Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 43 . ÍDAG *T H ÁRA afmæli. í dag, ■ " 20. janúar, er sjötug Guðrún Héðinsdóttir, Fossvöllum 6, Húsavík. Eiginmaður hennar er Kristján G. Óskarsson. AÁRA afmæli. Mánu- I V/ daginn 23. janúar nk. verður sjötug Petrína Gísladóttir, Hraunbæ 142, Reykjavík. Eiginmað- ur hennar er Bjarni Egils- son. Þau hjónin taka á móti gesturp í Bjarkarási v/Stjörnugróf laugardag- inn 21. janúar milli kl. Lóósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. september sl. í kirkjunni á Klepp á Roga- landi, Þórir Hergeirsson, handknattleiksþjálfari frá Selfossi og Kirsten Gaard, íþróttakennari frá Klepp. Heimili þeirra er að John Koppangsveg 5, El- verum, Noregi. Ijósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. september sl. í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Guðbjörg_ Elsie Einars- dóttir og Örn Kæmested. Heimili þeirra er á Gónhól 25, Njarðvík. COSPER Vaknaðu maður! Við borgum 18.000 krónur á dag fyrir þetta útsýni. 15-18. ! I « I I \ í 1 I SKAK llmsjón Margcir Pétursson ÞESSI STAÐA kom upp á Skákþingi Vestfjarða, sem var opið, í sumar. Ungi meistarinn Bragi Þorfinns- son (2.185), Reykjavík, var með hvítt en Magnús Pálmi Örnólfsson (2.125), Bol- ungarvík, var með svart og átti leik. 32. - Hxd4!, 33. exd4 - Hf3!! (Vinningsleikur. Ef hvítur leikur nú 34. gxf4 situr hann uppi með tapað endatafl eftir 34. - Rf4, 35. Hgl - Dxgl+, 36. Kxgl - Re2+, 37. Kh2 - Rxc3, 38. bxc3. Hvítur velur aðra leið sem er þó síst skárri). 34. Hc7 - Rf4, 35. Bxf7+ - Kf8, 36. Dxf3 - gxf3, 37. g4 - hxg3 (framhjáhlaup), 38. Hgl - gxf2 og hvítur gaf skömmu sfðar. Skák þessa er að finna í 10. og síðasta tölublaði tímaritsins Skákar í árgangi 1994 með skýringum sigurvegarans. Magnús Örn sigraði nokkuð óvænt á mótinu ásamt Ág- ústi Sindra Karlssyni frá Hafnarfirði. Helsta efnið í 10. tölublaði skákblaðsins er grein um Vestfjarðamótið eftir Hall- dór G. Einarsson, „tölvusál- fræði" eftir Einar Karlsson og grein um skáksögu eftir Guðmund Arnlaugsson, auk annars efnis. Allt forvitni- legar greinar sem hafa mik- ið fróðleiks- og skemmtigildi eins og vera ber í skákriti. LEIÐRÉTT Jón Þór Sturluson Snorri S. Konráðsson Myndaruglingnr í Morgunblaðinu í gær er grein eftir Jón Þór Sturluson, formann Sam- bands ungra jafnaðar- manna, þar sem hann mæl- ir með Petrínu Baldursdótt- ur í 2. sæti á A-lista í Reykjaneskjördæmi. Við hlið þeirrar greinar er önn- ur, eftir Snorra S. Konráðs- son, framkvæmdastjóra MFA, sem hvetur fólk til að kjósa Rannveigu Guð- mundsdóttir í 1. sæti sama lista. Þau mistök urðu í vinnslu að mynd Snorra birtist með grein Jóns Þórs og mynd af Jóni Þór með grein Snorra. Velvirðingar er beðizt á þessum mynda- ruglingi. Hér fylgja myndir af greinahöfundum undir réttum nöfnum. Rangt nafn söngkonu Þau leiðu mistök urðu í við- tali við „Ragtime“-Bob í gær að í greininni og í myndatexta var rangt farið með nafn söngkonunnar Bryndísar Ásmundsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Pennavinir FJÓRTÁN ára þýsk stúlka með margvísleg áhugamál: Beate Hofmann, Sudetenstr. 4, D-84508 Altötting, Gernuiny. