Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Launastefna og verðbólga I Meginreglur launa- og verðkerfis í dag VIÐ UPPHAF nýrrar lotu kjara- samninga á almennum vinnumark- aði jafnt sem opinberum er afar brýnt að hlutaðeigandi samtök og almenningur geri sér glögga grein fyrir hvaða umskipti hafa orðið í kjara- og verðlagsmálum og hvaða lögmálum núgildandi kerfi lýtur. Brestur á því gæti haft afdrifarík- ar afleiðingar fyrir atvinnu og framþróun um langt skeið fram- undan. Meginbreytingin felst í því að verðbólgan hefur verið gerð sem næst útlæg úr kerfinu og ekki lengur treyst á mismikla verðbólgu að geðþótta hagsmunasamtaka og stjómvalda til að breiða yfir mistök og ógilda kjarasamninga í raun, til ómældrar skaðsemdar síðar og víðar um hagkerfið. I stað þess að spila á verðbólgustigið til þess að fá fram eitthvert brot þess í raun- verulegum kjarabótum, er beitt fastri viðspymu stöðugs gengis og stjómar opinberra fjármála og pen- ingamála sem leiða eiga til stöðugs gengis og jafnvægisraunvaxta. Þetta kerfí veitir atvinnuvegum og fyrirtækjum aðhald og knýr þau til samkeppni um að þjóna hag og heill almennings. Þetta kerfí veitir aðhald með því að koma á sjálfkrafa viðurlögum við mistökum og óraunsæju at- ferli. Gagnvart fyrirtækjum og heilum atvinnuvegum gerist það með taprekstri og gjaldþrotum, þar sem stjómvöld taka ekki lengur ábyrgð á óráðsatferli með því að losa um allar hömlur við því. Gagn- vart launþegum gerist það með því að launakjörin gilda í meginatrið- um sem raunlaun, svo að beint og neikvætt samband hefur komist á milli launakröfunnar og atvinnu hlutaðeigandi starfsstétta og jafn- vel mannaflans í heild. Launþega- samtök geta því ekki lengur látið kylfu óskhyggjunnar ráða kasti sjálfsblekkingar um launakröfur, heldur verða að velja samstæðu raunlauna og atvinnu og þar með hagvaxtar á kúrfunni sem tengir þessi atriði hvort öðm. Þetta sam- Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fœst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! kvæmt né vel þekkt, ar eða aðrar kostaðar heldur háð flóknum og af þvinguðu skattfé innri skilyrðum. En það F berri skuldasöfnun. er ekki síður raunveru- k Góðu heilli hafa for- legt og áhrifamikið fyr- ystumenn almennra þess er að meginhluti Ik komist til mikils og ar, er að meira eða fremur eflist skilning- minna lejrti háður sam- HH|r j|HB ur á því að hin algjör- keppnishæfu raun- ^m ]ega almenna hækk- gengi. Samsvarandi Bjarni Bragi un megi sem minnst aðstæður gilda á tak- Jónsson Vera, enda hefur hún markaðri vettvangi opinberrar oftast ratað greitt yfir í samsvar- þjónustu, þar sem hallarekstur og andi verðbólgu. Mestir möguleikar skattþol almennings setja mörkin, á bestum býtum launþega standa en mikið skortir á skilning þess hins vegar í nánu sambandi við af hálfu þeirra, sem þar starfa. raunsanna möguleika einstakra Það væri þó til full mikils atvinnugreina,. en þá þarf bein mælst að fólk legði félagslegan smitun launahækkana milli greina samanburð og samstöðu alveg á að vera sem minnst. Almenn og hilluna og lifa þær kenndir enn heildstæð kauphækkun miðast ríkt með þjóðinni. Meginspurningin fremur við þær greinar sem lakast í því sambandi hlýtur ætíð að vera standa og þrengst mörk setja. Fé- hve mikla almenna kjarabót þjóð- lagslegur samanburður milli stétta arbúið þolir, áður en hækkunin nálgast stundum mörk hins sjúk- tæmist í verðbólgu eða verður að lega og hefur sem slíkur verið öðrum kosti til þess að skerða at- kallaður „hin græneygða ófreskja vinnu. Slíkt uppgjör getur eðli öfundarinnar", en þjónar í reynd málsins samkvæmt aðeins farið ekki heildarhag. fram í markaðstengdum grundvall- Afstöðuvandamálin aratvmnuvegum, en ekki á rum- stokki sjúkra eða í umsjá barna, Eins og ætíð við upphaf samn- hversu mjög sem við annars metum inga, blasa við ýmis afstöðuvanda- mál sem leita úrlausnar. Þau eru sennilega með illvígara móti að þessu sinni, ekki síst sökum nokk- uð langrar kyrrstöðu í kjaramálum en meðfram fyrir áhrif „hinnar græneygðu", þar sem menn hafa fátt þorað að hreyfa af ótta við að allt færi á skrið. Enda þótt hver maður hafí skiljanlega sína eigin útgáfu af afstöðuvandanum, má nefna hér þrjú helstu vanda- málin sem steðja nú að vinnumark- aðnum: 1. Þörf fyllri viðurkenning- ar á menntun og ábyrgð. 