Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ isfyrirtækja, s.s. banka, trygginga- félaga og iðnfyrirtækja. Hann vill þó fara hægt í sakirnar. í utanríkismálum hefur ekki kom- ið til harðra árekstra á milli Ballad- urs og Francois Mitterrands. Það er þó ljóst að áherslur þeirra, ekki síst í Evrópumálum, eru ólíkar. Þó að Balladur segist vilja gera nýjan vináttusáttmála við Þjóðvetja myndu Frakkar fjarlægjast stefnu Helmuts Kohls kanslara í Evrópu- málum næði hann kjöri. Það er greinilegt að hann er ekki hallur undir evrópskt sambandsríki né heldur að Evrópusamstarfið snúist í kringum „harðan kjarna" ríkja, sem gengið hafa lengra í samruna- átt en önnur aðildarríki ESB. Hann hefur viðrað hugmyndir þess efnis að aukin völd verði færð til aðildarríkjanna og þjóðþinga þeirra en dregið úr völdum fram- kvæmdastjórnarinnar að sama skapi. Afleikur Chiracs Mestir krafturinn virðist þegar farinn úr kosningabaráttu Jacques Chiracs og greinilegt að hann hefur misstigið sig herfilega. Chirac hefur stefnt að því að verða forseti árum saman en beið ósigur fyrir Mitterr- and þegar síðast var kosið árið 1988. Eftir að hafa leitt hægrimenn til sig- urs í síðustu kosningum ákvað hann að gerast ekki forsætisráðherra en undirbúa þess í stað forsetaframboð sitt. Varð úr að Balladur, sem verið hafði fjármálaráðherra í forsætisráð- herratíð Chiracs 1986-1988, tæki við embættinu enda talið ljóst að hann hefði ekki metnað til að verða for- seti. Vinsældir Balladur jukust hins vegar stöðugt og innan skamms var hann talinn mun líklegri en Chirac til að verða forseti. Chirac lýsti yfír framboði sínu þegar á síðasta ári og gaf út stórar yfírlýsingar um að hægja yrði á Evrópusamrunanum og halda þjóð- aratkvæðagreiðslu um sameiginleg- ... ...... o SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 13 Lionel Jospin Jack Lang Henri Emmanuelli an gjaldmiðil þegar til þess kæmi. Hann hefur síðan þurft að draga í land með ýmislegt og það sem mikil- vægara er: Flestir helstu forystu- menn RPR og ríkisstjómarinnar hafa ákveðið að styðja Balladur. Miðjumenn virðast líka upp til hópa líklegir til að standa á bak við for- sætisráðherrann. Hinum hófsömu stefnumiðum Balladurs er ekki síst ætlað að höfða til miðjumanna og virðist honum hafa tekist að kynna sig sem almennan frambjóðanda hægra megin við miðju en ekki hreinræktaðan frambjóðanda gaul- lista. Hin raunverulega kosningabar- átta er samt ekki hafín og það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvar átakalínurnar milli þeirra Balladurs og Chiracs liggja. Helsta vandamál Balladur eru hneykslismál innan rík- isstjómarinnar og má þar nefna ráðherrana Gerard Longuet og Ala- in Carignon, sem orðið hafa að láta af embætti og sæta nú rannsókn vegna spillingarmála. Sósíalistar úr leik Það virðist allt að því útilokað að nokkur frambjóðandi sósíalista muni geta ógnað Balladur og Chirac í fyrri umferð kosninganna, sem fram fer 27. apríl. í síðari umferð- inni í maí takast á þeir tveir fram- bjóðendur, sem efstir urðu í þeirri fyrri. Vonir sósíalista urðu að nær engu eftir að Jacques Delors, fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, lýsti því yfír í sjón- varpsviðtali í desember að hann gæfí ekki kost á sér. Skömmu síðar gerði Michel Rocard, fyrrum forsæt- isráðherra, hið sama. Sósíalistalokkurinn hefur komið hrikalega út úr síðustu þing- og Evrópukosningum, fjöldi forystu- manna flokksins hefur tengst spill- ingarmálum af ýmsu tagi og flokk- urinn er nær lamaður vegna inn- byrðis átaka. Því litu menn til Del- ors sem eina frambjóðandans er sameinað gæti flokkinn þar sem hann væri óflekkaður af spillingu og tengdist ekki flokkadráttum inn- an hans. Nú þegar hafa þrír sósíalistar lýst yfir áhuga á framboði. Henri Emmanuelli, formaður flokksins, sagðist hafa áhuga á framboði í byrjun vikunnar, en áður hafði Li- onel Jospin, fyrrum menntamáia- ráðherra, gert slíkt hið sama. Á miðvikudag bættist svo loks Jack Lang, hinn litskrúðugi fyrrum menntamálaráðherra, í hóp þeirra sósíalista, sem áhuga hafa á fram- boði. Til stendur að velja frambjóð- anda