Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIVIGAR t Ástkaer dóttir okkar og systir, EVA MARÝ GUNNARSDÓTTIR, lést i Barnaspítala Hringsins þann 19. janúar sl. Jarðsett verður frá Aðvent- kirkjunni i Reykjavík þann 27. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökk- uð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna eða Barnaspítala Hrings- ins. Gunnar Ingibergsson, Gréta Jónsdóttir, Sigurður Jón Sveinsson, Ásdís Fjóla Gunnarsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson. t Yndislegi drengurinn okkar, ÞORSTEINN HELGI ÁSGEIRSSON, Viðarrima 42, Reykjavík, lést á barnadeild Landakotsspítala þann 20. janúar. Ásgeir Þorsteinsson, Magnea Hansdóttir. t Elskulegur sonur minn, STEEN JÓHANN STEINGRÍMSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, lést í Landspítalanum 13. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14E, Landspítalanum, fyrir frábæra hjúkrun og alúð. Kærum vinum mfnum þakka ég auðsýnda samúð, hluttekn- ingu, hlýhug og aðstoð alla. Grethe Bendtsen. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR ÞORBJARNARSON, vélsmiðameistari, frá Geitaskarði, Mánastig 2, Hafnarfirði, er lést á heimili sínu 14. janúar sl., verð- ur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30. Sigurður K. Brynjólfsson, Unnur Einarsdóttir, Þorbjörn Brynjólfsson, Stefán H. Brynjólfsson, Svava Þorsteinsdóttir, Jón Brynjólfsson, Grethe Have, Magnús Brynjólfsson, Sigrún Karlsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson og barnabörn. t Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUND GUÐNASON, sfðast til heimilis í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, sem andaðist 18. janúar, fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. janúar kl. 16.00. Jarðsett verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 28. janúar kl. 10.30. Kolbrún Guðmundsdóttir Samúel Guðmundson, Valey Guðmundsdóttir, Svavar Valdimarsson, Guðmundur Guðmundsson, Ólfna Steinþórsdóttir, Halldór Guðmundsson, Inga Þorsteinsdóttir, Ingi Vigfús Guðmundsson, Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Gíslason, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR MAGNÚSSON frá Reykjavík, 167 Glenwood Street, Malden Mass., Bandaríkjunum, er andaðist 12. þ.m., verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. janúar kl. 15.00. Joan Magnússon, Ómar Bergþór Magnússon, Pétur Hauksson, Halldóra Arnadóttir, Örn Hauksson, Erla Hauksdóttir, Kevin Hauksson, Ragnheiður Guðjohnsen og barnabörn. GUNNAR TÓMAS JÓNSSON + Gunnar Tómas Jónsson fæddist í Reykjavík 13. júní 1921. Hann lést á heimili sínu 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kristmundsson verkamaður og kona hans Magnea Tómasdóttir. Gunn- ar var næstelstur sex systkina. Hinn 1. apríl 1949 kvænt- ist Gunnar Signýju Hermannsdóttur. Hennar foreldrar voru Hermann Björnsson og Una Jónsdóttir. Börn Gunnars og Signýjar eru: 1) Hermann, f. 6. júlí 1951, kvæntur Kristínu Sverrisdóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Una Björg, f. 5. júlí 1956, gift Benj- amín Magnússyni. Dóttir Unu Bjargar er íris Snorradóttir sem er' búsett í Seattle. 3) Sigrún, f. 13. ágúst 1957 og á hún tvö börn. Gunnar stundaði verslun- arstörf um árabil. Síðan var hann verkstjóri hjá Eimskipi í mörg ár og endaði starfsferil sinn í Sindra. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. GÓÐUR vinur minn og nágranni hér á Grímsstaðaholtinu um 70 ára skeið er látinn, Gunnar Tómas Jónsson. Hryggileg frétt af miklum mannsk- aða á Súðavík við ísafjarðardjúp hafði borist með fjölmiðlunum um landið sl. mánudagsmorgun, er vald- ið hafði þjóðarsorg. Um hádegið bárust mér svo þau leiðu tíðindi að kær vinur hefði fallið frá. Hann hafði brugðið sér út á tröppurnar við heimili sitt rétt fyrir hádegið og ætlaði að hreinsa af þeim snjóinn. Hann hafði vart hreyft skófluna þegar hann var allur. Gunnar hafði seinni árin átt við heilsuleysi að stríða, orðið að sæta hjartaupp- skurði fyrir 10 árum og beið nú eft- ir að komast í bakskurð næstu daga vegna btjóskloss. Ég hafði litið inn hjá honum upp úr áramótúnum og átti með honum og konu hans góða stund. Foreldrar Gunnars bjuggu í Eyvík á Grímsstaðaholti. Hann var annar í röðinni af sex börnum þeirra hjóna. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um möguleika þess fólks er var að bijótast áfram á þessum tímum - tímum atvinnuleysis og óárans eftir heimsstyijöldina fyrri. Verkamenn áttu ekki margra kosta vöi, urðu að sæta snöpum um vinnu og taka hveiju handtaki sem bauðst. Jón, faðir Gunnars, var einstaklega lag- inn við það að sjá út hvar vinnu var að hafa. Hann var framan af lengi háseti á togurum, seinna útbjó hann flskreiti á lóðinni hjá sér og í næsta nágrenni og sá þar um fiskþurrkun með fjölskyldunni. Er frá leið sótti hann svo vinnu á eyrina sem kölluð var, tilfallandi vinnu við höfnina í Reykjavík. Gunnar var sjálfsagt ekki gamall þegar hann varð að taka til hendi á fiskreitunum og hjálpa til. íjölskyldan fór stækkandi svo hveija vinnandi hönd varð að nýta eins og hægt var. Börnum á þeim árum var kennt að vinna og að því bjó hann alla tíð. Hann var vinnusamur með afbrigð- um og vandvirkur þar sem hann tók til hendi. Seinna fór Gunnar að sendast hjá Hjalta Lýðssyni, kjöt- kaupmanni í verkamannabústöðun- um, og var síðan afgreiðslumaður hjá honum um tíma. Þegar Pöntun- arfélag Grímsstaðaholts var stofnað og verslunarhús hafði verið reist, gerðist hann þar afgreiðslumaður í nokkur ár. Lengst af vann Gunnar þó hjá Eimskip við algeng störf, seinna á uppskipunarkrönum og loks sem verkstjóri og sá þá um verk- færi félagsins. Seinni árin var hann verkstjóri hjá Sindra í Borgartúninu, allt þar til hann varð að hætta sökum heilsubrests. A þessum vinnustöðum naut hann trausts vinnufélaga sinna og eignaðist þar góða vini er mátu mannkosti hans og framkomu við þá. Þessa varð ég oft var er ég hitti félaga hans og Gunnar barst í tal. Gunnar var um nokkurt skeið í trún- aðarráði Dagsbrúnar og í stjórn þess á árunum 1956-60. Þetta sýnir best hve menn báru mikið traust til hans. Margs er að minnast frá æskuár- unum hér á Grímsstaðaholtinu. Mik- il samheldni var hér með ungum sem öldnum. Fólk lifði hér við lítil efni og við svipuð lífskjör í sátt og sam- lyndi, hafði svona í sig og á. Börnin kunnu að leika sér í þá daga. Fót- boltafélag var ávallt á Holtinu (gamli Þróttur) er seinna var gert að alvöru félagi. Þar voru ailir drengir með og víða var keppt í Reykjavík við önnur drengjafélög. 1945 var stofn- að Ungmennafélag Grímsstaðaholts, keyptur braggi og reistur við Gríms- staðavör. Fyrsti formaður þess var kosinn Gunnar Jónsson, og var hann það lengst af meðan það var við lýði. Sýnir þetta að snemma höfðu menn álit á honum og stóðst þá raun með prýði. Margs mætti minn- ast frá þessum árum. Þarna var teflt, spilað á spil, haldnar margar skemmtanir og jafnvel fitjað upp á t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR, Austurbraut 2, Keflavík, áður Seljavegi 7, Reykjavík, sem andaðist 18. