Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UTSALA - UTSALA - UTSALA
f
Utsalan hefst á morgun
mánudaginn 23. janúar
Sportbúð Kópavogs, Hamraborg 20, sími 641000
BOSCH
: :
Nú er hægt að gera
ótrúlega góð kaup!
Við bjóðum nú í janúar hin glæsilegu
BOSCH raftæki á sérstöku tilboðsverði.
VERÐDÆMl
Ryksuga: 9.975,- kr. (stgr.)
Handryksuga: 2.900,- kr.
Handþeytari: 1.900,- Kaffivél: 2.500,- kr.
kr.
Gufustrokjám: 3.900,- kr.
Strokjám venjul.: 1.900,- kr.
Vöfflujám: 4.900,- kr.
Hraðsuðukanna: 3.900,- kr.
Brauðrist tvöföld: 3.900,- kr.
AHt heimsþekkt gœðatæki
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 628300
I DAG
HÖGNIHREKKVÍSI
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Með passaðan makker,
er álitamál hvort norður
eigi að blanda sér í sagnir
við veikari hindrunaropnun
vesturs. Spilið er frá átta
liða úrslitum Reykjavíkur-
mótsins:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ G652
▼ K94
♦ KD9
4 ÁG4
Vestur Austur
49 4 ÁD7
¥ Á10863 IIIIH f DG
♦ G1053 111111 ♦ Á86
4 D62 4 109753
Suður
4 K10843
V 752
♦ 742
4 K8
I leik Landsbréfa og
Kátra pilta vakti vestur á
báðum borðum á Tartan
tveimur hjörtum, sem sýnir
a.m.k. 5-lit í hjarta með
láglit til hliðar og 5-10
punkta. Á öðru borðinu
ákvað norður að skipta sér
ekkert af sögnum og tvö
hjörtu voru pössuð út. Sem
var spennandi samningur,
em marðist einn niður.
Hinu megin voru Helgi
Jóhannsson og Guðmundur
Sv. Hermannsson í NS gegn
Jóni Baldurssyni og Sævari
Þorbjömssyni í AV. Þar
ákvað Helgi að opnunar-
dobla:
Vtstur Norður Austur Suður
S.Þ. HJ. J.B. G.S.H.
Pass
2 hjörtu Dobl 3 hjörtu 3 spaðar
Pass Pass 4 spaðar Pass Dobl Pass
Sævar spilaði út tígulgosa
og Jón drap kóng blinds með
ás og skipti yfir í hjartagosa.
Sævar dúkkaði og Guð-
mundur fékk slaginn á
hjartakóng. Tók þá laufkóng
og svínaði gosanum til að
geta hent hjarta niður í lauf-
ásinn. Næst var spaðagosinn
látinn svífa hringinn og eftir-
leikurinn var auðveldur. 790
í NS.
Ef grannt er skoðað þurfa
fímm spil að liggja til að
geimið vinnist: gosi og tía í
tígli, hjartaás, laufdrottning
og trompdrottning. Líkur á
því em í kringum 3%.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 9-5 frá mánu-
degi til föstudags
Langskip eða knörr
í fjölmiðlum hefur verið
sagt frá að hér á landi
sé verið að smíða eftirlík-
ingu af víkingaskipi,
hinu svokallaða Gauks-
staðaskipi. Sagnfræð-
ingar hafa sagt okkur
að það skip hafí verið
langskip, en að þau skip
sem notuð hafi verið til
íslandssiglinga hafí hins
vegar verið knerrir. Því
vaknar sú spurning
hvers vegna íslendingar
smíði ekki frekar eftirlík-
ingu af knerri, eins og
t.d. þeim sem fannst í
Hróarskeldufirði.
Gaman væri að heyra
hvað fróðir menn segja
um þetta.
Bima G.Bjamleifsdóttir
Tapað/fundið
Flauelstrefill
tapaðist
GRÆNN trefill með
flaueli öðmmegin tapað-
ist á veitingastaðnum 22
eða í nágrenni hans laug-
ardagskvöldið 14. janúar
sl. Skilvís fínnandi vin-
samlega hafí samband í
síma 10023.
Seðlaveski
tapaðist
BRÚNT leðurseðlaveski,
sem í vora skilríki, tap-
aðist líklega í Búnaðar-
bankanum við Suður-
landsbraut eða í ná-
grenni hans þriðjudaginn
17. janúar sl. Skilvís
fínnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma
877434.
Gæludýr
Kettlingar fást
gefins
ÞRÍR fallegir átta vikna
kettlingar fást gefíns á
góð heimili. Uppl. i síma
651275.
Farsi
Víkveiji skrifar...
