Morgunblaðið - 22.01.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 19
Staðreyndin er því sú
að í það heila tekið er
staða okkar góð um
þessar mundir og ég
fullyrði að það er ekki
hætta á gengislækkun
íslensku krónunnar við
núverandi aðstæður.
hækkað verulega undanfarið ár og það hlýtur
að endurspeglast í innlendum vöxtum við skil-
yrði óheftra fjármagnsflutninga. Það eru eng-
ar forsendur fyrir því að vextir geti verið
lægri hér á landi en ánnars staðar. Það má
raunar halda því fram að þróunin á verðbréfa-
markaði sýni hve vel heppnuð vaxtaaðgerðin
haustið 1993 var. Sú staðreynd blasir nefni-
lega við á verðbréfamarkaðnum að innlendir
aðilar hafa í töluverðum mæli tekið lán á inn-
lendum verðbréfamarkaði til þess að endur-
greiða erlend lán og það hefðu þeir ekki gert
nema af því að vaxtakjör innanlands voru
orðin svo vel samkeppnisfær við þau sem bjóð-
ast erlendis. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs
námu verðbréfaútgáfur sveitarfélaga, lána-
stofnana og fyrirtækja um 13,5 milljörðum
króna og jukust úr 3 milljörðum frá árinu
1993. Þessi gífurlega breyting hefur skapað
þrýsting á vexti og ekki að undra þótt ávöxt-
un á verðbréfamarkaði leitaði upp á við eftir
því sem leið á árið. Mér fmnst að í umræðum
um vaxtamál geri menn oft minna úr þessum
þætti en efni standa til.
Því má einnig bæta við að í vaxtastefnu
ríkisstjórnarinnar fólst hótun um að taka lán
erlendis ef íslenskir fjárfestar vildu ekki sætta
sig við 5% vexti auk verðtryggingar. Ríkissjóð-
ur hefur tekið mikið af erlendum lánum und-
anfarið en nettólántökur á síðasta ári voru
að fjárhæð 34 milljarðar. Þar eru meðtalin lán
sem voru tekin til að greiða upp eldri lán,
skuldbreytingar o.s.frv. Engin einasta króna
af þessu lánsfé hefur verið tekin með hærri
raunvöxtum en 5%. Japanska lánið sem við
tókum nýlega að fjárhæð rúmlega 10 milljarð-
ar fékkst með 4,9% vöxtum. Að því leyti hef-
ur vaxtastefnan náð fram að ganga fyrir ríkis-
sjóð sem lántakanda.“
Slæmt að hringla með lónskjaravísitöluna
aftur. Við getum ekki svarað því öðruvísi en
að sú umræða sé mjög í gangi í tengslum við
kjarasamninga. Þeir þakka þá yfirleitt fyrir
sig og láta aldrei heyra frá sér aftur.
Þess vegna höfum við verið þeirrar skoð-
unar að hringl með lánskjaravísitöluna sé afar
slæmt. Ég held að það sé nauðsynlegt að reyna
að selja útlendingum íslensk verðbréf og örva
að öðru leyti erlenda fjárfestingu vegna þess
að íslendingar eru farnir að kaupa verðbréf
erlendis. Þessir straumar þurfa að vera gagn-
kvæmir því það gengur ekki til lengdar að
ríkissjóður einn taki lán til að vega upp á
móti fjármagnsstraumum frá landinu. Ég hef
meiri trú á því að útlendingar kaupi óverð-
tryggð bréf a.m.k. til að byija með. Þess vegna
er nauðsynlegt að hefja sem fyrst útgáfu
tveggja ára bréfa og gefa síðan út þriggja
ára óverðtryggð bréf.“
Markaðurinn er horður húsbóndi
- Myndi seðlabankinn leggjast mjög gegn
breytingu lánskjaravísitölunnar?
„Ég veit ekki hvort við verðum spurðir álits.
Okkar skoðun er sú að ef lánskjaravísitala sé
á annað borð notuð verði að vera sátt um að
hún gildi til frambúðar og ekki hægt að hringla
í henni. Það þarf að vera agi í þessu eins og
öðru. Tenging innlends fjármagnsmarkaðar
við hinn erlenda þýðir raunar að hagstjórn
verður að vera miklu agaðri en áður því mark-
aðurinn er harður húsbóndi. Aginn verður að
ná til allra sem áhrif hafa í efnahagsmálum,
jafnt stjórnmálamanna sem aðila vinnumark-
aðarins svo og þeirra sem starfa á ijármagns-
mörkuðum. Það er mjög slæmt ef aðilar vinnu-
markaðarins eru að hræra í grundvallaratriði
eips og við hvaða atriði eigi að miða í verð-
tryggingu."
