Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Snorrastöðum, verður jarðsungin frá Kolbeinsstaðakirkju fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 f.h. Börn hinnar látnu. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN LEVÍ SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Ljárskógum 25, verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.30. Sigríöur Jóhannsdóttir, María Björnsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Óskar Bergsson, Guðbjörg H. Björnsdóttir og börn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning við veikindi, andlát og útför SIGURNÝASAR FRIMANNSSONAR frá Gunnólfsvík á Langanesi, til heimilis í Bræðratungu 22, Kópavogi. Hulda Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hugheilar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GUÐMUNDAR ÁSTRÁÐSSONAR, loftskeytamanns, Ljósheimum 16b. María Helgadóttir, Anna Guðmundsdóttir, Inga Á. Guðmundsdóttir, Þorsteinn B. Á. Guðmundsson, Þrúöur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnhólum 2, áöur Blómvallagötu 10a. Soffia Kristjánsdóttir, Sigurður Helgason, Ólafía Katrín Kristjánsdóttir, Einar Marinósson, Kristján Sigurður Kristjánsson, Jóna Björg Sigurðardóttir og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem á margvís- legan hátt hafa heiðrað minningu GEIRS G. GUNNLAUGSSONAR, bónda i Lundi, og vottað okkur samúð. Sérstakar þakk- ir til þeirra sem heimsóttu hann í Sunnu- hlíð svo og til starfsfólksins þar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem auðsýndu samúð við fráfall móður minnar, SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Miðleiti 4, Reykjavík. Elfa-Björk Gunnarsdóttir. ÁRNI KRISTJÁNSSON ■4" Árni Kristjáns- * son var fæddur á Stapa í Lýtings- staðahreppi 5. ág- úst 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 10. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Árnason fæddur á Gili í Svartárdal hinn 5. júlí 1885 og síðar bóndi á Krít- hóli og Ingibjörg Jóhannsdóttir fædd í Þorsteins- staðakoti í Lýtingsstaðahreppi hinn 1. desember 1888. Árni var sjötti i röð níu systkina, átti tvo bræður og sex systur, og eru fjórar systra hans enn á lífi, allar búsettar í Sauðárkróki, þær Guðrún, f. 1913,, fjóla, f. 1918, Ingibjörg, f. 1922, og Þóranna, f. 1926. Önnur systk- ini Árna, öll látin, voru Þuríð- ur, f. 1915, d. 1916, Þuríður, f. 1921, d. 1991, Haukur, f. 1928, d. 1994, og Sverrir, f. MIG langar að minnast tengdaföður míns, Áma Kristjánssonar, sem er látinn eftir erfiða baráttu við þann illvíga óvin, krabbamein. Nú er Árni genginn og kominn til samfunda við eiginkonu sína, Jómnni Birnu Sigur- björnsdóttur, sem hann missti langt fyrir aldur fram árið 1979. Leiðir okkar Árna lágu saman í tæplega þijátíu ár eða allt frá því við Ingibjörg dóttir hans kynntumst. Allt frá upphafí mætti ég aldrei öðm en vináttu og hlýju frá honum og raunar allri fjölskyldunni í Gránufé- lagsgötu 35. Þar var oft þétt setinn bekkurinn, húsið lítið en fjölskyldan stór, bömin alls níu, en þó aldrei þröngt fyrir sátta að sitja og oft glatt á hjalla. Hversu vel man ég ekki góðar stundir til dæmis af- mæli, jólaboð og gamlárskvöld þegar þétt var setið í stofunni og Iagið tekið undir ömggum forsöng hús- bóndans sem hafði óvenju fallega tenórrödd og er ég ekki í minnsta vafa um að hann hefði náð langt sem