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 14.00. Ásdís Óskarsdóttir, Jóhannes G. Jóhannesson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Útför sonar okkar, ÞRASTAR ÓSKARSSONAR, Skólavörðustíg 38, ferfram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins og Alnæmissamtökin. Sigríður Benjamfnsdóttir, Óskar Guðmundsson. leikfimi. Meðal ar.nars kynntumst við bridsspilamennsku og fjórir héld- um við félagar hópinn og spiluðum heimabrids um 30 ára skeið og átt- um þá góðar stundir. Á stríðsárunum fórum við Gunnar ásamt félaga okk- ar, I.árusi, norður í Skagaijörð og til Siglufjarðar og seinna upp í Kerl- ingarfjöll. Þetta þótti okkur afrek á þeim tíma og höfum oft minnst þess- ara ágætu ferða. Annars voru ferða- lög árviss hjá samtökum ungling- anna á Holtinu, bæði fyrir og eftir stríð. Gunnar kvæntist 1. apríl 1949 Signýju Hermannsdóttur, fæddri þennan mánaðardag 22 árum fýrr að Signýjarstöðum. Hún er mikil ágætis kona, sem hefur staðið traust við hlið manns síns og þá ekki síst undanfarin ár er hann hefur þurft á stuðningi að halda. Þau voru bæði dugleg og byggðu hvort annað upp alla tíð. Gunnar og Hermann, tengdafaðir hans, byggðu hús við Nesveg á árun- um 1948-49 og bjuggu þar í nokkur ár. Seinna byggðu þeir svo saman hús á Hjarðarhaga 33, svo til á rústum gömlu Signýjarstaða, er svo var auðvitað nefnt sama nafni. Þarna bjuggu þeir svo með sínu fólki uns yfir lauk. Margar góðar minn- ingar á ég frá þessum heimilum þeirra og var ávallt létt yfir þessu fólki öllu. Að lokum leyfi ég mér að votta Signýju, konu Gunnars, og börnum þeirra í nafni okkar, fyrrum spilafé- laga hans og eiginkvenna, dýpstu samúð vegna fráfalls hans og biðjum þeim blessunar guðs. Magnús Þorbjörnsson. Mjög erum tregt tungu að hræra orti Egill Skalla-Grímsson. Á þessari stundu finnst mér ég reyna orð Egils á sjálfri mér, þegar ég róta um í minningum liðinna ára og hugsa til Gunnars T. Jónssonar. Ég man hann þar sem hann stend- ur glettinn í eldhúsinu á Hjarðarhag- anum með sneið af lifrarpylsu í ann- arri hendi og segir: „Þetta er það besta sem ég fæ.“ Ég man hann í sælureit fjölskyld- unnar, Ömmukoti, þar sem hann leggur síðustu hönd á tijárækt sum- arsins og segir tindrandi augum: „Þá get ég loksins farið að smíða verönd- ina.“ Ég man hann þar sem hann tekur í höndina á „litlu kerlingunni sem aldrei fór í fýlu“ og sagði henni frá einhveiju skemmtilegu þannig að hún brosti í gegnum tárin. Já, ég man. Öll þessi smáu hvers- dagslegu atvik og augnablik sem við gefum yfirleitt svo lítinn gaum að, verða svo mikilvæg á svona stund- um. Þessi brot endurminninga, sem skapa heillega mynd af manneskj- unni sem er horfin úr Iífi okkar um stundarsakir. Og myndin af Gunnari sýnir umfram allt góðan, glaðbeitt- an, greiðvikinn og traustan mann. Minningin um hann lifir sterkt hjá okkur sem vorum svo lánsöm að eiga hann að. Elsku Signý, börn og barnabörn. Missir ykkar er sár og ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð með síðasta erindi Sólarljóða. • Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Höf. ókunn.) Guðlaug Gísladóttir. - h+1 — Krossar á leiði I vi< Mismunanc Sintí 91-3 Sarlit og mc ii mynsfur, v 15929 ilaSir 'önduo vinna. og 35735 Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN IBrautarholti 3, 105. R Sími91-621393

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.