Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLADIÚ LISTIR Subbuskapur tungumálsíns ELVA Ósk Ólafsdóttir og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum nemandans og kennarans. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið OLEANNA Höfundur: David Mamet. Þýðandi: Hailgrímur H. Helgason. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Asmundur Karlsson. Leik- stjóm: Þórhallur Sigurðsson. „PERSÓNURNAR í leikritum hans (Mamets) nota tungumáiið stundum eins og það væri einhver hroði sem er ónothæfur til annars en ata aðra út,“ segir Árni Ibsen í leikskrá um leikrit bandaríska ieik- skáldsins Mamet. Og víst er að þetta verk er einn subbuskapur hvað notkun á tungumáli og sam- skipti þeirra tveggja einstaklinga sem verkið fjaliar um varðar. Leikurinn gerist á skrifstofu há- skólakennara. Ung kona, sem er nemandi hans, situr og bíður eftir einkunn fyrir verkefni sem hún hefur skilað. Hann er þó ekki með hugann við verkefnið, kennsluna eða stúlkuna - heldur sín einka- mál. Hann er að fá fasta kennslu- stöðu, er að kaupa hús, er stöðugt að tala í símann vegna þeirra kaupa - við konuna sína og vin sinn. Hann má í rauninni ekkert vera að því að tala við stúlkuna. Fyrr en hann fer að tala um sjálfan sig. Þá veður hann á súðum; talar ýmist um vanmetakenndina sem hann hefur alltaf haft, um það sem er að gerast í einkalífi hans, deilir á inntak háskólakennslu - vill meina að það feli ekki í sér æðra mark- mið, heldur sé aðeins leið til betri þjóðféiagsstöðu og launakjara. Hann segir dæmisögur máli sínu til stuðnings á milli þess sem hann talar í símann um þá staðreynd að hann er að ná einrnitt þessari þjóð- félagsstöðu og launakjörum. Hann býður stúlkunni, Carol, að koma sem oftast á skrifstofuna til sín - þá fái hún A í einkunn; hann skuli bara kenna henni þar. Þó er hann svo sjálfhverfur að hann gleymir að ræða um verkefni hennar og kennsluefnið. Carol finnst þetta auðmýkjandi framkoma og kærir hann. Það kem- ur að mörgu leyti illa við kennar- ann, John. í fyrsta lagi hefur hann skrifað bók þar sem hann gagnrýn- ir inntak háskólankennslu og vill meina að það sé auðmýkjandi fyrir nemandann. í öðru lagi er hæfnis- nefnd að taka afstöðu til þess hvort skipa skuli hann í fasta stöðu. I þriðja lagi er hann búinn að fjár- festa í húsi, vegna þess að hann er fullkomlega viss um að hann fái stöðuna. Allt þetta er í fallhættu, ef kæran verður ekki dregin til baka. Oleanna er ádeiluverk. Höfund- urinn er að deila á þá málhreinsun sem hefur átt sér stað í Bandaríkj- unum á seinustu árum. Hreinsun sem hefur gert orð viðsjárverð; menn verði að passa sig að nota rétt hugtök í sérhveiju tilfelli. Það er orðið varasamt að tala um hör- undslit og það er varasamt að tala um indíána. Menn eru hvorki hvítir né svartir lengur, vegna þess að slíkar nafngiftir vekja óæskileg hugrenningatengsl. Það er talað um litaða einstaklinga, fólk af afrískum uppruna, fólk af asískum uppruna, fólk af kákasískum uppruna o.s.frv. Og nú er ævinlega talað um frum- byggja þegar átt er við indíána, segir í leikskrá. Og eins og oft vill verða þegar verið er að fjalla um málefni af þessu tagi, eru persónurnar skrifað- ar til að koma þessari ádeilu á fram- færi. En tilefni kærunnar verður óskiljanlegt hveijum manni sem ekki býr í svona málfirrtu samfé- lagi. Hér myndum við bara afgreiða kennarann sem hrútleiðinlegan, sjálfsupptekinn uppskafning, sem lifir ekki samkvæmt þeirri sannfær- ingu sem hann skrifar bækur um. Og stúlkuna myndum við umsvifa- laust flokka sem skaddaða á geði og taugum; viðbrögð hennar virka algerlega tilefnislaus. Persónurnar eru því fremur ótrúverðugar og óraunverulegar. Þær virðast ekki af holdi og blóði - sem er ábyggi- lega tilgangur höfundar; ef við get- um ekki notað tungumálið til sam- skipta lengur - getum ekki treyst á það - afmennskumst við. í verkinu er valdabarátta í orð- um, þar sem hinn auðmýkti (Carol) virðist fara með sigur af hólmi. En ég er ekki alls kostar sátt við verk- ið. Það er of átakalítið þras um algeran tittlingaskít. Kannski er þetta sterkt