2. Mis- ræmi markaðsmyndunar launa og launasamninga á vegum hins opin- Á vettvangi hverrar at- vinnu- eða starfsgrein- ar, segir Bjarni Bragi Jónsson, eiga menn að semja um launakjör á grundvelli raunhæfra möguleika og greiðsluþols. bera. 3. Láglaunavandinn. Þessi atriði eru tengd innbyrðis og að nokkru í innbyrðis togstreitu. Heil- brigðis- og fræðslustéttir hafa und- anfarin ár eða áratugi hlotið veru- lega lyftingu í menntunarstigi, nánast stökkbreytingu í vissum til- vikum. Verulega mátti efast um nauðsyn og gildi svo snöggra og stórtækra breytinga fýrir hina fag- legu þjónustu, enda þær að miklu leyti bornar uppi af metnaði þess- ara stétta og forystumanna stofn- ana, án þess að fengist væri mikið um kostnaðaráhrifin. Að vonum var því langsótt að fá fulla viður- kenningu hærra menntunarstigs í launum og hefur baráttan snúist um það fram til þessa dags og ávinningar heilbrigðisstétta átt rót til þess að rekja. Er því ráðlegast að lýsa því skýrt og skorinort yfír að með æ vaxandi hlutfalli þeirra með aukna faglega menntun, hafi ekki lengur mátt undan víkjast að taka tillit til þess. Gefí það ekki tilefni eða réttlætingu hliðstæðra krafna, nema þar sem nákvæmlega eins standi á. Um alllangt árabil dró verulega sundur með launum á hinum al- menna, fijálsa markaði og hjá hinu opinbera, einkum fyrir stjórnunar- störf og ábyrgð. Af hálfu opin- berra starfsmanna, einkum BHMR, hefur verið reynt að draga samanburðinn til sérfræðistarfa almennt, en því hafnað eða dregið í efa af opinberri hálfu. Sérstök nefnd um slíkan kjarasamanburð, stundum kölluð Urskurðarnefnd þótt hún fengi ekki svo víðtækt umboð, komst ekki að óyggjandi niðurstöðu um samanburðinn árið 1986. Meirihluti nefndarinnar, sem greinarhöfundur gegndi for- mennsku fyrir, taldi raunar að skýrir viðmiðunarhópar kæmust langleiðina til jafnaðar við almenna markaðinn með ýmiss konar auka- getu og verðmætari lífeyrisréttind- um, en um fullan sambærileik ann- arra hópa ríkti verulegur vafi. Með áður greindum viðurkenningum á gildi menntunar er um leið að veru- legu leyti verið að jafna misræmið gagnvart almenna markaðnum. Vafasamt er þó að öllu lengra verði komist með einhliða launakröfum án þess samhliða því að líkja einn- ig frekar en orðið er eftir ráðdeild og skilvirkni einkavæddrar starf- semi með ráðum eins og samnings- stjórnun, markaðstengingu og sjálfkostun og þar með aukinni ábyrgð starfsliðs á rekstrarlegri útkomu. Höfundur er hagfræðilegur ráðunautur í Seðlabanka, en setur fram eigin skoðanir en ekki bankans í greininni. Gæði iðnmenntunar og fagmennska í iðnaði IÐNFRÆÐSLU- ÁTAKIÐ INN, sem nú er í gangi í nokkrum grunnskólum í Reykjavík, er hugsað sem leið til að breyta viðhorfum nemenda og foreldra til iðn- menntunar og iðnað- arstarfa. í samanburði við önnur lönd sækir yfirgnæfandi meiri fjöldi íslenskra náms- manna í stúdentspróf. í Danmörku, Noregi og Þýskalandi stunda 70% nemendur verk- nám, en ekki nema 32% nemenda á Islandi stunda verknám. INN-verkefnið er eitt skref í þá átt að breyta ímynd verknáms hjá ungu fólki og hvetja það til þess að beina starfsvali sínu að iðnaði. í iðnaði eru mestir möguleikar til nýsköpunar og þjóðin þarf á því að halda að þangað sæki inn sem Hafsteinn Eggertsson mest