- En hefur eitthvað verið gert til að kynna
íslensk verðbréf sem fjárfestingarkost fyrir
erlenda fjárfesta?
„Erlendir fjárfestar leggja áherslu á að
þeir geti losnað við sín verðbréf með skömm-
um fyrirvara ef á þarf að halda. Þeir setja
það því fyrir sig að markaðurinn sé ekki öflugri
en raun ber vitni. Hins vegar tel ég alveg
nauðsynlegt að það þurfi að gera sérstakt
átak í því að kynna íslensk verðbréf erlendis
og í því efni ættu t.d. Seðlabankinn, verðbréfa-
fyrirtækin, bankarnir og viðskiptaráðuneytið
að efna til sameiginlegs átaks.“
Ekki hætta ó gengislækkun
haft áhrif á þróun skammtímavaxta,“ segir
Birgir ísleifur. „Koma þurfti á millibanka-
markaði fyrir gjaldeyri þar sem framboð og
eftirspurn hefðu meiri áhrif á gengi krónunn-
ar en verið hafði og daglegt viðmiðunargengi
hennar yrði ákveðið. Þetta var gert. Innlendum
peningamarkaði var komið á fót á árinu 1992
og viðskipti hófust á skipulegum gjaldeyris-
markaði vorið 1993. Mikilvægur þáttur í að
byggja upp peningamarkaðinn var samningur
fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans um
að tekið skyidi fyrir yfirdrátt ríkissjóðs í Seðla-
bankanum. í stað þess hóf ríkissjóður árið
1992 að afla fjár með reglulegum uppboðum
á ríkisvíxlum sem ganga kaupum og sölum á
eftirmarkaði. í kjölfar þessa óx peningamark-
aðurinn afar hratt og velta margfaldaðist. Á
síðasta ári var veltan á peningamarkaði 68
milljarðar króna og í lok ársins var fjárhæð
útistandandi ríkisvíxla 14,6 milljarðar. Þess
má geta að við höfum breytt skipulagi bank-
ans til að laga okkur að breyttum aðstæðum
og stofnað sérstaka markaðsdeild sem sér um
allar okkar markaðsaðgerðir."
Höfum verið að draga okkur út af langtímamarkaði
Á verðbréfamarkaði hefur sú gagnrýni
komið fram á Seðlabankann að hlutverk
hans sem viðskiptavaka ríkisverðbréfa fari
ekki saman við önnur markmið hans um
að styðja við þá stefnu ríkisstjórnarinnar
að halda vöxtum á langtímaverðbréfum
kringum 5%. Birgir ísleifur segir um þetta
að samanburður að þessu leyti við nágranna-
löndin sé ákaflega erfíður því þar sé fyrir
hendi áratuga reynsla í rekstri verðbréfa-
þinga. „Seðlabankinn hefur lagt mesta
áherslu á hin síðari ár að styrkja og efla
Verðbréfaþingið. Þegar þingið var sett á
laggimar urðu viðskipti ákaflega lítil og þau
fóra fyrst af stað árið 1986 þegar Seðla-
bankinn gerðist viðskiptavaki á spariskír-
teinum. Eg viðurkenni það að það er mjög
óvenjulegt hlutverk Seðlabanka að vera við-
skiptavaki á spariskírteinum. Tilgangurinn
var auðvitað fyrst og fremst sá að örva við-
skiptin og gera markaðinn lífvænlegri. Þar
að auki var enginn peningamarkaður til,
þ.e. markaður fyrir fjárskuldbindingar innan
árs. Seðlabankar erlendis beita sér fyrst og
fremst erlendis á peningamarkaðnum.
Við höfum alltaf litið þannig á að einn
góðan veðurdag kæmi að því að bankinn
færi út af langtímamarkaðnum og við höfum
verið að gera það smám saman á þessu
ári. Reyndar komum við inn á húsbréfa-
markaðinn af sérstöku tilefni fyrri hluta
ársins til að lækka vexti. í júlí drógum við
okkur aftur út af þeim markaði og höfum
einnig mjög verið að draga okkur út af spari-
skírteinamarkaðnum. Það má segja að við
séum nánast ekkert inni á þeim markaði
nema að nafninu til. Sú spuming sem við
veltum fyrir okkur er sú hvort peningamark-
aðurinn sé nægilega öflugur svo að hægt
sé að treysta eingöngu á hann í sambandi
við vaxtaaðgerðir. Mat okkar um það hve-
nær við förum alveg út af langtímamarkaðn-
um hlýtur að byggjast á því hvenær peninga-
markaðurinn verður orðinn nægilega öflug-
ur.“
Aukin ósókn í lónsfé ó verðbréfamarkaði
- Það hefur skapast töluverður þrýstingur
á vaxtastigið í landinu undanfarið og ávöxtun
á ríkisvíxlum hefur verið á hraðri uppieið.
