Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGU NBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Danmörk Vinnuveitendur hafna 5,8% launahækkunum Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKIR vinnuveitendur höfnuðu í gær 5,8% meðaltalshækkun launa 1995-96, sem samkomulag hafði náðst um við flutningaverkamenn, og gerð kjarasamninga er í hættu. Danska vinnuveitendasamband- ið (DA) hafnaði samkomulaginu á þeirri forsendu að það væri of kostnaðarsamt og gæti spillt sam- keppnisstöðu dönsku útflutn- ingsatvinnuveganna. Samkomu- lagið náði til 30.000 flutninga- verkamanna og samningsaðilar höfðu fagnað því þar sem það væri innan ramma þeirra kaup- hækkana sem stjórnvöld gætu sætt sig við næstu tvö ár. Skuldabréf AGA „SALAN er langt komin nú þegar á fyrsta degi útboðsins," sagði Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaup- þings, um skuldabréfaútboð sem fé- lagið sér um fyrir sænska stórfyr- irtækið AGA. Hann sagði allt benda til þess að öll bréfin, að verðmæti 200 milljónir íslenskra króna, myndu seljast upp. Guðmundur sagði að þetta útboð sýndi að ísland væri komið í beinna samband við umheiminn þegar er- lendir aðilar á borð við AGA væru farnir að leita að fjármögnun hér á í skýrslu frá danska efnahags- ráðuneytinu í desember var gert ráð fyrir að laun mundu hækka um 2,9% á ári næstu tvö ár miðað við 3% í nokkrum samkeppnislönd- um samkvæmt spám sérfræðinga. Danska stjórnin hefur lagt áherzlu á að launahækkunum verði stillt í hóf og að þær verði lægri en í samkeppnislöndunum þannig að verðbólga aukist ekki úr 2%, sem hún er nú, og núverandi uppsveifla komist ekki í hættu. Áður höfðu Samtök danska iðn- aðarins gagnrýnt að með sam- komulaginu við flutningaverka- menn væri gert ráð fyrir óhóflegri hækkun, sem gæti haft fordæmis- landi. Umræðan hérlendis hefði eink- um snúist um að með auknu frelsi á fjármagnsmarkaði færi íslenskt fé úr landi til fjárfestinga erlendis, en hér hefðu menn dæmi um hvernig þróunin gæti stuðlað að betri upp- byggingu fyrirtækis á íslandi. Að sögn Kaupþings er hér um að ræða fyrsta útboð erlends fyrirtækis hér á landi með þessum hætti. Mark- mið útboðsins er að afla fjár til dótt- urfyrirtækisins ISAGA hf. og draga úr gengisáhættu vegna reksturs þess. gildi við gerð heildarsamninga. Verkalýðsleiðtogar gagnrýndu afstöðu DA, þar sem hún mundi grafa undan viðræðum um heildar- samninga við tvær milljónir laun- þega á næstu sex vikum, en þeir eiga að taka gildi 1. marz. Ef samkomulag næst ekki mun ríkissáttasemjari grípa inn í, en einnig kann ríkisstjórnin að setja lög til þess að knýja fram lausn og afstýra verkfalli. Verkföll í einstökum atvinnu- greinum jukust í fyrra, en meiri- háttar ókyrrð hefur ekki verið á dönskum vinnumarkaði síðan 1985. Hæsta ál- verð síðan í maí 1989 London. Reuter. ÁL seldist í gær á hæsta verði síð- an í maí 1989. Verðið hækkaði í 2.145 dollara tonnið, sem er 31 dollars hækkun síðan á miðvikudag og rúmlega 100% hækkun síðan yfirstandandi verðhækkanir hófust haustið 1993. Kunnugir telja að verðið muni halda áfram að hækka. Salan langtkomin á fyrsta degi JkÁRSHÁTÍÐ Stangaveiðifélags reykjavIkur FÖSTUDAGINN 3. FEBRÚAR KL. 19.00 HÓTEL SÖGU VEISLUSTJÓRI Össur Skarphéðinsson Fram koma m.a. hinir ÓVIÐJAFNANLEGU Bergþór Pálsson Egill ólafsson ÖRN ÁRNASON Stórsveitin saga class leikur fyrir dansi KVÖLVERÐARTÓNLIST RAGNAR BJARNASON matseðill Fordrykkur VlLLIGÆSAPARFAIT MEÐ JARÐSVEPPAVINAIGRETTE ERTU OG KAMPAVÍNSSEYÐI MEÐ FYLLTUM BLAÐLAUK Nautamedalíur framreiddar MEÐ HUMARHÖLUM OG SALVÍUKRYDDAÐARI SABAYONE SÓSU Bláberja og MYSUOSTÍS UNDIR MÖNDLUSEGLI KAFFI - KONFEKT Borðvín MlÐAVERÐ KR. 7.500,- MlÐASALA OG BORÐAPANTANIR Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS AUSTURVERI SÍMI: 5686050 FORSALA OG BORÐAPANTANIR LAUGARDAGINN 21 .JANÚAR FRÁ KL. 13.00 TIL 17.00 ÚTSÝNI yfir Newcastle í gegnum eina af mörgum brúm yfir ána Tyne. Eyðslusamir Islend- ingar í Newcastle Boston. Morgunblaðið. KAUPMENN í stærstu verslun- arsamstæðu Evrópu, Metrocent- er í Newcastle á Englandi, fögn- uðu á síðasta ári metviðskiptum. Islendingar lögðu sitt af mörkum til að tryggja velgegni verslunar- samstæðunnar við ána Tyne tæp- lega 500 milljónir króna. Árið 1994 komu þrjú þúsund ferðalangar ofan af Islandi og að sögn bresku fréttastofunar PA eyddi hver þeirra 15 hundruð sterlingspundum (um 160 þúsund krónum) í Metrocenter. AIls komu tæpar 27 milljónir manna í Metrocenter árið 1994, 6,8 af hundraði fleiri en árið 1993 og er þetta áttunda árið í röð sem viðskiptavinum þar fjölgar. John Bryson, stjórandi samstæðunnar, þakkaði það einkum aðdráttarafli Metrocent- er erlendis. I frétt PA var greint frá því að 130 þúsund Norðmenn hefðu lagt leið sína yfir Norðursjóinn til að versla í Metrocenter. Einn- ig hefðu komið „20 Boeing 737 farþegavélar hlaðnar Islending- um og hver farþegi eyddi að meðaltali 1.500 pundum.“ Boeing 737 tekur 153 menn í sæti og má því gera ráð fyrir að um 3.000 manns hafi komið með vélunum 20 og eytt samanlagt 480 milljónum íslenskra króna. 4 Qgrir Morgunverðarfundur i Átthagasal Hótels Sögu þriðjudaginn 24. janúar 1995 kl. 08.00 - 09.30 Ulf Dinkelspiel, fv. utanríkisviðskiptaráðnerra Svíþjóðar: NORÐURLÖNDIN OG ESB -HVAD ER FRAMUNDAN? Fyrirlesarinn, Ulf Dinkelspiel, flytur ræðu s/na á ensku og svarar fyrirspurnum Fundargjald með morgunverði er kr. 1.200 Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 (kl. 08-16) VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.