flokksins á fundi í næsta mán- uði. Lang ekki forsetalegur Skoðanakannanir hafa bent til að Lang sé sá frambjóðandi sem líklegastur sé til að velgja hægri- mönnum undir uggum, eftir að Delors hætti við framboð. Hann er þó að mati flestra ekki nógu „for- setalegur". Vinsældir hans eru fyrst og fremst bundnar við yngri kynslóðir og hann skortir pólitíska þungavikt. Lang, sem er 56 ára, var sviptur þingsæti sínu í fyrra eftir að i ljós kom að hann hafði eytt hærri upp- hæðum í kosningabaráttunni, en lög segja til um. Hann var óspar á al- mannafé þann áratug sem hann gegndi ráðherraembætti og er þekktur fyrir háfleygan lífsstíl og fjölmiðlauppákomur. í ráðherratíð sinni tvöfaldaði hann útgjöld til menningarmála og lét byggja fjöl- mörg ný tónleikahús, söfn og óper- ur. Styrkir til kvikmyndagerðar voru fimmfaldaðir, sérstök skrifstofa í * ráðuneytinu sá um málefni rokktón- listar og veggjakroti og annarri al- þýðulist nútímans var gert hátt undir höfði. Lang er helst talinn skorta reynslu af efnahags- og utanríkis- málum og valdsmannlega fram- komu. Tilheyrir hann þeim armi Sósíalistaflokksins, sem stundum er kallaður „kavíarvinstrimennirnir" eða „kampavínssósíalistarnir“. Jospin er algjör andstaða Langs. Gáfumaður, þungur á brún, sem höfðar til þeirra er virkir eru í flokksstarfinu en ekki almennings. Emmanuelli er heldur ekki maður sem líklegur er til að höfða til fjöld- ans og að auki hefur nafn hans tengst nokkrum spillingarmálum í stjórnartíð sósíalista. Er helsta ástæða þess að hann blandaði sér í slaginn sögð vera sú, að hann vilji koma í veg fyrir að þeir Lang og Jospin kljúfí flokkinn endanlega með baráttu sín á milli. Francois Mitterrand, sem samein- aði franska sósíalista í einum flokki fyrir rúmum tveimur áratugum, sér því fram á að skilja við flokkinn í sárum er hann lætur af embætti. Er hann helst sagður geta hugsað sér miðjumanninn Raymond Barre, sem er hagfræðiprófessor og fyrrum forsætisráðherra, sem eftirmann sinn. Fyrri tilraunir Barre til að verða forseti hafa þó ekki reynst farsælar. Fjöldi annarra stjórnmálamanna hefur lýst yfír framboði: Hægrimað- urinn og Evrópuandstæðingurinn Philippe de Villier, kommúnistinn Robert Hue, græningjarnir Antoine Waechter, Brice Lalonde og Dom- inique Voynet, hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen og Arlette Lagu- iller, sem er trotskýisti. Fæstir þessara frambjóðenda eru að bjóða sig fram í fyrsta skipti. > > > i > > > I » » 2 sólarvikur á Mallorca 2 sólarvikur á Mallorca 2 sólarvikur á Mallorca 41.381 fcp. 54.145 kr. 45.360 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Torre Blanca. A mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Royal Playa de Palma. A mann m.v. tvo fullorðna og eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist á Barceló Cala Vinas. 2 sólarvikur á Mallorca 49.867 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Royal Magaluf. 2 sólarvikur í Gríska Eyjahafinu 82.635 kr A mann m.v. tvo fullorðna (2ja til og með 11 ára), eitt barn 2 sólarvikur á ströndum Tyrklands 68.263 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á llayda Club. 2 sólarvikur á Algarve 47.180 kr Á mann m.v. tvo fullorðna og þrjú börn (2ja til og með 11 ára), gist a Brisa Sol. 15 nætur 15 nætur í Flórída 79.287 kr. 48.576 kr A mann m.v. tvo fullorðna 03 tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á La Cabana. A mann m.v. tvo fullorðna ogþrjú börn (2ja til og með 11 ára), gist a Shorewalk. 2 vikur 1 vika 65.231 kr. 41.816 kr. Á mann í tvíbýli, gist á Hotel Sol Apolo. Á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára), sumarhús við Slagelse. 2 vikur á Spáni 48.485 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna og eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist á Gemini. Verðilæmi mióasl vi URVAL Ldgmu Hafnarfirði: sími 565 23 66, K Selfossi: sími 21666, Aku - og hjá umboðstnonn Sala Bnka 2 sólarvikur á Algarve 43.115 kr. Á mann m.v. tvo fullorðna oa tvö börn (2ja til og með 11 ára), gist á Pinhal Falésia Apartments.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.