðj- an gaflinn til að hann gengi ekki inn í áhlaupunum, og stóðst sá búnaður raunina og stendur skálinn enn. Óskar Húnfjörð, framkvæmda- stjóri Húnfjörð hf. sem rekur skál- ann, sagði að menn hefðu verið „skíthræddir innandyra í skálan- um.“ Mjólk sótt á seinustu stundu í Austur-Húnavatnssýslu eru fimm bæir sem ekki hafði verið sótt mjólk til frá því á föstudag. Bændur á fimm bæjum, sem eru í Svartárdal og Vatnsdal, hugðust hella mjólkinni niður, yrði hún ekki sótt, en það tókst að ná í mjólkina í gær á síðustu stundu. -----♦ ♦ ♦--- Björgom- armenn heim SEX björgunarsveitarmenn frá Sel- fossi og Hellu með tvo snjóbíla á leið í Gufudalssveit sneru heim á leið í gær. Bjarni Amþórsson, fé- lagi í flugbjörgunarsveitinni á Hellu, sagði að látið hefði verið nægja að senda snjóbfl frá Stykkis- hólmi yfir fjörðinn. Bjarni var ásamt tveimur félögum sínum á vörubíl með snjóbíl á pallinum að nálgast Borgarnes þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Ferðalagið hafði ekki gengið áfallalaust fyrir sig því snjóbíll Sel- fyssinganna hafði skemmst á leið- inni og aðstoðuðu björgunarsveitar- menn í Stykkishólmi við að koma honum þangað. „En við vorum í tvo til þijá tíma á Heydalnum og kom- um um sjö leytið á miðvikudags- kvöld til Stykkishólms. Við höfum farið eitt og annað síðan þá. Okkur var stefnt í Skarðsvíkina en í morg- un var hætt við það enda vitlaust veður. Við fórum aftur í Búðardal og svo stóð aftur til að við færum út að Reykhólum en sú ferð var síðan afturkölluð," sagði Bjarni. Hann sagði að haldið hafi verið heim á leið frá Búðardal síðdegis. 79 ára gamall maður fórst í snjóflóði í Reykhólasveit Morgunblaðið/Sverrir SNJOFLÓÐIÐ lagði útíhúsin í rúst og hreif með sér traktor og jéppa en fór framhjá íbúðarhúsinu á Grund. Sonurinn fannst á lífi 12 tímum eftir flóðið Feðgarnir fóru til gegninga um klukkan 17 á miðvikudag. Talið er að snjóflóðið hafi fallið um klukkan 20. Inni í bænum voru Lilja Þórar- insdóttir kona Ólafs og Guðmundur eldri sonur þeirra en urðu ekki vör við flóðið utan að sog heyrðist í frárennslisrörum. Á bæjum í ná- grenninu heyrðist mikill dynkur á en það var sett í samband við veðr- ið, sem var mjög vont með miklum byljum. t Nokkru síðar fór eldri sonurinn út og sá að snjóflóð hafði fallið og útihúsin horfín að mestu. Flóðið, sem er um 200 metra breitt, fór vestan megin við íbúðarhúsið en snerti það ekki. Bjama P. Magnússyni sveitar- stjóra var gert viðvart og hann lét hringja á bæina í sveitinni. I Stykk- ishólmi var stjórnstöð vegna ferðar björgunarsveitarmanna í Gufudal. Þar var Þórólfur Halldórsson sýslu- maður Barðastrandarsýslu og skipulagði björgunaraðgerðir hjálp- arsveita frá Búðardal, Akranesi og fleiri stöðum. Þær sveitir komust þó ekki til Reykhóla vegna veðurs og ófærðar. Menn á Króksfjarðar- nesi, sem hugðust aðstoða við björgunarstörf, komust heldur ekki til Reykhóla vegna ófærðar. Bandvitlaust veður Björgunarsveit heimamanna hóf síðan leit á Grund og voru 38 manns