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með mikinn fs- landsáhuga auk áhuga á kvikmyndum, bókmenntum og íþróttum: Yoshiko Terado, Showa-nmchi, Ohda-cho Ohda-shi, Shimane, 694 Japan. FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á sundi, kvikmyndum, tónlist, dansi og íþróttum: Jacklyn Smith, P.O. Box 223, Oguaa District, Ghana. ÁTTA ára argentínskur frí- merkjasafnari frá suður- hluta Argentínu: Stellita Rivarola, Velez Sarsfield 295, 9400 Rio Galleogs, Pcia. de Santa Cruz, Argentina. STJÖRNUSPÁ eftir Franccs Drakc STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að tjá þig og hefur mjöggott skop- skyn. OLEANNA Einhver kilning Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú eignast áhrifamikla vini á næstu vikum. Þú verður fyrir töfum í vinnunni, en færð góðar fréttir frá fjarstöddum vini. Naut (20. apríl - 20. maf) Breytingar eru í vændum í vinnunni á næstu vikum sem færa þér viðurkenningu og velgengni. Sýndu ástvini umhyggju í kvöld. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Þér gengur vel að koma hug- myndum þínum á framfæri á komandi vikum, og ferðalag erframundan. Misskildu ekki orð vinar. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Á næstu vikum vinnur þú ötullega að því að tryggja þér góða afkomu í framtfð- inni. Gættu orða þinna svo þau verði ekki misskilin. Ljón (23. júlí-22) ágúst) Sameiginlegir hagsmunir ástvina verða ofarlega á baugi næstu vikurnar. Farðu sparlega með peninga þína í skemmtanaleit. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur ástæðu til að gleðj- ast yfir góðu gengi í vinn- unni á komandi vikum. Með þolinmæði tekst þér að sigr- ast á erfiðleikum. Vog 423. sept. - 22. október) j VINNINGAR PJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING I 6 af 6 0 C1 5 af 6 LÆ+bónus 0 2.906.174 R1 5 af 6 8 27.150 IE1 4 af 6 208 1.660 ra 3 af 6 it*J+bónus 669 220 imm Vinningstötur 11.01.1995 Aöaltöiur: (F)(12)(16) (§)@@ BÓNUSTÖLUR 0(3Oj{32) Heildarupphæð þessa viku 47.665.834 aisi.: 3.615.834 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91 • 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 4S1 BIRT UEÐ FYRIRVARA UM PREHTVILLUR er tvöfaldur næst i SKQ ALDARINNAR Allt að 80% afsláttur á 8000 pörum af vönduðum íslenskum leðurskóm. Spariskór, útiskór, karlmannaskór, kvennskór, bamaskór, vandaðir kuldaskór, mjúkir og hlýíegir heilsuskór og skór með stáltá frá Strikinu, Akureyri á hreint ótrúlegu verði. Vertu ekki óþarflega hör- undsár þótt þú sért ekki sam- mála því sem einhver segir. Kvöldið hefur upp á góða skemmtun að bjóða. Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú vinnur að umbótum á heimilinu og átt von á góðum gestum, svo áhugi á skemmt- analífinu er frekar lítill um þessar mundir. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Spennandi helgarferð verður brátt á dagskrá hjá þér. Reyndu að einbeita þér við vinnuna f dag og varastu ágreining,_______________ Steingeit (22. des. - 19. janúar) Á næstu vikum bjóðast þér ný tækifæri til að auka tekj- urnar til muna. Þú átt erfitt með að taka ákvörðun varð- andi ferðalag. Vatnsberi Um helgina verdur byrjað að selja hina vmsælu Þorrabakka ■ ECiTnTnTTiEEETa ..um helgina Eins manns drasl er annars manns fjársjóður! KOIAPORTIÐ -hlýlegt, notalegt og hagkvæmt Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17. (20. janúar - 18. febrúar) ðh Góð viðbrögð við hugmynd- um þínum gefa þér aukið sjálfstraust á komandi vik- um. Varastu deilur um pen- inga þegar kvöldar. Fiskar (19. febrúar-20. mars) *£í Þú vinnur vel á bak við tjöld- in í dag, og þér miðar vel áfram við lausn á áríðandi verkefni. Stjömuspdna d að lesa sem dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni visindalegra stað- reynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.