Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Velgengni Tsjetsjena gegn rússnesku ofurefli vekur furðu Fjórtán fórust í Súðavík FJÓRTÁN manns þar af átta böm fór- ust í snjóflóði sem féll í Súðavík á mánudagsmorgun. Snjóflóðið í Súðavík er það mannskæðasta á landinu frá því árið 1919. Leit að fólki lauk á þriðjudagskvöld, en þá um morguninn hafði tíu ára drengur fundist lifandi í fönninni, rúmlega 23 klukkustundum eftir að snjóflóðið féll. Leitarhundar komu með björgunarmönnum frá ísafírði til leitarinnar og er talið að þeir hafí bjargað nokkrum mannslífum. Fórst í snjóflóði FEÐGAR lentu í snjóflóði eftir að flóð féll á útihús við bæinn Grund í Reyk- hólasveit. Sonurinn bjargaðist úr flóð- inu eftir að hafa legið í fönn í um tólf klukkustundir en faðirinn fórst. Oveður á Vestfjörðum MIKIÐ óveður gekk yfír Vestfirði í vikunni og voru hús víða rýmd. Þurftu um 800 manns að yfírgefa heimili sín vegna hættu á snjóflóðum. Auk snjó- flóðanna í Súðavlk og í Reykhólasveit, féllu snjóflóð í Djúpadal í Reykhóla- hreppi, annað féll innan við Patreks- Ijörð en olli ekki skemmdum. Þá féll snjóflóð við Gil í Dýrafírði og sleit raf- línu. Flóð féll á Núp í Dýrafírði og eyðilagði íbúðarhús. Á Flateyri féll snjóflóð en olli litlum skemmdum og snjóflóð féll á veginn um Óshlíð. Snjó- flóð féll innan við Ísaijörð og skemmdi sumarbústað og tvö lítil snjóflóð féllu við Drangsnes og Bitrufjörð og skemmdu raflínur. Við Hvammstanga féll snjóflóð við Ánastaði og drápust um 80 fjár og hross . Loks féll snjóflóð á skíðasvæði Siglfírðinga. ►ENDURMAT á snjóflóða- vörnum á landinu er talið nauðsynlegt í kjölfar snjó- flóðanna í Súðavík og hefur ríkisstjórnin skipað nefnd sem meðal annars á að taka það til umfjöllunar. Um- hverfisráðherra telur nauð- synlegt að kalla til erlenda sérfræðinga, einna helst frá Noregi. ►MEIRIHLUTI Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubanda- lags hefur verið endurreist- ur í Hafnarfirði eftir að Jóhann G. Bergþórsson bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins ákvað að draga sig í hlé frá bæjarstjómarstörfum á meðan mál Hagvirkis-Kletts eru athuguð. Jóhann mun því ekki sitja fundi í bæjar- stjórn eða bæjarráði á með- an viðskipti fyrirtækisins og bæjarsjóðs em athuguð. ►HEILDARTEKJUR borg- arsjóðs eru áætlaðar tæpar 16,9 milljónir á árinu. Þar af em skatttekjur rúmir 11 miHjarðar og er það 794 milljón króna hækkun frá fyrra ári. í fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að rekstr- argjöld lækki um 1,2 millj- arða og að heildarútgjöld borgarsjóðs aukist um 1,5 milljarða. ► NÝTT hlutafélag, Orkan hf., hefur verið stofnað í þeim tilgangi að hefja bens- ínsölu hér á landi á lægra verði en neytendum býðst í dag, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. Hyggst félag- ið fyrst í stað selja bensínið við þijá stórmarkaði við verslanir Hagkaups og Bón- uss en eigendur stórmark- aðanna era hluthafar í nýja fyrirtækinu. ►EINKAÞJÓNN Karls Bretaprins skýrði frá meint- um leyndarmálum um sam- band prinsins við hjákonu sína, Camillu Parker Bow- les. Sagðist þjónninn hafa þurft að þvo moldug náttföt Karls eftir að prinsinn hefði laumast út úr sveitasetri sínu að næturlagi til að liggja hana undir bemm himni meðan Díana prins- essa svaf í húsinu. ►CAMILLA fékk á fimmtu- dag skilnað frá eiginmanni sínum Andrew með hraði þjá dómstóli í London. Er hún fijáls að ganga að nýju í hjónaband eftir sex vikur. ►LAMBERTO Dini mynd- aði nýja stjórn á Ítalíu í vik- unni. Er hún skipuð óflokks- bundnum sérfræðingum. ítalska þingið á eftir að veita henni traust. ►EDOUARD Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, lýsti því yfir í ávarpi, sem sjónvarpað var beint, að hann byði sig fram til for- seta Frakklands. ► HELLIR með um 300 dýramyndum frá steinöld fannst nýverið í Suður- Frakklandi og segir í dag- blaðinu Le Figaro að um einn merkasta