verk í Bandaríkjunum - en ekki hér. Verkið er illskiljan- legt nema áhorfandinn lesi allan skýringartextann í leikskrá. Þau Jóhann Sigurðarson og Elva Ósk Ólafsdóttir leika þau John og Carol. Þar serrf persónurnar eru afsprengi heimspekilegra vanga- veltna lifna þær illa í verkinu og verða aldrei áhugaverðar. Þau Jó- hann og Elva Osk flytja textann vel og ná ágætlega að gæða persón- urnar einhveiju lífi með svipbrigð- um og raddbeitingu. En það dugar skammt. Manni er alveg sama um þær og sýningin skilur lítið eftir sig. Þýðingin er vel af hendi leyst; málfar eðlilegt og þjált. Leikmyndin er stílhrein en dálítið hrá; gólfið á skrifstofu kennarans hallandi tákn- rænt. Það má segja að halli undan fæti hjá honum. Búningar látlausir og allt í ágætu samræmi, nema gulbrúnu skórnir sem John klæðist. Þeir stinga í augun og hefðu mátt vera dökkbrúnir. Lýsingin finnst mér vera of hvít og hrá. Leikstjórn- in er ágætlega af hendi leyst; sýn- ingin er þétt og framvinda hröð - þó kannski of hröð. Það hefði mátt nota þagnir betur til að skapa ein- hveija spennu í þessu átakalitla textaverki. En textameðferðin sjálf er góð og hreyfingin í sýningunni er unnin af útsjónarsemi og ná- kvæmni. Ég get alls ekki sagt að mér hafi leiðst á sýningunni, þrátt fyrir þá annmarka sem mér finnst verkið hafa. Umræðuefni þess er í sjálfu sér áhugavert en mér finnst bara ekki hafa tekist að gera það að nógu áhugaverðu leikverki. Súsanna Svavarsdóttir Lágmúli 5 húsnæði Glóbus hf. er til sölu Húsnæðið skiptist í: Tvær 390 fm góðar skrifstofuhæðir (2. og 3. hæð. Lyfta). 1170 fm verslunar- og þjónustuhúsnæði á götuhæð með góðum útstillingagluggum. 1000 fm iðnaðarhúsnæði með góðri aðkomu og innkeyrslu. 1000 fm skrifstofuhæð, með sérinngangi (óinnréttuð). Þetta húsnæði getur selst í einu lagi, eða hlutum. Húsið er á frábærum stað og blasir við einum fjölförnustu gatnamótum í Reykjavík. Skilti á húsinu hafa mikið auglýsingagildi. Teikningar eru til sýnis á skrifstofum okkar. Allar upplýsingar veita: Jón Guðmundsson, fasteignasali. Magnús Axelsson, fasteignasali. Fasteignamarkaðnum, s. 11540. Laufási, fasteignasölu, s. 812744. ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 ÍLAUFÁSl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 Nýjar bækur • ÍMYND íslands hefur að geyma níu erindi sem flutt voru á ráð- stefnu Stofnunar Sigurðar Nordals og Norræna hússins um miðlun ís- lenskrar sögu og menningar erlend- is. Erindi í ritinu eiga Jakob Bene- diktsson fv. orðabókarritstjóri, Gestur Guðmundsson félagsfræð- ingur, Guðmundur Hálfdánarson dósent, Guðrún M. Ólafsdóttir dós- ent, Keneva Kunz þýðandi, Kristinn Jóhannesson sendikennari, Sigurð- ur A. Magnússon rithöfundur, Sig- uijón B. Hafsteinsson mannfræð- ingur og Þorgeir Þorgeirson rit- höfudur. Efni erindanna er fjöl- breytt. Ritstjórar bókarinnar eru Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Braga- son, en Svavar Sigmundsson dósent skrifar formálann. Bókin er sú fyrsta í flokki smárita Stofnunar Sigurðar Nordals. Ritið er 119 bls. Útgáfuþjónustan Skerpla sá um umbrot. Valur Skarphéðinsson hannaði kápu. Steindórsprent-Gutenberg prentaðL Hiðíslenska bókmenntafélag ann- ast dreifingu. Bókin kostar 1.400 krónur í verslunum. Selás - vantar strax Erum með ákveðinn kaupanda sem búinn er að selja og vantar par- hús, raðhús eða einbhús 150-200 fm. Æskileg staðsetning er Selás- hverfi. Önnur hverfi koma til greina. Upplýsingar gefur: Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 685556. Upplýsingar í dag, sunnudag, gefur Haukur í síma 667146. Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 IMaustahlein 26 - Gbæ - raðhús Eldri borgarar Nýkomið glæsilegt 3ja-4ra herb. 90 fm nýlegt endarað- hús við Hrafnistu, DAS, Hafnarfirði. Allt sér. Vandaðar innréttingar. Ræktaður garður. Eign í sérflokki. Verð 10,5 millj. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar, fasteignasala, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sími 654511. h \ i 1 i 1 i i i i 1 i i i I i i i \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.