söngvari ef aðstæður hefðu leyft honum að leggja rækt við þessa guðsgjöf. Sautján ára gamall gekk Árni í Karlakórinn Heimi í Skagafírði, en hann var Skagfírðingur fæddur og uppalinn, og söng með kórnum, oft sem einsöngvari, allt þar til fjöl- skyldan flutti til Akureyrar árið 1961. Þá gekk hann til liðs við Karla- kórinn Geysi og söng með honum allar götur þangað til Gamlir Geysis- menn stofnuðu sinn eigin kór og þar 1931, d. 1982. Árni kvæntist 21. maí 1955 Jórunni Birnu Sigurbjörnsdóttur sem fædd var á Bakka í Viðvíkur- sveit hinn 3. júlí 1925, en lést 30. maí 1979. Hún var dóttir hjónanna Jó- hönnu Jónsdóttur og Sigurbjöms Tryggvasonar sem lengi bjuggu á Grófargili í Skaga- firði. Arni og Jór- unn (Lóa) bjuggu lengi á Hofi við Varmahlíð en fluttust til Akureyrar 1961 og bjuggu þar til dauðadags. Þau eignuðust níu böm, þau Björk, f. 1945, Ingibjörgu, f. 1946, Jónu Svanhildi, f. 1948, Krist- ján, f. 1950, Þuríði Fanney, f. 1952, Heiðbjörtu Erlu, f. 1954, Sigurbjörn, f. 1957, Alfheiði Höllu, f. 1959, og Svölu Dröfn, f. 1967. Útför Áma fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun. var Ámi allt þar til heilsan bilaði sl. haust. Hann náði að fara með félögum sínum og Gömlum Fóst- bræðrum til írlands í söngferð um miðjan október sl. með því að fá frestað innlögn á sjúkrahúsið sem hann síðan átti ekki afturkvæmt frá. Meðan Ámi var í Heimi lagði hann og auðvitað margir fleiri á sig ómælt erfiði til að stunda söngæfing- ar, hann sagðist oft hafa gengið yfír 10 km leið nánast í hvaða veðri sem var til að missa ekki af æfíngu og alltaf hýrnaði yfír honum þegar hann sagði frá söngbræðmm sínum og vinum í Skagafirði og sagði að engin fyrirhöfn hefði verið of mikil til að geta verið með þeim og sung- ið saman. Einnig má geta þess að þau ár sem Ámi starfaði í Sam- bandsverksmiðjunum á Akureyri söng hann með kór starfsmanna þar og sýnir það hvert yndi hann hafði af öllum söng. Sem sannur Skagfírðingur hafði Árni alla tíð mikla ánægju af hestum og vann við tamningar á sínum yngri ámm og átti alltaf hesta, oft hina mestu gripi. Nú seinni árin eyddi hann ómældum tíma uppi í hesthúsi við að snyrta og huga að þessum vinum sínum og hestamannafélagið Léttir sá sá ástæðu til að verðlauna hann fyrir best hirta hesthúsið í hverfinu nú fyrir nokkrum árum. Vorið 1979 varð Ámi, eins og fyrr segir, fyrir þeirri þungbæm sorg að missa eiginkonu sína Jór- unni Bimu, eða Lóu eins og hún var + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns og afa, GUÐNA JÓNSSONAR fyrrv. yfirverkstjóra, Kársnesbraut 66, Kópavogi. Guðrún Guðnadóttir, Bergljót Steinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA JÓNSSONAR, f.v. verkstjóra, Laugarnesvegi 74. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, Lágmúla 4. Sigríður Sveinsdóttir, Guðrún Gisladóttir, Gunnar Guðjónsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Paula Guðmundsson, Þuríður, Gísli, Gunnar og Kolbrún Gunnarsbörn. alltaf kölluð, langt fyrir aldur fram og frá yngstu bömunum og dóttur- syni sem enn vom í föðurhúsum. Þá sýndi fjölskyldan öll hvað sam- stilltur vilji er sterkur og hversu vel er hægt að spila úr erfíðri stöðu þannig að vel fari þó ekki sé allt fullkomið. Börnin sýndu föður sínum sérstaka ræktarsemi og var hann jafnan aufúsugestur á heimilum þeirra. Eftir að um hægðist hjá Áma gaf hann sér