Bendir þetta e.t.v. til þess að brestir séu komn-
ir i vaxtastefnu ríkisstjómarinnar?
„Það má ekki draga þá ályktun að vaxta-
hækkun á verðbréfamarkaði feli í sér að vaxta-
stefna stjórnvalda hafi að einhveiju leyti
brugðist. Vextir á erlendum mörkuðum hafa
Ríkissjóður hóf á árinu 1993 að bjóða út
óverðtryggð skuldabréf til tveggja ára, svo-
nefnd ríkisbréf og nemur útistandandi fjárhæð
þeirra nú 5,5 milljörðum. Birgir ísleifur bend-
ir á að þessi útgáfa hafi verið mikilvægt skref
í þeirri viðleitni að draga úr verðtryggingu á
skemmri skuldbindingum. „Bankinn hefði kos-
ið að lengra væri gengið á þeirri braut og
hafin útgáfa á a.m.k. þriggja ára óverðtryggð-
um ríkisbréfum. Svo varð þó ekki heldur lagð-
ist útgáfa tveggja ára bréfanna af síðla sum-
ars vegna þess að ríkissjóður sætti sig þá
ekki lengur við þau kjör sem í boði voru.“
í þessu sambandi bendir Birgir á að helst
séu líkur á að erlendir fjárfestar kaupi óverð-
tryggð ríkisverðbréf fremur en spariskírteini.
„Við erum satt að segja mjög efins um að
hægt verði að selja mikið af verðtryggðum
spariskírteinum til útlanda. Við höfum skynjað
efasemdir útlendinga um þessi bréf í viðtölum
við erlenda fjárfesta sem hingað koma og eru
að leita eftir hlutlægum upplýsingum um eðli
þessara bréfa, hvort sem um er að ræða spari-
skírteini eða húsbréf. Menn spyrja mikið um
það hvernig lánskjaravísitalan sé reiknuð út.
Síðan spyrja þeir hvort henni hafi einhvern
tímann verið breytt og við verðum að viður-
kenna að þetta hafi verið gert fyrir nokkrum
árum af ríkisstjórninni. Þeir spyrja einnig
hvort hætta sé að því að henni verði breytt
- Það hefur komið fram að gjaldeyrisstaða
Seðlabankans rýrnaði um 14 milljarða nettó
á síðasta ári en væntanlega styrkist hún aftur
við lántöku ríkissjóðs í Japan í síðustu viku.
Hvernig metur bankinn stöðu íslensku krón-
unnar við þessar aðstæður?
„Það verður að hafa í huga í sambandi við
gjaldeyrisforða Seðlabankans að hluti af gjald-
eyrisforða landsmanna er varðveittur í við-
skiptabönkunum og sparisjóðunum. Gjaldeyri-
sjöfnuður bankanna má nema 20% af eigin
fé og þeir hafa nýtt sér það. Sú ákvörðun var
tekin þegar gjaldeyrismarkaði var komið á
fót. Það ber einnig að hafa í huga að við
opnun fjármagnsmarkaðarins gagnvart út-
löndum í ársbyijun 1994 reiknuðum við með
að það yrði allnokkur fjárfesting í erlendum
bréfum. Þess vegna höfðum við gjaldeyrisforð-
ann óvenjulega sterkan á þessum tíma. Minnk-
unin sem varð á sl. ári kom ekki á óvart og
þrátt fyrir hana er gjaldeyrisforðinn mikill.
Staðreyndin er því sú að í það heila tekið er
staða okkar góð um þessar mundir og ég full-
yrði að það er ekki hætta á gengislækkun
íslensku krónunnar við núverandi aðstæður.
Utstreymi á gjaldeyri á sér skýringar sem
benda til aukins styrks í efnahagsiífinu. Fyrir-
tæki hafa verið að greiða niður erlendar skuld-
ir en erlent lánsfé innlánsstofnana til endur-
lána lækkaði um 12,6 milljarða á árinu 1994.
íslendingar hafa verið að fjárfesta í erlendum
verðbréfum sem er alls ekki neikvætt því þetta
eru eignir sem gefa af sér arð í framtíðinni.
Þá hafa bankar keypt gjaldeyri í töluverðum
mæli vegna framvirkra samninga. Þar er um
að ræða nýjung í viðskiptalífinu sem gerir
rekstur fyrirtækja traustari og öraggari. I því
sambandi eru fyrirtækin ekki síður með í
huga innbyrðis breytingar á milli erlendra
gjaidmiðla. í sambandi við hina styrku stöðu
íslensku krónunnar verða menn að hafa í
huga að raungengi krónunnar er óvenju lágt
í sögulegu samhengi, að afgangur er á við-
skiptajöfnuði við útlönd og verðbólga er lægri
en oftast áður.“
- Nú hefur Seðlabankinn verið virkur á
gjaldeyrismarkaðnum. Hvað er framundan á
þeim vettvangi?