fornleifa- fund aldarinnar sé að ræða. ► RÉTTARHÖLD yfir bandarísku íþrótta- og sjón- varpsstjörnunni O.J. Simp- son, sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eig- inkonu sína, hefjast í Los Angeles á morgun. Mannskæður jarð- skjálfti í Japan GIFURLEG tjón varð I jarðskjálfta í Japan sl. þriðjudag. í gær var tala lát- inna komin I 4.612 og 501 var saknað. Manntjónið varð næstum allt I Kobe og þar búa flestir þeirra 25.000 sem slösuðust. Þá misstu nær 300.000 manns heimili sín. Skjálftinn átti upp- tök sín skammt frá borginni. Stór hluti hennar lagðist í rúst af völdum skjálft- ans og elda sem kviknuðu er gasleiðsl- ur rifnuðu í sundur. Sérfræðingar segja, að innan mán- aðar megi vænta öflugra eftirskjálfta, jafnvel stærri en tveggja fyrstu, sem mældust 7,2 stig á richter. Hefur það skapað mikla óvissu. Gífurleg eyðilegg- ing varð af völdum skjálftanna, sem valdið hefur áhyggjum þar sem Japan- ir hafa hreykt sér af traustum bygging- um. Reglur um traustleika húsa vegna jarðskjálfta eru strangari í landinu en nokkurs staðar annars staðar en um 22.000 hús hafa samt hrunið eða stór- skemmst. Þá eyða Japanar sem svarar um 6.800 milljónum króna árlega í griðarmikið kerfi viðvörunarbúnaðar sem brást algerlega. Hagfræðingar hafa reiknað út, að tjónið af völdum jarðskjálftans í Kobe og nágrenni nemi 50 milljörðum dollara, jafnvirði 3.400 milljörðum íslenskra króna. Japönsk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir lítil og fálmkennd við- brögð í kjölfar skjálftans og lélegs við- búnaðar. Tomiichi'Murayama forsætis- ráðherrann hefur heitið því, að áætlan- ir um neyðarhjálp verði teknar til gagn- gerrar endurskoðunar. Er skjálftinn sá mannskæðasti í Jap- an frá 1923 er 140.000 manns týndu lífi í Tókíó og Osaka í svonefndum Stór-Kanto skjálfta. Árið 1948 biðu 3.895 manns bana í Fukui-skjálftanum. Drekka í sig hermennsku með móðurmjólkinni London. The Daily Telegraph „SERHVER okkar er á við tíu menn aðra.“ Þessi gamla og digurbarkalega lýsing Tsjetsjena á sjálfum sér hefur verið að skjóta upp kollinum að undan- förnu i fréttum af orr- ustunni um Grosní, höfuð- borg Tsjetsjníju, og það er ekki aðeins, að Tsjetsjenar trúi því, að sérhver þeirra sé jafnoki 10 Rússa, heldur virðast Rússar trúa því líka. Rússnesku hermenn- irnir, sem sækja nú að Grosní, eru margfalt fleiri en Tsjetsjenarnir, sem eru til vamar, en það er aug- ljóslega ekki fjöldinn einn, sem skiptir máli. Léttvopnaðir Tsjetsjen- arnir virðast hafa óbilandi trú á getu sinni en rússn- esku hermennirnir aftur á móti eru óttaslegnir og hikandi. Þótt þeir hafi al- gera yfirburði í vopnabún- aði og séu einráðir í lofti hafa þeir orðið fyrir miklu mannfalli og hefur mistek- ist hvað eftir annað að ná borginni. Hefur það vakið furðu margra en á þessu eru skýringar. Rússarnir eru ekki nógu stað- kunnugir og alkunna er, að borgir geta verið sannkölluð dauðagildra fyrir þungvopnað herlið. íbúarnir eru allir á bandi vamarsveitanna og rússneska herliðið er hræri- grautur af góðum og slæmum her- mönnum, sumum svo slæmum, að þeir ættu ekki að koma nálægt neinum átökum. Hermennskan öllu æðri Samkvæmt öllum kokkabókum ættu Rússar samt að vera búnir að vinna stríðið en svo er ekki. Það hefur nefnilega gleymst að taka baráttuandann, stríðsmóðinn, með í reikninginn. I reglulegum herjum um hvílir hún á herðum allrar þjóðarinnar, til dæm- is vegna hernaðar og of- sókna Rússa á hendur henni allt frá því á 16. öld og vegna nauðungarflutn- ingsins á Stalínstímanum. Þessi sögulega arfleifð og ítök Tjsetsjena í mafíu- starfsemi veldur því að Rússar hata margir Tsjetsj- ena og telja þá glæpamenn upp til hópa; Tsjetsjenar fyrirlíta Rússa af öllu hjarta sínu. Herská samfélög Finna má samfélög lík því tsjetsjenska víða um heim, til dæmis nágranna þeirra, Daghesta og Osseta, en Kákasusfjöll hafa lengi verið vettvangur mikilla /~j