Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 37 IDAG Arnað heilla n p^ÁRA afmæli. Á | Om°rgun, mánudag- inn 23. janúar, verður sjötíu og fimm ára Guðmunda Elíasdóttir, söngkona, Vesturgötu 26b, Reykja- vík. />/\ÁRA afmæli. í dag, 0\j22. janúar, er sex- tugur Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri, Glað- heimum 24, Reykjavík. Eiginkona hans er Björg Hjálmarsdóttir. Hjónin taka á móti gestum í félags- heimili lögreglumanna, Brautarholti 30, kl. 16 til 18 í dag, afmælisdaginn. Með morgunkaffinu að kyssast ... meira og meira TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rtghts iworved (c) 1994 Loe Angeles Tlmes Syndicate *****f+Ari, 1253 ÉG get ekki beygt handleggina. Mamma hlýtur að hafa gleymt að taka herðatréð úr úlpunni. HANN þjáist af van- máttarkennd. Reyn- ið nú að hrósa hon- um í stað þess að skamma hann næst þegar hann smíðar eitthvað. COSPER Ég þvoði mér VÍST um hendurnar fyrir matinn. p'/\ÁRA afmæli. Þriðju- O Odaginn 24. janúar nk. verður fimmtugur Þórleif- ur Jónsson, viðskipta- fræðingur, Selbraut 9, Seltjarnarnesi. Eiginkona hans er Elísabet F. Eiríks- dóttir, söngkona. Hjónin munu taka á móti gestum í veitingasal Iðnaðarhúss- ins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík, kl. 17 til 20 á afmælisdaginn. SKAK llnisjón Marjjrir Pctiirsson Þessi staða kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur sem hæst í félagsheimili_ TR við Faxafen. Ögmundur Kristinsson (1.980) hafði hvítt og átti leik, en Atli Antonsson (1.575) var með svart. Svartur er heil- um hrók yfir og drap síð- ast biskup á e4, lék 36. — He8xe4. Þetta lítur vel út, því eftir 37. fxe4? — Dxe4 fellur hvíti hrókurinn á c6. En gamla handbolta- markverðinum úr Víkingi tókst enn einu sinni að snúa vörn í sókn: 38. Hxg6! (Eftir þetta snjalla svar er svarta staðan töp- uð. Hann leikur sig nú í mát í tveimur:) 38. — hxg6, 39. Dh6+ og svart- ur gafst upp, því 39. — Kg8, 40. Dxg7 er mát. Sjöunda umferðin á Skák- þingi Reykjavíkur fer fram í dag, sunnudag, kl. 14. Janúarhraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20 í félagsheim- ili TR. ORÐABÓKIN Bragð - brögð No. bragð er til í ýmsum merkingum, og ft. er brögð með svonefndu u-hljóðvarpi. Hins vegar vill svo til, að ft. er ekki eða sjaldan notuð í sum- um merkingum orðsins. Ein merkingin er snögg hreyfing eða athöfn og verk. Þá má tala um skjót viðbrögð og eins, að mikil brögð hafi verið að e-u. Hér má minna á orð eins og vinnubrögð og trúarbrögð, þau eru alltaf í ft. Bragð er not- að um aðferð, t.d. í glímu, og talað er um glímubrögð og eins að beita ýmsum brögðum í því sambandi, en svo er það haft um að neyta óvandaðra ráða í skipt- um milli manna. í ýms- um öðrum merkingum er orðið einvörðungu notað í et. Talað er um á augabragði = strax, innan skamms. Eins er talað um yfirbragð = útlit eða svip, aldrei um yfirbrögð. Enn ein merk- ing orðsins er smekkur, sbr. finna bragð að mat; e-ð er gott eða vont á bragðið. Maturinn er bragðmikill. Allir munu þekkja málsháttinn: „Bragð er að, þá barnið finnur" og merkingu hans. I þessu sambandi er m.a. talað um sæl- gæti, svo sem súkkulaði og konfekt, með ákveðnu bragði. Því mið- ur hefur ft. skotið hér upp kollinum og menn flestir finna samt óbragð að þeirri notkun. Hér á auðvitað að halda et. og tala um sælgæti með margs konar bragði. - JAJ. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú vilt hafa frumkvæðið og ráða ferðinni í viðskiptum við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu ekkert koma þér úr jafnvægi í dag og njóttu þess að eiga frístundir með ást- vini. Kvöldið verður róm- antískt. Naut (20. apríl - 20. maí) (jfö Þú kynnist einhverjum í samkvæmi sem getur liðs- innt þér í viðskiptum. Reyndu að komast hjá deil- um við vini í kvöld. Tvíburar (21. maf- 20. júní) 4» Þér finnst ættingi einum um of ráðríkur í dag. Þú ert að íhuga ferðalög og þátttöku í námskeiði á næstu mánuð- um. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Einhver er með óþarfa af- skiptasemi af högum þínum. Pjárhagurinn fer batnandi á komandi mánuðum og þú íhugar umbætur heima fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Varaðu þig á einhvetjum sem reynir að misnota sér örlæti þitt. Sjálfstraust þitt og öryggi fara vaxandi á komandi mánuðum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér finnst ættingi vera með óþarfa afskiptasemi. Þú get- ur gert góð kaup í dag, og íhugar að bjóða heim gestum í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Taktu ekki aðdróttanir sem þú heyrir trúanlegar. Þú kemur vel fyrir og framund- an er mikill annatími í sam- kvæmislífinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9ljj0 Á næstu mánuðum vænkast mjög hagur þinn í vinnunni og fjárhagurinn fer batn- andi. En ágreiningur getur komið upp milli vina. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Reyndu að komast hjá deil- um við þína nánustu í dag. Þú nýtur þess að blanda geði við aðra og ferðalag virðist framundan. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Horfur í íjármálum fara batnandi á næstu mánuðum og þróun mála í vinnunni er þér hagstæð. Varastu deilur um stjórnmál.____________ Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það gengur upp og ofan í samskiptum þínum við aðra. Þött þú eigir góðar stundir með fólögum geta fjármálin valdið deilum._________ Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þróun mála varðandi vinn- una verður þér hagstæð á næstu mánuðum. Stjömuspdna d nó lesa scin dœgradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ekki ú traustum grunni visindalegra stað- reynda. rt-KS. Klaus Stfilmann SeJcction Buxtmdragtir Pilsdragtir Silkitoppar, langemw Silkitoppar, stutterma Peysur Bolir Og margt fleira avrttítm mot JanoisoBtf Laugavegi 97, sfmi 17015 Skybningafélag Reykjavikur auglýsb1: Leitum aö áhugafólki 'til skylmingaiðkunnar. Byrjendanámskeið í olympískum skylmingum hefjast í ÍR-húsinu við Túngötu 29. Æfingar hefjast þriðju- daginn 24. janúar kl. 19. Leiðbeinandi verður búlgarski skylminga- meistarinn Nikolay Mateev. Æft verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19-20.30. Upplýsingar gefa: Nikolay Mateev, hs. 553-3296, Kristmundur Bergsveinsson, vs. 568-2830, hs. 554-2573. Þórdís Kristleifsdóttir, vs. 561-4300, hs. 554-6252. kHppiklipp utpplhllpp kippíkHpp Arið 1995 er gott ár. TILBOÐ Ef þú klippir út þennan miða og kemur með hann á Hard Rock, kaupir einn hamborgara færðu annan írían. Drykkir undanskildir. Sími 689888 TVEIR FYRIR EINN _kttppmpp_ ________ ___ kllpplklipp I I I I I I u 7 I ll I I I •*! i I Gildir alla sunnudaga og mánudaga janúar, febrúar og mars '95.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.