OFT Á TÍÐUM erum við þras-
gjöm þjóð, sem þráttum vik-
um og mánuðum saman, jafnvel um
léttvæg deiluefni. í annan tíma er-
um við órofa heild, ein sál, sem finn-
ur til saman og stendur saman.
Þetta á ekki sízt við þegar náttúru-
öflin höggva skörð í mannfólkið,
eins og dæmin sanna: Hnífsdalur,
Siglufjörður, Vestmannaeyjar, Nes-
kaupstaður, Súðavík.
Nú stendur yfir söfnun til stuðn-
ings íbúum Súðavíkur, Samhugur
í verki. Víkverji er sannfærður um
það að sveitarfélög, fyrirtæki, stétt-
arfélög, heimili og einstaklingar
leggjast á eitt í þessari söfnun.
Ungir og aldnir róa öllum árum að
einu marki: að þetta samátak megi
spegla sem bezt samhug þjóðarinn-
ar til þess fólks sem nú á um sárt
að binda.
xxx
SÚÐAVÍK er dæmigerð fyrir ís-
lenzk sjávarpláss. Lítið þorp
við fagran fjörð, vafið fjöllum,
fiskimið skammt undan landi. Fá-
mennið dregur ekki úr gildi slíkra
staða í augum þjóðar, sem er í hópi
fámennustu þjóða heims.
Sveitarfélög, sem teljast stór í
dag, voru og smá til skamms tíma.
í Hafnarfirði vom 600 íbúar um
aldamótin, svo dæmi sé tekið. í
Keflavík 500 íbúar 1920. í Garðabæ
400 íbúar 1940. í sjálfri Reykjavík
300 íbúar 1801 og 6.700 um alda-
mótin.
Náttúmhamfarir, eldgos, hafís,
jarðskjálftar, skriðuföll og snjóflóð
hafa leikið íslenzkar byggðir grátt
í aldanna rás. Jafnvel á öld há-
tækni stöndum við varnarlítil þegar
náttúruöflin bregða á leik. Enginn
veit, hvort eða hvenær feiknkraftur
þeirra nær til hans. Og þó. Atburð-
irnir í Súðavík snerta hvert einasta
mannsbarn í landinu. Þjóðin öll er
harmi sleginn. Víkveiji veit að hann
þarf ekki að hvetja fólk til að sýna
samhug í verki með þátttöku í söfn-
uninni. Hvatinn býr í hvers manns
brjósti.
XXX
ABYRGÐIN og hjálpfýsin, sem
býr með þjóðinni, hefur ekki
hvað sízt komið fram í ómetanlegu
og ómældu starfí hjálparfólks, víða
af landinu, sem þátt hefur tekið í
aðstoð og björgun í Súðavík og víð-
ar.
Þjóðin stendur í mikilli þakkar-
skuld við allt þetta harðduglega og
fórnfúsa fólk, sem svo vel stóð sig.
Sama máli gegnir um yfirstjórn og
starfsfólk Almannavarna.
Hjálparsveitir leita oftlega, sem
von er, stuðnings almennings, enda
kostar búnaður og þjálfun of fjár.
Einsýnt er, enn sem áður, að þeim
fjármunum, sem almenningur ver
til björgunar- og hjálparsveita, er
vel varið.
xxx
ÍKVERJI hefur áður rakið að
sveitarfélögin, hrepparnir,
eru eldri en íslenzka þjóðríkið, sem
talið er til orðið 930. Því hefur ver-
ið haldið fram að tryggingar, sem
gegna veigamiklu hiutverki í sam-
tímanum, hafí fyrst komið til sög-
unnar í þessum hreppum, þegar lit-
ið er til germanskra þjóða.
Reglan var einföld. Þegar bær
brann eða búsmali féll bættu bænd-
ur allir. Hluti tíundar, skatts sem
var lögleiddur árið 1096 (og fyrr
en í grannríkjum), rann að fjórð-
ungi til þurfamanna.
Á þetta er minnzt, í hugleiðingu
um nútímann, svo ljóst megi verða,
að samhugur er ekki nýr af nál
með þjóðinni þegar áföll verða.
Menn skóku vopn á þjóðveldisöld
en bjuggu við reglur um samhjálp
og samtryggingu. Menn takast hart
á í dag, meðal annars í sveitar-
stjórnar- og þjóðmálum, skaka
áróðursvopnin, særa á stundum illa.
En þegar bær grannans brennur,
þegar byggð verður fyrir sárum
áföllum, eins og nú er raun á orðin
í Súðavík, „þá á ísland eina sál“
hjálpar og samhugar. Meðan svo
verður á þjóðin sér framtíð!