átaka milli kristindóms og íslams. Hermennskan er aðal margra ættflokka í Afganistan, í Súdan, Sóm- alíu og Mið-Asíu og nefna má einnig Gúrkana í Nepal og Sikha á Indlandi. Sioux- og Cheyenne-indíánar í Norður-Ameríku þóttu hraustir hermenn á sinni tíð en samfélags- og trúarkerfi þeirra var ekki mjög sterkt. Það gat því leikið á ýmsu um afstöðu þeirra og árásargirni. Svo virðist sem stóru herirnir, sem byggja á herskyldu, séu búnir að lifa sitt fegursta enda hafa ung- ir menn í iðnvæddum ríkjum engan áhuga á hermennsku. Nýjustu tækniundrin í vopnabúnaði gera líka mikinn mannafla óþarfan eins og sýndi sig í Persaflóastríðinu. Reglulegu herirnir, sem enn standa undir nafni, sá bandaríski, breski og franski, hafa eða eru að losa sig við herskylduna en þess í stað fylla þeir raðirnar með mönnum, sem þykja hafa til að bera hinn rétta hermennskuanda. TSJETSJENAR alast upp við vopnaburð frá blautu barnsbeini og setja hugrekki, heiður og hefndarskyldu öllu ofar. er gengið út frá, að hermennirnir séu almennir borgarar, sem kenna verði að beijast, en öðru máli gegn- ir um Tsjetsjena, sem drekka það í sig með móðurmjólkinni, að þeir séu hermenn. Þeim er kennt, að hermennska sé öllu öðru æðri; að hugrekki sé mesta dyggðin; að grimmdarverk séu oft afsakanleg; að hermaður taki heiöurinn fram yfir lífið sjálft og hugleysi sé ekki aðeins honum til skammar, heldur ijölskyldu hans og allri þjóðinni. Tsjetsjenum ber að hefna þess, sem gert er á þeirra hlut, og sú skylda er ekki bundinn við einn einstakling, heldur afkomendur hans mann fram af manni. Stund- Mál kaupmanns gegn Benetton Dró áróðurinn úr sölu? Frankfurt. Reuter. ^jTter" keín — IfNETTON MEHR weil auch wir die % SKANDALÖSE WERBUNG ‘ verurteilen und nicht zu Opfern einer skrupelosen Konzernpoliw werden wollenl MARGIR kaupmenn telja nauðsynlegt að láta vita að Benetton- fatnaður fáist ekki lengur hjá þeim, m.a þessi í Kassel. FULLTRÚI ítalska tískuvörufyrir- tækisins Benetton átti á þriðjudag að koma fyrir rétt í Kassel í Þýska- landi vegna skaðabótamáls. Kaup- maðurinn Heinz Hartwig, einn úr hópi óánægðra dreifingaraðila Be- nettons, hefur höfðað mál og krefst tugmilljóna króna í bætur vegna þess að umdeildar auglýsingar Be- nettons hafí valdið sölutregðu á framleiðsluvörum fyrirtækisins og þannig skaðað verslunarrekstur Hartwigs. Allmargir þýskir kaup- menn, sem lent hafa í sama vanda og Hartwig, hafa einnig höfðað mál af sama toga. Sumar auglýsingar Benettons, sem fyrirtækið segir að eigi að vekja fólk til umhugsunar um vandamál samtímans auk þess að auglýsa vöruna, hafa valdið miklum deilum þar sem þær eru taldar fara yfir mörk velsæmis eða særa tilfinning- ar almennings. Á einni þeirra eru blóðug klæði króatísks hermanns, á annarri nýfætt barn með nafla- streng og loks má nefna mynd af eiganda Benetton-fýrirtækisins allsnöktum. Hartwig segir að mæður hafi sagt sér að börn þeirra yrðu snið- gengin í skólanum ef þau klæddust Benetton-fötum. Einnig hafi versl- anir fengið sendan aragrúa dreifí- miða þar sem auglýsingunum sé mótmælt. Sumar hafa svarað með spjöldum þar sem viðskiptavinum er tjáð að Benetton-vörur séu ekki lengur seldar á staðnum. Skuldugir kaupmenn Benetton hefur lögsótt Hartwig fyrir að greiða ekki skuldir vegna varnings sem hann hefur fengið en kaupmaðurinn vonar að snúa tafl- inu sér í vil með gagnsókn. Þýskaland er mikilvægasti mark- aður Benettons utan Ítalíu. Í fyrr- nefnda landinu fullyrðir hópur kaupmanna, sem myndaði með sér samtök sl. sunnudag, að fjölmargir viðskiptavinir hundsi verslanir sem hafí vörur frá Benetton á boðstól- um. Sums staðar hafi veltan minnk- að um 60% og frá árslokum 1993 hafi rúmlega 100 verslanir orðið að hætta starfsemi, Vinni Hartwig mál sitt er ætlunin að nota hagnað- inn til að lögsækja einnig Benetton vegna taps hinna kaupmannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.