Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Aramótin 1994 o g 1995, o g síðasti bærinn í Dalnum Frá Jens Guðmundssyni í Kaldalóni: MIKIÐ var það dýrðarinnar ijóma- logn hér á pollinum á Isafirði á gaml- árskvöld ársins 1994, að ljósgeislar bæjarins spegluðu sig í haffletinum og skrautljósadýrð togaranna blasti við augum í allri sinni magnþrungnu dýrð, sem óneitanlega heillaði huga manns og tilveruna kringum mann. Stærsta fiskiskip landsins skartaði þar sínum dýrasta skrúða og lifði þar sín fyrstu jól og nýár í kyrrð friðarins eftir þungar öldur úthafsins í myrkum heimi og byljasorta. Það varð því kærkomin kyrrð yfir skipi og skipshöfn þá í land var komið og friðurinn blasti við. Á Hauganesi við Holtahverfi var haldin feiknamikil gamlárskvölds- brenna með slíkum aragrúa áhorfenda að ekki sást út yfír söfnuðinn. Brenndur var þar m.a. 20 tonna eikarbátur í allri sinni tignar- dýrð, ásamt ógrynni af öðru léttmeti sem kostafæðu í eldmet- inu. Var þar sungið, trallað og spilað af listilegum harmón- ikusnillingum, og flestar syndir feðr- anna frá liðna árinu brenndar á þessu veglega báli, enda veður eins og best varð á kosið. Allra handa stjörnublys og flugeldar skutust upp í miðjar hlíðar, og tugir sólna sveimuðu hér um loftin með þeim geislandi bjarma að bjart varð upp í miðjar hlíðar. Á sjúkrahúsinu hér á ísafirði varð hér í þennan heim borið fyrsta barn ársins 1995 hér í bæ morguninn 13. janúar, reyndist það vera 3.840 gr. að þyngd og 54 sm að lengd, spræk- ur piltur og fríður eins og foreldrarn- ir, Margrét Bjamdís Jensdóttir og Kristinn Ebernesersson. En úr Djúpinu gerðust þau stærstu tíðindi á sl. ári, sem nokkum tímann hafa þar gerst frá örófi alda að þar fór í eyði, sem '‘ég kalla „síðasta bæinn í Dalnum“, Unaðsdalur í Snæ- fjallahreppi, ein stæsta og kostarík- asta jörðin í Djúpinu. Þar vom húsa- kynni fyrir 35-40 kýr, yfir 200 kinda fjárhús, geysimikil vélageymsla, og íbúðarhús sem ekki væri undir 13-15 milljóna kr. virði, miðað við kaup- staðamælikvarða á íbúðum. Þama bjuggu hjónin Kjartan Helgason og Stefanía Ingólfsdóttir. Var Kjartan þama fæddur og upp- alinn en konan ættuð austan úr Vopnafirði, kom þangað í blóma lífs- ins og hitti þar á að lenda í þeirri lífhöfn, sem góðar vættir visuðu henni á í sólrisu sinna daga. Þá er aðeins eftir einn bær í byggð á þeirri kostaríku strönd, sem Snæfjalla- ströndin óneitanlega hefur alla sína daga verið, auk Æðeyjar sem umflot- in er sæ. En sveinsstyki sitt innsiglaði fyrrver- andi félagsmálaráð- herra með því að samþykkja samein- ingu Nauteyrar- hrepps við Hólma- víkurhrepp og Snæ- fjalla við Isaíjörð, og mun það löngum í minni haft að þá er komið inn ströndina og yfir miðju Kaldal- ónsins er maður um leið kominn norður í Strandasýslu og keyrir þar kafla hennar þar til komið er innfyrir Isafjarð- ará, sem skilur að lönd Reykjarfjarðar- hrepps hins forna sem og hins gamla og góða fyrrverandi Nauteyrar- hrepps. Og þó hún alla sína daga hefði afturábak gengið, sómakonan sú arna, og aldrei litið fram á veg sinn um ævidagana, hefði hún aldrei vitlausari hlut tálgað getað saman með jafn afdrifalegum og háskaleg- um afleiðingum sem þessi gerð á eftir að valda byggðarlagi okkar Djúpmanna. En nú kúrir hann í einsemd sinni „síðasti bærinn í Dalnum". Grafar- þögn og dauðakyrrð ríkir þar, sem áður var uppljómað ljósum kærleika og gleði. Við þökkum þeim hjónum og öllu þeirra fólki fyrir ánægju alla og hin elskulegustu samskipti frá því fyrst til hins síaðsta. Biðjum þeim heilla og gleðilegs nýárs með þökk fyrir öll liðnu árin. JENS í KALDALÓNI. MARGRÉT Bjarndís Jensdóttir með „nýárs- barn“ Isfirðinga. Áskorun til félagsmálayfirvalda um breytingu á vinnureglum Frá Karin Elísabetu Hannesdóttur: FYRIRKOMULAGIÐ í dag byggist á því að misvitrir félagsráðgjafar semja greinargerðir fyrir bama- vemdarnefnd. Skjólstæðingar „fá að tjá sig“ um greinargerðirnar þegar búið er að fullvinna þær og hreinskrifa. Það er sama hversu vitlaus og röng greinargerðin er, hún er óbreytanleg úr hendi félags- ráðgjafans. Með tímanum fymist yfír „leiðréttingartjáningu" skjól- stæðinganna, nýir starfsmenn koma að greinargerðunum og með tímanum skapast mikið ruglmál sem aldrei þurfti að vera ef lýðræð- islegri vinnureglum hefði verið heitt. Ég skora á félagsmálayfirvöld að gefa skjólstæðingum sínum kost á að leiðrétta greinargerðirnar um líf sitt áður en þær eru fullunnar svo leiðréttingamar skili sér svartar á hvítu. KARIN ELÍSABET HANNESDÓTTIR, Hábergi 7, Reykjavík. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í uppiýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.