Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Söngstarf Kvenna kórs Reykjavík- ur að hefjast í KVÖLD frumsýnir Þjóðleikhúsið Oleönnu eftir Davið Mamet á Litla sviðinu. Oleanna í Þjóðleikhúsinu SÖNGSTARF Kvennakórs Reykja- víkur á nýju ári hefst nú senn, en starfinu á haustmisseri lauk með tvennum jólatónleikum í Hallginms- kirkju. Stjómandi kórsins er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir, raddþjálf- ari Björk Jónsdóttir sópransöng- kona og píanóleikari Svana Vík- ingsdóttir. Kórfélagar muna mæta 18. janúar á sína fyrstu æfingu. Vox feminae hópurinn mun starfa áfram einu sinni í viku og heidur tónleika í dymbilviku. Fullskipað er nú í kórinn og verð- ur ekki hægt að taka inn nýja fé- laga að svo stöddu. í kynningu segir: „Kórskóli Kvennakórs Reykja- víkur verður starfræktur áfram eft- ir áramót og er hann ætlaður áhugasömum konum með litla eða enga reynslu af söngstarfi. Þar verður kennd raddbeiting, tónfræði og samsöngur, og hefst kennsla 23. janúar kl. 18.30. Söngkennari verð- ur Harpa Harðardóttir. Einnig mun skemmtikórinn verða starfræktur áfram en hann er ætlaður konum FJÖLDI listamanna Leikfélags Akureyrar æfir nú af kappi leiksýn- ingu sem unnin er úr ljóðum skálds- ins frá Fagraskógi. Frumsýning verður á aldarafmæli Davíðs, laug- ardaginn 21. janúar. Höfundur leikverksins er Erling- ur Sigurðarson íslenskufræðingur og kennari við Menntaskólann á Akureyri og skrifaði hann verkið að beiðni LA af þessu tilefni. Það er óhætt að segja að leiksýningin verður stærsti einstaki viðburður- inn í tilefni afmælisins. Leikstjóri og leikmyndahöfundur er Þráinn Karlsson, búninga gerir Ólöf Krist- ín Sigurðardóttir, tónlistarstjóri er Atli Guðlaugsson og hefur hann jafnframt útsett tónlistina í sýning- unni. Lýsingu hannar Ingvar Bjömsson. í kynningu segir: „í þessu nýja leikverki tjáir skáldið Davíð Stef- ánsson hug sinn á ýmsum tímum og leitar á vit minninganna þar sem persónur stíga fram úr hugskoti sem áður hafa komið að söngstarfi og verða æfingar einu sinni í viku. Þar verður fyrsta æfing 24. janúar kl. 18.30. Leiðbeinendur verða Að- alheiður Þorsteinsdóttir og Margrét J. Pálmadóttir. Gospelhópurinn mun starfa áfram af fullum krafti en hann var stofnaður sl. haust. Þessi hópur er ætlaður konum með söngreynslu og lýkur starfinu með gospeltón- leikum í apríl. Æfingar verða einu sinni í viku, fyrsta æfing 24. janúar kl. 20. Söngkennari verður Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari Aðal- heiður Þorsteinsdóttir. Síðast en ekki síst þá mun kórinn starfrækja kórskóla fyrir ensku- mælandi konur. Þar verður kennd raddbeiting, tónfræði og samsöng- ur, og hefst kennsla 23. janúar kl. 18.30. Öll kennsla fer fram á ensku og kennari verður Rut L. Magnús- son. Hér er um nýmæli að ræða í starfi kórsins." Allar æfingar verða í hinu nýja húsnæði Kvennakórs Reykjavíkur á Ægisgötu 7. hans og fjölbreytilegar myndir lifna. A sviðinu glæðast þessar táknmyndir og talsmenn ólíkra við- horfa lífi, þar sem ástin er í aðalhlu- verki.“ Með hlutverkin fara Aðalsteinn Bergdal, Bergljót Arnalds, Dofri Hermannsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteins- dóttir. Fjöldi laga er sunginn í sýning- unni og eru sögnvarar Atli Guð- laugsson, Jóhannes Gíslason, Jón- asína Arnbjömsdóttir og Þuríður Baldursdóttir. Um hljóðfæraleik sér Birgir Karlsson. Frumsýning verður sem fyrr segir á afmælisdegi skáldsins 21. janúar kl. 20.30. Tvær sýningar eru síðan daginn eftir, síðdegissýn- ing kl. 16 og aftur um kvöldið kl. 20.30. Sýningum verður síðan fram haldið ásamt jólasýningu LA, Óvæntri heimsókn, sem hlotið hef- ur góða dóma. / ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir á Litla sviðinu í kvöld kl. 20.30 bandaríska leikritið Oleanna eft- ir David Mamet, verk sem vakið hefur athygli á vesturlöndum og mijdl viðbrögð. í kynningu segir: „Ung stúlka í háskólanámi leitar ásjár kenn- ara síns þegar hún sér fram á að falla á mikilvægu prófi. Hann á von á stöðuveitingu og aukinni velgengni, hún sér hins hins veg- ar fram á að margra ára strit fari í vaskinn. Samskipti þeirra taka smátt og smátt á sig ófyrir- séða mynd og áhorfendur standa að lokum frammi fyrir áleitnum spurningum um samskipti kynj- anna, misbeitingu valds og teygj- anleika þess sem kallast getur rétt eða rangt. Ekki síst vakna spurningar um mismunandi túlk- un manna á hinu talaða orði og einu eldfimasta málefni okkar tíma, kynferðislegri áreitni. David Mamet þykir með allra fremstu nútímaleikskáldum MYNPLIST Gallcrí Gmbra KLIPPIMYNDIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14—18 til 1. febrúar. Aðgangur ókeypis. KLIPPITÆKNI (collage) hefur ekki verið áberandi sem miðill myndlistarmanna hér á landi hin síðari ár, þó ýmsir noti hann óspart við undirbúning verka sinna í öðr- um miðlum. Þessi tækni er þó mik- ið notuð í kennslu, og hentar þar vel til að kynna nemendum form og myndbyggingu; það er sjald- gæfara að litið sé til klippimynda sem hins endanlega tjáningarmið- ils. Kristján Kristjánsson útskrifað- ist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973, og stundaði fram- haldsnám við Listaháskólann í Stokkhólmi. Hér er á ferðinni tí- unda einkasýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt í ýmsum samsýningum. í verkum sínum hér er Kristján að leitast við að skapa tímatal, almanak mánaðamynda fyrir framtíðina. Myndirnar byggir hann upp sem kvenandlit, þar sem hin- um ýmsu þáttum er raðað saman í eina heild. Hér er sparlega farið með efnið, og hvítur flöturinn er mjög virkur þáttur í hverri mynd. Sterkustu einkenni andlitanna Bandaríkjanna, auk þess sem hann er þekktur fyrir gerð kvik- myndahandrita og leikstjórn. Meðal þekktustu leikverka hans má nefna Ámerican Buffalo, Glengary Glenn Ross og Duck Variation. Meðal kvikmynda- handrita hans eru til dæmis The Postman Always Rings Twice, The Verdict og The Untoucha- bles. Mamet hefur nýlega Iokið við að leikstýra kvikmynd eftir leikritinu Oleanna. í uppfærslu Þjóðleikhússina á Oleanna fer Elva Ósk Ólafsdóttir með hlutverk háskólanemans og Jóhann Sigurðarson leikur kenn- arann. Lýsing er í höndum Ás- mundar Karlssonar, Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga, Hallgrímur H. Helga- son þýddi verkið en Þórhallur Sigurðsson leikstýrir því. Ónnur sýning er sunnudaginn 22. og sú þriðja miðvikudaginn 25. janúar. eru mánaðarleg tilbrigði við þykk- ar rjóðar varir, sem hafa reynst afar vinsælar í nútímalist, allt frá dögum súrrealistanna. Aðrir þættir andlitanna eru ekki eins sterkir, þó oft séu augun vel valin, m.a. þar sem önnur form koma í þeirra stað; aðrir drættir byggja mjög á ímynd stakra mánaða. Greining hinna mánaða er ekki alltaf skýr, þó í sumum tilvikum sé hún auðveld. Febrúar ber með sér snjóbreiðuna, maí lofar gulli og gersemum, júlí fylgir blómahaf o.s.frv. Þó fylgjast einkennin ekki alltaf að; munnsvipur mars er þannig mun glaðlegri en júlí, og varir febrúar tengir maður fremur við ástir og unað vorsins en harðan vetur. Þannig er nokkuð ósamræmi í vali einstakra myndþátta, sem dregur úr gildi heildarinnar og gildi þeirra tilfinninga, sem tengja má einstökum tímabilum. Hér er nosturslega unnið; gylltir rammarnir skapa góða heild, og hver flötur er vel frá genginn. Myndimar njóta sín vel í þessu litla rými, en samt er eins og eitthvað tómahljóð fylgi þeim þegar allt er kemur til alls. Það er Ijóður á sýningunni, að hún er ekki fullkomnuð. Af ein- hverjum ástæðum hefur listamað- urinn kosið að taka mynd janúar- mánaðar út úr hér og setja hana sem framlag sitt á samsýningu sem nú stendur í Nýlistasafninu, og skerða þannig þá heildarmynd, sem hann leitast við að skapa með Bíósalur MIR Sextíu ára sögu- fræg kvikmynd KVIKMYNDASÝNINGAR