oft tíma til að sinna barnabömunum og hafði gott lag á þeim hvort heldur þau fóru með í hesthúsið, í kapphlaup og fótbolta. Nú em liðin tæp níu ár síðan við hjónin fluttum bú okkar til Neskaup- staðar og hefur því verið vík milli vina en í nokkur skipti kom Árni og dvaldi hjá okkur um tíma, rölti sér út í urðir eða upp í skógrækt og sagði okkur frá gönguleiðum, rjóðmm og fegurð náttúrunnar sem við í amstri dagsins veittum enga athygli. Auðvitað rennum við líka oft norður til að heilsa upp á skyld- fókið og alltaf var gott að líta inn í Furulundinn. Hinn 5. ágúst í sum- ar er leið varð Árni sjötugur og var haldið upp á daginn á heimili Svölu, yngstu dóttur hans, en hún býr á Hauganesi. Þar var nánast öll fjöl- skyldan mætt og átti eftirminnilegan dag með grillveislu, skemmtisiglingu og hæfílega miklum söng þar sem Árni að sjálfsögðu var í forsæti og hrókur alls fagnaðar. Ekki gat mig með nokkru móti grunað að þetta yrði í síðasta sinn sem fjölskyldan samfagnaði með honum og næst þegar ég sá hann lá hann á gjör- gæslu fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, fársjúkur eftir erfíða aðgerð. Elsku Ámi, nú þegar vegferð þinni á þessu tilvistarstigi er lokið og þú horfínn til himinsala vill hún Bogga þín, ég og synir okkar, þeir Ámi Þór, Bjarni, Pétur Heiðar og Ingi Steinn, þakka þér samfylgdina og fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Freysteinn Bjarnason. Því féllu snjókom í dag en ekki í gær? Hvers vegna er ekki eilíft sum- ar, alltaf bjart og hlýtt? Við þessu og ótal mörgu öðru era engin svör. Það em heldur engin svör til við því hvers vegna ástvinir eru frá okkur teknir þegar minnst varir. Sagt er að vegir guðs séu mönnum oft á tíðum órannsakanleg- ir og við það verðum við svo sannar- lega vör á stundum. En við glötum ekki trúnni hversu oft sem við verðum gjörsamlega ráð- þrota eða af því að okkur finnst í hita örvinglunar að við séum ekki bænheyrð og frá okkur eru teknir ástvinir sem við elskum svo mjög. En eftir situr þó alltaf þessi blendna tilfínning og við getum ekki að því gert að okkur fínnst á þeim stundum að guð sé ósanngjam. I stórri fjölskyldu er oft mikið um áföll og þau eru mörg skörðin sem höggvin eru í stóran fjölskylduhóp í áranna rás. Þannig er gangur lífs- ins. Enn eitt skarðið er höggvið í stór- an fjölskylduhóp, því eftir mikil veik- indi síðustu mánuði er tengdafaðir minn Árni Kristjánsson látinn. Hann var lítillátur maður og hóg- vær, var vanur því að þurfa að gera sér smátt að góðu, var aldrei heimtufrekur á eitt né neitt. Hann hafði létta lund og var hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir og ómissandi þegar fjölskylda og vinir komu saman til að skemmta sér. Honum var gefin gullfalleg tenór söngrödd og var mikill söngmaður alla tíð og söng m.a. einsöng með kómm bæði í Skagafírði og á Akur- eyri. Hann var fæddur og uppalinn í Skagafirði og var alla tíð mikill Skagfirðingur í sér og talaði alla tíð um heimaslóðirnar sem besta stað í heimi. Og um gæði skagfirskra hrossa var hann ekki í nokkrum vafa. Honum tókst oftar en ekki að rekja ættir flestra íslenskra gæðinga vestur í Skagafjörð og honum varð ekkert rótað með þær skoðanir sínar. Hann var lengi í karlakórnum Heimi í Skagafirði og þótti alla tíð mjög vænt um þann kór. Eftir kom-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.