af hæfileikafólki. Til þess að ná þessum markmiðum verður að efla menntun og auka gæði menntunar í iðn- aði, bæði í löggiltum iðngreinum og í öðrum iðnaði, t.d. í fiskiðnaði, matvælaiðnaði, sæl- gætisiðnaði, plastiðn- aði og í bygginga- og mannvirkjagerð. Atvinnulífið er tilbúið að gerast ábyrgur aðili að skólastarfi í iðnaði Mœllflcsisilnx! leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúlium. E Alltaf tll i lage 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. reiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. í háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, y tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. [ ■'j Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. r BYOQINOAVÖRUVKRSLUN Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640 Ef takast á að auka gæði iðnmenntunar hér á landi og þar með bæta fagmennsku í iðn- aði, verða að koma til ákveðnar breytingar í stjórnun iðnmenntun- ar. Flestar iðngreinar eru tilbúnar að axla þá ábyrgð, sem fylgir því, að sjá t.d. um markmiðssetningu og námsskrárgerð, m.a. tillögur um skipulag námsins. Til þess að ná þessum markmið- um er mikilvægt að setja á laggim- ar móðurskóla fyrir einstakar iðn- greinar, sem atvinnulífíð, þ.e. er samtök atvinnurekenda og launa- fólks í iðnaði, stjórni. Á móðurskól- anum skal hvíla þróunarstarf hvort sem um er að ræða grunn- eða endurmenntun en forsenda þess að hann geti leyst þetta verkefni sitt er bein þátttaka atvinnulífsins í stefnumótun og stjórnun skólans. Móðurskólinn skal skilgreina námsmarkmið, setja fram náms- matskröfur og skilgreina námslok Hver er ástæða fyrir því að talsmenn iðngreina leggja svo mikla áhersln á gæði iðnmenntunar, spyr Hafsteinn Egg- ertsson, og eru tilbúnir að taka á sig ábyrgð á skipulagi og fram- kvæmd námsins? í samræmi við gæðastefnu at- vinnulífsins í viðkomandi iðngrein. Þá annist móðurskólinn kennslu í sérhæfðum áföngum sem ekki er aðstaða til að kenna í öðrum skól- um s.s. vegna tækjabúnaðar. Þá setur atvinnulífið fram kröfur um menntun kennara og annist endur- menntun þeirra. Af þessu má sjá, að atvinnulífið mun í gegnum móðurskóla innan hverrar iðn- greinar setja fram gæðastefnu í iðnmenntun og fylgja henni eftir með þátttöku í stjórnun iðnmennt- unar. Hvers vegna vill atvinnulífið bera ábyrgð á skipulagi iðnmenntunar? Það er einkum tvennt sem kem- ur til. Vinnumarkaðurinn í Evrópu er að breytast og er orðið að einu vinnusvæði. íslenskir iðnaðarmenn þurfa að búa sig undir þessar breyttu aðstæður. Það er breið verkþekking og hæfni í störfum sem skipta máli fyrir íslenska iðn: aðarmenn og iðnað hér á landi. í annan stað gerir neytandinn meiri kröfur til iðnaðarmannsins en áður og krefst þess að hann hafi góða og breiða verkþekkingu og geti tileinkað sér nýjungar í iðngrein sinni og aflað sér þekkingar á nýjum efnum og tækjum sem koma á markaðinn. Til að uppfylla þess- ar kröfur neytandans, þarf tvennt að koma til. Grunnmenntun iðnaðarmanna taki mið af kröfum þeirra og nem- endur sem hafa lokið iðnmenntun verði hæfir til að tileinka sér sí- felldar breytingar sem eiga sér stað hér á landi og annars staðar. Iðnaðarmenn verða að viðhalda þekkingu sinni og bæta við hana m.a. með því, að taka þátt í endur- menntun sem iðngreinin býður upp á. Iðnaðarmaður sem sýnir af sér góða fagmennsku, er sá sem hefur þann metnað í sér, að skila góðu handbragði, sjálfstæði í störfum sínum, áreiðanleika og lipurð í umgengni og hæfni til samstarfs. í allri umræðu um iðnmenntun ættum við að hafa í huga, að lykil- inn að auknum gæðum og fag- mennsku er betri menntun og starfsöryggi í iðnaði. Það skulum við hafa að leiðarljósi í framtíðinni. Höfundur er starfsmaður Fræðsluráðs byggingariðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.