„Stofnun gjaldeyrismarkaðarins var mik-
ilvægt skref og hann hefur þróast í aðalatrið-
um eins og vænst var. Á hinn bóginn er kom-
ið tilefni til að endurskoða starfsaðferðir hans
nú þegar hann hefur runnið sitt bemskuskeið
og er einmitt unnið að slíkri endurskoðun í
samráði við þátttakendurna á markaðnum.
Það er mikilvægt að viðskipti verði nægilega
mikil til að tryggja eðlilega markaðsverðmynd-
un og í því sambandi kemur til álita að Seðla-
bankinn dragi úr beinum viðskiptum sínum
með erlendan gjaldeyri við ýmsa opinbera sjóði
og beini þeim til viðskiptabankanna. Þá hefur
Seðlabankinn verið virkari á þessum markaði
en hann stefndi að í upphafi og vonast til
þess að geta dregið sig nokkuð til hlés eftir
því sem markaðurinn þroskast frekar.“
Sannfærður um að rikisbankarnir verða einkavæddir
- En hvaða breytingar sérðu fyrir þér í
bankakerfinu á næstu árum? Hver er t.d. þín
skoðun á einkavæðingu ríkisbankanna?
„Ég er sannfærður um það að það á eftir
að gerast hér á landi að ríkisviðskiptabankam-
ir verði einkavæddir. Þetta var komið töluvert
áleiðis fyrir tveimur árum en vegna erfíðleika
í rekstri þeirra voru þau áform lögð á hilluna
í bili. Auðvitað er hér fyrst og fremst um að
ræða pólitíska spurningu sem ríkisstjórn og
Alþingi verða að fást við. Hins vegar verður
að fara varlega í breytingar. Fjármálastofnan-
ir era mjög viðkvæmar vegna sinna viðskipta
erlendis.
Varðandi stöðu bankanna yfírleitt vil ég
benda á að þeir hafa oft verið gagnrýndir
fyrir of háa vexti. Vaxtastig bankanna hefur
auðvitað mótast af þeirra afkomu því þeir
hafa þurft að vinna sig sjálfír út úr sínum
vanda. Mér fínnst að menn þurfi að virða það
við íslenska bankakerfið að það er sjálft að
vinna sig út úr vandanum öfugt við banka á
Norðurlöndunum sem hafa þurft á miklu fjár-
magni að halda frá ríkinu. M.ö.o borguðu
skattgreiðundirnir_ beint fyrir tap bankanna í
þessum löndum. Ég á von á því að þetta ár
verði nokkuð erfitt fyrir bankana en sé fyrir
mér að afkoman verði mun betri á næsta ári.“
— Seðlabankinn er stundum gagnrýndur
fyrir háan rekstrarkostnað og að lítils aðhald
sé gætt.
„Ég fullyrði að mikils aðhalds er gætt í
rekstrarútgjöldum bankans. Ég verð að við-
urkenna að það kom mér á óvart þegar ég
settist hér inn, hversu mikill agi var hér í
rekstrargjöldum. Ef til vill var ég sjálfur smit-
aður af ósanngjarnri fjölmiðlaumræðu gegn-
um árin. Menn mega ekki gleyma því að það
verkefni er iagt á Seðlabankann að vera eins
konar fjármálalegt utanríkisráðuneyti lands-
ins. í því felst m.a. að rækta náið samband
við fjölmargar fjármálastofnanir sem starfa á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það hefur
Seðlabankinn gert vel sem skilar sér m.a. í
góðu trausti sem ísland nýtur á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
Fjárfesting í tölvunámi veitir þér forskot á
VINNUMARKAÐINUM!
82 klst. starfsmenntunarnámskeið með áherslu á
undirbúning fyrir störf á nútima skrifstofum.
Verð aðeins
58.600.-
kr. stgr.
Afb.verð kr. 61.700.- eða 3.943 • ~ kr. á mánuði!
Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið.
**»urke2'£'"i <>c ' '
KENNSLUGREINAR:
- Almenn tölvufræði
- MS-DOS og Windows
- Ritvinnsla
- Töflureiknir og áætlanagerð
- Glærugerð og auglýsingar
- Tölvufjarskipti
- Umbrotstækni
Innritun er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling
eða kíktu til okkar í kaffi.
Tölvuskóli Reykiavíkur l
- z
BORGftRTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK. s(mi 616699. fax 616696
i