eru hafnar að nýju eftir hlé um jól og áramót í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, og næstkomandi sunnudag, 22. janúar, kl. 16 verður sovéska myndin „Kátir félagar" (Vésjolíe rebjata) sýnd. Þetta er sögufræg 60 ára gömul kvikmynd, frumsýnd í árslok 1934 og sögð vera fyrsta sovéska söngvamyndin. Leikstjóri myndarinnar er Alex- androv, samstarfsmaður Eisen- steins í Mexíkó-leiðangrinum á fjórða áratugnum. Tónlistin í myndinni er eftir Dúnajevskíj og hlutu mörg laganna í myndinni miklac vinsældir. Myndatökumað- urinn bar norrænt nafn, hét V. Nielsen. Með helstu hlutverkin fara L. Útesov og L. Orlova. Kvikmyndin er hér sýnd án þýddra skýringar- texta. Sunnudaginn 29. janúar verður síðari hluti myndarinnar „Rauða torgið" sýnd í bíósalnum á Vatns- stíg (fyrri hlutinn var sýndur 30. október sl.). Fyrri hluti febrúar- mánaðar verður helgaður Fjodor Dostojevskíj en síðari hluti mánað- arins Lév Tolstoj. Stórmyndin „Stríð og friður“ verður sýnd í heild laugardaginn 25. febrúar og hefst sýningin kl. 10 að morgni og lýkur um kl. 18.30. Gerð verða kaffi- og matarhlé milli einstakra hluta myndarinnar. Sala aðgöngumiða að þessari maraþonsýningu er á Vatnsstíg 10, en annars er aðgangur ókeyp- is og öllum heimill að sunnudags- sýningum MÍR. eigin sýningu. Er slíkt undarlegt, þegar haft er í huga hversu sam- hnýtt þessari sýningu er ætlað að vera. Sýningunni fylgja gamlar ís- lenskar vísur, sem fjalla um mánuðina í hinu gamla tímatali (mörsug, þorra, góu, einmánuð o.s.frv.). Það er erfitt að sjá nokk- ur tengsl þessa við verk lista- mannsins; mörk mánaða voru önn- ur og efnistök hans í myndunum bera engin merki þeirra einkenna, sem koma svo listilega fram í knöppu máli vísnanna. Efni þeirra er fremur til þess fallið að vekja athygli á hversu fátæklegar þessar efnisrýru glansmyndir nútímans eru í samanburði við þau einkenni árstíðanna, sem þar eru svo mynd- rænt dregin upp í fáum orðum. Loks ber þess að geta að í hug- um þeirra sem hafa kynnt sér list- ir að nokkru hljóta öll mánaðartöl sem þessi að lenda í samanburði við gullmola sögunnar; ber þar hæst hinar „Gullnu Stundir Her- togans af Berry“, mánaðamyndir sem voru festar á skinn á fyrstu áratugum 15. aldar og hafa löng- um verið taldar meðal meistara- verka gotneskrar listar. Flest síð- ari tíma verk af þessu tagi fölna við hlið þeirra mynda og svo er einnig hér; glansborin andlit nú- tímans verða léttvæg við hlið slíkra gimsteina listasögunnar. Að öllu sögðu verður þessi sýn- ing því lítt minnistæð, þrátt fyrir þokkalega tilburði á köflum. Eiríkur Þorláksson Aldarafmæli Davíðs Stefánssonar Opið hús í Þjóðleikhúsinu í TILEFNI þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, verður dagskrá í Þjóðleikhúsinu, Þar sem blómin anga, laugar- daginn 21. janúar. Flutt verða brot úr verkum Davíðs, lesið úr ljóðum og sungið. Þeir sem fram koma eru leik- aramir Anna Kristín Amgríms- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Guð- rún Þ. Stephensen, Halldóra Bjömsdóttir, Herdís Þorvalds- dóttir, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Hjálmar Hjálmarsson og Kristján Franklín Magnús. Garðar Thór Cortes og Ingibjörg Marteinsdóttir syngja lög við texta Davíðs, auk þess sem fram koma þrír kórar, Karlakórinn Fóstbræður undir stjóm Áma Harðarsonar, Þjóðleikhúskórinn sem Þuríður Pálsdóttir stjórnar og Skólakór Kársnesskóla. Dagskráin er tekin saman af Herdísi Þorvaldsdóttur og Erl- ingi Gíslasyni, tónlistarumsjón hefur Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, og Andrés Sigurvinsson leik- stýrir. Dagskráin „Á meðan blómin anga“ verður á Stóra sviðinu og hefst kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Leikfélag Akureyrar frumsýnir nýtt leikverk A svörtum fjöðr- um - úr ljóðum Davíðs Stefánssonar Glansmyndir nútímans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.