Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/J úlíus Streita er farsótt 20. aldarinnar og orsök margra sjúkdóma segja sérfræðingar. Kvart- anir um vinnustreitu eru algengastar. Sam- skipti á vinnustað og vinnutilhögun voru að mati sérfræðinga sem Kristín Maija Bald- ursdóttir leitaði til, helstu álagsþættir. STREITA virðist í flestum til- vikum vera bundin starfi og vinnustað. Miklum tíma og fé er varið erlendis til rann- sókna á streitu, og telja sumir sér- fræðingar ytra að hún geti valdið sjúkdómum í flestum líffærum mannslíkamans. Minnisleysi og aiz- heimerssjúkdómur eru þar meðtal- in. íslenskir sérfræðingar segja að oftast megi rekja streitu til mann- legra samskipta, sem oft skipta meira máli en starfið sjálft. Eðli vinnunnar og vinnutilhögun getur þó einnig haft mikið að segja, og á Islandi er streitutíðni mest meðal blaðamanna, rithöfunda, gjaldkera og _ skrifstofufólks. í október síðastliðnum var haldin alþjóðleg ráðstefna um streitu á vegum bandaríska heilbrigðisráðu- neytisins í Bethesda hjá Washing- ton, og sóttu hana um 500 sérfræð- ingar víðs vegar úr heiminum. Þar kom meðal annars fram að um 60% allra Bandaríkjamanna finna fyrir mikilli streitu minnst einu sinni í milli manna með smiti, má i flestum tilvikum rekja upphaf hennar til mannlegra samskipta. Sérfræðing- ar sem sóttu áðumefnda ráðstefnu í Bandaríkjunum töldu að starfið væri einn helsti orsakavaldur streitu, og í skoðanakönnun sem gerð var í Þýskalandi fyrir skömmu var starfið í efsta sæti þegar menn voru spurðir hvaða þættir það væru í hinu daglega lífí sem yllu oftast streitu hjá þeim. Starfið er oft einn veigamesti þátturinn í sjálfsímynd hvers manns. Menn eru ekki aðeins for- stjórar, fóstmr, leikarar eða lækn- ar, virðing annarra fer gjama eftir því hversu góðum ájangri þeir hafa náð í starfi sínu. Árangur í starfí þykir einnig sýna merki um já- kvæða þróun persónuleikans. Það er því ekki að undra þótt menn leggi allan kraft sinn, tíma og sköpunar- gleði í starfið og noti frítímann til að hlaða sig nýrri starfsorku, enda vega áhugamál og jafnvel fjöl- skyldulíf lítið ef illa gengur í starfi. Streítutíðni meðal starfsstétta karla Karlar á aldrinum 41 -68 ára Slaðamenn og rithöfundar Lögfræðingar og dómarar Læknar Alþingismenn og öankastjórar MlasltofJtflisnoatai________ Skipstjórar og stýrimenn Lögreglumenn og tollverðir Kaupsýslum., framkv.- og skrifst.stjórar Viðsk.fræðingar, eðlisfræðingar o.fl. Fluamenn, fluoumf.stiðrar on fluavirkjar, Brunaverðir Sölumenn og verslunarstjórar Verslunareigendur og atvinnurekendur Eftiriitsmenn, mælingam. og ráðunautar PfÐulaaninnamenn______________________ Strætisv.-, langferða- og leigubílstjórar Prentarar og bókbindarar Verkstjórar Næturverðir Bankastarfsmenn on endurskoðendur Arkitektar, verkfræðingar og tækniteikn. Gullsmiðir og úrsmiðir Gjaldkerar og innheimtustjórar fyrirtækja Rafvirkjar Ófaolærðir iðnaðarmenn Vélsmiðir Málarar og veggfóðrarar Matreiðslumenn Almennir afgreiðslumenn Húsasmiðir, bólstrarar og skipasmiðir Vörubílstjórar og þungavinnuvélastjórar Bifvélavirkjar Trésmiðir og bólstrarar Járnsmiöir Múrarar Erfiðísvinnumenn 25,0% 24,4% 22,4% 22,2% 22,0% 34,0% 33,3% 33,3% 29,3% 29,3% 20,6% 19,4% 18,7% 18,5% 18,4% 18,2% 17,3% 16,7% 13,9% 13,9% 13,0% 12,3% 11,5% 10,1% 9,8% 5 Streitutíðni meðal starfsstétta kvenna Konur á aldrinum 47-74 ára. 1981 -1984 viku, og giskað er á að sjúkdómar af völdum streitu kosti bandaríska þjóðfélagið árlega um 300 milljarða dollara. Erlendir sérfræðingar tala því gjarna um streitu sem hina miklu farsótt 20. aldar. Álagsþættir í vinnu Þótt þessi nýja farsótt berist ekki En hvað er það í starfinu eða vinnunni sem vekur streitu? Er það of langur vinnudagur? Of mikið vinnuálag? Erfíð verkefni? Lítii áhrif á vinnutilhögun eða of mikill vinnuhraði? Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, hefur rannsakað atvinnusjúkdóma síðan ujaioKerar og sKrnstotukonur Kennarar og skólastjórar Blaðakonur og rithöfundar Hjúkrunarfræðingar Kaupsýslukonur og atvinnurekendur Véíittararöosfmritarar Matreiðslukonur Prentarar Verkakonur og ófagl. skrifstofukonur Afgreíðslukonur Húsmæður árið 1982 og segir að þeir komi fyrir í meira mæli hjá fólki sem hefur ákveðin störf með höndum. Hann segir það vel þekkt að and- legt álag eða streituþættir í vinnu geti leitt til vanlíðunar sem getur tekið á sig svo alvarlegar myndir að það megi kalla þær sjúkdóma. „Dæmi um andlega álagsþætti sem geta valdið streitu í vinnu eru til dæmis þeir þegar menn vinna einir og einangraðir, þegar þeir fá of mörg verkefni þannig að alltaf er rekið á eftir þeim, eða fá verk- efni sem þeir valda alls ekki. Fleiri þættir eru nefndir og oft eru þeir bundnir samskiptum manna á vinnustað, 'eða samskipti starfs- mannsins við viðskiptavini. Sam- skipti við yfirmanninn eru oft mjög viðkvæm. Hvernig yfírmaður er við undirmenn sína ræður miklu um það hvernig fólki líður og hvort það er haldið streitu. Einnig er hið sjúklegu fyrirbæri einelti ekki óalgengt. Starfsmenn einn eða fleiri leggjast á starfsfé- laga með ofsóknum eða stríðni þannig að viðkomandi líður illa, getur jafnvel hrökklast úr vinnunni eða fengið álagseinkenni, orðið taugaveiklaður eða þunglyndur. Síðan fara oft líkamlegir sjúkdómar að segja til sín og er magasárið vel þekkt í því sambandi. Menn tala einnig um að andlegt álag sé áhættuþáttur þegar hjarta- og æða- sjúkdómar eru annars vegar." Vilhjálmur segir að andlegir álagsþættir séu miklu fleiri en ofan- taldir. Oft séu menn útsettir fyrir ákveðnar hættur sem að kannski koma aldrei fyrir en eru yfirvof- andi. „Bankagjaldkeri til dæmis er ábyrgur fyrir því að upphæðin sternmi í kassanum og sýnist það hvorki vera hættulegt starf né streituvaldandi. Gjaldkerinn af- greiðir bara sína viðskiptavini, en einn góðan veðurdag kemur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.