við leit þegar mest var. „Þetta virt- ist vonlaust. Veðrið var bandvit- laust og menn höfðu aldrei tekið þátt í svona leit, þannig að enginn vissi hvemig átti að haga sér,“ sagði Bjami. Hringt var í Almannavarnir ríkis- ins til að fá leiðbeiningar um hvem- ig leita ætti með stikum en það gekk illa þar enda mikið brak í snjónum auk þess sem plötur fuku um svæðið. Um klukkan 3 var ákveðið að takmarka leitarsvæðið. Bjami sagði að menn hefðu reynt að setja sig í spor feðganna og tal- ið að þeir hefðu verið um það bil að ljúka verkum í mjólkurhúsi þeg- ar flóðið féll. „Við fundum mjólkurskápinn og grófum hann upp. Síðan héldum við okkur þar. Klukkan sjö fundum við úlpu annars mannsins og síðan feðgana klukkan 8,“ sagði Bjami. Enn með gleraugun Að sögn Braga Benediktssonar sókarprests, sem tók þátt í leitinni, sagði Unnsteinn að þeir feðgar hefðu verið að stíga út úr mjólkur- húsinu þegar snjóskriðan féll á þá. Þegar Unnsteinn fannst lá hann ÞRIR hvolpar grófust í snjóflóðið en björgunarmenn fundu tvo þeirra lifandi en kalda og hrædda í rústunum í gær. Á minni myndinni er Stefán Magnússon með annan hvolpinn í fanginu. í nokkuð gljúpum snjó innan um dauð lömb úr fjárhúsunum. Hann var enn með gleraugu á sér, og hafði lófana fýrir vitunum en Bjarni P. Magnússon sagði að Unnsteinn hefði nýlega horft á mynd um snjó- flóð í sjónvarpinu þar sem lögð var áhersla á að skýla andlitinu. TF Sif, þyrla Landhelgisgæsl- unnar lagði af stað til Reykhóla klukkan 9.35 með lækni og hjúkr- unarfræðing, sem er sérfræðingur í áfallahjálp, en veður hamlaði því að þyrlan kæmist fyrr af stað. Þyrl- an lenti á Reykhólum klukkan 10.53 og lagði klukkutíma • síðar af stað til Reykjavíkur með Unnstein og móður hans. Þyrlan lenti við Borg- arspítalann kl. 12.33. Talið er að um 200 fjár hafi drep- ist í snjóflóðinu en um 60-70 kindur björguðust. Þá drápust um 20 naut- gripir en 6 kálfar björguðust. Snjóflóð hafa fallið áður nálægt Grund, þar á meðal eitt í byijun vikunnar, en þau hafa svo vitað sé öll fallið á öðrum og hættuminni stöðum. Svæðið var lýst hættu- svæði og því lokað í gær því stór hengja var enn í fjallinu og talin hætta á að hún félli. SJÖTÍU og níu ára gamall maður, Ólafur Sveinsson bóndi á Grund í Reykhólasveit, fórst þegar snjóflóð féll á útihús við bæinn um klukk- an 20 á miðvikudagskvöld. Sonur Ólafs, Unnsteinn Hjálmar 37 ára, komst lífs af úr flóðinu en björgunarsveitarmenn fundu feðgana á áttunda tímanum í gærmorgun eftir leit við mjög erfiðar aðstæður. Ólafur var látinn þegar hann fannst, en Unnsteinn var með með- vitund en marinn og mjög kaldur. „Þeir sem fundu hann sögðu að það hefði verið ólýsanleg tilfinning þeg- ar hann greip í hendina á þeim,“ sagði Bjarni P. Magnússon sveitar- stjóri í Reykhólasveit sem stjómaði leitinni um nóttina. Mikill dynkur 'Ar\ ■ fCY YKJANES^ Grundai? Miðhusa-/ hvrna // 'u Bjargfjall y ..hymJU Grund ...........n Reykhóla rib f Miðhus 2km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.